NT - 15.01.1985, Page 20

NT - 15.01.1985, Page 20
IU' Þriðjudagur 15. janúar 1985 20 Utlönd 400 láta lífið í járn- brautarslysi í Eþíópíu Eitt mesta járnbrautarslys sögunnar Addis Ababa-Keuter: Bretland: ■ Um fjögur hundruö létust og mörg hundruö slösuðust þcg- ar farþegalest fór út af sporinu og stcyptist niður í gljúfur í Eþíópíu í gær. Lestin scm var þcttsctin far- þcgum, var á leiðinn frá Addis Ababa til héraöshöfuöborgar- innar í Dire Dawa. Ekki var cnn Ijóst hvað olli slysinu þegar fréttir af því bárust í gær. Ekki var heldur cnn fullljóst hvaö margir heföu farist eða slasast. Opin- bcra fréttastofan í Eþíópíu, ENA, sagöi í gærkvöldi að 392 hefðu farist og 370 slasast en starfsmaöur járnbrautarfélags- ins sagöi að um 420 heföu látist og 500 slasast. Þetta járnbrautarslys cr það alvarlegasta scm oröið hefur á síðari tímum. Það veröur að fara allt aftur til ársins 1944 til að finna mannskæöari járnbrautar- slys. Þá köfnuöu 520 járnbraut- arfarþegar í göngum við Salerno á Italíú og árið 1917 létust 543 í járnbrautarslysi í Modane á Frakklandi. Aö minnsta kosti eitt þúsund farþegar voru í eþíópísku lest- inni þegar slysiö vildi tii í gær. Tók 280 þúsund fyrir að fæða - Barninu smygl- að úr landi l.ondon-Reuter ■ Óvenjulegu barni hefur ver- iö smyglað frá Bretlandi. Barn þetta er þaö fyrsta á Bretlandi á seinni árum sem fæöist meö þeim hætti aö tilvonandi foreldr- ar leigja líkama konu til að ala barn. en hin líffræðilega móöir gerir síöan ekki tilkall til barnsins. Mál þctta hefur veriö kært og liggur fyrir hæstarétti aö skera úr um hvort löglegt er aö leigja lít líkama á þennan hátt. Barniö fæddist fyrir 11 dögum og er stúlka. Móöirin. sú líf- fræöilega, fékk 280.()()() krónur fyrir sinn snúö. Barninu hefur verið smyglað úr landi og cr nú meö foreldrum sínum crlendis segja bresku blööin. Sharon -réttarhöldin: Time leiðréttir rang- færslur í frétt sinni en ásakar Sharon enn um að bera óbeina ábyrgð á fjöldamorðunum New York-Keutcr ■ Bandaríska tímaritiö Time Magazine birti í gær leiöréttingu á hluta blaðagreinarinnar sem varð tilefni til málshöfðunar Ar- iel Sharons, fyrrverandi land- varnarráðherra Israels en hann ásakar Timc fyrir ærumeiðing- ar. í upphaflegu fréttinni, sem birtist í febrúar 1983, segir að í leyniskjali ísraelsku stjórnar- innar um morð Falangista í Líbanon á mörg hundruð Palest- ínumönnum sé aö finna nánari upplýsingar um heimsókn Shar- ons til fjölskyldu Gemayels dag- inn eftir aö Bashir Gemayel var myrtur. í fréttinni er því haldið fram aö Sharon hafi þá gefiö í skyn að hefndar væri þörf. Eftir að hafa lesiö viökoni- andi lcyniskjal hafa lögfræöing- ar Time viðurkennt að í því er ekki að finna slíkar upplýsingar og var það leiðrétt í Time í gær. Fréttin er hins vegar aö öðru leyti óbreytt. Eftir sem áður segir Time aö Sharon beri óbeina ábyrgð á fjöldamorðun- um og aö liann hafi rætt um nauðsyn hefnda við fjölskyldu Bashir Gemayel fyrrverandi leiötoga Falangista. Réttarhöldunum í málinu er nú lokið og hefur kviðdómur fengiö það til umfjöllunar. Hann á svo að skcra úr unr það hvorl Tinte Magazine hafi gerst brotlegt við bandarísku meið- yrðalöggjöfina, þ.e. hvort blað- iö hafi sýnt illgirni án tillits til sannleika með grein sinni. Klæddur til að verjast ofbeldi ■ Bandaríkjamaðurinn Pat Fortier, sem á heinia í Detroit, hefur fengið nóg af árásum ofbeldisseggja. Hann klæddi sig í þessa brynju í gær til að mótmæia aðgeröaleysi lögreglunnar. Sjálfur hefur hann þrisvar sinnum orðið fyrir árásuin hópa ungmenna á alfaraleið. A skiltinu sem Fortier heldur á stendur „Ég er aðeins mannlegur". Að undanförnu hefur mikið veriö rætt um ofbeldi unglinga í neöanjaröarlestum og annars staðar í kjölfar þess að maður nokkur gaf sig fram við lögreglu eftir að hafa skotið fjögur ungincnni sem ógnuðu lionum á biðstöð neðanjaröarlcstar. Forseti bandaríska herráðsins í Peking: Bandaríkjamenn og Kínverjar ræða samvinnu á sviði hermála Sameiginleg markmið á Kyrrahafssvæðinu Peking-Keuter ■ Formaður bandaríska her- ráðsins, John Vessey hershöfð- ingi, sent nú er í viku heimsókn í Kína, sagöi í gær að eftir þriggja daga viðræöur við kín- verska embættismenn hefði hann komist að þeirri niður- stööu aö Kínverjar og Banda- ríkjamenn heföu sameiginlegt markmiö þ.e. aö gera Kyrra- hafssvæðiö aö raunverulegu kyrra-hafssvæði, raunverulega friösamlegt. Vessey er fyrsti formaður bandaríska herráðsins sem heimsækir Kína frá því að kommúnistar komust til valda í Kína. Lítiö hefur veriö látiö uppi um umræöur hans viö kín- verska leiötoga. En í veislu, sem haldin var honum til heið- urs í Peking í gærkvöldi, sagði Vessey nr.a. að á fundi hans og kínverska forsætisráðherrans. Zhao Ziyang, fvrr um daginn heföi náðst samkomulag um aö mikilvægt væri að hernaöarsam- skipti Bandaríkjamanna og Kínverja næðu einnig til sam- vinnu á sviði hernaðartækni. Kínverjar liafa margoft látiö í ljós vilja til að breyta fjögurra milljón manna her sínum í nú- tímaher sem sé búinn nýjum og háþróuðum vopnum. En hingað til hafa Kínverjar hikað við að fjárfesta í miklu af háþróuðum hergögnum vegna mikils kostn- aðar. Bandaríska stórblaöið New York Times skýrði frá því í fyrradag aö náðst hefði sam- komulag unr aö Bandaríkja- menn láti Kínverjum í té háþró- uð kafbátaleitartæki en það hef- ur ekki enn fengist staðfest. Þaö hefur vakiö athygli að hvorki Vessey né kínverskirvið- inælendur hans hafa rætt opin- berlega um herveldi Sovétríkj- anna í Asíu þá daga sem heim- sóknin hefur staðið yfir. Bæði Kínverjar og Bandaríkjamenn hafa áður oft og mörgum sinn- um lýst yfir áhyggjum sínum vegna hernaðaruppbyggingar Sovétmanna í Asíu. Vessey gat þess sérstaklega í gær að það væri mikilvægt aö allir vissu að hernaðarsamvinna Bandaríkjamanna og Kínverja hefði frið aö markmiði og væri ekki ógnun við þriöja aðila. Vessey fer frá Peking í dag til að heimsækja aðra staði í Kína. Hann segir að yfirmaður kín- verska herráðsins, Yang Dezhi hershöfðingi, hafi þegar þegið boð unr að heimsækja Banda- ríkin einhvern tíma á næstunni. ■ Frá Eyrarsundi. Sundið er ísi lagt. 200 Danir gengu yfír til Svíþjóðar í gær. Stjórnvöld hafa ákveðið að sekta hvern þann sem reynir að ganga yfír til Svíþjóðar um 300 danskar krónur til að koma í veg fyrir slíkar svaðilfarir. Símamynd-POLFOTO Evrópukuldarnir: Verksmiðjur stöðvast Danir ganga til Svíþjóðar ■ Kuldakastið í Evrópu er ekki í rénun og enn deyr fjöldi fólks af völdum kuldanna. Veðrið veldur öngþveiti í umferð og flutningum í Evrópu og hefur áhrif á atvinnulífið. Ar og skipaskurðir á öllu svæðinu milli Danube í Rúmeníu og Amsterdam í Hollandi eru ekki skip- geng vegna frosta. Embættismenn í Frakk- landi segja að 107 hafi dáið á beinan eða óbeinan hátt af völdum kuldanna síðustu vikuna. Aö minnsta kosti 34 hafa látist í kuldunum á Spáni. í Austurríki frusu tvö gamalmenni í hel. Þar með eru þeir orðnir 14 sem hafa látist í kuldakast- inu í Austurríki. 35 hafa dáiö í Norður- Albantu og 15 í Júgó- slavíu. Flugvellir hafa lokast á Italíu og Bretlandi. Á Norður-Italíu stöðvaðist kjarnorkustöð vegna frosta. Verkamenn í fjölmörg- um verksmiðjum í Frakk- landi urðu að hverfa frá vinnu vegna varahluta- og hráefnaskorts. Garð- yrkjubændur í Frakk- landi, Portugal og á Spáni telja að tjón þeirra af völd- um kuldakastsins nemi tugum milljóna dollara. Mesti kuldinn í fyrrinótt mældist á Ardenne-svæð- inuíBelgíu 28 stiga frost. En kuldarnir mælast ekki alls staðar illa fyrir. 200 Danir gengu á ís yfir Eyrarsund til Svíþjóðar. Lögreglan varð þó aö bjarga þremur sem höfðu fallið í vakir á miðju sund- inu. Dönsk yfirvöld ákváðu að sekta hvern þann sem til næðist á sund- inu um 300 danskar krón- ur til að stemma stigu við þessum nýstárlegu fólks- flutningum.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.