NT - 17.12.1984, Blaðsíða 21
Mánudagur 17. desember 1984 21
■ Helgi Njarðvíkingur skorar körfu þótt Haukarnir umkringi hann.
leikinn.
Njarðvíkingar unnu líka
NT-mynd: Sverrir
■ Einn leikur var í úrvals-
deildinni í körfuknattleik á
laugardaginn. Tvö efstu liðin
áttustvið í Hafnarfirði og þá
geta menn getið sér til um
hvaða lið það voru. Jú, Haukar
og Njarðvíkingar. Eftir leikinn
á laugardaginn eru Njarðvík-
ingar komnir með afar sterka
stöðu í deildinni og verður
gaman að sjá hvort eitthvert
lið getur ógnað þeim úr þessu.
Haukarnir virkuðu afar
máttlausir í þessum leik og því
fór sem fór. Njarðvíkingar
sigruðu með 78 stigum gegn
70. Pótt aðeins hafi munað 8
stigum í lokin þá var sigur
Njarðvíkinga afar sanngjarn
og öruggur. Þeir höfðu forystu
allan leikinn og voru yfirleitt
10 stigum yfir. Haukar náðu að-
. eins að klóra í bakkann í síðari
hálfleik en komust aldrei nær
Njarðvíkingum en 3-4 stig.
Maður hafði það á tilfinning-
unni að Haukarnir myndu
aldrei ná að ógna Njarðvíking-
um verulega. Það kom líka á
daginn.
Leikurinn byrjaði með sókn
gestanna og þeir náðu fljótlega
forystu og það góðri. Komust
m.a. í 23-10 og héldu út allan
fyrri hálfleik á svipuðum
hraða. Haukarnir áttu þokka-
legan sprett í lok hálfleiksins
sem síðan gufaði upp á loka-
mínútunum og höfðu Njarð-
víkingar yfir í hléi 45-31.
Síðari hálfleikur var nánast
spegilmynd af þeim fyrri.
Haukarnir ná að minnka mun-
inn nokkrum sinnum í örfá stig
en aldrei þannig að sigur
Njarðvíkinga væri í verulegri
hættu. Suðurnesjamennirnir
voru einfaldlega mun betri.
Það sem helst bar á milli var
góður varnarleikur Njarðvík-
inga og hversu jafnt lið þeirra
er. Haukarnir voru líka nánast
án Pálmars þar sem hann hitti
sérlega illa og fékk loks fimm
villur er um sex mínútur voru
eftir af leiknum og varð að fara
út af.
Þeir sem skoruðu í leiknum
voru: Fyrir Hauka: ívar 20,
Ólafur 17 (öll í seinni hálfleik,)
Kristinn 13, Pálmar og Henn-
ing 7, Hálfdán 5 og Eyþór 2.
Fyrir Njarðvík: Valur 15, Árni
12, Hreiðar 11, Gunnar 10,
ísak 11, Ellert 8, Teitur 5,
Jónas 4 og Helgi 2.
Dómarar voru Sigurður Val-
ur og Jón Otti og voru þokka-
legir.
Handknattleikur 1. deild karla:
Þróttur lá
gegn Þór V
Islandsmótið í handknattleik -1. deild karla:
Tíu víti forgörðum
- þar af sjö hjá Blikum er KR vann UBK18-15
Það virtist varla borga sig hálfleik og söxuðu á forskot JónÞ. Jónsson varbesturBlika
að fá vítakast í leik Breiðabliks
og KR f 1. deild karla í
handknattleik í gær, en liðin
mættust í Laugardalshöll. Alls
fóru tíu víti forgörðum í leikn-
um, og þyngst vó það að sjö
þeirra voru Blika. KR-ingar
sigruðu í leiknum, 18-15, og
geta þakkað það einum manni
aðallega, Jens Einarssyni
markverði.
Blikarnir komust í 1-0, en
síðan sigldu KR-ingar upp í
4-1 á meðan Blikar misnotuðu
þrjú vítaköst-, af þeim varði
Jens eitt, og átti eftir að verja
fleiri. Blikar náðu þó að klóra
í bakkann og minnka muninn
í 4-6, en KR-ingar voru sterk-
ari til hálfleiks og leiddu þá
10-5. Á þeim kafla varði Jens
aftur víti hjá Birni, og KR-ing-
ar misnotuðu tvö.
Blikarnir byrjuðu vel í síðari
KR. Blikar jöfnuðu 12-12 og
komust yfir 13-12, en þá var úr
þeim allur vindur. Jón Þ.
Jónsson, ungur hornamaður
sem fiskaði mörg víti og fór að
taka þau eftir að þremur öðr-
um hafði mistekist, hafði skor-
að úr tveimur, en það þriðja
var dæmt af vegna þess að Jón
steig á línuna. Síðan varði Jens
hjá Jóni, ogþaðgerði útslagið.
Tvö mörk Hauks Geirmunds-
sonar úr horninu í lokin
tryggðu svo sigur, 18-15.
Leikurinn var hin besta
skemmtun. Ekki ýkja vel leik-
inn, en upp kom spenna og
skemmtileg eftirvænting í
kringum vítaköstin.
Jens var yfirburðamaður hjá
KR, varði 14 skot, þar af 4
vítaköst. Aðrir voru mistækir
að undanskildum Jóhannesi
Stefánssyni sem var traustur.
og er þar efnisstrákur á ferð.
Mörkin: KR: Jakob Jónsson 5, Ólafur
Lárusson 3, Jóhannes Stefánsson 3,
Friðrik Þorbjörnsson 2, Haukur Geir-
mundsson 2, Haukur Ottesen 1, Páll
Björgvinsson 1 og Hördur Harðarson 1.
Breiðablik: Björn Jónsson 4, Jón Þ.
Jónsson 4, Kristján Halldórsson 3,
Kristján Guðlaugsson 2, Alexander Þór-
isson 1 og Aðalsteinn Jónsson 1. Dóm-
arar Stefán Amaldsson og Ólafur Har-
aldsson og sluppu vel.
Frá Sigfúsi G. Guðmundssyni fréttamanni
NT í Eyjum:
■ Þróttarar komu ekki
frægðarför hingað á sunnudag
er þeir mættu Þór í 1. deild
karla á íslandsmótinu í hand-
knattleik. Þórarartóku gestina
föstum tökum og eftir góðan
kafla í fyrri hálfleik átti Þróttur
sér ekki viðreisnar von. Úrslit-
in urðu 28-21 heimamönnum í
hag eftir að staðan hafði verið
14-9 í hálfleik.
Jafnt var á öllum tölum í
leiknum upp í 6-6. Þá voru
liðnar 18 mínútur af leiknum,
og næstu tíu mínútur skoruðu
bara Þórarar, alls 7 mörk í röð.
Staðan svo 14-9 í hálfleik.
Bilið hélst svipað í síðari hálf-
leik og sigur Þórs því aldrei í
hættu þá, úrslit 28-21.
Sigmar Þröstur Óskarsson
markvörður Þórs var langbesti
maður vallarins, og átti stærst-
an þátt í sigri Þórara. Sigmar
Þröstur varði alls 26 skot, þar
af þrjú vítaköst. Úti á vellinum
vann liðsheildin hjá Þór sem
einn maður. Þróttarliðið var
hálflamað þar sem Páll Ólafs-
son virtist eitthvað miður sín.
Þar stóð Birgir Sigurðsson upp|
úr, og vann úr öllu sem að
honum var rétt á línunni. Þá
var Gísli Óskarsson drjúgur.
Mörkin: Þór: Gylfi Birgisson 5, Sig-
urður FriðrikBson 5, Herbert Þorleifs-
son 5, Sigbjörn Óskarsson 4, Elías Bjarn-
hóðinsson 4, Steinar Tómasson 2, Óskar
Freyr Brynjarsson 2 og Páll Schewing 1.
Þróttur: Birgir 10, Gísli 4, Páll 3, Sverrir
Sverrisson 3, Sigurjón Gylfason 1 og
Haukur Hafsteinsson 1.
Dómarar Guðmundur Kolbeinsson og
Þorgeir Pálsson og dæmdu ágætlega.
Heimsbikarkeppnin á skiðum:
Höf lehner kom á óvart
■ Helmut Höflehner frá
Austurríki kom mjög á óvart í
brunkeppni heimsbikarsins í
síðaíþróttum, sem haldin var í
Val Gardena á Italíu á laugar-
dag. Höflehner sigraði og kom
þar ekki síst sjálfum sér á
óvart. Hann sagðist ekki ná
sínum besta árangri á þessum
árstíma að jafnaði.
Höflehner fór 3395 metra
langa brautina á 2 mínútum
06,82 sekúndum og var fyrstur
85 keppenda. Conradi Cathom-
en frá Sviss varð annar á
2:07,66 og Peter Wirnsberger
frá Áusturríki þriðji á 2:08,25
mín. Báðir þessir virðast nú á
uppleið eftir slakt keppnis-
tímabil í fyrra.
Nýr snjór hamlaði mjög
rennsli í brautinni, sem byrjar
með löngum hallalitlum kafla
og verður síðan mjög brött.
Þeir þrír fyrstu græddu á þessu,
jrví þeir eru allir þekktir fyrir
'að ná góðu bruni við erfiðar
aðstæður og halda vel ferð í
litlum halla.
Stórstjörnur urðu aftarlega
á merinni í þessu bruni, Pirmin,
Zurbriggen (Sviss) sjöundi,
Peter Múller (Sviss) tólfti,
Franz Klammer (Austuiríki) l
sextándi og Harti Weirather
(Austurríki) átjándi.
Afreksbikar
fatlaðra
■ Afreksbikar íþrótta-
sambands fatlaðra var
veittur í fyrsta sinn
sunnudaginn 9. desember
s.I.
Bikar þessi yar gefin af
Bjarna I. Ámasyni og
konu hans Sigrúnu Odds-
dóttur eigendum Brauð-
bæjar í tilefni 26 ára af-
mælis fyrirtækisins.
Bikarinn hlaut Jónas
Óskarsson íþróttafélagi
fatlaðra Reykjavík. Jón-
as er 23 ára gamall, en
1978 varð hann fyrir slysi
sem olli því að hann
missti annan fótinn um
hné. Bikarinn hlaut hann
fyrst og fremst fyrir afrek
sitt sem hann setti á’OL-
leikum fatlaðra í New
York í sumar, en þar setti
hann ‘OL- met og heims-
met í undanrásum 100
m. baksunds á 1.13.86.
Þetta met Jónasar var
síðan slegið í úrslitasund-
inu en þar hafnaði Jónas
í öðru sæti. Til þess varð
þó sigurvegarinn að slá
nýsett heimsmet og ÖL-
met Jónasar.
| i I
Lu u ifiuf m m n%
< Samúel Örn Erlingsson (ábm.) Þórmundur Bergsson, Gylfi Þorkelsson
Úrvalsdeildin:
Njarðvíkingar
í meistarastuði
unnu góðan sigur á Haukum