NT


NT - 12.02.1985, Side 21

NT - 12.02.1985, Side 21
Þriðjudagur 12. febrúar 1985 21 Utlönd Krabbameinslyf úr silkiormum? Tokyo-Keuter ■ Talsmenn japanska lyfjafyr- irtækisins Daiichi Seivaku segj- ast vera að vinna að nýrri aðferð við framleiðslu á Alpha-inter- feron með aðstoð silkiornta. Alpha-interferon er eitt margra próteina sent frumur mannslíkamans framleiða til varnar sýkingu. Ýmsir vísinda- menn telja að interferon verki sem lyf gegn krabbameini og ýmsum vírussj úkdómum. Fjölmörg lyfjafyrirtæki og vísindamenn vinna nú að rann- sóknum á því hvernig framleiða megi interferon á hagkvæman hátt þannig að hægt verði aö gera fullnægjandi tilraunir með þ'aö og setja það síðan á lyfja- markað reynist það áhrifaríkt. Markaðsmöguleikarnir eru taldir gífurlegir takist að finna ódýra framleiðsluaðferð á int- erferon. Starfsmenn Daiichi Seiyako hafa í samvinnu við Dr. Susumu Maeda frá Tottori-háskóla unn- ið að rannsóknum á því hvort ekki sé hægt að nota silkiorma til að framleiða interferon. Að- ferð þeirra byggist m.a. á vírus sem smitar oft silkiorma og fá frumur hans til að framleiða mikið magn af próteini. Prótein- ið ákvarðast af erfðaeindum (genunt) sern vísindamennirnir segjast geta breytt með því að setja erfðaeiningarnar úr frum- um manna í staðinn. Þannig segja þeir að það sé hægt að fá frumur silkjorma til að fram- leiða interferon í miklu inagni í fimm daga í staðinn fyrir prót- einin sem frumurnar myndu annars framleiða. Einn silkiormur er sagður geta framleitt ntörg hundruð lyfjaskammta af interferon. En aðalforstjóri Daiichi Seiyaku fyrirtækisins segir að enn sé samt langt þar til íjöldafram- leiðsla geti hafist og rannsókn- um sé ekki lokiö á framleiðslu- aðferðinni. Frétt fyrirtækisins um að hægt sé að nota silkiorma til fram- leiðslu á interferon hefur vakið mikla athygli í Japan og fjöldi manns hefur haft samband við Daiichi Seiyaku og boðið fyrir- tækinu fóður fyrir silkiorma á sérstaklega ódýru veröi. Nýtt kuldakast á meginlandi Evrópu l.ondon-Kculcr ■ Nú er aftur orðið níst- ingskalt á meginlandi Evr- ópu í annað skiptið á þess- um vetri. Viö strendur Danmerk- ur er nú um 20 stiga frost og hafið hef'ur aftur lagt við strendur Danmerkur og Svíþjóðar. Flest bendir til þess að Eyrasund ntuni fljótlega leggja alveg þannig að hægt verði að ganga þurrum fótum ntilli Danmerkurog Svíþjóðar. í gær unnu ísbrjótar að því að losa skip í námunda við Stokkhólm. Napur heimskautavindur lék um Eystrasalt og á sumum stöðum við norðurstrend- ur Eystrasalts fór hitastig- ið niður í -t-30°C. Veður- fræðingar segja þetta versta vetur á þessum slóðum í áratug. Norsk yfirvöld hafa var- að foreldra við að láta smábörn sofa úti í barna- vögnum vegna hættu á því að kalt loftið skemmi lung- un í þeim. í Osló fór frostið niður í -t-25°C sem er mesti kuldi þar í bor« í 19 ár. Að minnsta kosti 15 menn hafa látið lífið í þessu kuldakasti í Bret- landi þar sem ísing á veg- um hefur m.a. valdiðstór- umferðarslysum. Vetrarhörkurnar eru ekki eingöngu bundnar við Norður-Evrópu heldur hafa margir Suður-Evr- ópubúar nú í fyrsta skipti kynnst köldurn vetri. í Belgrad í Júgóslavíu hefur snjóstormur truflað um- ferð 02 hitinn hefur farið niður í -H0°C. Veður- fræðingar spá kólnandi veðri í Júgóslavíu á næst- unni og því að hitinn kunni jafnvel að fara niður í -^20°C. Símamvnd-l'OI.FOK) Zinzi Mandela flytur boðskap Nelsons ■ Zinzi Mandela. dóttir Nelsons Mandela var ákaft fagnað á sunnudag þegar hún flutti boðskap föður síns í Soweto. Nelson Mandela er forseti Afríska þjóðarráðsins en þau samtök eru bönnuð af hvíta minnihlutanum í Suður-Afríku. Nelson Mandela er af mörgum talinn einn inikilvægasti leiðtogi blökkumanna í Suður-Afríku. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 1964 og gefið að sök að undirbúa valdabyltingu í landinu. Hann hefur hafnað boði stjórnvalda um að honuin verði gefið frelsi gegn því að hann lofi að berjast ekki gegn stjórn landsins. Hann segist aldrei hafa veriö ofbeldishneigður og segist verða félagi í Afríska þjóðarráðinu til dauöadags. Filipseyjar: Kommúnist- ar eflast Washington-Rcutcr ■ Háttsettur bandarískur embættismaður, sent ekki vildi láta nafns síns getið, skýrði fréttamönnum frá því nú fyrir helgi að aukinn stuðningur al- mennings við kommúníska skæruliða á Filipseyjum væri ógnun við stjórn Marcosar á eyjunum. Hann sagði að nú væri áætlað að í Nýja alþýðuhernum á Filips- eyjum væru á rnilli K).(KK) og 12.000 atvinnuskæruliðar auk varaliðs sem herinn gæti kallað út á ýmsum stöðunt. Skærulið- arnir væru vel þjálfaöir og agaö- ir. Embættismaðurinn sagði bandarísk stjórnvöld Itins vegar Itafa mestar áhyggjur af því hvað stuðningur almennings við kommúnistana ykist ört. Nú væri taliö að hálf til ein milljón mannti styddi baráttu þeirra. íbúar á Filipseyjum eru tæplega fimmtíu milljónir. Bandaríkjamenn hafa að undanförnu veitt stjörnvöldum á Filipseyjum síaukna efnahags- og hernaðaraöstoð. Bandaríska stjórnin hefnr lagt til við þingiö að á fjárhagsárinu sent byrjar 1. október verði stjórninni á Fil- ipseyjum veittir 100 milljónir dollara í hernaðaraðstoð. Vestur-Þýskaland: Átján menn farast í árekstri við tankbíl In^olstadt, V-Þýskalandi-Reuter: ■ Átján breskir hljómsveit- armenn fórust þegar lang- ferðabíll sem þeir voru í brann til kaldra kola eftir árekstur við tankbíl sent flutti flugvéla- bensín. Mennirnir sem fórust voru meölimir í hljómsvcit breska tlughersins. Hljómsveitin var á leiðinni til Bad Kohlgrub í Bæjaralandi þar sem hún átti að spila. 23 hljómsveitarmönn- um tókst að komast lífs af en margir þeirra voru alvarlega brenndir. Við áreksturinn kviknaði í 6000 lítrum af flugvélabensíni sem voru í tankbílnum. Taliö er að tangferðabíllinn, sem rakst aftan á tankbílinn, hafi runnið til í hálku á veginum. ■ Eins og sjá má á þessari mynd brann allt sem brunnið gat í langferöabílnum sem lenti í árekstri við tankbíl í Vestur- Þýskalandi í gær með þeim afleiðinguin að 18 manns létust í logunum. Símuimnd - POI.FO'I'O. Cartagena-ríkin: Greiðsluskilmálar verði aðgengilegir Sanfa Domingo Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim sem heiðruðu mig á 70 ára afmælinu, með heim- sóknum, gjöfum, heillaskeytum, blómum, Ijóðum, stökum og söng. Björn Jónsson frá Fossi Maðurinn minn Baldur Gunnarsson Engihjalla 1 Kópavogi er látinn Sigríður Ellertsdóttir ) I)ominj>t ■ Á föstudaginn lauk tveggja daga fundi fulltrúa skuldaríkja rómönsku Anteríku. Ríkin í- trekuðu grundvallarkröfur sínar um aðgengilegri greiðsluskil- mála á lánunt en vöruðu við að afstaða þeirra gagnvurt lána- drottnunt yrði harðari ef þróun lánamála ríkjanna yrði þeim óhagstæð á næstu mánuðum. Fulltrúar hinna 11 Cartagena- ríkja sent héldu þriðja fund sinn nú í Santa Domingo, kröfðust hagstæðari greiðsluskilmála á þeim 360 milljarða dollara lánunt sem þau skulda. Auk þess kröfðust þau þess að gerðar yrðu sérstakar ráðstafanir til að tryggja efnahagslegan og félags- legan stöðugleika. Á fundinunt varð samkomu- lag um að tillögur ríkjanna yrðu lagðar fyrir framkvæmdanefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og þróunarnefnd Alþjóðabankans. en þessar nefndir munu eiga fundi í apríl. Argentínumenn fóru fram á að skuldaríkin ættu beinar við- ræður við 7 stærstu iðnríkin en í ályktunfundarinseriðnríkjun- um boðið til leiðtogaviðræðna eftir fundi Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins og Alþjóðabankans. „Ef iðnríkin hafa frumkvæði okkar að engu er ntikil hætta á efnahagslegum. félagslegum og stjórnmálalegum óstöðuglcika í rómönsku Ameríku," segir í ályktun fundarins. Ráðherrar á fundinum sögðu að stefna Cartagena-ríkjanna ntyndi mótast af viðhorfum iðn- ríkjanna eins og þau ntunu koma frant á fundunt leiðtoga 24 helstu iðnríkja heims 15. apríl n.k. í Washington og fundi leiðtoga vestrænna ríkja í Bonn í maí n.k. Ráðherrarnir fóru samt var- lega í að hóta harðari stefnu skuldaríkjanna gagnvart iön- ríkjunum ef í Ijós kemur aö hin síðarnefndu munu hafa frum- kvæði skuldaríkjanna unt við- ræður að engu. Cartagenaríkin ntunu leggja tillögur sínar fram á ársfundi Þróunarbanka Ameríkuríkjaog einnig á fundi helstu iðnríkja i' Washington 15. apríl n.k. Ráðherrarnir lögðu mikla áherslu á að skuldakreppan í rómönsku Ameríku er enn al- varleg og að þeir muni fylgjast gaumgæfilega nteð viðbrögðum iðnríkjanna á fundinum í Was- hington. Eiginmaður minn Gústaf Hjartarson frá Grjóteyri i Andakílshreppi lést 30. janúar sl. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum innilega sýnda samúð, sérstaklega viljum við þakka lækni hans sl. 7 ár, Agli Jakobsen,og hans starfsfólki fyrir umhyggju og alúð og síðast en ekki síst öllu starfsfólki á Qldrunarlækningadeildum Landspítalans Hátúni 10-B fórn- fúsa umönnun. Einnig kærar þakkir til allra þeirra er voru hjá honum og veittu aðstoð í löngum veikindum. Guð blessi ykkur öll Guðrún J. Eiríksdóttir börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hans

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.