NT - 29.12.1984, Side 17
Laugardagur 29. desember 1984 17 111 r
Útvarp — Sjónvan IlI L
Útvarp sunnudaginn kl. 13.30:
ii
Þorsteinn 0. Stephensen
áttræður
■ Þorsteinn Ö. Stephensen var um langt árabil einn ástsælasti
leikari þjóðarinnar. Hann varð áttræður 21. des. s.l. og í tilefni
af því verður flutt sérstök dagskrá um hann í útvarpinu á
sunnudag kl. 13.30.
■ Á sunnudaginn kl. 30.30
verður í útvarpi flutt dagskrá í
tilefni af áttræðisafmæli Þor-
steins Ö. Stephensen 21. des.
s.l.
Þorsteinn var starfsmaður
Ríkisútvarpsins í fjóra áratugi
og leiklistarstjóri frá 1946-
1974. Hann hefur leikið meira
í útvarp en nokkur annar ís-
lenskur leikari og er almennt
talinn einn fremsti útvarpsleik-
ari sem við höfum eignast í
dagskránni verður hrugðið upp
sýnishornum af leik hans.
Verða m.a. fluttir kaflar úr
útvarpsleikritum Jökuls Jak-
obssonar, Dúfnaveislu Hall-
dórs Laxness og Marmara
Guðmundar Kamban.
Jón ViðarJónsson hefurum-
sjón með dagskránni.
Fimmtudagskvöldið 3. jan.
kl. 20.30 verður svo einnig
flutt í tilefni afmælis Þorsteins
Ö. Stephensen leikrit Jökuls
Jakobssonar Sumarið '37 í
hljóðritun frá 1969. en þar er
Þorsteinn í burðarhlutverki.
Sjónvarp sunnudag kl. 16.10:
Hjónabandserjur
■ Eftir Sunnudagshugvekju,
sem Sr. Emil Björnsson flytur
kemur sjöundi þátturinn af
Húsinu á sléttunni. Sá heitir
Hjónabandserjur, svo líklega
hefur komið snurða á þráðinn
í samlífinu hjá ungu hjónun-
um, Lauru og Almanzo. Þetta
getur komið fyrir á bestu
bæjum, en vonandi rætist úr
þessu öllu saman. Laura Ing-
alls er leikin af Melissu
Gilbert, eins og flestir vita og
Almanzo Wilder, unga eigin-
manninn leikur Dean Butler.
Sjónvarp miðvikudag kl. 22:20
Þá var Varsjá jöfnuð við
jörðu og íbúarnir fluttir
■ Þessi mynd er tekin í Varsjá 1974 og ber hún það ekki með sér að 30 árum áður hafi borgin öll
verið rjúkandi rúst.
■ Upphaf síðari heimsstyrj-
aldarer jafnan dagsett 1. sept-
ember 1939, þegar Þjóðverjar
gerðu innrás í Pólland, þó að
auðvitað ætti hún sér miklu
lengri aðdraganda og glöggir
menn hefðu fyrir löngu séð
hvert stefndi. í 5 ár urðu
Pólverjar að þola yfirgang og
ójöfnuð „herra þjóðarinnar",
sem engu eirði. Þjóðverjar
byggðu alræmdar útrýmingar-
búðir í Póllandi og voru iðnir
við að koma fólki þar í gasklef-
ana. Alkunna er hvað þeim
tókst vel við aö koma Gyðing-
um fyrir kattarnef, en Pólverj-
ar voru í lítið meira dálæti hjá
þeim og fengu svo sannarlega
að kenna á því hver valdið
hafði.
Smám saman fór nteira að
bera á andspyrnu Pólverja
gegn valdi nasista og var miö-
stöð hennar í Varsjá. 19. apríl
1943 hófst uppreisn í Gyðinga-
ghettóinu í Varsjá, þar seni
safnað hafði verið saman
450.000 gyðingunt, sem smám
saman voru flestir fluttir í ger-
eyðingarbúöirnar. Sú uppreisn
var brotin á bak aftur að þrem
vikum liðnum og ghettóiðjafn-
að við jörðu.
1. október 1944, þegar vitað
var að Rauði her Sovétríkj-
anna var skammt undan, hófst
svo almenn uppreisn í Varsjá.
Þjóðverjar börðust gegn henni
af fullri hörku og rússneski
herinn lét ekkert á sér kiæla á
meðan sú barátta stóð, um
tveggja mánaðaskeið. Pólverj-
ar voru illa vopnum búnir og
vanhaldnir af hungri og vesöld
eftir 5 ára hersetu Þjóðverja
oglágu KMI.OOOþeirraívalnum
að loknum þessum hildarleik.
Ekki höfðu Pólvcrjar fyrr
gefist upp, 2. október, en Þjóð-
verjar tóku að ganga á milli
bols og höfuðs á borginni og
íbúumhennar. Þeirvorumarg-
ir hverjir fluttir í þrælkunar-
búðir í Þýskalandi, en tekið
var til við að leggja borgina í
rúst. Þegar rússneskar her-
sveitir loks hófu innreið sína í
borgina 17. janúar 1945, var
lítið annað eftir en rjúkandi
rústir.
Frá þessum atburöum segir
í kvöld í breskri heimilda-
mynd. Þýðandi og þulur er
Bogi Arnar Finnbogason.
30.10 Bein utsending frá áramóta-
gleði útvarpsmanna, Stuð-
manna og landsmanna Stjörnur
kvöldsins, Merkúr, Venus og Jörð.
Kynnir: Jónas Jónasson. (01.00
Veðurfregnir). Upp úr kl. 02.00
hefst útvarp frá Rás 2 til kl. 05.00.
Laugardagur
29. desember
14.00-16.00 Léttur laugardagur.
Stjórnandi: Ásgeir Tómasson.
16.00-18.00 Milli mála Stjórnandi:
Helgi Már Barðason.
HLé
24:00-03:00 Næturvaktin. Stjórn-
andi: Arnar Hákonarson og Gunn-
laugur Helgason.
Rásirnar samtengdar að lokinni
dagskrá rásar1.
Sunnudagur
30. desember
13:30-18:00 Krydd í tilveruna.
Stjórnandi. Ásta Ragnheiður Jó-
hannesdóttir.
15.00-16.00 Tónlistarkrossgátan.
Hlustendum er gefinn kostur á að
svara einföldum spurningum um
tónlist og tónlistarmenn og ráða
krossgátu um leið. Stjórnandi: Jón
Gröndal.
16:00-18:00 Vinsældalisti Rásar 2 .
20 vinsælustu lögin leikin. Stjórn-
andi: Ásgeir Tómasson.
HLÉ
20:00-24.00 í árslok. Stjórnandi: Páll
Þorsteinsson.
Mánudagur
31. desember
Nýársnótt
02:00-05:00 Næturútvarp. Stjórn-
andi: Einar Gunnar Einarsson.
Laugardagur
29. desember 1984
16.00 Hildur. Niundi þáttur - Endur-
sýning. Dönskunámskeið í tiu
þáttum.
16.30 íþróttir. Umsjónarmaður Ing-
ólfur Hannesson
18.30 Enska knattspyrnan. Umsjón-
armaður Bjarni Felixson.
1925 Kærastan kemur í höfn. Fjórði
þáttur. Danskur myndaflokkur í sjö
þáttum ætlaður þörnum. Þýðandi
Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvis-
ion - Danska sjónvarþið)
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Dave Allen lætur móðan
mása um jólin Breskur skemmti-
þáttur. Þýöandi Guðni Kolþeinsson
21.30 Gestrisni (Our Hospitality)
Þögul þandarísk skopmynd frá
1923, s/h. Leikstjóri Buster Keat-
on. Aöalhlutverk: Buster Keaton,
Natalie Talmadge, Joe Keaton og
Buster Keaton yngri. Á öldinni sem
leið snýr ungur Suðurrikjamaöur
heim til átthaganna eftir langa
fjarveru. Þar verður hann leiksopp-
ur í hatrömmum ættaerjum. Þýð-
andi Guðni Kolbeinsson.
22.40 Júlía. Bandarisk þíómynd frá
1977 byggð á bókinni „Pentim-
ento” eftir Lillian Hellman. Leik-
stjóri Fred Zinnemann. Aðalhlut-
verk: Jane Fonda, Vanessa Red-
grave, Jason Robards og Maximili-
an Schell. Bandarisk skáldkona
lýsir örlögum Júliu, æskuvinkonu
sinnar. Hún leggur stund á læknis-
fræði, fyrst í Oxford og siðan í
Vinarborg. Jafnframt fyllist hún
áhuga á stjórnmálum og mannrétt-
indamálum. Þegar fundum þeirra
stallna ber saman siðar kemst
skáldkonan að því að Júlia tekur
virkan þátt i baráttu gegn uppgangi
nasismans. Myndin hlaut þrenn
óskarsverölaun árið 1978. Þýöandi
Kristrún Þórðardóttir.
00.40 Dagskrárlok.
Sunnudagur
30. desember 1984
16.00 Sunnudagshugvekja. Séra
Emil Björnsson flytur.
16.10 Húsið á sléttunni 7. Hjón-
abandserjur Bandarískur fram-
haldsmyndaflokkur. Þýöandi Ósk-
ar Ingimarsson.
17.00 Listrænt auga og höndin hög
4. Bifast björg, gellur málmur.
Kanadiskur myndaflokkur í sjö
þáttum um listiðnað og handverk.
Þýðandi Eirikur Haraldsson. Þulur
Ingi Karl Jóhannesson.
18.00 Stundin okkar. Umsjónar-
menn: Ása H. Ragnarsdóttir og
Þorsteinn Marelsson. Stjórn upp-
töku: Valdimar Leifsson.
• 18.50 Hlé
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Sjónvarp næstu viku Ára
mótadagskráin Guðmundur Ingi
Kristjánsson.
20.55 „Þitt orð á lifandi tungu“
Sjónvarpið hefur látið gera þennan
heimildaþátt um GuðPrand Þor-
láksson biskup og verk hans í
tilefni af þvi að 400 ár eru nú liðin
síðan GuðbrandsbiPlía var fyrst
prentuð að Hólum i Hjaltadal. i
þættinum er gerð grein fyrir útgáfu
Guðbrands á biblíunni og fleiri
bókum ásamt siðari útgáfum Guð-
brandsbibliu. Rætt er við nokkra
sérfróða menn um þau miklu trúar-
og menningaráhrif sem biblian
hefur haft á liönum öldum. Brugðið
er upp myndum af sýningu i Boga-
sal Þjóðminjasafnsins, sem Einar
Gunnar Pétursson setti upp, frá
Hólahátíð á síöastliðnu sumri og
fylgst er með Ijósprentun Guð-
brandsbiblíu. Umsjónarmenn: Karl
Jeppesen og Sigurður Pálsson.
21,30 Dýrasta djásnið. Sjöundi
þáttur. Breskur framhaldsmynda-
flokkur i fjórtán þáttum, gerður eftir
sögum Pauls Scotts frá síðustu
valdaárum Breta á Indlandi. Þýö-
andi Veturliði Guðnason.
22.20 Laurence Olivier lítur vfir
farinn veg - fyrri hluti. Bresk
heimildamynd i tveimur hlutum um
einn mesta leikara sem Bretland
hefur alið. i myndinni ræðir Laur-
ence Olivier opinskátt um lif sitt og
starfsferil við Melvyn Bragg, um-
sjónarmann. Þá segjaýmsirfrægir
samferðamenn frá kynnum sínum
af Olivier, þ.á.m. Peggy Ashcroft,
Douglas Fairbanks yngri, John Gi-
elgud, rithöfundurinn John Os-
borne og eiginkona Oliviers,
leikkonan Joan Plowright. í fyrri
hluta myndarinnar lýsir Laurence
Olivier æskuárum sinum og leik-
ferli til 1944. Siðari hlutinn er á
dagskrá Sjónvarpsins sunnudagi-
inn 6. janúar 1985. Þýðandi Krist-
mann Eiðsson.
23.45 Dagskrárlok.
Mánudagur
31. desember 1984
13.50 Fréttaágrip á táknmáli
14.00 Fréttir og veður
14.15 Gamlársdagssyrpa Innlendar
og erlendar barnamyndir. Tommi
og Jenni, bandarísk teiknimynd.
Sögurnar hennar Siggu og Bósi,
þýskar teiknimyndir. Sigga og
skessan, brúðuleikrit eftir Herdisi
Egilsdóttur.
14.35 Kroppinbakur litli Sovésk
teiknimynd sem gerö er eftir sam-
nefndri þjóðsögu og þulu eftir Pjotr
Érshof. ívan litli er yngstur þriggja
bræðra og álitinn erkiflónið á
bænum. Hann er náttúrubarn og
hefur mikið saman við ýmsar góðar
vættir að sælda. Hjá þeim fær
hann þrjá hesta, tvo gæðinga og
furðugripinn Kroppinbak litla. Þeir
ivan verða óaðskiljanlegir og rata
saman i margvisleg ævintýri. Þýð-
andi Hallveig Thorlacius.
15.50 Hlé
20.00 Ávarp forsætisráðherra,
Steingríms Hermannssonar.
20.15 Innlendar og erlendar svip-
myndir frá liðnu ári. Umsjón:
Einar Sigurðsson, Helgi E. Helga-
son, Sigrún Stefánsdóttir og ðg-
mundur Jónasson.
21.35 í fjölleikahúsi Þýskur sjón-
varpsþáttur. Þrautþjálfuðdýr, lodd-
arar, trúðar og fjöllistamenn leika
listir sínar á hringsviðinu. Þýðandi
Jón Gunnarsson.
22.35 Rás 84 - frjáls og óháð -
Áramótaskaup 1984. Höfundar:
Edda Björgvinsdóttir, Guðný Hall-
dórsdóttir, Hlin Agnarsdóttir og
Kristin Pálsdóttir. Leikendur: Edda
Björgvinsdóttir, Gisli Rúnar
Jónsson, Kjartan Bjargmundsson,
Margrét Helga Jóhannsdóttir og
Þórhallur Sigurðsson. Einnig koma
fram Sigurveig Hjaltested, Þjóð-
lagatríóið „Þrjú lítið í hvoru á palli”
og fjöldi fólks á förnum vegi. Sér-
legur heiðursgestur: Fúll Guð-
mundsson á móti. Leikstjóri Guðný
Halldórsdóttir. Stjórn upptöku:
Kristín Pálsdóttir.
23.40 Ávarp útvarpsstjóra, Andrés-
ar Björnssonar
00.05 Miðnætursýning - Handa-
gangur í öskjunni. (High Anxiety)
bandarísk grinmynd frá 1977.
Leikstjóri Mel Brooks. Aðalhlut-
verk: Mel Brooks, Madeline Kahn,
Cloris Leachman, Harveg Korman
og Ron Careg. Sálgreinir nokkur
tekur að sér forstöðu geðsjúkra-
húss þar sem ekki er allt með
felldu og æsilegir atburðir fara að
gerast. Þýðandi Jón Gunnarsson.
01.45 Dagskrárlok