NT - 15.01.1985, Blaðsíða 8

NT - 15.01.1985, Blaðsíða 8
ð. laland 10 kkt 44 mín. Hvernig væri að banna öll bönn? ■ Mikið erum við hamingju- söm þjóð. Það er fullsannað með tilstyrk Seðlabankans. Og ekki skyggir á hamingjuna að við höfum einvalalið til að setja okkur frekari reglur og lög okkur til ánægju og yndis- auka. * Þaö/iýjasta ku vera að okk- ur sé tyrirmunað að fá okkur kollu af hinu svokallaða bjór- líki nema hafa áður látið ein- hverja fæðu í okkur. (Athug- unarleysi hjá mönnunum að taka ekki fram hvað menn eiga að éta til að heimilt sé að drekka þessa bjóreftirlíkingu). Nei agi verður að vera, það sagði Sveik. Nú vil ég að allur óhollur matur verði bannaður og hörð viðurlög verði við brotum á þ.eim reglum. Til að mynda mætti dæma menn til 5 ára tugthússvistar fyrir að éta hangikjöt, sem að sönnu mun vera mjög óhollur matur. Dæma menn til dauða fyrir að reykja og til útlegðar fyrir að drekka áfengi á fastandi maga. Nú er bannað að reykja' nema á afmörkuðum holds- veikisvæðum. bannað að drekka nema á viðurkenndum matsölustöðum, bráðum verð- ur bannað að aka nema í öryggisbelti; það er bannað að baða sig í heita læknum, þann- ig að viðkomandi hafi ánægju af, þá kemur Davíð og lokar fyrir. Nú vil ég stinga upp á banni bannanna - að bannað veröi að banna nokkurn skapaðan hlut í eins og 2 ár. Sjá hvort af verði stórslys. Sæmundur í Breiðhnlti ■ Mig langar að svara bréfi frá K.P. sem birtist í NT fimmtudaginn 10. janúar. í því segir að ungl- ingar fái allt of mikið af vasapeningum sem þeir eyði svo jafnharðan í ein- hverja vitleysu. Ennfremur segir í bréf- inu að hvorki foreldrar né lögregla geri neitt í þessu. Á ef til vill að banna það með lögum að unglingar fái vasapeninga, eða á að skipa þeim að leggja alla sína peninga í banka? Að lokum segir svo K.P.: „Ef ég ætti eitthvað af þessum börnunr skyldu þau fá betra uppeldi." Ekki veit ég hvernig uppeldi það yrði, að láta börnin ekki fá neina vasa- peninga. Ætli það myndi ekki frekað leiða til ills en góðs. Alveg er ég hissa á allri þessari umræðu um það hvað unglingar séu ókurteisir. Ekki hef ég tekið eftir því að þeir séu ókurteisari en annað fólk. Auðvitað eru einhverjir unglingar með frekju og læti, en ætla að dæma alla unglinga eftir þeim. er al- veg út Thött. ■ ...þá kemur Davíð og lokar fyrir. Þridjudagur 15. janúar 1985 8 Hvers lengi að vinna fyrir ■ Kæra lesendasíða. Ég má til með að leggja aðeins orö í belg í tilefni af grein sem birtist í NT um daginn og fiallaði um vinnu- tíma okkar Islendinga saman- borið við aðrar þjóðir. Að það skuli geta tekið svo misjafnlega langan tíma að vinna fyrir matnum er nefnilega alveg með ólíkindum. Samt neyðist »nduir hafí vegna erum við svona matnum? Ókurteisir unglingar tt.r. kr»HL ul ugtarendi ■ ÞaA er íl*e| dxm»ljuvi Mm ilil er jð unjlm|armr h.að r“n*J'j’£™"| mikiðal vavapenin^ uipuniun Wlja þeir wrm laii an i emhverja *iile>vu Oj auojslandabaraallsekkiupp ekki jcia loreldrar nem i l>nr jomlu fdlki oj lumir laka þeuu, hvað pa lojrejlan F.f lalnvel IWm en eiti i*ti <j mi eillhvað al t’cwum Svo ufnau þevsi lýftur vam hórnum. vk>Ulu þau lá bclra an a janjUíilum með havafta uppeldi iij laium en lekur eklen 11II11 ■ Teiknimyndir mættu vera oftar í sjónvurpinu Meira Skonrokk, takk og Tomma og Jenna á hverjum degi! Hæ NT! ■ Viö erum hérna tvær sem viljum fá meira Skonrokk í sjónvarpinu. Okkur finnst allt of lítið að hafa það hara einu sinni í mánuöi. Einu sinni eða tvisvar í viku væri miklu betra. Ef þeir hjá sjónvarpinu halda að Skonrokk sé bara fyrir ungl- ingana, þá halda þeir vitlaust. Það eru nefnilega margir aðrir sem horfa líka. Svo finnst okkur líka að það mættu vera oftar teiknimyndir Tommi og Jenni cru allt of sjaldan. Það væri allt í lagi að liafa skémmtilegar teikni- myndir einu sinni á dag að minnsta kosti. Tvær sem vilja Skonrokk ■ Frásögn neytendasíðunnar af því hversu langan tíma tekur að vinna fyrir matnum í ýmsum Evrópulöndum hefur vakið at- hygli Gunnars. maöur til að trúa þessu. Hins vegar er spurningunni af hverju?, með öllu ósvarað. Hvernig í ósköpunum stcndur á því að það skuli taka nærri þrisvar sinnum lengri tíma að vinna fyrir matnum upp í kjaft- inn á sér hér heima á Islandi heldur en úti í Hollandi? Ég vcit ekki nákvæmlega livers konar stimpil þessi staöreynd setur á íslenska stjórnmála- menn, en það cr tæpast nokkur gæðastimpill. Það er nefnilega hreint og beint ómögulegt að landinu hafi verið vel stjórnað undanfarna áratugi ef þetta er árangurinn. Annars langar mig til að þakka NT fyrir að koma þess- um upplýsingum á framfæri. Öll umræða sem beinist að því að opna augu okkar (slendinga fyrir því hvað við erum iangt á eftir öðrum þjóðum er af hinu góða, einkum þó ef hún gæti orðið til þess að stjórnmála- mennirnir tækju sig á - eða enn betra - ef við fcngjum kannski nýja og skárri leið- toga. Gunnar. Ekki ókurteis- ari en ann- að fólk! ■ Hefurdu skoðun á málunum? Viltu vekja at- hygli á einhverju sem af- laga fer í samfélaginu? Þarftu að koma kvörtun- um á framfæri? Eða viltu kannski hrósa einhveri- um? Lesendasíðan er rétti staðurinn. Hún er vett- vangur fyrir allt það sem iesendum liggur á hjarta, hvort sem þar er um að ræða stór mál eða smá. Og við krefjum ábyrga aðila um svör við spurn- ingum lesenda, eftir því sem unnt er. Skrifið til: NT Lesendasíöan Síðumúla 15 108 Reykjavík ...eða hringið í sima 686300 millikl. 13og14. Athugið að við birtum bréfykkarað sjálfsögðu undir dulnefni ef þess er óskað. Engu að síður verður fullt nafn og heimilisfang að fyigja bréfinu.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.