NT


NT - 10.02.1985, Page 23

NT - 10.02.1985, Page 23
Ef stríð skellur a bregður Ronald Reagan sér upp í risaþotu af Jumbó gerð og stjórnar enda- lokunum skýjum ofar! ■ Meira að segja í rúmi for- setans eru öryggisbelti. Úr vinnuherberginu. ■ Nancy með manni sínum. Hann verður að vera undir það búinn að komast á loft innan tíu mínútna ef dómsdagur rennur upp. hinir 200 gluggar í vélinni eru þéttir með sérstöku efni, til þess að halda hinunt varhuga- verðu geislum úti. Aðeins áhöfnin í stjörnklefanum hefur fullt útsýni til jarðar. Með „E-4“ vélinni vill flug- herinn gera hugsanlegum andstæðingi það Ijóst að meira að segja óvænt árás mun ekki forða honum frá gagnaðgerð- unt með kjarnavopnum. Sumir hafa sagt að þessi „súper" flugvél endurspegli svonefnd- an „Pearl Harbour" kontplex, sem Bandaríkjamenn séu haldnir. Hér er átt við það að þeir líði af stöðugum ótta við skyndiárás, eftir að Japanir komu þeim að óvörunt í des- entber 1941. En eitt er víst: Reagan for- seti verður að gæta sín á að vera viðbúinn þegar kallið kemur. Þeir í Hvíta húsinu geta ekki reiknað með að fá lengri frest en.menn í Evrópu. Fyrstu eldflaugar Sovétmanna munu nefnilega konta frá kaf- bátum þeirra við austurströnd Bandaríkjanna, og þaðan væru þær varla nema tíu mínútur að marki. Ef flugvél forsetans kemst ekki á loft innan þess tíma, má hugsast að hún kom- ist aldrei á loft.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.