NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 10.02.1985, Qupperneq 22

NT - 10.02.1985, Qupperneq 22
■ í hvíldarherberginu eru svefnkojur felldar inn í veggina. J úmbóþotan sem forseti Bandaríkjanna á að stjórna þriðju heimsstyrjöldinni úr, ef til kemur, hefur nýlega verið endurbætt. I fyrsta sinn hefur bandaríski flugherinn leyft að mynd- ir séu birtar úr þessu heimsslitafarartæki! Ef X-dagurinn svonefndi rcnnur upp mun Ronald Reag- an stökkva um horð í þyrlu sem stendur á lóðinni við Hvíta liúsiö. Hún mun bera hann á sjö mínútum til Andrews flug- herdeildarinnar. Um leið og gervihnettir hafa sent hoð um að Sovétnrenn liafi sent upp fyrstu kjarnorkueldflaugina, hafa menn flogið „Dómsdags- flugvélinni" þangað. Hún mun þegar vera í gangi og tilbúin til flugtaks. Hún ber forsetann upp í 10 þúsund feta hæð, upp fyrir alla atómsprengjusveppi. Margar tylftir senditækja tengja flugvélina við miöstöðv- ar Norad eða lofthersins. Hann er einrtig í beinu sambandi við kjarnorkukafbáta flotans. Forsetinn getur sent sprengju- flugvélar landsins hvert sem er og sagt öllum flotanum fyrir vcrkum. í hans höndum liggur að ákveöa gagnaðgerðirnar í atómstríöinu. Þegar vélin er komin á loft er yfirstjórn eyðileggingarafl- anna óhult og utan seilingar fyrir öll vopn óvinanna. í þrjá daga getur vclin veriö á lofti. með því að fá eldsneyti úr tankflugvélum, en þá veröur hún að finna sér einhvern óskaddaðan flugvöll, því þá þarf að srnyrja vélarnar og cndurnýja súrefnisbirgðir. Flugvélin sem stjórna skal endalokum menningarinnar frá er sérhönnuð Boeing 747. í stað einnar bungu á þaki vélar- innar, sem sérkennir þessar vélar eru bungurnar tvær vegna loftneta sem nema send- ingargervihnatta. Einnig hefur vélin veriö innréttuð með alveg nýju móti. Allra fremst býr forsetinn í þröngri ogóbrotinni íbúð, sem minnir á herbúðir. Aftan við íbúðina eru nrörg fundarher- mMsmmsmmmmm Ví' i „Comsat“ jarðstjórn- stöðin í Connecticut ■ Indlandshaf Kyrrahaf Atlantshaf „lnmarsat“ gervihnöttur „lnmarsat“ gervihnöttur „lnmarsat“ gervihnöttur C „C-band“ jarðstjórn- stóð „C-band“ !v$i jarðstjórn- t stöð „Comsat“ jarðstjórn stöðin í Californíu „Guardian“ ■ ■ 1 Æ" Alþjóðl. fjarskipta kerfið „Comsat“ jarðstjórnst. í Japan VA . f é ■■ 113 . Alþjóðl. 1 fjarskipta- 1 kerfið bergi. í miðju sitja hermenn við fjarskiptatæki og úrlausnir skeyta á dulmáli. Aftan við miðju eru sæti fyrir ráðgjafa forsetans. Allra aftast er eld- hús og svefnkojur fyrir 94 menn. Flugherinn sér til þess að dag og nótt eru sex slíkar flugvélar til reiðu handa forset- anum. Þær liafa verið búnar allra fullkomnustu tækjum með milljónakostnaði. Allar geta vélarnar nú hat't samband við gervihnetti og þær liafa fengið æ öflugri senda. Þannig hefur vélin, sem í hernum heitir aöeins „E-4" verið varin fyrir elektrómagnetiska högg- inu sem menn óttast svo mjög. Það verður til er kjarnorku- sprengja springur í andrúms- loftinu og eyðileggur um leið elektróniskan búnað í heilli heimsálfu, ef til kemur. Meðal varnarbúnaðar af þessum ástæðum má telja það að allir ■ Ef hið almcnna fjarskipta- kerfi hersins eyðileggst verður Bandaríkjaforseti að treysta á stríðsgervihnettina, „Inmar- sat," og stjórna aðgerðum með tilstyrk stjórnstöðvanna „C- band“ og „Comsat", sem eru á jörðu niðri. Þetta er ein ástæða þess hve Bandaríkjamenn eru hræddir við sovéska gervihnetti, sem granda eiga stríðsgervi- hnöttunum.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.