NT - 15.01.1985, Síða 24

NT - 15.01.1985, Síða 24
Þýskaland: Buchwald er meiddur á ný - slæmt fyrir Stuttgart Frá Guðmundi kurlssyni frétta- manni NT í Þýskalandi: ■ Félagi Ásgeirs Sigurvins- sonar hjá Stuttgart, Guido Buchwald verður frá keppni á næstunni. Á stóru innanhúsmóti í Genf í Sviss þar sem Stutt- gart var meðal þátttakenda, meiddist hrakfallabálkurinn að nýju er hann ökklabrotn- aði. „Þetta er án efa það versta sem komið gat fyrir" sagði Benthaus, þjálfari Stuttgart sem var farinn að vonast til að geta stillt upp svipuðu liði og lék á síðasta keppnistíma- bili. Buchwald hefur verið meiddur í allan vetur og ekkert getað leikið með. Hann verður varla nothæfur á þessu tímabili úr þessu. Stuttgart hafnaði í þriðja sæti á mótinu og bestu mennirnir voru Ásgeir og Allgöwer. Stuttgart vann fyrstu tvo leikina á móti frönskum lið- um og síðan lágu þeir fyrir í næstu tveimur leikjum. ■ Sigurði Jónssyni ætti að vera óhætt hjá Wilkinson því hann gerir góð kaup. Enska knattspyrnan: Sigga óhætt hjá Wilkinson - nýkeyptir leikmenn falla að liðinu Júdómót í Frakklandi: Frá Heimi Bergssyni frétlamanni NT í Englandi: ■ Það er engu NT um það að fletta að Howard Wilkinson framkvæmdastjóri Sheffield Wednesday er afar snjall á sínu sviði og er stöðugt að leita að leiðum til að bæta lið sitt. Hann fékk þó heldur kaldar viðtökur hjá Stoke í síðustu viku, er hann spurðist fyrir um landsliðsútherjann Mark Chamberlain, sem Wilkinson hafði hugsað sér til að styrkja liðið enn frekar og gera það að verðugum keppinaut um Eng- landsmeistaratitilinn. Stoke setti upp stórupphæð, 700 þús- und pund, sem Wilkinson hefur varla efni á. Annars óð á Wilkinson í enskum blöðum í gær, og hann hélt því fram að Sheffield Wednesday hefði bæði hæfi- leika og möguleika til að vinna titilinn. Wilkinson sagði meðal annars: „Þeir leikmenn sem ég hef keypt hafa staðið sig frá- bærlega. Við höfum aðeins tap- að fimm leikjum á öllu keppnistíinabilinu og ég er mjög ánægður. Mér er reyndar nokkuð skemmt því ég held að við höfum komið flestu fólki mjög á óvart með frammistöðu okkar f vetur." Eins og íslendingar vita gerði Wilkinson nýlega samning við Sigurð Jónsson frá Akranesi, og stendur í því þessa dagana að fá fyrir hann atvinnulevfi. Ef kaupin hjá Wilkinson halda áfram að blessast eins og hann telur þau hafa gert er engu að kvíða fyrir Sigurð. boöið á þetta mót en hann þáði hcldur að keppa í Japan. Mekku júdósins, og stóð sig þar ineð miklum sóma. Er þó ekki að efa að gaman hefði verið að sjá þá Bjarna og Neuraeuther í úrslitaglímu á þessu móti í Frakklandi. Hefði þá komið í Ijós hvor varð þriðji og hvor fjórði á ÓL? ■ Bjarni á verðlaunapalli á ÓL ásamt Neuraeuther. ■ Wilkinson er ánægður. Scifo knattspyrnu- maður ársins íBelgíu ■ Miðvallarleikmaður- inn Enso Scifo hjá Anderlecht í Belgíu var kosinn knattspyrnumað- ur ársins í Belgíu í fyrra- dag. Scifo, sem er aðeins 19 ára og gerðist belgísk- ur ríkisborgari í fyrra til að geta spilað með Belg- um í Evrópukeppninni varð rétt á undan Jan Ceulemans og Morten Olsen í kjörinu. Foreldr- ar Scifo eru frá Sikiley, og Scifo bar áður ítalskt vegabréf. Gross á sigurbraut ■ V-þýski sundmaður- inn Michael Gross sigraöi í alls 6 greinum á Nýja Suður-Wales sundmótinu í Ástralíu sem lauk í gær. Hann var þar með liði sínu Erster Offenbacher en liðið sigraði í 13 af 17 karlagreinum á mótinu, Gross fer heim með sex gull uppá vasann og ástr- ölsk met í 200m skriði og fylkismet í 200m flug- sundi. Jafningi Bjarna bestur í París ■ V-Þjóðverjinn Guinter Ne- uraeuther.sem varð í 3.-4.sæti í 95 kg flokki í júdó á ÓL ásamt Bjarna Friðrikssyni, sigraði á miklu júdómóti í París í Frakk- landi. Hann sigraði í 95 kg flokki þar, með því að fella Kaba Kurtandidse frá Sovét- ríkjunum á ippon sem er fullnaðarsigur. Þess má geta að Bjarna var Klammer hættur Frá (tuðmundi kurissy ni frélla- munni NT í Þýskulundi: ■ Hinn heimsfrægi brunkóngur, Fran/ Klammer frá Austurríki hefur nú ákveöið að leggja skíðaskóna á hill- una og setja skíðin niður í kjallara. Siöasta keppni kapp- ans verður í heimsmeist- arakeppninni í Barmio á Ítalíu, en þar hyggst hann vinna sinn síöasta sigur á ferlinum. Félagaskipti í knattspyrnunni Sjábls.23 íþróttir á 22,23

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.