NT - 10.02.1985, Side 15
ftasta bekk
Sunnudagur 10. febrúar 1985 15
stefnu, yfirbragð þeirra tók að
einkennast af því senr kalla má
bölsýni. Þessar myndir sóttu
mikið til þýsks expressionisma
og hinna berorðu glæpamynda
í byrjun fjórða áratugarins, en
höfðu sinn eigin sfil. Þessar
myndir höfðu flestar sameigin-
ieg ákveðin einkenni, krimmar
þeirra voru umluktir tilgangs-
leysi og þrúgandi kaldhæðni.
þetta voru nær undantekning-
arlaust illa innrættir karakterar
og hræddar persónur sem sí-
t'ellt urðu undir, sekir menn og
siðlausar konur. Sögusviðið
sem þetta fólk hrærðist í var
dimm og skuggaleg borgar-
hverfi, það flæktist um auðar
og regnblautar götur, frá
skítugum og illa upplýstum
hótelum til sóðalegra nætur-
klúbba. milli þess að vera
fastagestir á óviðkunnanlegum
lögreglustöðvum í úthverfum.
Þetta fólk nærðist á ágirnd
hvers annars og var flækt í vef
eigin fólsku og spillingar, sem
að lokum leiddi til glötunar
þess. Það hafði enga trú á gildi
sannleikans né göfugra
dyggða, ást þess birtist í losta,
vinir voru ekki til neins nema
að svíkja og draumar um ham-
ingju viku fyrir öðrum um
hefnd. Það var John Huston
sem reið á vaðið með The
Maltese Falcon (1941), er
byggði á skáldsögu Dashiell
Hammett, en síðan fylgdu
fleiri, Double Idemnity (1944)
sem Billy Wilder leikstýrði og
skrifaði í samvinnu við Ray-
mond Chandler, og The
Postman always Rings Twice
(1946) var líka í þessum hóp.
Ásamt þessum myndum,
blómstruðu líka á seinni hlula
fimmta áratugarins og í byrjun
þess sjötta, aðrar er byggðu á
hálfgerðu raunsæi. Sviðsum-
gjarðir þeirra voru valdar úr
raunveruleikanum. eins og
dómshús eða lögreglustöðvar
New York borgar, eða þá hús-
in í Brooklyn og Queenshverf-
inu. Þær buðu líka uppá nýja
týpu af krimma, Richard Wid-
mark var einn slíkur í Kiss og
Death (1947), nánuga sem
voru jafn svalir og þeir voru
alltaf í lokin á einhverju smá-
atriðinu. Ein slík var Asphalt
Jungle (1950). önnurfrönsk,
Du Rififi Chez Les Hommes
(1955) var nokkurs konar
han’dbók fyrir franska glæpa-
menn. hún innihélt hálftíma
langt atriði um framkvæmd
skartgriparáns, sem sagt er að
hafi verið kveikjan að nokkr-
um öðrum sem voru útfærð í
raunveruleikanum. í Frakk-
landi hafið skapast. eigin hefð
fyrir glæpamyndum á fjórða
áratugnum, en leikstjórar
eftirstríðsárakynslóðarinnar.
eins og Francois Truffaut og
Jean-Luc Godard, tóku mið af
bölsýnis glæpamyndum Holly-
wood. Godard tileinkaði A
Bout De Souffie (1960) Mon-
ogram-kvikmyndafyrirtækinu,
sem byggði starfsemi sína á
t'ramleiðslu slíkra mynda, og
Jean Paul Belmondo notaði
Hunrphrey Bogart sem fyrir-
myrid í leik sínum í þessari
mynd og fleirum.
Billy Wilder tók fyrirglæpa-
myndir þriðja og fjórða ára-
tugarins á kómískan hátt í
Some like it Hot (1959), en í
byrjun þess sjöunda var lítið
um glæpamyndir, áhorfendur
voru frekar hrifnir af glæpa-
þemum sem í var fléttað kyn-
lífi, húmor og spennu í anda
James Bond mynda Sean
Connery. Þar voru á ferðinni
alþjóðakrimmar, nær undan-
tekningarlaust vitskertir vís-
indamenn sem haldnir voru
þráhyggju um alheimsyfirráð.
Þessar myndir ganga vel enn í
dag í endurteknum útgáfum.
Árið 1967 gerði Arthur Penn
Bonnie and Clyde um sam-
nefnda smábófa, sem byggði á
stílfærðu raunsæi tveggja goð-
sagnarpersónuleika, en um-
fram allt ofbeldi, og það gerðu
einnig myndir Francis Ford
Coppola, Godfather I (1972)
og Godfather II (1974). Þessar
tvær síðastnefndu fjölluðu urn
sama viðfangsefni og myndirn-
ar í byrjun fjórða áratugarins,
skipulagða glæpastarfsemi
samtímans, en með áherslu á
að hún byggðist á fjölskyld-
unni, ættar og tryggðarbönd-
■ Nokkrir
misgalnir og
misgáfaðir bóf-
ar sem taka sig
saman og
fremja stórrán
er viðfangsefni
sem oft hefur
gengið í Holl-
ywood. Þetta er
úr Asphalt
Jungle frá 1950,
er tók þetta
fyrir.
■ Paul Muni, hér á miðri mynd, lék Toni Camonte
í mynd Howard Hawks, Scarface árið 1932. Myndin
var byggð á ferli þekkts glæpaforingja, Al Capone.
brjálaðir. Þessir gæjar höfðu
sannkallaðan gálgahúmor og
skemmtu sér aldrei betur en
þegar þeir hrintu görnlu fólki í
hjólastólum niður stiga.
James Cagney endurnýjaði
feril sinn, með týpunni um
smákrimmann sem kemst á
toppinn og hann hafði gert
fræga á fjórða áratugnum. tæp-
um tuttugu árum seinna í
White Heat (1949 og Kiss
Tomorrow Goodby (1950).
Þessi staðlaða manngerð leysir
öll sín vandamál með því að
drepa aðra og brotnar aldrei
saman, nema þegar móðir
hennar deyr úr krabba. Samt
voru þeir raunverulegu atburð-
ir sem urðu uppsprettan að
glæpamyndum þriðja ára-
tugarins að mestu horfnir í
gleymsku í lok þess sjötta, en
sjónvarpið tók þetta stef og fór
'að gera seríur í anda The
Untouchables, sem lengi gekk
í gamla kanasjónvarpinu.
Það stungu líka alltaf upp
kollinum öðru hverju mvndir
um gangstera sem tóku sig
nokkrir saman til að fremja
fífldjarft rán, en mistókst svo
um innan hennar sem væru
öllum öðrum öflum sterkari.
Hlutverkaskipti
Nú á seinni árum hefur
Hollywood tekist með góðum
árangri að mjólka hugmyndir
sínar yfir á breiðtjaldið um að
misindisfólkið sé nú í hópi
varða laganna. Það eru meðal
þeirra sadistar eins og Popeye
í French Connection (1971),
þetta eru sukkarar og svallarar
líkt og í The New Centurions
(1972) eða The Choirboys
(1976), það er innan lögregl-
unnar fleira spilltara fólk en
heiðarlegt, sem sjálft skipu-
leggur glæpastarfsemina, sem
var viðfangsefni Prince of the
City (1982). Það er engum
hægt að treysta né er lengur
hægt að sjá á svipnum að þessi
eða hinn sé krimmi, líkt og var
eitt aðaleinkennið á
Hollywoodglæpamyndunum
um tíma. Glæpona okkar tíma
sjáum við kannski einna best í
Dalias- eða Dynastyþáttunum,
fólkið í jakkafötunum með
Kennedybrosið sem fær aðra
til að vinna fyrir sig skítverkin,
en fer faglega og löglega í
hlutina.
Gísli Frirtrik Gíslason.
■ Grófara ofbeldi var svar Hollywood þegar dró úr artsókn og vinsældum glæpamynda á sjóunda áratugnum. Þetta er reyndar úr mynd
frá þeim áttunda, The French Connection.