NT - 12.02.1985, Blaðsíða 7

NT - 12.02.1985, Blaðsíða 7
 ín r? Þriðjudagur 12. febrúar 1985 L Vettvangur 7 bændastéttarinnar einnar. Sá samdráttur sem þegar er orðinn í hinum hefðbundnu búgreinum gerir það að verk- um að ekki eru lengur verk- efni og viðunandi tekjumögu- leikar fyrir alla þá scm nú vinna við þessa framleiðslu. Ef ekki koma til ný atvinnutæki- færi í sveitum landsins á allra næstu árum er augljóst að fólki þar fækkar og byggðingrisjast. Ef ekki koma til ný atvinnu- tækifæri í sveitum landsins á allra næstu árum er augljóst að fólki þar fækkar og bvggðin grisjast. Það er því ein megin krafa Stéttarsambandsins að í fullri alvöru verði tekist á við þenn- an mikla vanda og fjármagni veitt til slíkrar atvinnuupp- byggingar. Það er trú manna að möguleikarnir séu nægir ef skilyröi eru sköpuð til þess að nýta þá. Full samstaða var um þetta mál á aðalfundi Stéttarsam- baridsins og ályktunin hefur mælst vel fyrir meðal bænda og í þjóðfélaginu almennt. Um fram- gang stefnunnar er hins vegar allt óljóst enn. Til þess að hún nái fram að ganga þarf pólitískan kjark og vilja. Þessi stefna knýr á uni endur- skoðun Iaga, breytta ráðstöfun fjármuna og breytt vinnubrögð. Um hana þarf að nást víðtæk pólitísk samstaða ef hún á að verða annað en orðin tóm. Örfáir áhrifamiklir einstaklingar í bændastétt hafa snúist gegn sum- um grundvallar atriðum stefn- unnar þar sem þeir telja að þau komi um of við þeirra eigin pyngju. Á Alþingi sitja nú sem jafnan fyrr menn sem virðast líta á það sem köllun sína að hafa vit fyrir bændum og forustumönnum þeirra. Nú reynir á það hvort mega sín meira sjónarmið þessara einstak- linga eða framtíðar hagsmunir landbúnaðarins alls. Guðmundur P. Valgeirsson: Eins og þú sáir muntu uppskera ■ Margt er búið að segja og skrifa verðbólgunni til hnjóðs á undanförnum árum, enda gróf hún undan öllum heilbrigðum athöfn- um, en hlóð undir afætur þjóðfélagsins. Þeir sem fremstir stóðu í flokki að hleypa henni af stað sögðu borginmannlegir að ekkert væri að óttast, auðvelt væri að þurrka hana út með einu pennastriki. - Það penna- strik lét á sér standa og allir virtust standa ráðalausir gagnvart þeim óvætti. Það var því í stórt ráðist hjá núverandi ríkisstjórn þegar hún setti það á oddinn í áformum sínum að ráðast gegn verðbólgunni í óþökk alls braskaralýðsins og afæt- anna í þjóðfélaginu. Henni tókst að kveða þann draug niður og ná stórkostlega miklum árangri á því sviði. Og menn voru orðnir bjart- sýnir á að takast mætti að kveða hana alveg niður. Menn segja að það hafi eingöngu verið gert á kostn- að hins almenna launþega og láglaunafólks. - Það má satt vera, að vissu leyti. En það verður ekki gengið fram hjá því, að hjöðnun verðbólgunnar var líka stór ávinningur fyrir allt heil- brigt atvinnulíf í landinu og einnig þá, sem úr minna höfðu að spila. En úr því var lítið gert af þeim flónum, sem ekki kunnu að meta þann ávinning. Launafólk var spanað upp í óhóflegar kaupkröfur, sem enga stoð gátu átt í veruleikanum. hvað sem forsprakkar þeirrar vitleysu segja þar um. Þar var bog- inn spenntur langt umfram öll skynsamleg rök. - Af- leiðingar þeirra gerða er óðaverðbólga. - Verð- bólga, sem grefur undan öllu heilbrigðu athafnalífi nú á sama hátt og hún gerði áður. Eðli hennar og áhrif hafa ekki breyst. Henni fylgir versnandi kjör fyrr allan almenning og verst þeim sem minnst bera úr býtum, vaxandi glundroði og efnahagskreppa. Þeir lánleysingjar, sem stóðu að kaupkröfunum og verkfalli á haustnóttum s.l. árs, hafa uppskoriðþaðsem þeir í einfeldni sinni sáðu til, og varað var við, án þess að gera sér grein fyrir sam- hengi hlutanna og afleiðing- um gerða sinna. - Afætur þjóðfélagsins fagna af- rakstrinum af skammsýni launþegaforustunnar. Og launajafnvægið hefur stórum raskast þeim betur stæðu í dag. Guðmundur P. Valgeirs- son. Launafólk var spanað upp í óhóflegar kaupkröfur, sem enga stoð gátu átt í veruleik- anum, hvað sem forsprakkar þeirrar vitleysu segja þar um. Það að 5 manna hópur semji ályktanir í nafni fjöldans er heldur ekki merkilegt. Sjaldan er tekið fram hversu margir standa að kjördæmisþingum og funduni stjórnmálaflokka þar sem samþykktar eru hinar margvíslegustu ályktanir uni landsins gagn og vilja alþýð- unnar. En sjaldnast er þar stór hluti kjósenda þess sama flokks heldur í besta falli nokkrir tugir prósenta af flokksbundnum kjósendum. Flestir vita að lýðræðið er afl þeirra sem nenna að hremma það til sín. Og því nenna þeir helst sem síst komast til vegs né virðingar eftir öðrum leið- um. Slæmur málstaður námsmanna? En hversu slæmur ætli hann sé nú þessi málstaður íslensku þjáníngarklámsstúdentanna úti í Skandinavíu. Þeir hyggj- ast sviðsetja þjáningarklám sitt vegna„ástandsins í lánamálum námsmanna" eins og það er orðað. í frétt af þessum fvrir- huguðu aðgerðum sínum fyrr í vetur. Nú bar flestum saman um það sem af viti fjalla um lánamál íslenskra námsmanna að lánin séu bara helvíti góð hér heima. Samanborið við hin Norðurlöndin eru þau bara mjög góð. Og hvað er þá verið að kvarta. Ef hlutirnir eru slæmir, óvið- unandi og óréttlátir er eðlilegt að fólk rísi upp og kvarti og þarf þá líklega ekki að „svið- setja" neitt þjáningarklám. Og hvenær í annan tíma þarf al- þýðan að vera með uppsteyt. Jú, þegar til stendur að færa það sem er í góðu lagi yfir í það að vera bæði óréttlátt og óþol- andi. Og þar komum við að kjarna málsins. Eða er Ragnhildur slæm? Allt frá því að núverandi ríkisstsjórn komst til valda hef- ur menntamálaráðherra þeirr- ar sömu stjórnar reynt mark- visst að færa úr lagi það ágæta námslánakerfi sem námsmenn hafa búið við. Skýrast dæmi um þetta er þegar víxillán fyrsta árs nema-voru afnumin og þeim vísað á guð og banka- stjóra. Hér stendur ekki til að álasa bankastjórum en það hlýtur að vera samdóma álit þeirra sem unna frjálsri mennt- un að það verði ekki banka- stjórar fremur en togaraskip- stjórar sem ráði hverjir fara í hvaða nám, og hvenær. Af öðrum atlögum Ragn- hildar að þessu sama lánasjóðs- kerfi má nefna rekstrarúttekt sem hún lét vinna um sjóðinn eftir kokkabókum frjálshyggj- unnar þar sem gægðust undan horninu fyrstu vísar að súp- ermannasérlánum og lánveit- ingum eftir arðsemi þess náms sem viðkomandi ætlaði sér að stunda. Barátta gegn niður- rifsstarfi Hér verða ekki varðir þeir menn sem leggjast svo lágt aö ætla að ástunda þjáningarklám til þess eins að sverta íslensk stjórnvöld á erlendri grund. Sú hugsun að tilgangurinn helgi meðalið á sjaldnast ef nokk- urntíma við. Hitt stendur óhaggað að heiðarleg barátta námsmanna gegn hverskonar niðurrifs- starfssemi á því lánakerfi sem við búunt við í dag hefur skilað árangri. Rekstrarúttektinni var sem dæmi stungið undir stól, enn sem komið er að minnsta kosti. En betur má ef duga skal. Afnám víxillána til fyrsta árs nema er að stórum hluta afleiðing af andvaraleysi stúdenta. Það er rétt að námsmenn eru harla ánægðir með kjör sín í dag. Og það svo ánægðir að þeir mega ekkert vera að því að fylgjast með tilburðum ríkisvaldsins í þá veru að kippa fótunum undan því kerfi sem búið er að byggja upp. Bjarni Harðarson. Verð í lausasölu 30 kr. og 35 kr. um helgar. Áskrift 330 kr. Málsvarl frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútímínn h.f. Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm). Markaösstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrimur Gíslason Innblaösstj.: Oddur Ólafsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Simi: 686300. Auglýsingasimi: 18300 Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild 686538. Selning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f, Kvöldsimar: 686387 og 686306 Baráttan fyrir friði er barátta fyrir lífi ■ Það er enginn vafi á því að á undanförnum misserum hefur orðið eðlisbreyting á herstöðinni á Miðnesheiði. Hún er nú ekki lengur sú varnarstöð sem upphaflega var áætlað, heldur mikilvægur hlekkur í hernaðaruppbyggingu Vesturveldanna, mikilvæg stjórnstöð og birgðastöð í stríði. Þessi breyting hefur gengið umræðulítið fyrir sig, Awacs flugvélar, olíugeymar, olíuhöfn og ratsjárstöðvar, svo fátt eitt sé nefnt, hafa og eru að breyta eðli hennar og íslendingar eru hljóðir áhorfendur að þeirri þróun. Fyrir vestan og austan hafa menn vaknað upp við vondan draum, en á báðum stöðum hyggjast Bandaríkja- menn koma upp ratsjárstöðvum með fullu samþykki utanríkisráðherrans yfir íslandi. í Ratsjá, blaði þeirra sem gefið er út af lærðum og leikum á Vestfjörðum, er varað við stöðvunum. Þar segir m.a. „Ein ratsjárstöð er kannski ekki svo merkilegur hlutur, ein og sér, og lítill hlutur af þeirri mannkynsmorðvél, sem stórveldin keppast við að fullkomna, hvort í sínu lagi. En hún er táknræn fyrir þá miklu hernaðarútþenslu sem á sér stað í Norður-Atlants- hafi og fyrir þá aráttu að flækja íslensku þjóðina sífellt betur í hernaðarnetið. Það yrði verðugt verkeíni íslenskrar alþýðu í þágu friðar og afvopnunar, bæri hún gæfu til að rísa upp og segja: Hingað og ekki lengra - nú .er mál að linni.“ Og í forsíðuleiðara blaðsins má lesa eftirfarandi: „Baráttan fyrir friði og slökun í alþjóðastjórnmálum er mikilvægasta verkefni samtíðar okkar, því að hin linnu- lausu eldsumbrot í iðrum þjóðlanda heims hafa komið róti á líf okkar allra. Gegn vilja okkar höfum við neyðst til að vera áhorfendur að yfirvofandi ósigri mannlegrar skvnsemi og trylltustu sigurför villimennskunnar, sem sagan hefur enn fest á blöö sín." Og ennfremur: „Okkar kynslóð á engrar undankomu auðið nema að taka þátt í baráttunni fyrir iífinu. Baráttan fyrir herratsjám hér í næsta nágrenni ætti að vekja okkur öll til umhugsunar og aðgerða til þess að við getum ekki og þurfum ekki að ásaka okkur í framtíðinni fyrir aö hafa ekki lagt okkar af mörkum til að leiðrétta vegvilltan heim.“ Undir þessi orð friðarsinna á Vestfjörðum hljóta allir ís'.endingar að geta tekið. Baráttan fyrir friði er baráttan fyrir lífinu sjálfu. Lýðræðissinnar sameinist ■ Þegar hernaðarskriffinnur Morgunblaðsins er á yfirlætisfullan hátt að setja ofan í við sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson á Vestfjörðum fyrir að vera á móti ratsjárstöðvum segir hann m.a: „Samkvæmt íslenskri stjórnskipan fer utanarík- isráðhera með endanlegt ákvörðunarvald um allar framkvæmdir í þágu varna landsins. Oftar en einu sinni hefur verið um þetta atriði deilt. í framkvæmd hafa þó allir stjórnmálaflokkar sætt sig við að lokaákvörðun sé tekin af utanríkisráðherra ein- um.“ Þetta er rökstuðningurinn fyrir því að ratsjármál- in komi ekki fyrir Alþingi. Hér er ekki lýðræðislega talað. Okkur lýðræðissinnum finnst að fólkið í landinu, a.m.k. fulltrúar þess á Alþingi, eigi að hafa lokaorðið í svo viðkvæmu og þýðingarmiklu máli. Um þá málsmeðferð verða lýðræðissinnar að sameinast á móti þeim sem vilja að þessum málum sé ráðið í Washington eða Pentagon. Þetta er okkar land - þetta er okkar líf. Um það er vonandi ekki deilt.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.