NT - 29.12.1984, Page 7

NT - 29.12.1984, Page 7
> CO * iaU i *►• J I i i V ■ Reagan og Gromyko í Hvíta húsinu. Þórarinn Þórarinsson skrifar: Verður allsherjar- þingið 1984 eftir- minnilegt í sögunni? ■ Á NÆSTA ári verða liðin 40 ár frá stofnun Sameinuðu þjóðanna. Þess verður vafa- lítið minnst á hátíðlegan hátt. Stofnfundurinn var hald- inn í San Francisco í apríl-júní 1945 og áttu 50 ríki þar full- trúa. Póliand, sem átti rétt til þátttöku, gat ekki tekið þátt í ráðstefnunni vegna ágreinings stórveldanna um hver væri þá hin rétta stjórn landsins. Pessi ágreiningur var leystur það fljótlega, að Pólland gat undir- ritað stofnsamninginn og telj- ast því stofnendur samtakanna 51 ríki. Formlega tók sáttmál- inn gildi 24. október 1945 og er afmæli Sameinuðu þjóðanna miðað við það. Miklar vonir voru bundnar við stofnun Sameinuðu þjóð- anna, enda þótt svipuð tilraun eftir fyrri heimsstyrjöldina hefði mistekist. Pjóðabanda- lagið, sem þá var stofnað, var úr sögunni innan tveggja ára- tuga. Sameinuðu þjóðirnar, sem eru arftaki Þjóðabanda- lagsins, eru því orðnar helm- ingi eldri og þótt mörgum þyki, að margt gangi þar hægt, eru engin ellimerki sjáanleg. Enn eru miklar vonir tengdar starfi þeirra. Feir, sem lýsa vonbrigðum vegna seinagangsins hjá Sam- einuðu þjóðunum, gera sér ekki nægilega ljóst, að leiðin til vænlegs árangurs er yfirleitt ekki vörðuð skyndibreytingum og skjótum stórkraftaverkum. Hin farsæla leið er leið þróunar og margra smákraftaverka, eins og Pérez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, komst nýlega að orði. Pessi leið getur oft valdið vonbrigðum og krefst þolin- mæði og þrautseigju. Árangur- inn getur hins vegar orðið varanlegri, ef það tekst að ná honum. SÁ, sem þetta ritar, átti um skeið sæti á nýloknu þingi Sameinuðu þjóðanna, en einn- I-------------------- ig á áttunda þinginu, sem háð var 1954. Fljótt á litið, virðast breytingarnar ekki hafa orðið miklar. Mörg sömu málin og rædd voru fyrir 30 árum eru enn á dagskrá, og hefur aðeins þokað lítillega áleiðis. Málæði á fundum hefur heldur aukist, en þó ekki í samræmi við það, að 1954 voru þátttökuríkin ekki nema 60, en eru 159 nú. Skriffinnskan hefur aukist meira, alls konar greinargerð- um fjölgað og tillagnagerð margfaldast. Þannig lágu fyrir þinginu nú 50-60 tillögur um afvopnunarmál eða jafnvel fleiri og sumar næstum sam- hljóða. Svipað gilti um efna- hagsmálin og þá aðallega sam- skiptin milli norðurs og suðurs. Margar af þeim ályktunum, sem voru gerðar, eiga ekki annað eftir en að fara í rusla- körfuna og gleymast. Aðrar munu hins vegar hafa varan- legt gildi, eins og ályktanirnar um frystingu kjarnavopna. Óeitanlega vakti það athygli hversu miklu minna fjölmiðlar fylgjast með störfum allsherj- arþingsins nú en fyrir 30 árum. Pá voru í flestum dagblöðum New Yorkborgar fréttir af því, sem hafði gerst á þinginu dag- inn áður, ásamt spádómum um hvernig helstu ágreinings- málin yrðu afgreidd. ítarleg- astar voru þessar fréttir í New York Times. Þær þrjár vikur, sem ég var á þinginu nú, minn- ist ég ekki að hafa séð nema tvær eða þrjár smáklausur í New York Times, þar sem sagt var frá störfum þingsins. En þótt störf allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna veki þannig miklu minni athygli en áður, væri rangt að gera lítið úr þeim árangri, sem hefur náðst á þessum þrjátíu árum, þótt oft hafi miðað hægt. Fyrir 30 árum var einna mest að gera í fjórðu nefnd þingsins, sem fjallar um nýlendumálin. Nú má heita að fjórða nefnd sé orðin verkefnalaus. Um helm- ingur þeirra ríkja, sem nú eiga aðild að Sameinuðu þjóðun- um, voru nýlendur fyrir 30 árum. Vafalítið hafa umræð- urnar á allsherjarþinginu og ályktanirnar þar, flýtt fyrir þessari þróun. Það hefursann- ast hér eins og oftar, að drop- inn holar steininn. Svipað má segja um hafrétt- armálin. Umræðurnar um þau voru rétt að byrja á allsherjar- þinginu fyrir 30 árum. Nú er hafréttarsáttmálinn, sem hefur þegar haft stórvægilegar breyt- ingar í för með sér, kominn í höfn. Svipað má segja um ýmsa sáttmála, sem snerta mannrétt- indi og félagsmál, og eru út- færsla á mannréttindayfirlýs- ingu Sameinuðu þjóðanna, en hún er ekki bindandi heldur aðeins ráðgefandi fyrir þátt- tökuþjóðirnar. Ég efast ekki um, að mörg þau málefni, sem voru til um- ræðu á allsherjarþinginu nú og hafa verið þar til umræðu undanfarin ár, eiga eftir að komast í höfn. En það getur tekið sinn tíma og kostað mikla þolinmæði og þrautseigju. Þess vegna mega menn ekki gefast upp þrátt fyrir löng og oftast þrautleiðinleg ræðuhöld og vaxandi ógrynni þingskjala og greinargerða. Hitt er vissu- lega til athugunar, hvort ekki megi draga hér úr hjörleifsk- unni eins og víðar. ÞAÐ vakti ekki minnst at- hygli mína á þinginu nú hversu mikil hlutverkaskipti hafa orð- ið hjá risaveldunum síðan 1954. Þá voru Sovétríkin mjög einangruð á þinginu og Banda- ríkin gátu stuðst við eindreginn meirihluta í nær öllu málum. Nú er þetta orðið öfugt. Að nokkru leyti stafar þetta af því, að nýju ríkin í Sameinuðu þjóðunum hafa í ýmsum mál- um önnur viðhorf en gömlu ríkin, sem upphaflega mynduðu kjarnann á allsherjarþinginu. Þetta stafar ekki minnst af því, að nýju ríkin eru nýsloppin undan nýlenduokinu. Sovét- ríkin hafa kunnað að hagnýta sér þetta. Ástæðan er einnig sú, að Bandaríkin hafa færst til stuðnings við ýms yfi rgangsríki eins og Suður-Afríku og f srael. Hjá þeim, sem hafa farið með umboð Bandaríkjanna á þingi S.þ. síðustu árin, virðist líka hafa ríkt sú árátta að einangra Bandaríkin. í mörgum málum hafa þau greitt ein atkvæði gegn ýmsum ályktunum, þegar önnur vestræn ríki hafa greitt atkvæði með eða setið hjá. Þetta mun eiga að sýna styrk- leika og getur gert það hjá hægri öflum í Bandaríkjunum. Nokkur von er til þess, að þetta geti breyst til batnaðar, ef Reagan skiptir um aðalfull- trúa hjá Sameinuðu þjóðun- um; eins og nú er búist við. Arið 1954 var kalda stríðið í algleymingi og bar allsherjar- þingið mjögsvip þess. Sá tími, sem ég var á allsherjarþinginu nú, bar friðvænlegri svip. Það gat bent til þess að nokkur spennuslökun gæti verið í nánd, þótt of snemmt sé að fullyrða það. Állsherjarþingið nú minnti mjög á það, sem gefur því í raun mest gildi og mönnum hefur sést yfirleitt yfir. í upp- hafi þinganna mæta oftast utanríkisráðherrar ríkjanna og stundum æðstu menn þeirra, eins og Reagan gerði nú. Þeir fá þar möguleika til að ræðast við að tjaldabaki. Reagan not- aði tækifærið til að ræða deilu- mál risaveldanna í mun vin- samlegri tón en áður og í kjölfar þess fylgdu viðræður Shultz og Gromykos og heim- boðið til Gromykos í Hvíta húsið. í framhaldi af því var ákveðinn fundur þeirra Grom- ykos og Shultz, sem mun hald- inn innan skamms. Ef til vill á þetta eftir að gera allsherjar- þingið 1984 eftirminnilegt í sögunni. Laugardagur 29. desember 1984 7 Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Framkvæmdaslj.: Sigurður Skagfjörð Sigurðsson Markaðsstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm). Innblaðsstj.: Oddur Ólafs'son Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild 686538. ■ í 35 ár hefur ártalið 1984 vakið óhug í brjóstum manna um allan hinn upplýsta heim, eða allt frá því að skáldsagan erhefur þettaártal að titli kont út. Framtíðarsýn Georges Orwells um alræðið og þá andlegu áþján sem það leggur á fólk hefur staðið svo nærri í tímanum og nútímasögunni, að sagan um alsjáandi Stóra bróður er ekki hrollvekjandi heilaspuni heldur varnarorð manns sem hafði þekkingu og innsýn til að skilja samhengi orsakar og afleiðingar. Oft hefur veriö til þess vitnað að ýntis teikn sé á lofti um að ríki Stóra bróður sé í nánd, ríki þar sem fylgst er með hverjum manni í svefni og vöku. Maðurinn verður að lifa samkvæmt gefinni formúlu og má ekki einu sinni hugsa nema samkvæmt ákvöröunum hins alvitra og óskeikula Stóra bróður. En allar vangaveltur um kúgunarríkið eru óþarfar. Mikill meirihluti mannkyns býr við pölitíska kúgun og ofríki manna og ffokka sent télja sig óskeikula og eins og alvaldar fyrri alda voru þess fullvissir að völd þeirra væru fengin frá guði eru þeir hinir alvitru stjórnarherrar bundnir kennisetningum falsspámanna, sem gefa þeim vald til að bæla niður hverja frjálsa hugsun og athafnasemi allra þegna sinna. Það eru ekki nema tiltölulega fá ríki í heiminum sem búa við þingræðislegt lýðræði. Það er engin tilviljun að einmitt í þeim ríkjuni eru framfarir mestar, velmegun almennust og betur búið að þegnunum á allan máta en í einræðis- og alræðisríkjunum þar sem kolgrimmir stjórnarherrar sitja yfir hlut hvers manns og skipa, ráðskast og skammta til dýrðar spámönnum og kennisetningum. Það er ömurlegt til þess að hugsa að einræðis- og alræðisstjórnum fer fjölgandi og von er að spurt sé, hvaða þingræðisríki falli næst. En hvernig er svo ástatt í lýðfrjálsum ríkjum á því herrans ári 1984? Margir óttast að nokkuð óhóf sé á öllu frelsinu. Ríkisstjórnir eru veikar og hafa margar hverjar satt best að segja ekki bolmagn til að stjórna. Stjórnmálamenn sem sækja vald sitt til kjósenda hrekjast fyrir þrýsihópum og alls kyns kröfugerð og neyðast oft til þess að hafa eitthvað allt annað en þjóðarheill að leiðarljósi við ákvarðanatökur. Upplausn ríkir á mörgum sviðum. Einna alvarlegust er sú gliðnun fjölskyldu og fjölskyldulífs, sem nú á sér stað. Reynslan verður að leiða í Ijós hvernigþeimþjóðfélagsþeng- um reiðir af sem hljóta allt sitt uppeldi á opinberum stofnunum. Þær kynslóðir sem nú eru að vaxa úr grasi verða öðruvísi en foreídrarnir, hljóta annað uppeldi og gera öðruvísi kröfur til sjálfra sín og annarra. Víða um lönd hrjáir atvinnuleysi heilar kynslóðir og láta fylgikvillarnir ekki á sér standa. En þrátt fyrir allt er það þingræðislega lýðræði sem kennt er við Vesturlönd og byggist á mannhelgi kristninnar og rétti einstaklinganna til að ráða hugsunum sínum og gjörðum, það þjóðfélagsform sem best hefur reynst til að veita þegnunum velsæld og væntanlega einnig lífshamingju. Það er því til nokkurs að vinna að halda vöku sinni og varast að ofgera lýðræðinu með óhóflegri kröfugerð eða láta það lognast út af í upplausn og vesaldómi. Ótakmarkað frelsi er ekki til, en það ber að varðveita það frjálsræði sem ríkir meðal lýðræðisþjóðanna og það verður best gert með því að einstaklingarnir átti sig á því að þeir eiga ekki aðeins kröfur á hendur stjórnendum hverju sinni heldur eiga þeir líka skyldum að gegna við samfélagið. Árið 1984 er senn á enda runnið. Það hefur verið íslendingum á margan hátt gott ár. Það er fimmta besta aflaár sögunnar og þrátt fyrir margvíslegt tal um samdrátt og efnahagsþrengingar var útflutningur í góðu meðallagi og markaðir með besta móti. En kvart og kvein og bölsýni, jafnvel í góðu árferði, er orðin þjóðarplága, sem til dæmis stjórnmálamenn ættu að fara að venja sig af að upphefja. Við fögnum nýju ári með því að komast í gamla verðbólgufarið, sem þjóðin hefur væntanlega dug til að rífa sig upp úr og takast á við ný vandamál af bjartsýni og umfram allt af skynsemi.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.