NT


NT - 10.02.1985, Side 17

NT - 10.02.1985, Side 17
V Blaðsöludrengir hrifsa blaðið um miðja síðustu öld, til þess að verða sem fyrslir með það á götuna. M Gagnrýnendur saka ritstjórnina um að hanga aftan í konungs- fjölskyldunni um of. stormar leika alltaf um." Ráðningin var „Times.“ 1981 seldi eigandinn Lord Thomson blaðið og nýi eigand- inn var ástralski blaðakóngur- inn Rupert Murdoch. Hann keypti á 12 milljónir punda. Menn fylltust kvíða, því Murdoch gaf út „blaðurblöð- in" „Sun" og „News of the World". Var talið að „Tintes" mundi nú fyllast af ýntsunt hégóma í þeim stíl er þessi blöð temja sér. Verður Murdoch lávarður? Á ýmsan hátt þykir það hafa gengið eftir, t.d. er rekið í blaðinu t'rægt lesendabingó. En kaupendum fjölgaði nú úr 300 þúsund 1981 í 460 þúsund í árslok 1984. Þá bætti það stöðuna að Murdoch sagði upp 500 ntanns við „Times" og „Sunday Times."! Enginn veit hvort Murdoch rnun hljóta lávarðartitil þann sem vaninn er að prýði nafn eigenda „Times." Það verður frú Thatcher að ákveða. en líkurnar eru nokkrar, því Mur- doch er dæmigerður íhalds- maður. Hann var í Oxford á æskuárum og studdi sósíalista, en er nú orðinn fyrirtaks aftur- haldsmaður. Hann hefur ekki brugðist Thatcher. hvorki í Falklandseyjastríðinu né í kolanámaverkfallinu. Sunnudagur 10. febrúar 1985 17 Hildur drottning ríður smalamanni ■ Eitt er það land sern við þekkjum lítið til, nenta þá ef til vill úr stríðsfréttum, en það er Norður-Kórea. Þeir Kóreu- ntenn hafa þó gert sér far um að kynna okkur meðal annars með því að gefa út frímerki sem byggt er á gamalli íslenskri þjóðsögu. Merkið kom út á barnaári Santeinuðu þjóðanna árið 1979. Hér er um að ræða eitt merki af átta en merkin Itafa það öll sameiginlegt að eiga rætur sínar að rekja til ævin- týra í hinum ýmsu löndum. Éin sagan er eðlilega frá land- inu sjálfu Kóreu. Þá er eitt merki með mynd úr japönsku ævintýri, og svo koma einnig við sögu merki frá Ítalíu, ír- landi, Rússlandi og Svíþjóð. Rúsínan í pylsuendanunt er svo merki þar sem myndefnið er ættað frá íslandi. Vitanlega voru aðeins valin ævintýri sem þýdd höfðu verið á mál þar- lendra og það kemur sem sagt upp úr dúrnum að Kóreumenn eiga til þýðingu af íslenska gandreiðarævintýrinu um Hildu drottningu og smala- manninn. íslenska ævintýramyndin er á öðru merki samstæðunnar. Hún sýnir Hildi drottningu ríða smalamanninum yfir fjöll og firnindi en undir þeim ligg- ur landið snævi þakið og fjöll í baksýn. Drottningin, í gervi ráðskonunnar. ríður í fögrum söðli og vönduðunt, sem hún hefur spennt með gjörð um smalamanninn. Af klæðnaði hans er ekkert sérstakt að segja ncma hvað spurning er unt það hvort hattur hans sé ekki full evrópskur ef svo má að orði komast. Lambhúshetta hefði cf til vill verið betur við hæfi. En hvað um það. Hér er á ferðinni eitt þeirra erlendu frímerkja sem vekur athygli á Islandi úti í hinum stóra heimi. Jafnvel helst þar sem landið er minnst þekkt. Því hlýtur það að vera áhugavert fyrir okkur og ekki síst þar sem það segir okkur að í landi þessu hafa þjóðsögur okkar verið þýddar og lesnar. Sigurður H. Þorsteinsson. m ö| <% r\ S*u«í- FAIRY TALE tCELANPIC FAIRY TAt.e Geðlæknir svarar Er sjónvarpið mannskemmandi KæriPáU! Við eigum ungan son við hjónin og höfum stundum verið að velta því fyrir okkur hvað óhætt sé fyrir hann að sjá í sjónvarpinu. Eins og mörg börn á hans aldri er hann spenntur að sjá auglýs- ingar en síðan vÚl það oft brenna við að hann fær að sitja lengur og þá koma oft myndir á skjáinn sem álita - mál erumhvort séu við hæfi barna. Er eitthvað vitað um áhrift.d. ógnvekjandimynda á sálarUf ungbama ? Við ger- um okkur grein fyrir því að spurning sem þessi er ef til vill of almenn til að hægt sé að gefa viðhUtandi svör. Við stöndum samt sem áður frammi fyrir þessum vanda, hvað má barnið horfa á og hvað ekki þegar sjónvarpið er annars vegar. Hjón. Mérfallasthendur Kæru hjón, Spurning ykkar er mjög raunhæf en samt sem áður finnst mér svo erfitt að svara að mér fallast næstum hendur. Gat ég ekki að því gert að mér var hugsað til sögu frá þriðja áratugi þess- arar aldar sem góður vinur minn í Californiu sagði mér fyrir rúmum 20 árum síðan. Hann hafði verið á fundi með indverskum „gúrú“ sem sat upp á sviði og áhorfendur létu aðstoðarmann hans, sem sat hinum megin á svið- inu, fá í hendur bréfsnepil, sem hann svo brenndi og á meðan svaraði Indverjinn spurningu þeirri, sem stóð á þessum sneph. Þessi vinur minn hafði verið á þessari samkomu með Halldóri Kilj- an Laxness, nóbelsskáldinu okkar, sem hafi lagt. spurn- ingu fyrir „gúrúinn“ eða „jógainn". Spurningin hljóð- aði eitthvað á þá leið: „Hversu margar kattarófur þarf að hnýta saman til að ná frá jörðinni til tunglsins.“ Meðan snepill Kiljans brann sagði Indverjinn: „Ungi maður úr norðri, þú ert nú ungur og óreyndur og fullur gáska og leyfir þér því að skopast að gömlum manni. Þegar þú eldist og vitkast átt þú eftir að verða heimsfrægur. Þá munt þú gera þér grein fyrir því, að það er margt hér í þessum heimi, sem þú og ég skiljum ekki og þú munt þá ekki lengur þurfa að spyrja spuminga eins og: „Hversu margar kattarófur þarf að hnýta saman til að ná frá jörðinni til tunglsins. “ Þessi reyndi og vitri maður frá Indlandi svaraði þessari spurningu með samblandi af innsæi, visku og framsýni, sem mér hefur því miður aldrei tekst að ná. Þar sem ég veit hvorki hversu sonur ykkar er gamah eða þroskað- ur verð ég að segja að mér reynist mjög erfitt að ráð- leggja ykkur nokkuð um hversu mikið má bjóða hon- um af myndefni í sjónvarpi. Reyndar eru til ýmsar rann- sóknir á áhrifum ógnvekj- andi mynda á sálarlíf barna en börnin eru eins misjöfn og þau eru mörg og sum þola meira en önnur. Skiptir þar miklu máli umhverfi, ald- ur og þroski og oft erfitt að meta hvað skiptir mestu. Sjálfur er ég uppalinn á þeim tíma þegar ekkert sjónvarp var til og kvikmyndir sá mað- ur aðeins á sunnudögum mörg fyrstu árin. Hef ég stundum lent í því, þegar við fjölskyldan sitjum saman við sjónvarpið að láta nokkuð mikið bera á minni geðs- hræringu yfir atburðum og atvikum sem ég hef séð í sjónvarpi í kvikmyndum sem þar hafa verið sýndar og hafa börnin þá stundum sagt við mig: „Pabbi, þetta er bara leikur, þetta er ekki alvara, taktu þessu rólega, slappaðu af.“ Verð ég því að segja að mín reynsla af upp- lifun barna af mörgum sjón- varpsþáttum er „afslappað- ari“ en mín eigin sökum mismunandi reynslu barna og foreldra. Áhrif sjónvarps eru samt mikil og hættan á að þau verði æ meiri eftir því sem tímar líða. Ég hef til- hneigingu til þess að skrifa þetta á reikning sambands- leysis á milli foreldra og barna frekar en að kenna sjónvarpinu og þeim mynd- um sem sjónvarpið sýnir um þetta. Þó get ég ekki látið þess ógetið að mér hefur fundist nokkur ólykt af því að sjón- varpið lætur sýna myndir af deyjandi börnum, sveltandi börnum, og hreint og beint hræðilegu ástandi í t.d. Eþí- ópíu undanfarnar vikur án þess að gefa nokkra viðvör- un að þetta geti verið var- hugavert viðkvæmum sálum. Hef ég þó orðið var við það að börn og unglingar hafa séð þetta sem mjög raunhæft ástand og orðið mjög miður sín. Reyndar ekki bara börn og unglingar heldur líka fullorðnir, þrátt fyrir að hinir sömu hafa get- að séð kvikmyndir og myndir sýndar í „video“ án þess að finnast þetta sem þeir sáu raunverulegt. Hvílirþví mikil ábyrgð á foreldrum og reyndar ekki siður á þeim sem stjórnar útsendingum sjónvarps hvað ungbörnin og ungviðið okkar fær að sjá hindrunarlaust. Ábyrgð for- eldra er mikil og ég sé enga ástæðu til þess að þeir hlaupist undan þeirri ábyrgð og reyni að vega og meta hvað er hollt þeirra börnum og hvað hæfir þroska þeirra og reynslu. Páll Eiríksson geðlæknir svarar spurningum lesenda

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.