NT - 29.12.1984, Síða 1
Óskar Vigfússon um fiskuerðshækkunina:
Skiptir sjómennina
meiru en útgerðina
■ NT náði í gærkveldi táli af Óskari
Vigfússyni formanni Sjómannasam-
bandsins og bar undir hann ummæli
Kristjáns Ragnarssonar í útvarps-
fréttum í gærkvöldi, í þá veru að
Óskar hefði neitað að fallast á fisk-
verðstillögu sem gekk út á 2-3% meiri
hækkun en raun varð á.
Óskar kvaðst hafa sett fram þá
kröfu að hækkunin yrði ekki minni en
25% til sinna umbjóðenda og sagðist
ekki hafa treyst sér til að hvika frá
þeírri kröfu. Hann sagðist ennfremur
álíta að útgerð og fiskvinnsla væri
mikið til sami grautur í sömu skál
þítnnig að fiskverðhækkanir skiptu
mfnna máli fyrir útgerðina en fyrir
sjómenn.
_ Fiskverð hækkar að meðaltali um
20% frá 21. nóv. s.l.
Þorskur', steinbítur. keila og koli
hækka um 20%. Karfi um 18% en
aðrar tegundir um 15%.
Þá voru ákveðnar verðuppbætur
sem hér segir: 25% i ufsaverð, 16%
á verð karfa, grálúðu og lúðu en 6%
á verð annarra botnfisktegunda nema
ýsu.
Óskar bað NT að færa Kristjáni
kveðju sína og það með að hann
vænti þess að Kristján geymi þessi
2-3% í pússi sínu þangað til sjómenn
leiti til hans um launahækkanir og
nýti þau þá til varanlegra kjarabóta
sjómönnum til handa.
Veðurofsi um allt land I gær:
Trillusjómenn hætt
komnir á Eyjafirði
Þakplötur fuku um Akureyrarbæ og bílar í Garðabæ
Heimsmeistaraeinvígið:
Flugeldasýn-
ing í Moskvu
Sjá skákskýringar Helga
Ólafssonar á bls. 2
■ Veðurofsi olli víða vand-
ræðum í gærdag. Á Eyjafirði
voru fjórar trillur hætt
komnar og greip áhöfn einnar
þeirra til þess ráðs að renna
bátnum beint í fjöru. Bíll feyktist
útaf vegi í Garðabænum og
skemmdist mikið en engin
slys urðu. Þá fauk rúta af
vegi í sama bæ og hafnaði
uppi á umferðaeyju. Þak-
plötur fuku um Akureyrar-
bæ.
Bræðurnir Björgvin og Tóm-
as Agnarssynir voru á veiðum á
trillu sinni, Snorra þegar veður-
ofsinn skall yfir. Þeir sáu sér
þann kost vænstan að renna
bátnum í fjöru skammt frá Dag-
verðareyri. Sagði Tómas í sam-
tali við NT að þeir hefðu sloppið
fyrir horn og ekki lent í verulega
miklum sjó.
Trillan Hugrún slapp í var við
Fjárklettsvík og sagði Jóhann
Sigurðsson sem var á henni að
um tíma hefði gefið yfir
klettinn, sem er 6 til 8 metra
hár. Báturinn var í dynjandi
ágjöf þrátt fyrir var frá klettin-
um. Eftir klukkutíma bið í vari
komst Hugrún í Akureyrarhöfn
og sömu sögu var af trillunum
Jóngeir og Sigurjóni Friðriks að
segja.
1 Akureyrarbæ komst vind-
hraðinn yfir 12 vindstig, þak-
plötur af Hótel Akureyri fuku
og vegur skemmdist. Svalan
sem lá við Torfunesbryggj u varð
fyrir skemmdum þegar annar
bátur barðist utan í hana.
Ljósastaurar og umferðarljós
urðu fyrir skemmdum og fjöldi
Akureyringa lenti í vandræð-
um.
Sex vörubílar fuku til í
Kambavegi og komust ekki
áfram. Uppi á Hellisheiði fauk
fjöldi bíla til og sumir útaf
veginum en engin slys urðu á
fólki. í Húnavatnssýslu lenti
fjöldi bílstjóra í vandræðum og
áætlunarbifreið komst ekki leið-
ar sinnar.
■ Áramótahelgin fer I hönd og við segjum, skemmtið ykkur og gleðjist vel á tímamótunum.
KT mynd Ami Bjama
NT árnar landsmönnum árs og friðar
i