NT - 17.12.1984, Blaðsíða 13

NT - 17.12.1984, Blaðsíða 13
Mánudagur 17. desember 1984 13 ■ Ein af grafikmyndunum í almanaki Þroskahjálpar. „Anægjan er auði betri“ eftir Lísu Guðjónsdóttur. Grafíklistamenn í al- manaki Þroskahjálpar ■ Út er komið almanaks- happdrætti Landssamtakanna Þroskalijálpar og að þessu sinni prýða almanakið grafík- myndir eftir 13 íslenska lista- menn, ein fyrir hvern mánuð, auk forsíðu, og birtist með almanakinu árangur samvinnu Þroskahjálpar og félagsins ís- lensk grafík. Myndirnar sjálfar, þ.e. frummyndirnar, verða til sölu fyrir milligöngu Þroskahjálpar. Vinningar í almanakshapp- drættinu verða dregnir út mán- aðarlega, í fyrsta sinn 31. janú- ar og er þá vinningurinn Fíat Uno, síðan eru mánaðarlega dregin út Sharp litasjónvarps- tæki. Almanakið er gefið út í 16 þúsund eintökum og kostar 200 krónur. Þetta er meginfjár- öflunarleið samtakanna Þroskahjálpar sem eru lands- samtök 24 félaga um málefni fatlaðra og eru í senn sam- starfsaðiii við stjórnvöld um málefni fatlaðra og baráttu- aðili fyrir rétti þeirra. Skjaldborg: Sigrún ■ „Sigrún" er ótrúleg lífs- reynslusaga ungrarstúlku. Þetta er önnur bók ísólar Karlsdóiíur, en fyrsta bók hennar, Forlaga- flækja, kom út á síðasta ári og var firnavel tekið. t-ORsrEifoí o. ÞOttsrmNS&ox ÓHREIN BÖRN UOOABÓK Þorsteinn G. Þorsteinsson: Ungt Ijóðskáld sendir frá sér Óhrein börn ■ Óhrein börn heitir ljóðabók eftir Þorstein G. Þorsteinsson sem gefin er út af höfundi og inniheldur 21 .Ijóð, ásamt myndskreytingum eftir Árna Elvar. Bókin er offsetprentuð og í stóru broti. Höfundur kemur víða við en nokkur ljóðanna fjalla um lífið og tilveruna í Reykjavík, með- an önnur glíma við alheimsgát- una sjálfa. Blóðug átök um olíulindir ■ Komin er út hjá Iðunni ný bók eftir spennuhöfundinn vin- sæla, Hammond Innes. Nefnist hún Átök í Eyðimörk. Sögu- sviðið að þessu sinni er brenn- heitar sandöldur Arabíuskag- ans þar sem arabísku fursta- dæmin heyja blóðug átök um ' nýjar olíulindir. Mitt í eyði- ' mörkinni rís gróðursæl vin en tortímingin vofir yfir eftir að óvinasveitir hafa stíflað áveitu- kerfi hennar. Grant lögmaður flækist í furðulegt svikanet harðsvíraðra Araba og spilltra i landa sinna þegar hann heldur á slóðir olíuleitarmanna til að hafa upp á ungum skjólstæðingi sínum. Jarðfræðingurinn Davíðætlar að bjarga vininni frá auðn og dauða en á við ofurefli að etja. Dirfska hans leiðir hann að lokum í sjálfheldu við borg óvinanna sem stýrt er af morð- óðum fursta. Vinirnir falla einn af öðrum, flugurnar suða og blóðlyktin er megn. Dauðinn virðist ekki eins skelfilegur þeg- ar lífið er sjálft svona grimmi- legt... Átök í Eyðimörk er átjánda bók Hammond Innes á ís- lensku. Sjaldan hefur hann sam- ið sögu af annarri eins íþrótt og hér. Hann hefur kynnt sér ræki- lega umhverfi sögunnar og sviðsetur hana af þeirri snilld sem naumast á sinn líka. Hammond Innes heldur lesend- um sínum í spennitreyju hraðra viðburða en fer þó aldrei út fyrir ramma sennileikans. Álfheiður Kjartansdóttir þýddi. Oddi hf. prentaði. Brian Pilkington hannaði kápu. Æviskrár tannlækna ■ Komið er út á vegum Tann- læknafélags Islands Tannlækna- tal 1854-1984. í ritinu er að finna æviskrár 248 tannlækna. Þar á meðal eru nokkrir Is- lendingar, sem starfað hafa erl- endis, og sömuleiðis nokkrir erlendir tannlæknar, sem fengið hafa íslenskt tannlækningaleyfi. f bókinni er grein eftir Rafn Jónsson um „Stofnun oe starf- semi Tannlæknafélags Islands fyrstu 30 árin 1927-1957. Þar er einnig kandidataskrá, nafnaskrá og skrá yfir stjórnir félagsins frá upphafi. Formaður ritnefndar Tann- læknatals er Gunnar Þormar. Bókin er samtals 232 bls. að stærð og var sett í Prentþjónust- unni hf., prentuð í Prentberg hf. og bundin í Bókfell hf, A kápuumslagi er mynd af Brynjúlfi Björnssyni, sem var aðal-hvatamaður að stofnun Tannlæknafélags íslands 1927. LEIKIR Feröaleikir eru margir til og auka ánægju yngstu feröalanganna. Oröaleikir, gátur. keppni í hver þekkir flest umferöarmerki og bíla- talningarleikir henta vel i þessu skyni. ||UJJFERÐAR Þú færð IBM PC/XT hjá: ÖFJTÖLVU TÆKNI hf. Microprocessor Technology Ármúla 38 . Sími (91) 108 Reykjavík 687220 >----! ! ' . „ .. ■< TÝPA Á FÖSTU Óskabækur unglinganna i fyrra og hittifyrra voru Viltu byrja með mér? og Fjórtán . . . bráöum fimmtán — sögurnar um Elias Þór Árnason eftir Andrés Indriðason. Bráðfyndnar sögur um vandræðalegan strák og hressar stelpur. Núer komin ný! TÖFF TÝPA Á FÖSTU tekur upp þráöinn haustið ’83 þegar Elias Þór byrjar i 8. bekk — en þráðurinn er bara ekki sá sami: Mamma og Elias eru flutt í nýtt hverfi og Elías byrjar i nýjum skóla með krökkum sem hann hefur aldrei séð. Þá er málið að koma vel fyrir, vera töff, svalur að slást, djarfur að breika, ódeigurað veifaflösku og tröllavindli. . . þó mann langi mest til að skriða i felur niðri i geymslu. Best af öllu væri þó að sýna nýju félögunum hana Evu, hlaupaspíruna af Skaganum — þá gæti enginn efast lengur um að Elías væri Töff týpa á föstu! Bækurnar um Elias Þór eru heillandi skemmtilegar og mjög vel skrifaöar bækur sem sýna lif unglinga i Reykjavik á lifandh hátt. Þær eru sjálfstæðar bækur hver um sig en segja þó eina sögu saman: söguna af þvi hvernig Elias finnur sjálfan sig. Snjallar myndir Önnu Cynthiu Leplar gefa bókunum aukið gildi. Bækur Andrésar hafa veriö söluhæstu unglingabækurnar undanfarin ár. Þær bregöast ekki. Verðkr.548.— Félagsverðkr.466.— k i gefum góðar hœkur og menning

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.