NT - 15.01.1985, Síða 23
Þriðjudagur 15. janúar 1985 23
Tennis:
Navratilova
og McEnroe
■ Martina Navratilova og
Manuela Maleeva renndu sér í
úrslit í miklu tennismóti innan-
húss í Washington í gær. Navra-
tilova meö því aö sigra Zinu
Garrisonú-l ogó-2 ogMaleeva
með sigri á Kathy Rinaldi 7-6
og 6-1.
í 8-manna úrslitunum á þcssu
móti þá vann Navratilova góö-
an sigur á Helenu Sukovu 6-0
og 6-4. Eins og við er að búast
þá er Navratilovu spáð sigri á
þessu móti og að bæta þar nieð
150 þúsund dollurunt í veskið
sitt.
Leikur Navratilovu við Garri-
son var ekki sérlega spennandi.
Garrison, sem keppt hefur alls
8 sinnurn við Navratilovu og
alltaf tapað, reyndi að breyta
til með uppgjafir sínar en allt
kom fyrir ekki. „Mér fannst
eins og allar mínar uppgjafir
væru frábærar", sagði Navratil-
ova eftir leikinn og var að
vonum kát.
Maleeva, sern erfrá Búlgaríu
sigraði Katy Jordan í 8-ntanna
úrslitunum 6-1 og 6-4.
John McEnroe vann öruggan
sigur á Ivan Lendl í Grand-Prix
meistarakeppninni í tennis í
Madison Square Garden í New
York á aðfaranótt mánudags.
Þctta var í þriðja sinn sem
þeir félagar leika til úrslita á
móti þessu og hefur McEnroe
ávallt farið með sigur af hólnii.
Að sögn Reuters var þetta
einhver besti leikur McEnroes
á hinum blóntum stráða ferli
hans. Þetta var 7. sigur hans á
Lendl í 8 viðureignum og það
Essen tapaði kærunni
■ Eins og greint var frá í
NT í gær náði F.ssen að
sýna stórleik í Búndeslígunni
um helgina og sigra Hand-
■ ewitt 29-14.
En saman við þessa
gleðifrétt blandaðist önn-
ur leiðinlegri. Svo er mál
með vexti að úrslit voru
birt um kæruna sem Essen
sendi inn vegna leiksins
gegn Essen fékk nefnilega
tilkynningu þess efnis að
þeir hefðu tapað kæru sinni
vegna tapsins fyrir Zrenj-
anin í IHF-keppninni.
Það skrítna í málinu er
þó það að dómaraparið var
dæmt í eins árs bann vegna
fáránlegrar dómgæslu.
Þrátt fyrir þetta verður
leikurinn ekki endurtekinn
og Essen er þar mcð úr leik
í keppninni.
í samtali við fréttamann
NT í Þýskalandi sagði Al-
freð Gíslason að mikil reiöi
ríkti nú í herbúöum Essen
og meðal stuðningsmanna
liðsins.
Barcelona jók
forskot sitt
■ Barcelona jók forskot sitt í
spönsku 1. deildinni í knatt-
spyrnu í 8 stig með því að sigra
botnliðið Elche 4-0 á meðan
aðalkeppinautar þeirra, Real
Madrid, gerðu jafntefli 1-1 við
Real Vallasolid.
Enn einu sinni voru þaö þeir
Bernd Schuster og Steve Archi-
bald, útlendingarnir hjá
,,Barca“, sem sönnuðu verð-
gildi sitt.
Þeir skoruðu hvor sitt mark-
ið fyrir framan 75,000 áhorf-
endur.Schúster skoraði fyrsta
markið á 13. mínútu með góðu
skoti fyrir utan vítateig. Hægri
bakvörðurinn Gerardo Mir-
anda kom Barcelona í 2-0 15
mínútum seinna og þannig var
staðan í leikhléi. Steve Archi-
bald skoraði sitt 10. mark fyrir
liðið á 56. mínútu. Frábær
einleikur hjá kappanum frá
miðju og hann lék á þrjá
varnarmenn áður enn hann
sendi knöttinn efst í hægra
hornið, frábært mark. Marcos
skoraði 4. markið einni mínútu
fyrir leikslok.
Real Madrid var óheppið að
glata öðru stiginu í Vallasolid.
Þeir skoruöu fyrsta markið á
74. mínútu, landsliðsmaðurinn
Ricardo Gallego sendi þrumu-
fleyg yfir höfuð markvarðarins.
9 mínútum seinna dæmdi
dómarinn vafasamt víti á Mad-
rid-liðið er Chilebúinn og
landsliðsmaðurinn Patricio
Yanez féll í vítateig þeirra.
Jorge Alonso skoraði úr vít-
inu.
Atletico Madrid stökk úr 6.
sæti í það 3^' með 2-0 sigri
sínum á Real Betis frá Sevillu
á heimavelli.
Tékkneskji varnarmaðurinn
Miroslav Votava skoraði á 3.
nrínútu og Argentínumaðurinn
Luis Mario Cabrera bætti um
betur 38 mín. seinna og fvrsta
tap Sevilla-liðsins á útivelli var
staðreynd.
Úrvalsdeildin í kvöld
■ Einn leikur verður í
úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik í kvöld.
ÍR-ingar niæta Haukum
á heimavelli sínum,
klukkan 21:00.
Þessi leikur átti að l'ara
fram 6. janúar en honunt
var frestað vegna utanfarar
landsliösins.
Þá verður toppslagur í 1.
deild karla, Frani fær ÍBK
í heimsókn í Hagaskóla og
hefst leikurinn kl. 21:30.
var aðeins í fyrstu lotunni sent
Tékkinn stóð í Ameríkananum
en hún fór 7-5. Næstu lotu vann
McEnroe örugglega 6-0 og þá
þriðju 6-4.
Eins og áður sagði var þctta
í þriðja sinn í röð sent McEnroe
sigrar á þessu móti. Lendl vann
Itann síðast á opna franska
meistaramótinu á síðasta ári.
McEnroe bætti 100 þúsund
dollurum á bankarejkning sinn
með þessum sigri, í viðbót við
þá 600.000 sem hann hafði
hlotið fyrir að verða stigahæst-
ur í Grand-Prix keppninni á
síðasta ári eftir að hafa unnið
12 af 14 keppnum sem hann tók
þátt í og 78 af 81 leik. Lendl
fékk 60.000 í sinn hlut fyrir 2.
sætið.
McEnroe bætti svo um betur
er hann fékk 17.000 dollara
fyrir að sigra tvíliðaleikinn
ásanrt Peter Fleming 7. árið í
röð.
Þeir félagar unnu þá Mark
Edntondson frá Ástralíu og
Sherwood Stewart frá Banda-
ríkjunum í úrslitaleiknum 6-3
óg 6-1.
Martina Navratilova er sigursæl.
Lenny Watkins
marði Stadler
■ l.annv Watkins sigr-
aði Craig Stadler í Bob
Hope-golfmótinu sein
haldið var í Palm Springs
í Raliforníu dagana 8.-13.
janúar.
Stadler hafði haft for-
ystuna fram á síðasta dag
en Watkins lék síðustu
holuna vel og náði Sta-
dler í lokin.
Báöir léku á 333 högg-
um í keppninni sem er
met í þessari keppni og
27 undir pari. Stadler liól'
síðasta keppnisdaginn
með eitt högg til góða á
Watkins og fyrstu 9 hol-
urnar komu vel út hjá
hoiiuni því þá jók hann
forskotið í tvö liögg.
En seinni hlutinn var
eign Watkins og hann
jafnaöi metin.
Þeir kappar þurftu því
að leika 5 holu úrslita-
keppni og þar urðu Watk-
ins ekki á nein mistök,
hann sigraði og hlaut í
verölaun 90.000 dollara.
Efstu menn voru þessir:
högg
Lanny Watkins 67-67-68-66-65 - 333
I Craig Stadler 66-68-64-69-66 333
Hubert Green 68-68-69-70-65 340
Ron Streck 68-67-66-70-70 341
Leiðrétting
■ Þau mistök átttu sér
stað í laugardagshlaöinu
aö sagt var að stofnfund-
ur Píluklúhbsins
(,,I)art“-klúbbsins) yröi á
þriðjudag en hann verður
miðvikudag 20. janúar.
Knattspyrna:
Nokkuð um félagaskipti
■ Nokkuð hefur verið um
félagaskipti í knattspyrnunni í
desember og byrjun janúar.
Alls hafa verið veitt 25 leyfi til
félagaskipta á þessum tíma. Af
þessum félagaskiptum ber
einna hæst skipti fjögurra
leikmanna úr ÍBK yfir í ná-
grannaliðið Víði Garði sem
spilar í I. deild á næsta ári.
■ Jón Oddsson sést hér í KR-búningnum. Hann lék fyrst með
ÍBÍ en skipti þaðan yFir í KR. Svo fór hann aftur á ísafjörð en
síðan lá leið hans í Kópavoginn þar sem hann lék með Breiðabliki
síðastliðið sumar. Nú er hann enn á leiö heim til ísafjarðar.
Þessir leikmenn ættu allir að
styrkja Víðisliðið til muna en
þó kemur að sjálfsögöu upp sú
spurning hvers vegna þessir
leikmenn eru að yfirgefa Kefla-
víkurliðið? Keflvíkingar fá í
staðinn einn leikmann, sem
spilaði með Njarðvíkingum í
fyrra, en þar áður með ÍBK,
Frey Sverrisson. Hann var
einn besti leikmaður Njarðvík-
inga í 2. deild á síðasta suntri.
Af öðrum áhugaverðum fé-
lagaskiptum má nefna að Guð-
mundurMagnússon sem spilaði
með ÍBÍ á síðasta siimri fer yfir
til KR en Jón Oddsson hefur
tilkynnt skipti úr UBK í ÍBÍ
(Vestra).
Kristinn Björnsson, sem
þjálfaði Leiftur Ó. og kom
þeim í 2. deild. fer yfir í Val
Reyðarfirði. Þá fá KA-menn
góðan liðsstyrk í 2. deildar-
keppninni. ÞeirTryggvi Gunn-
arsson, markaskorari úr ÍR og
Þorvaldur í. Þorvaldsson, úr
Þrótti, ætla báðir að ganga til
liðs við félagið.
Lið ÍK í Kópavogi missir
sinn besta mann, Dagbjart
Pálsson en fær í staðinn Guðjón
Guðmundsson úr Þór, sem
þjálfa mun liðið einnig. Að
lokum má nefna að FH-ingar fá
mesta markaskorara Tinda-
stóls. Sigurfinn Sigurjónsson,
til liðs við sig. Annars lítur
félagaskiptalistinn svona út.:
PállGuðmundsEon ír-VikinpurR
Gudmundur Magnúss. ÍBÍ-KR
Sigvaldi Torfason Árroðinn-Vaskur
Ómar Jóhannsson Fram-V-Þýsktlið
Hilmar Sighvatsson Val-V-Þyskt lið
JónOddsson UBK-Vestri
Guðgeir Magnusson UBK-Aftureld.
KristinnBjörnsson Leiftri-Valur R
Magnús Ingvarsson HV-ÍK
Hókon Gunnarsson Augnablik-UBK
Dagbjartur Pálsson ÍK-Neisti
Júlíus Guðmundsson KA-ReyniÁ
Þorvaldur í. Þorvalds. Þrótti-KA
Guðm.Skarphéðinss. Vaskur-ÞórA
Sigurf. Sigurjónss. Tindastóll-FH
Guðjón Guðmundsson Þór-ÍK
TryggviGunnar88on ÍR-KA
Hans Blomsterberg Reyni-Hn-ÍR
Gunnar Valdimarsson UBK-IR
RúnarGeorgsson ÍBK-Viðir
Ingvar Guðmundss. ÍBK-Viðir
EinarÁsbjörn ÍBK-Viðir
Gísli Eyjólfsson ÍBK-Viðir
Freyr Sverrisson UMFN-ÍBK
Hrafn Magnússon Stjarnan-KR
Stjörnurnar
streyma í FH
■ Allt bendir til þess að
Fimleikalélag Hafnar-
Ijarðar, liest þekkt undir
nafninu FH, í Hafnarfiröi
verði fyrirferðarinikið á
frjálsíþróttasviðinu í
sumar. Hlauparinn Jón
Diðrikssun úr UMSB
liefur gengið til liös við
félagið, ug stangar-
stökkvarinn kunni, Sig-
urður T. Sigurðssun KR
hefur einnig skipt yfir í
FH. Nú lierma síðustu
fréttir að Oddur Sigurðs-
sun úr KR sé einnig á
suma róli.
Mikið líf er nú í frjáls-
íþróttadeild FH. Ungir
iðkendur spretta upp hjá
félaginu ug láta æ meir að
sér kveða. Ef svo fer sem
liorfir gæti FH ógnað
stórveldinu ÍR í frjáls-
íþróttunum í sumar,
meira en marga hcfði
grunaö. Það veikir einnig
IR-liðið að Þórdís Gísla-
dóttir ÍR hefur gengið til
liðs við HSK.
Önnur félagaskipti sem
urðið hafa að undanförnu
eru þau að Sigríður S.
Sigurðardóttir hefur
gengið úr KR í UMSK og
Björg Árnadóttir úr HSÞ
í UMFK.