NT - 15.01.1985, Blaðsíða 19

NT - 15.01.1985, Blaðsíða 19
Útlönd Indverskur hershöfðingi: Við útrýmdum öfgasinnunum Nýja I)elhi-Rcu(er ■ Yfirmaöur indverska her- ráösins. A.S. Vaidya, hershöfö- ingi segir að indverski herinn hafi að mestu Ieyti þurrkað út öfgahópa sikha í Norður- Punjab. Hershöfðinginn segir þetta í grein sem hann skrifaði í viku- hlað hersins, „Hermannafrétt- ir“ í tilefni af degi hcrsins á Indlandi sem er nú í dag. Hann segir að herinn liafi fundið meirihlutann af þeini vopnum og sprengiefni sem öfgasinnarn- ir hafi grafið í jörðu til aö nota síðar í baráttu sinni fyrir sjálf- stæði þeirra svæða þar sern sikh- ar eru fjölmennastir. Síðastliðið ár er eitt ófrið- samlegasta árið frá því að Ind- verjar fengu sjálfstæði eftir heimsstyrjöldina síðari. ■ Þjóðernissinnaðir sikhar funduðu heimsþing sitt í bænunt Amritsar í Punjab-fylki í september í fyrra. Þeir róttækustu í hópnum hafa heitt vopnum í baráttu fyrir sjálfstæðu ríki sikha. Nú segir yfirmaður indverska hcrsins að búið sé að útrýma flestum Slíkum ÖfganiÖnnUIII. Símamynd: -mi.i'm o. Vorhátíð hindúa: Níu létust frammi fyrir guðdómnum Njja Dclhi-Keuler ■ Níu manns ýmist tróðust undir eða frusu í hel á vorhátíð- arhöldum hindúa í Indlandi í gær. Atburðirnir gerðust þegar milljónir hindúa liópast að helgiölturum sínum í guösótta og góðri trú. Fimm menn króknuðu á strönd hins helga fljóts Ganges. Fólkið beið þess ásamt mörg þúsundum manna að baða sig í fljótinu á þeirri helgu stund þegar hátíðarhöldin hefjast. í Keralaríki tróðust fjórir undir þegar um milljón píla- grímar söfnuðust að helgiskríni. Þrír þeirra sem tróðust undir létust aðeins örfáum metrum frá hinum átján heilögu þrepum sem liggja að helgiskríninu Makar Sankranthi. I borginni Ahntedabad lést 12 ára drengur og 13 særðust í átökum milli hindúskra trú- flokka. Lögreglan skaut riffil- skotum og táragasi að trúfylk- ingum sem grýttu hver aðra og fleygðu brennandi rusli á víxl. Fannfergi í Moskvu Moskva-Rcuter ■ í seinustu viku snjóaöi svo mikið í Moskvu aö það nálgaöist fyrra úrkomumet fyrir allan mánuðinn. í þremur snjóstormum í vik- unni kyngdi niöur næstum því 50 cm afsnjó. Mesta snjókoma. sem hefur áöur mælst í janúar- mánuði var árið 1956 þegar 60 cm úrkoma mældist allan mán- uöinn. Mikil snjór hefur verið í flcst- um borgum í Evrópuhluta So- vétríkjanna frá því í desember en veður hefur samt verið til- tölulega milt. Afganistan: Skæruliðar þjálf- aðir í iran og Kína - segir Babrak Karmal Islamabad-Reuter ■ Babrak Karmal. forseti Af- ganistan. hefur sagt að skærulið- ar sem berjast gegn stjórn hans og sovéska hernum séu þjálfaðir í Iran og Kína. Karmal sagöi fulltrúum kommúnistaríkja að þessi þjálf- un skæruliða færöi stríðið í Afganistan á nýtt stig. Kurmal gat þess ekki hvenær íran og Kína hófu þjálfun skæruliða gegn stjórn Afganist- an. Þriðjudagur 15. janúar 1985 19 atvinna - atvinnai v ' - ! ' Þurfum að ráða eftirtalið starfsfólk til starfa hjá fyrir- tæki, sem staðsett er í Garðabæ: 1. Gjaldkera Starfssvið hans er varsla sjóðs og umsjón með innheimtu á reikningum. 2. Lagermann Starfssvið: Almenn lagerstörf. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá starfs- mannastjóra er veitir nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 20. þ. mánaðar. SAMBAND ÍSL.SAMVINNOFÉIAGA STARFSMANNAHALD Svæðisskipulag Suðurnesja Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum og Skipu- lagsstjórn ríkisins vilja ráða mann til að vinna að svæðisskipulagi fyrir Suðurnes. Nauðsynlegt er að starfsmaðurinn hafi sérmennt- un í skipulagsfræðum eða haldgóða reynslu á því sviði. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum mun útvega starfsaðstöðu á Suðurnesjum. Ráðningartíminn verður tvö ár eftir nánara sam- komulagi og verður hugsanlega framlengdur síðar. Frestur til að skila umsóknum ásamt meðmælum og ýtarlegum upplýsingum um nám og fyrri störf er til 10. febrúar n.k. Umsóknir skal senda til Skipulagsstjóra ríkisins Borgartúni 7, Reykjavík. Nánari upplýsingar veita eftirtaldir: Skipulags- stjóri ríkisins, Zóphónías Pálsson, Borgartúni 7, Reykjavík, sími 91 -29344 og Eiríkur Alexanders- son framkvæmdarstjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Brekkustíg 36 Njarðvík, sími 92-3788. F.h. S.S.S. og Skipulags ríkisins Eiríkur Alexandersson, frkvstj. Zóphónías Pálsson, skipulagsstjóri. 181 Lausar stöður hjá Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Fóstra óskast við skóladagheimilið Skála. Upp- lýsingar veitir forstöðumaður viðkomandi heimilis eða umsjónarfóstrur á skrifstofu dagvistar, í síma 27277. Skrifstofustjóri borgarverkfræðings Auglýst er laust til umsóknar starf skrifstofustjóra borgarverkfræðings. Starfið verður veitt frá 1. febrúar í eitt ár. Umsóknir sendist skrifstofu minni fyrir 20. janúar n.k. Borgarstjórinn í Reykjavík. atvinna - atvinna Launadeild fjármáia- ráðuneytisins óskar að ráða starfsfólk til launaútreiknings, tölvuskráningar, undirbúnings skýrsluvélavinnslu og frágangsstarfa. Vélritunarkunnátta er ekki nauðsynleg. Laun samkvæmt kjarasamningum fjármálaráð- herra, BSRB og Félags starfsmanna stjórnar- ráðsins. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist launadeildinni fyrir 20. janúar. Umsóknareyðu- blöð fást hjá launadeild. Launadeild fjármálaráðuneytisins Sölvhólsgötu 7 PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða veikstraums TÆKNIFRÆÐING til starfa sem fyrst. Nánari upplýsingar verða veittar í síma 26000. tilkynningar Hundahald - lokafrestur Þeir, sem hafa í hyggju að halda hund í Reykjavík, skulu sækja um leyfi til þess sem fyrst. Eftir 9. febrúar 1985 verða hundar, sem ekki er leyfi fyrir handsamaðir á kostnað eigenda. Fyrir hvolpa, sem orðnir eru 6 mánaða, ber að sækja um leyfi. Umsóknareyðublöð um leyfi til að halda hund í Reykjavík má sækja í Borgarskrif- stofurnar, Austurstræti 16, Heilsuverndarstöðina við Barónsstíg, Dýraspítalann, dýralækninga- stofu Helgu Finnsdóttur, og heilsugæslustöðina í Árbæ. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkursvæöis. GERIST ÁSKRIFENDUR HJÁNÆSTA UMBOÐSMANNI Hitiiv xíviAs*ln SÍLSALISTAR eru framteiddir að Síðumúla 35 Símar 36298 - 72032 Pantið tínuuting* Hjótoggnðnfgrci^tii

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.