NT - 10.02.1985, Page 7
Hvaða bók mundirðu taka meö?
Sunnudagur 10. febrúar 1985 7
Baldur: „Rómantík að mínu skapi. “
H Bernharður: „Hlutar af Gamla testamentinu eru spennandi
frásögn. “
Baldur
Óskarsson,
frv. fram-
kvæmdastj óri
Alþýðubanda-
lagsins, velur
íslands-
klukkuna
■ Sú bók sem ég vildi síst án
vera við slíkar kringumstæður
er „íslandsklukkan“, segir
Baldur Óskarsson, áður fram-
kvæmdastjóri Alþýðubanda-
lagsins. „Þá bók les ég fjórum
sinnum á ári, þótt ég lesi líka
aftur og aftur margar aðrar
bækur Laxness, sem mér hafa
þótt bestar frá hans hendi.
Það er erfitt að skilgreina
það í stuttu máli hvað ég met
mest við þessa bók. Fyrir utan
að vera afuburða vel ritað
bókmenntaverk höfðar hún til
flests þess sem mér finnst felast
í því að vera íslendingur. Mér
finnst ég finna þarna svo margt
sem ég þekki í sjálfum mér.
En ef ég á að telja eitthvað
fleira þá eru það öll þessi
ógleymanlegu tilsvör sem bók-
in geymir. Hver getur til dæmis
gleymt því er Grindvicensis
segir við Jón Marteinsson:
„Munt þú ekki aðeins þjófur
og morðingi, heldur líka hinn
versti maður." Hver gleymir
því heldur þegar Helga gamla
Álfsdóttir segir við Snæfríði,
eftir að unga konan hefur sagt
henni að það hafi komið til sín
karlmaður í svefnhúsið:
„Vertu ekki hrædd, barnið
mitt, þetta er ástin.“ Já, þetta
er rómantík, að rnínu skapi.
Nú, eða þá lýsingar á lands-
lagi: „Við Breiðafjörð eru
fagrar eyjar...“ segir í upphafi
eins kafla.
Já, ég mundi hafa með mér
íslandsklukkuna."
„Það er
alltaf
nýrog
nýr
maður
sem Ies
Biblíuna“
— segir sera
Bernharður
Guðmundsson
■ „Ég mundi taka með mér
Biblíuna," segir séra Bern-
harður Guðmundsson og þarf
ekki langrar umhugsunar við.
En við spyrjum hvort guðfræð-
ingur og prestur sé ekki búinn
að lesa Biblíuna svo vel og oft
að hann þurfi ekki að lesa
meir! En Bernharður er nú
ekki á því.
„Maður les Biblíuna sífellt
með nýjum og nýjum hætti,
því það er nýr og nýr maður
sem les hana. Ég er ekki sá
sami nú og ég var fyrir fimm
árum. Ef maður nálgast Bibl-
íuna með opnu hjarta og með
opnum huga, þá er eins og hún
tali til manns miðað við þær
aðstæður sem maður er í
hverju sinni.
Svo felur Biblían svo geysi-
lega margt í sér. Það eru hlutar
í Gamla testamentinu sem eru
spennandi frásögn, og líkja má
við hreinustu skemmtibók-
menntir, eins og Samúelsbæk-
urnar. Svo eru þarna spekirit
eins og Predikarinn, sem ekki
eru beinlínis trúarbókmenntir,
heldur mikill vísdómur. Frá-
sagnir eru þarna af atburðum,
eins og Postulasögurnar, sem
minna á íslendingasögur. í
bréfum Páls birtist hann sjálfur
á persónulegan máta og eru
frásagnirguðspjallanna. Því er
fjölbreytnin alveg óendanleg.
En ef þú biður mig að nefna
einhverja sérstaka uppáhalds-
kafla þá nefni ég Filippíbréfið,
sem kallað hefur verið bréf
gleðinnar og auk þess held ég
mikið uppá Prédikarann og
marga sálma Gamla testam-
entisins, sem eru stórkostleg-
ir.“