NT - 15.01.1985, Blaðsíða 7

NT - 15.01.1985, Blaðsíða 7
Nú vantar aðeins herslu- muninn til að ná viðunandi jafnvægi í kjöt- og mjólkur- framleiðslunni. Um það má að vísu deila að hve mikilli kinda- kjötsframleiðslu heppilegast er að stefna. Flestir munu líta svo á að eðlilegt sé að hafa þar nokkuð umfram til útflutnings. En þessu jafnvægi má ekki kollsteypa með aukningu í þeirri kjötframleiðslu, sem hingað til hefur verið án nokk- urs skipulags. Þar verður að leiða þróunina með heildarhag bændastéttarinnar og þjóðfé- lagsins fyrir augum. En nú er eftir að byggja upp í skörðin og bæta fyrir sam- dráttinn í hefðbundnum bú- greinum. Bændur hafa orðið fyrir stórfelldu tekjutapi vegna þessa samdráttar. Því miður er það staðreynd að tekjur bænda hafa rýrnað stórlega og að fjölmargir eiga í stórfelldum fjárhagserfiðleikum. Á þetta hefur minna verið minnst en efni standa til og hefur rödd bændanna varla heyrst þegar rætt hefur verið um lág laun og léleg kjör einstakra þjóðfélags- hópa. Hætt er við að kjör bænda verði ekki viðunandi fyrr en landbúnaðurinn losnar úr kreppunni, sem samdráttur- inn óneitanlega hefur sett hann í. Þeir sem að stunda kjöt og mjólkurframleiðslu sér til framfæris þurfa því fyrr eða síðar að fá aukið olnbogarými. Hvert og eitt bú verður að fá möguleika til endurnýjunar og nokkurs vaxtar. Langvarandi kyrrstaða leiðir til hlutfalls- legrar afturfarar. Þeim hlýtur því heldur að fækka sem alfar- ið hafa framfæri sitt á kjöt- og mjólkurframleiðslu. Ef nú svo væri að ekki fyndust aðrir atvinnumögu- leikar í sveitunum eða aðrir vaxtarmöguleikar í landbún- aðinum mundi þetta leiða til óbærilegrar grisjunar byggðar ekki aðeins í sveitunum heldur einnig í þjónustubyggðum þeirra, þorpum og bæjum, sem ekki þyldu atvinnuskerðing- una. Sem betur fer er þessu ekki þannig farið. Landbúnaðurinn hefur vaxt- armöguleika - byggðirnar hafa möguleika til aukins athafna- lífs. Bent hefur verið á mörg svið og marga þætti sem þarna koma einkum til greina. í mínum huga sker sig þó þrennt úr. í fyrsta lagi möguleikar tii - loðdýraræktar. I öðru lagi möguleikar til fiskræktar.einkum fískeldis. Og í þriðja iagi ýmiss konar ferðaþjónusta í sveitum á veg- um bænda eða sérhæfðra að- ila. Loðdýraræktin er þegar orð- in umtalsverður atvinnuvegur sem lofar vissulega góðu. Þeg- ar er þar fengin mikilvæg reynsla er sýnir að íslenskir loðdýrabændur eiga innan skamms að geta staðið starfs- bræðrum sínum í samkeppnis- löndum fyllilega á sporði. Enn er þar þó margt óunnið. Rannsóknir á fóðri og fóður- möguleikum, fyrirkomulagi fóðurstöðva, svo og á bygging- um og húsagerð þarf að stór- efla. Skipuleggjaþarfkynbóta- starfið og síðast en ekki síst að stórefla kennslu og leiðbein- ingastarfsemina á öllum svið- um loðdýraræktarinnar. . grein Það kemur hvað skýrast í Ijós, þegar hafist er handa um nýjar búgreinar, hve dýrt það getur verið að spara aurana til að afla þekkingar og útbreiða hana. Þeir fjármunir sem varið er til þessarra hluta eru hreinir smámunir hjá því sem spara má með því að koma í veg fyrir slys og mistök og hjá því sem vinnst með bættum árangri í ræktuninni og auknu verðmæti afurðanna. Það er hins vegar rangt sem stundum hefur heyrst að ekki hafi verið unnið skipulcga að uppbyggingu loðdýraræktar- innar hér. Hún hefur að vísu enn sem komið er notið mjög takmarkaðs fjárstuðnings hvort sem er beint eða óbeint en því litla sem til ráðstöfunar er hefur verið vel og skynsam- lega varið og bændur sem gerst hafa brautryðjendur á þessu sviði hafa sýnt góða samstöðu og félagsþroska. Ekkert mælirþví gegn að loðdýraræktin geti orðið hér gildur atvinnuvegur sem stendur sig fyllilega í er- lendri samkeppni, aflar mikils gjaldeyris og veitir tveim til þrem þúsundum nianna atvinnu, þegar allt er saman talið. Fiskeldið er enn sem komið er meira sem óskrifað blað, þar erum við enn aðeins búnir að stíga fyrstu skrefin. Þegar til lengri tíma er litið eru möguleikarnir þar þó væntan- lega enn stórkostlegri, en í loðdýraræktinni. Ef vel tekst til má gera sér vonir um að fiskrækt í ýmsum myndum verði hér stóratvinnuvegur. Hér þarf þó að finna heppileg- ustu leiðir og aðferðir til að nýta þau náttúruskilyrði, sem hér finnast og þróa eldisað- ferðir sem henta við þær. Margt hefur þegar verið reynt, en ekki á nógu skipu- lagsbundinn hátt og alltof lítið hefur verið gert af rannsóknum á ýmsum grundvallaratriðum. Þó má ekki gleyma að hér hafa farið fram merkar rannsóknir á sviði seiðaeldis og hafbeitar sem gefið hafa mjög mikils- verða þekkingu. Það brýnasta á þessu sviði er engu að síður að efla rannsóknir og að skipu- leggja þekkingaröflun og stilla saman alla krafta þeirra, sem að þessum málum vinna og vilja vinna. Nokkrar raddir hafa heyrst um að fiskirækt og/eða fisk- eldi væri ekki landbúnaður og ætti ekki að teljast til landbún- aðar, heldur væri það skyldara sjávarútvegi eða iðnaði. Færð hafa verið fram þau rök að fiskeldi yrði hér ekki stundað öðru vísi en í mjög stórum einingum og tæplega með þátttöku bænda, eða af þeim í svipuðum einingum og annar búskapur. Þó að það skipti ekki neinu megin máli hvernig fiskeldi er skilgreint eða sett á bás með öðrum atvinnugreinum verður að vara alvarlega við slíku'm misskilningi og rangtúlkun. Oll fiskirækt og ekki hvað síst fiskeldi er eðli sínu samkvæmt búskapur. Það er ræktun og lýtur öllum lögmálum ræktunar eins og hver önnur umönnun lífvera. Þar skiiúrá milli veiða og búskapar, að bóndinn hlvnnir að og ræktar en veiði- maðurinn tekur af því, sem náttúran sér sjálf um endurnýj- un á. í öðru lagi eru það rangar hugmyndir að fiskeldi þurfi, eða eigi alfarið að stunda í stórum einingum. Norðmenn sem á síðari ára- tugum hafa náð hvað rnestum framförum og árangri í sjávar- eldi á laxi þakka árangur sinn ekki hvað síst því að þeir hafa ekki byggt upp fiskeldið sem stórrekstur. Með því hafa þeir lært meira og komist hjá stór- felldum mistökum og áföllum. Með þessu er ekki verið að mæla gegn stórum áformum ýmissa fjársterkra innlendra aðila eða erlendra sem hcr vilja leggja hönd á plóginn. Vonandi lánast þau áform öll vel og verður til framdráttar atvinnulífi og íslenskum byggðum. En hinu leyfi ég mér að spá að í framtíðinni verði fiskrækt hér gildur þáttur í landbúnaðarframleiðslunni stunduð af bændum og félög- um þeirra. Mestu er um vert að nú þegar verði hafist handa um að koma heildarskipulagi á þessa hluti með samvinnu allra þeirra aðila sem búa víir þekk- ingu og aðstööu til rannsókna svo og þeirra sem hafa fjár- magn eða ráða því hvernig því er varið. Það þarflitla spániannshæfí- leika til þess að fullyrða að feröaþjónusta niuni vaxa sem atvinnuvegur hér á landi á næstu árunt. Island hefur uppá það margt að bjóða sem er ööruvísi en í öðrum löndum að hingað hljóta ferðamenn að sækja. Það er svo undir okkur kom- ið hvc mikið við örvum þennan straum og þó fyrst og fremst hvað ferðamönnum verður boðið upp á. Eðlilegt er að ferðaþjónusta um svcitir landsins eflist sem einn þáttur allrar þeirrar fjöl- breyttu starfsemi sem þessu verður bundin. Miklu varðar að ferðaþjónustan í sveitum verði byggð upp af kunnáttu, vandvirkni og með reisn, sem íslenskum byggöum sæmir. Að sjálfsögðu hefur landbúnaður- inn vaxtarmöguleika á mörg- um öörum sviðum. Fleira mætti nefna Skógrækt er nú þegar viður- kennd af löggjafanum sem búgrein. möguleikamir em fyr- ir hendi í mörgum héruðum og vilji hjá bændum til að leggja sitt af mörkum fyrir framtið- ina. Spurningin er hve mikið við treystum okkur til að leggja til þess af almennafé því ekki er hægt að ætlast til að einstakl- ingar kosti einir fjárfestingu scm ekki skilar aröi fyrr en að áratugum liðnum. Teljum við okkur hins vegar ekki hafa efni á að leggja nokkuð til hliðar og ávöxtunar í landinu og til að bæta það munum viö fá léleg eftirmæli hjá eftirkomendum. Það er ekki ástæða til svart- sýni fyrir hönd landbúnaðar eða sveitanna. En mikilvæg barátta er fram- undan - barátta fyrir auknum skilningi á mikilvægi og möguleikum atvinnuvegarins, - og barátta fyrir nýrri atvinnu- uppbyggingu í sveitum og við sjó. ■ Einhver þeirra þriggja ritstjóra DV er ekki betri pappír en það að reyna á ómerkilegan hátt að gera sem mest úr fjárhagserfiðleikum NT og gera sem minnst úr þeirri viðleitni fréttadeildar NT að vera sjálfstæð. Þá dregur hann með ósmekklegum hætti trúfélag í Reykjavík inn í umræðuna F.v. Jónas Kristjánsson, Hörður Einarsson, Ellert B. Schram. blaðsins sáluga að skrifa um bílaeigendum og við vitum að frjálsari og óháðari. Enda er atburði líðandi stundar án þess hafi mikil áhrif í þá veru að blaðamennska á íslandi allt að vera bundið flokkum eða gera íslenska blaðamennsku önnur og betri en fyrir 10-15 árum, og sér þess merki á öllum dagblöðum íslenskum. Þótt þau séu að cinhverju eða öllu leyti í eigu stjórnmála- flokka (DV er reyndar í eigu auðkvfinga úr Sjálfstæðis- flokknum) þá reyna þau öll að sýna sjálfstæði gagnvart þess- um sömu flokkum. Öll eru blöðin miklu opnari og lýð- ræðislegri en þau voru. Vegna þessa er leiðinlegt að horfa upp á að þessi fyrrverandi merkisberi þess, að blöð eigi aðeins að vera háð þeim at- burðum sem þau fjalla um, reynir nú að gera sem minnst úr slíkri viðleitni annarra, jafn- framt því sem skjöldur er haf- inn á loft til varnar Sjálfstæðis- flokknum. Þá er ritstjórinn þaö lélegur pappír að liann dregur með ósmekklegum hætti trúfélag í Reykjavík inn í umræðuna, Óháða söfnuð- inn, sem hingað til hefur verið hlíft við skrifum af þessu tagi. Nú er hún Snorrabúð stekk- ur má segja um DV ekkert síður en Melavöllinn. Baldur Krístjánsson r Þriðjudagur 15. janúar 1985 7 Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju ' Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm). Markaðsstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, iþróttir 686495, tæknideild 686538. Átaks er þörf í húsnæðismálum ■ Félagsmálaráðherra hefur kynnt hugmyndir sínar um það hvernig eigi að leysa vanda þeirra sem lent hafa í erfiðleikum við að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Hann leggur til að stofnaður verði tímabundinn sjóður við Húsnæðisstofnun sem hafi það verkefni að leysa úr vanda þess fólks sem lent hefur í ógöngum við að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Pessi sjóður verði fjármagnaður með því að settur verði skyldusparnaður á hátekjur og lagður á sérsíakur skattur á stærri eignir. Parna er hreyft þörfu máli. Þessi mál hafa verið í megnasta ólagi og vel hefur komið í ljós að það séreignakerfi sem byggt hefur veirð upp í hús- næðismálum hentar alls ekki. Það gekk meðan fólk gat byggt eða keypt fyrir óverðtryggð lán sem rýrnuðu í verðbólgunni, en eftir að verðtrygging var tekin upp á lánum kom í ljós að dæmið gekk ekki upp. í verðbólguflóði undanfarinna ára hefur láns- kjaravísitalan rokið uppúr öllu valdi, lán herini bundin hafa hækkað miklu meira en launin og nú er svo komið að hundruð húsbyggjenda og húskaupenda ráða ekki neitt við neitt. Ríkisstjórnin reyndi að leysa úr þessum máluin á árinu 1983 með viðbótarlánum og með skuld- breytingum í bönkum, en ljóst er að það hefur hvergi nærri dugað til. Sjóður á borð við þann sem félagsmálaráðherra gerir tillögu um gæti leyst úr bráðum vanda en hann er engin framtiðarlausn. Hér dugar ekkert annað en grundvallarbreyting. Það séreignakerfi sent hér hefur verið byggt upp gerir það að verkum að við stöndum langt að baki nágrannaþjóðum okkar í húsnæðismálum. Við þurfum að gera mönnum kleift að velja aðrar leiðir en þá að eignast sínar íbúðir. Það þarf áfram að vera valkostur en við þurfum að stórauka það fjármagn sem rennur til félagslega kerfisins. J afnframt þarf að koma upp húsnæðissamvinnu- félögum, svo að þeir sem alls engan áhuga hafa á því að eignast húsnæði geti með sanngjörnum mánaðargreiðslum gengið að öruggu og góðu húsnæði sem vísu. Nú starfar nefnd á vegum stjórnarflokkanna að því að koma þessum möguleika inn í húsnæðislög- in. Vitað er að mikill pólitískur vilji er fyrir málinu í öllum flokkum. Húsnæðismálin eru brýnasta úrlausnarefnið. Hvernig tiltekst í þeim málum skiptir sköpum um það hvort við byggjum hér gott eða vont þjóðfélag.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.