NT - 17.12.1984, Blaðsíða 14

NT - 17.12.1984, Blaðsíða 14
IIX Mánudagur 17. desember 1984 14 Utlönd TakaBretarogSovétmenn höndum saman um að banna stjörnustríðið? Bretar fara lofsamlegum orðum um Gorbachev I.ondon-Reuler ■ Mikhail Gorbachev, sem er rísandi stjarna í sovéska stjórnkerfínu og líklegur eftirmaður Chernenkos, átti í gær fund með Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, á sveitasetri hennar. Þau munu hafa farið víða í viðræðum sínum, en aðalumræðuefnið var þó bann við vígvæðingu himingeimsins. Þar er jafnvel talið að Sovét- ríkin og Bretiand séu sammála um margt. hafa farið mjög jákvæðum orð- um um hann og segja að frá honum stafi hlýju og gaman- semi. Hann virðist einnig róleg- ur, yfirvegaður og fullur sjálfs- trausts, hafa bresku blöðin eftir Krcmlstjórnin telur injög brýnt að þetta mál verði efst á baugi í samningaviðræðum Sov- étríkjanna og Bandaríkjanna um afvopnun, sem hefjast á nýjan leik í Genf í janúar. Hún leggur nú fast að vestrænum valdamönnum að reyna að fá Reagan forseta oían af stjörnu- stríðsfyrirætlunum sínum. Síðar í vikunni heldur Thatc- her til Washington til fundar við Reagan og er því víst að viöræð- urnar fara fram á þýðingarmiklu augnabliki. Malcholm Rifkind, aðstoðar- utanríkisráðherra Breta, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að Bretar væru andsnúnir því að himin- geimurinn yrði notaður í hern- aðarskyni og gaf í skyn að þeir hölluðust að þeirri skoðun Sov- étmanna að bann ætti að leggja við þvf. Rauðuherdeildirnar: Ekkidauð- ar úr öll- um æðum Flórens-Reuter ■ ítölsk stjórnvöld telja að þau hafí að mestu leyti ráðið niðurlögum Rauðu herdeildanna svokölluðu, hryðjuverkasamtakanna sem á síðasta áratug myrtu átján frammámenn í ítölsku þjöðlífí, þar á með- al Aldo Moro, fyrrum forsætisráðherra. Atburð- ir sem gerðust í Bologna og Róm nú um helgina sýna þó að enn er eitt- hvert lífsmark með sam- tökunum. í einu úthverfi Rómar reyndu menn að ræna pen- ingaflutningavagn. Einn ræningjanna, Antonio Giustini, rauður herdeild- armaður sem farið hefur huldu höfði, var skotinn til bana og félagi hans, Cecilia Massara, sem einnig er eftirlýst, var flutt á sjúkrahús. Tveir örygg- isverðir særðust alvarlega þegar ræningarnir reyndu að opna bílinn. í Bológna skaut skart- gripasali einn konu til bana og særði aðra er þær reyndu að ræna verslun hans á föstudaginn. Lög- reglan segir að báðar kon- urnar tengist Rauðu her- deildunum. í gærmorgun hringdi svo maður á skrifstofu dagblaðs í Flórens og sagði að Rauðu herdeild- irnar bæru ábyrgð á ráns- tilraununum. Hann sagði einnig að herdeildirnar í Flórens lifðu. „góðu lífi“ og myndu láta vita af sér á komandi mánuðum. „Bretar hafa sjálfstæða skoð- un á þessu máli og þeirri skoðun munum við halda á lofti. Við viljum ekki horfa upp á það að himingeimurinn verði notaður til að ógna mannkyninu frekar en orðið er,“ sagði Rifkind. Áður en fundur þeirra Thatc- her og Gorbachevs hófst heim- sótti hann höfuðstöðvar fyrir- tækisins John Brown, sem gerir nú tilboð í aö reisa feiknastóra plastverksmiðju í Suöur-Rúss- landi. Þar lagði Gorbachev áherslu á það að efla bæri við- skipti milli austurs og vestur. Brcsk blöð velta persónu Gorbachevs mjög fyrir sér þessa dagana, enda er þetta kærkomið tækifæri til að kynnast mannin- um sem líklegur er til að ná æðstu metorðum í Kreml. Þau ■ Mikhail Gorbachev, sem líklegastur þykir til að taka við sæti æðsta manns Sovétríkjanna, er nú í átta daga opinberri heimsókn í Bretlandi. Ekki er annað hægt að segja en að hann hefji för sína með glæsi- brag. Bresk blöð fara mjög lofsamlegum orðum um hann og þeir sem hafa hitt hann að máli segja að hann sé bæði hlýlegur og gamansamur. í gær átti hann mikilvægan fund með Margaret Thatcher á sveitasetri hennar. Ásamt þeim á myndinni er kona Gorbachevs, Raisa. símamynd-POLFOTO Lögregla leysir upp mótmælagöngu í Gdansk Varsjá-Reuter ■ Til átaka kom milli lögreglu og stuðningsmanna Samstöðu í hafnarborginni Gdansk í gær, en þá minntust Pólverjar þess að fjórtán ár eru liðin frá því að lögregla skaut til bana að minnsta kosti 45 verkamenn í borginni. Að sögn sjónarvotta kom lögreglan í veg fyrir að nokkur þúsund manns næðu að ganga að minnismerki við Lenín skipa- smíðastöðina í Gdansk, sem reist var til minningar um hina föllnu verkamenn. Samstöðuleiðtogar komust ekki til þess að leggja blómsveig á minnismerkið. I þeim hópi voru Lech Walesa, Bogdan Lis, Henryk Wukec og Andrzej Cel- inski. Atökin hófust eftir að um 7000 manns voru við messu hjá Henryk Jankowski, presti og einum helsta ráðgjafa Walesa. Hluti messugesta tók sig saman og ætlaði að ganga að minnis- merkinu, en lögreglan var í veginum og skaut á loft við- vörunarblysum. Ekki er vitað urn að slys hafi orðið á mönnum, en einhverjir voru handteknir. Að sögn sjónarvotta stóðu átök- in yfir í um klukkutíma, en lögregla hefur ekki tjáð sig um málið. Þetta er í fyrsta sinn sem kemur til átaka í Gdansk, einu helsta vígi frjálsu verkalýðsfé- laganna síðan 1. maí er tekist var á utan við heimili Lech Walesa. Jólagjafir handa kolanámumönnum þeim sem rætt hafa við Gorbac- hev. Bretar hætta geislamengun á Atlantshafi London-Rcuter ■ Bresk yfirvöld hafa fallist á að hætta að losa sig við geisla- virkan úrgang með því að fleygja honum í Atlantshafið. Umhverfismálaráðherra Breta, Patrick Jenkin, segir að nú sé verið að kanna aðrar leiðir til að koma úrganginum í lóg. Sérstök nefnd hefur verið sett á laggirnar í þessum tilgangi. For- maður hennar, prófessor Fred Holliday, segir að Bretar hafi neyðst til að fleygja geislavirk- um úrgangi vegna þess að það sé þrisvar til fjórum sinnum dýrara að geyma hann en að henda honum í hafið. Breskir embættismenn halda því fram að hingað til hafi ekki fundist nein merki um skaðleg áhrif úrgangsins á menn eða umhverfi en vegna ótta um langtíma áhrif sé samt skynsam- legt að hætta að fleygja geisla- úrgangi í hafið þar til frekari rannsóknir hafi verið gerðar. Mánudagur 17. desember 1984 15 Utlörad Spánn: Gonzalez stendur með pálmann í höndunum - sósíalistar samþykkja NATO stefnu hans ■ Þing spænska .sósíalistaflokksins, sem haldið var nú um helgina, hefur mjög styrkt stöðu Felipe Gonzalez, hins unga forsætisráðherra. Þingið gaf grænt Ijós á stefnu Gonzalez gagnvart Atlantshafsbandalaginu og staðfesti einnig efnahagsstefnu hans. Umsjón: Ragnar Baldursson og Egill Helgason Ungfrú Evrópa ■ Fegurðarsamkeppnir eru enn vinsælar þótt mörgum fínnist þær argasta niðurlæging fyrir kvenþjóðina. Norrænar stúlkur hafa löng- um þótt vel gjaldgengar í fegurðarsamkeppnum og á föstudaginn var ein Ijóskan úr norðrinu kjörin Ungfrú Evrópa í Vínarborg. Það var hún Trine Elisabeth Mörk, 22ja ára gamall einkaritari frá Osló. Símamynd-POLFOTO Samkvæmt hefð er sósíalist- aflokkurinn, sem nú hefur setið við völd í tvö ár, mótfallinn aðild Spánar að NATO. Mikinn kostningasigur flokksins í okt- óber 1982 má að hluta til skrifa á reikning andstöðunnar gegn NATO. Síðan flokkurinn tók við stjórnartaumunum hefur afstaða Gonzalez til NATO hægt og hægt tekið breytingunr. í atkvæðagreiðslum um utan- ríkismál vann stefna Gonzalez með atkvæðahlutfalli sem var um 60 prósent á móti 40 prós- entum. Tillögur um að Spánn yrði hlutlaus, um úrsögn úr NATO og unt að bandarískt herlið yrði kvatt burt frá Spáni voru felldar. Sagt er að persónulegar vin- sældir Gonzalez hafi ekki átt lítinn þátt í því að svona fór. Þingiö samþykkti með mikl- urn nreirihluta fyrirætlanir stjórnarinnar um að halda þjóð- aratkvæðagreiðslu um aðildina að NATO í febrúar 1986; mán- uði fyrr en ráðgert er að Spánn fái aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. 1 kosningunni mun Gonzalez að öllum líkindum mæla með því að þjóðin greiði atkvæði með aðildinni að NATO, sem hann tengir aðild- inni að EBE. Spánn gekk í NATO í tíð fyrri stjórnar árið 1982. Gonza- lez telur að þar hafi ekki verið rétt staðið að málum, en segir að Spánn hafi ekki tapað sjálf- stæði sínu á neinn hátt þrátt fyrir aðildina. Samkvæmt skoðanakönnun- um er meirihluti Spánverja and- vígur NATO-aðild. Bilið milli þeirra sem eru með og þeirra sem eru á móti hefur þó farið minnkandi upp á síðkastið og líklegt að niðurstöður sósíalista þingsins geti lagt þar lóð á vogarskálarnar. Þingið samþykkti einnig efnahagsáætlun ríkisstjórnar- innar nreð 325 atkvæðum gegn 41 og á sömu lcið fór ; atkvæða- greiðslaumnýttframkvæmdaráð flokksins. Gonzalez var bjartsýnn á þinginu og sagðist fullviss um að sósíalistaflokkurinn myndi vinnaþingkosningarnar árið 1986 og einnig kosningarnar árið 1990. Dalai Lama fer ekki til Tíbet Nýja Dclhi-Rcutcr ■ Dalai Lama, hinn út- lægi æðsti prestur og leið- togi frá Tíbet, lýsti því yfir í gær að hann niyndi ekki heimsækja heimaíand sitt á næsta ári. í yfirlýsingu hans sagði ennfremur að vilji kínverskra yfirvalda væri sá að ef hann kæmi til Kína á annað borð dveldi hann i höfuðborginni Peking. Fyrr í þessum mánuði fór sendinefnd frá Dalai Lania til Peking og átti viðræður við stjórnvöld um möguleikana i því að Dalai Lama sneri aftur til Tíbet. Dalai Lama sagði að sendi- mönnunum hefði þótt mikið konta til framfaranna sem orðið hafa í Kína á síðustu árum. En hann myndi ekki snúa aftur fyrr en að Tíbetmálið væri til lykta leitt á þann hátt að tíbetska þjóðin gæti verið ánægð. „Það eitt aö Kínverjar vilja að ég dvelji í Peking bendir til þess að enn séu óleysl vandamál í Tíbet," segir Dalai Lama. Dalai Lama hefur dvalið í útlegð á Indlandi síðan 1959. Þangað flúði hann eftir mis- heppnaða uppreinsartilraun gegn kínversku valdi í Tíbet. Danir hætta að leita að kafbátinum Kaupmannahöfn-Reuter ■ l)önsk tlotayfírvöld tilkvnntu í gær að leit að kafbáti, seni talið var að gæti leynst í Isafirði á norðvesturströnd Sjá- lands, hefði verið hætt. Hún bar engan árangur. Leitin hófst á fimmtu- daginn eftir að merki unt ókennilegan hlut í firðin- utn höfðu sést á ratsjá, að sögn flotayfirvalda. Óstað- festar fregnir danskra blaða herma að tveir liös- foringjar hefðu séð eitt- hvað sem líktist kafbát, fyrst í ratsjá og síðar í sjónauka. Þegar kafliátar sjást á þessu svæði er talið nokk- uð víst að þeir séu sovésk- ir. Fréttir um kafbáta i sænskri landhelgi hafa annað veifið komið upp, en leit sjaldnast borið árangur. Flotayfirvöld segja aö innsiglingin í fjörðinn sé aðeins sjö mctra djúp og að ekki myndu aðrir en nijög smáir kafbátar kom- ast þangað inn. Verkalýðsfélög, ein- staklingar og ýmis samtök út um allan heim hafa tekið höndum saman um að gera kolanámumönnunum bresku kleift að halda jól. Þeir hafa nú verið í hörðu verk- falli í níu mánuði og orðið þröngt í búi hjá fjölskyidum þeirra, enda hefur stjórn Margaret Thatcher einsett sér að berja niður verkfallið með hörku. „Danska sjómannasambandið styður bresku námumennina “ stendur á þessum borða sem er strengdur yfir þilfar skips sem lá við bryggju í Kaupmannahöfn á laugar- daginn. Það sigldi síðan til Bretlands, fullt af mat og öðrum varningi handa kola- námumönnunum bresku. Rajiv spáð stór sigri á jólunum ■ Víðtæk skoðanakönnun, sem indverskt dagblað stóð að, spáir því að Kongressfiokkur Rajivs Gandhi forsætisráðherra vinni stórsigur í kosningunum, sem fara fram á Indlandi á að- fangadag jóla. í skoðanakönnuninni segir að Kongressflokkurinn muni vinna 366 af þeim 511 þingsætum sem í boði verða. Hann hefur nú 351 þingsæti. Flokkurinn fékk 42.7 prósent at- kvæða í kosningunum 1980, en nú er því spáð að hann fái allt að 54 prósentum. Skoðanakönnun þessi er talin mjög marktæk, en alls voru tólf þúsund manns úr öllum stéttum og frá ýmsum landshlutum spurðir. Sama blað komst mjög nærri því að spá réttilega um úrslitin í kosningunum 1980. Múhameðstrúarríki deila um Egypta Sanaa-Reuter ■ Sýrlendingar og íranir beita sér nú mjög gegn því að Egyptar fái að sitja fund utanríkisráð- herra samtaka múhameðstrúar- ríkja, sem hefst í Sanaa, höfuð- borg Norður-Yemen á þriðju- daginn. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1979 að egypsk sendinefnd situr fund samtak- anna. Þeir voru gerðir brottrækir úr samtökunum eftir að Camp David friðarsáttmálinn við tsrael var undir- ritaður, en á fundi samtakanna í Casablanca í janúar síðastliðnum var samþykkt að veita Egyptum aðild á nýjan leik. Harðlínumenn í samtökunum vilja að múhameðstrúarríki, sem samband hafa við ísrael, verði skilyrðislaust rekin. Líbýumenn og Suður-Ymenar styðja Sýrlendinga og írani í þessu máli. Súdanir, írakar og Pakistanir eru hins vegar helstu bandamenn Egypta. Listamaðurinn Karl Lagerfeld hefur i samvinnu viö CHLOÉ-safnið í París hannað þessi gullfallegu matar- og kaflístell „Kalablómið" sem Hutschenreuther framleiðir úr postulini af bestu gerð. SILFURBUÐIN LAUGAVEGUR 55 101 REYKJAVlK SlMI 11066 c;--rnm

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.