NT - 17.12.1984, Blaðsíða 5

NT - 17.12.1984, Blaðsíða 5
í a Mánudagur 17. desember 1984 5 ■ " “] L , Fréttir 1 ~ °S lækka í Vökumenn í HÍ: Skera niður Stúdentaráð ■ Á síðasta Stúdentaráðs- fundi lagði einn fulltrúa Vöku fram tillögur um stórfelldan niðurskurð í starfi ráðsins en spamaðinum yrði varið til að lækka innritunargjöld í Háskól- ann. Tillagan sem var í fímm liðum var felld með atkvæðum umbótasinna og vinstri manna. Um var að ræða sparnað fyrir tæpa eina milljón króna. Meðal hugmynda Öla Bjarn- ar Kárasonar, sem bar tillöguna upp, er að hætta fjárframlagi til Stúdentablaðsins og fækka starfsmönnum á skrifstofu ráðs- ins þannig að þar sé aðeins eitt stöðugildi í stað tveggja nú. Var eining um þau mál meðal allra Vökufulltrúa. Þegar kom að því að ferðalangar á ráðstefnur skyldu greiða fjórðung farareyr- is sjálfir snerust nokkrir Vöku- menn aftur á móti á band með inn> ritunar- 9/öfd ÍHÍ umbum og vinstri mönnum og eins og fyrr segir voru allar tillögurnar felldar. 1. verðlaun fyrir búnað á tjaldstæðum ■ Vinningshafar í samkeppni Ferðamálaráðs íslands um búnað á tjaldstæðum taka við verðlaununum, 100 þúsund kr., úr hendi Birgis Þorgilssonar ferðamálastjóra við hátíðlega athöfn í gær. Höfundar tillögunnar eru Grétar Markússon og Stefán Örn Stefánsson arkitektar FAÍ, Björn Jóhannesson landslagsarkitekt og Einar E. Sæmundsen landslagsarkitekt en verkfræðilega ráðgjöf annaðist Gunnar St. Ólafsson verkfræðingur. NT-mynd: Kóbert Sauðárkrókur: Galdrakarlin- um vel tekið Frá Erni Þórarínssyni fréttaritara NT í Skagafírði: ■ Leikfélag Sauðárkróks frum- sýndi barnaleikritið Galdrakarlinn í Oz eftir sögu Frank L. Baun s.l. sunnudag við frábærar undirtektir leikhúsgesta, sem bæði voru börn og fullorðnir. Leikstjóri er Hávar Sigurjóns- son. Með helstu hlutverk í sýning- unni fara: Katrín Þorkelsdóttir, Bára Jónsdóttir, Viðar Sverrisson og Hávar Sigurjónsson. Alls eru leikendur 16, þar af 8 börn sem öll eru 11 ára. Auk þess kemur fram kór unglinga á aldrinum 12-15 ára undir stjórn Hilmars Sverrissonar tónmenntakennara, en hann hefur einnig útsett alla tónlist fyrir sýn- inguna og stjórnar flutningi hennar. Alls taka um 40 manns þátt í sýningunni með ýmsum hætti. Æfingar hófust 20. október. Næstu sýningar verða milli jóla og nýárs. Miðstjórn ASÍ: Olíusaltfiskurinn: Skemmdir óverulegar ■ Allt bendir nú til þess að fáir tugir tonna af saltfiskinum úr Stuðlafossi hafi skemmst þannig að ekki verði hægt að skipa honum út. Eins og fram hefur komið var helminginum af saltfiskfarmi skipsins sem fara átti til Portúgal, eða um 500 tonnum skipað í land í Vestmannaeyjum eftir að oh'a komst að vörunni. Stuðlafoss sigldi svo út með tæp 600 tonn. Síðan þetta var hefur verið unnið að endurmati á þessum fiski og er reiknað með því að því ljúki á morgun og byrjað verði að skipa saltfiskinum út eftir helgi. Megnið af honum er alveg óskemmt, einhver hluti af fiskinum kemur til með að falla í gæðaflokk- un og eins og fyrr segir eru það fáeinir tugir tonna sem mengast hafa olíunni og verður ekki skipað út. Nákvæmari tölur um magn og verðmæta- tap liggja svo fyrir um helgina. Bann á verðtryggingu launa verði afnumið ■ Miðstjórn ASÍ skorar á ríkisstjórnina og löggjaf- ann að leggja á hiliuna hugmyndir um framleng- ingu á banni gegn verð- tryggingu launa. Það sé ekki aðeins rangt heldur einnig óskynsamlegt að torvelda þannig eðlileg samskipti aðila vinnumarkaðarins og hindra samninga til lengri tíma. Miðstjórnin lýsir þeirri eindregnu skoðun að það eigi að vera samningsatriði milli samtaka launafólks og atvinnurekenda hvern- ig kaupmáttur launa er tryggður. Þótt stjórnvöld hafi með lögum afnumið verðbætur á laun, sé vísi- tölubinding áfram við lýði á fjölmörgum sviðum. Lán séu flest verðtryggð og svo sé einnig um ýmsa tekju- stofna ríkisins. Miðstjórnin segir kjara- samninga snúast um kaup- mátt en ekki kauptölur. Tryggur kaupmáttur sé forsenda kjarasamninga til lengri tíma. í því efni komi ýmsar leiðir til greina og minnir mið- stjórnin á hugmyndir verkalýðshreyfingarinnar í nýafstöðnum kjarasamn- ingum í því sambandi. JÓLAGJÖFIN HENNAR NÝTT Á ÍSLANDI: JIL SANDER Viö kynnum fjórar glæsilegustu ilm- og baðlínur sem fáanlegar eru á Islandi í dag: WOMAN PURE, WOMAN TWO, BATH AND BEAUTY og MAN TWO, frá JIL SANDER. Hönnuður þeirra er meöal fremstu tískufrömuða heims, JIL SANDER. Snyrtivörur hennar eru einstæöar og einkennast af fáguöu látleysi. Komiö, sjáiö og sannfærist. Viö mælum með JIL SANDER og bjóöum þig velkomna. MIRRA Hafnarstræti 17, R. SARA Bankastræti 8, R. CLARA Laugavegi 15, R. SNYRTIVORUBUÐIN Glæsibæ, Rvík NAFNLAUSA BÚÐIN Strandgötu, Hafn. • NANA Fellagörðum, R. ANNETTA, snyrtist Hafnargötu 23, Kef. BYLGJAN Hamraborg, Kóp. SNYRTIHÚSIÐ Eyrarvegi 20, Self

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.