NT - 15.01.1985, Blaðsíða 21
m*
ia:
Þriðjudagur 15. janúar 1985 21
Utlönd
Hollendingar deila
um kjarnorkuver
■ Grafenrheinfeld kjarnorkuverið í Vestnr-Þýskalandi. Sú ákvörðun hollensku stjórnarinnar að feta í fótspor nágranna sinna og reisa
stór kjarnorkuver hefur vakið mikla andstöðu umhverfisverndarmanna í Hollandi.
Amstcrdam-Keutcr
■ Sú ákvörðun hollensku
stjórnarinnar að fjölga kjarn-
orkuverum þvert ofan í ráðlegg-
ingar ríkisskipaðrar nefndar
hefur leitt til mikilla deilna í
Hollandi.
Sem stendur er aðeins eitt
meöalstórt kjarnorkuver í Hol-
landi, Sem framleiðir rafmagn,
auk eins nrinna kjarnorkuvers
sem er fyrst og fremst notað til
tilrauna. Samsteypustjórn mið-
og hægriflokka vill láta reisa tvö
ný kjarnorkuver fyrir aldamót
til þess að mæta aukinni raf-
orkuþörf iðnaðarins.
Stjórnin skýrði frá þessari
ákvörðun sinni í lok seinustu
viku. Strax og áform stjórnar-
innar um kjarnorkuvæöingu raf-
magnsframleiðslunnar urðu
Ijós, lýsti Verkamannaflokkur-
inn því yfir að hann myndi gera
haráttuna gegn kjarnorkuver-
unum að höfuömáli í komandi
kosningum árið 1986.
Bandaríkin:
Sólarorku breytt
beint í raforku
■ Bandarískir vísinda-
menn vinna nú að því í
Florida að finna leiðir til
að breyta sólarljósi beint í
rafmagn á svo ódýran hátt
að almenningur geti nýtt
sér það.
Bandarísk stjórnvöld og
einkaaðilar hafa lagt fram
3,8 milljónir dollara til fimm
ára rannsóknaráætlunar á
vegum Sólarorkumið-
stöðvarinnar í Florida.
Vonast er til þess að rann-
sóknirnar leiði til þess að
bandarísk iðnfyrirtæki
geti hafið fjöldafram-
leiðslu á ódýrum sólarraf-
hlöðum sem fólk geti sett
á þak húsa sinna til að
framleiða rafmagn.
Þessi fimnt ára rann-
sóknaráætlun í Florida er
þriðja og seinasta stigið í
langtíma undirbúningi sól-
arrafhlöðuframleiðslu
þar. En svipaðar rann-
sóknir fara nú einnig fram
í Massachusetts og New
Mexico.
Vísindamennirnir segja
að þeir stefni að því að
plötur með sólarrafhlöð-
um, sem settar séu á þak
húsa, geti framleitt nægj-
anlegt rafmagn til að full-
nægja þörfum venjulegrar
fjögurra manna fjöl-
skyldu.
(Byggt á grein eftir Mar
Weintz í The Christian
Science Monitor)
■ Starfsmenn Sólarorkumiðstöðvarinnar í Fiorida í Banda-
ríkjunum koma fyrir sólarrafhlöðuplötum á húsþaki þar sem
þær eru notaðar til að framleiða rafmagn til heimilisnota.
Gagnnjósnari eða
gagngagnnjósnari?
Náttúruverndarmenn segja
að fleiri kjarnorkuver auki lík-
urnar á kj arnorkuslysi og erfið-
leikana við að finna geymslu
fyrir kjarnorkuúrganginn. í
sameiginlegri yfirlýsingu átján
náttúruverndarsamtaka og ann-
arra hópa segir meðal annars aö
stefna stjórnarinnar sé stórt á-
fall fyrir þróun annarrar orku-
tækni sem nýti sólskin, vind- og
vatnsafl til orkuframleiðslu.
í eins árs gamalli skýrslu hol-
lensku orkuumræðunefndarinn-
ar er lagst gegn byggingu fleiri
kjarnorkuvera og tekið fram að
almenningur í landinu sé andsní
inn byggingu kjarnorkuvera.
Álit nefndarinnar var byggt á
tveggja ára umræðum og rann-
sóknum. En stjórnin dró niður-
stöður nefndarinnar í efa, sér-
staklega hvað varðaði kostnað-
arútreikninga.
Hollendingar treysta nú að
miklu leyti á gaslindir til orku-
framleiðslu. En gasið fer óðum
þverrandi og iðnrekendur hafa
áhyggjur af því að við lok næsta
áratugar verði ekki nægjanlega
mikið til af ódýrri orku í landinu
til að sinna þörfum iðnaðarins.
Kjarnorkuverin tvö, sem
stjórnin segist stefna að því að
byggja, verða 2.500 megawött
samtals auk þess sem þau má
stækka enn frekar síðar.
Los Angclcs-Kculcr
■ Fyrrverandi starfsmaður
bandarísku alríkislögreglunnar,
FBl, neitar því að hann hafi
njósnað fyrir Sovétmenn á með-
an hannstarfaði fyrir FBI. Hann
segist þvert á móti hafa njósnað
um sovésku leyniþjónustuna,
KGB, með því að látast starfa
fyrir hana.
Richard Miller, sem er 48 ára
gamall, er fyrsti starfsmaður
FBI sem hefur verið ákærður
fyrir njósnir í þágu Sovétríkj-
anna. Hann var handtekinn í
október á seinasta ári ásamt
sovéskunr Itjónum sem sagt er
að hafi verið tengiliður hans við
KGB.
Miller heldur því fram að
hann hafi talið vináttu sína við
Rússana mikilvægasta sam-
bandið sem hann hefði komist í
á ferli sínum hjá FBI en nú væru
Argentína:
Skæruverkföll
og öngþveiti
Bucnos Aires-London-Reutcr
■ Sérstakar efnahagsráðstaf-
anir Raul Alfonsins forseta Ar-
gentínu eru farnar að koma hart
niður á opinberri þjónustu.
Efnahagsráðstafanirnar, sem
runnar eru undan rifjum Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins hafa
leitt til verkfallsöldu, gífurlegra
ríkisskulda og samdráttar í lána-
starfsemi.
Markmið ríkisstjórnar Al-
fonsins er að koma til móts við
Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, fá
aðstoð hans og koma hagstæð-
ara skipulagi á erlend lán. Ar-
gentína skuldar nú um 45 mill-
jarða Bandaríkjadala í erlend-
um lánum og hefur ríkisstjórnin
hrint í framkvæmd fimm ára
áætlun í efnahagsmálum sem á
að auka útflutning, minnka
verðbólgu og draga úr útgjöld-
um hins opinbera hvar sem
mögulegt er.
Efnahagsráðstafanirnar tóku
gildi í nóvember á síðasta ári og
hafa verkföll opinberra starfs-
manna verið nær daglegur við-
burður síðan. Jafnframt hafa
opinber fyrirtæki og stofnanir
hlaðið upp skuldum á þessum
tíma.
Öngþveiti að undanförnu hef-
ur einnig komið niður á
hernum. Herinn fékk engin
matvæli keypt frá föstum við-
skiptamönnum sínum í hálfan
mánuð í desember. Það var
ekki fyrr en viðskiptamönnum
hafði verið lofuð greiðsla á
skuldum sem námu um 30 mill-
jónum dollara, að birgðir tóku
að berast að nýju.
Um miðjan janúar hafði
hernum ekki enn verið greidd
desemberlaun 1.5 milljónirog
það sama gilti um starfsmenn
ríkis og bæja.
Talsmenn erlendra banka í
Buenos Aires spá miklum sam-
drætti í efnahagslífinu fyrri
hluta ársins. Það getur því enn
dregið til tíðinda á næstu vikum.
Hagfræðingar Time Magazine:
Spá auknum
hagvexti
Ncw York-Rculcr
■ Hagfræðingar hjá Time
Magazine spá auknum útflutn-
ingi Evrópuríkja á iðnaðarvör-
um á þessu ári og að framleiðni
muni aukast um 3.5%.
Hagfræðingarnir spá enn
fremur að verðbólga í Evrópu
verði lítil á árinu og vextir lágir.
í spá sinni gera hagfræðingarnir
ráð fyrir að hagvöxtur verði um
2.8% í Evrópu á þessu ári.
2.8% hagvöxtur er mesti hag-
vöxtur í Evrópu í fimm ár. Hans
Mast, einn af fimm meðlimum
hagfræðinefndar Time Maga-
zine um Evrópu sagði að „þrátt
fyrir 11% atvinnuleysi í Evrópu
væri efnahagslífið þar ekki
sjúkt. “
þessi tengsl notuð gegn honum.
Hann er ásakaður fyrir að hafa
afhent 34 ára gamalli rússneskri
konu, Svetlönu Ogorodnikov,
leynileg gagnnjósnaskjöl. Kona
þessi er jafnframt sögð hafa
verið ástmey hans.
Éiginmaður konunnar, Niko-
lay Ogorodnikov, er sagöur
hafa boðið Miller 65.000 dollara
í gulli og reiðufé fyrir upplýsing-
arnar.
Miller segist liins vegar hafa
byggt upp sambönd við gagn-
njósnaþjónustu Sovétmanna til
þess að njósna um Sovétmenn
en ekki öfugt. Við yfirheyrslur í
réttarsal nú um helgina sagðist
Miller hafa haldið að með því
að komast inn í gagnleyniþjón-
ustu Sovétmanna hefði honum
tekist nokkuð sem engum öör-
unr FBI-manni heföi tekist
áður.
Lögfræðingar Millers sögðu
við yfirheyrslurnar nú unt helg-
ina að yfirmaður hans hjá FBI-
skrifstofunni í Los Angeles væri _
mormónabiskup og hefði hann
notað trúarlega stöðu sína til að
hafa áhrif á Miller. Fyrst hefði
hann verndað hann en síðar
hefði hann sagt honuni að ef
hann játaði ekki syndir sínar
kærnist hann ekki til himna.
Milljón
punda
handtösku
stolið
I.ondon-Kcutcr
■ Kona nokkur frá Mið-
Austurlöndum tapaði
skartgripum, sem eru
metnir á um milljón pund
(tæpl. 50 millj. ísl. kr.)
þegar þjófar nöppuðu
krókodílahandtöskunni
hennar.
Konan taldi öruggara að
hafa skartgripina nteð sér
frekar en geynta þá heima
hjá sér. Hún hafði þess
vegna demantahálsfestina
sína, safír hring, demanta-
hring og eyrnalokka og
fleiri skartgripi með sér í
handtösku.
Töskunni var stolið frá
konunni þegar hún fékk
sér snarl í Harrods versl-
uninni í London.
Grindavík
- Hveragerði
Umboðsmenn vantar
fyrir NT í Grindavík
og Hveragerði.
Upplýsingar gefur
dreifingarstjóri
(Kjartan Ásmundsson)
í síma 686300.