NT - 12.02.1985, Blaðsíða 24

NT - 12.02.1985, Blaðsíða 24
 LURIR ÞU A FRE II? HRINGDU ÞÁ í SÍIVIA 68-65-62 Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem leið ir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Sídumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 • Kennaramálin: Sérkjaraviðræður sigldar í strand ■ Sérkjaraviðræður Hins ís- lenska Kennarafélags og launa- dcildar fjármáiaráðuneytisins virðast vera koinnar í strand. Indriði H. Þorláksson, for- maður samninganefndar ríksins, sagði í samtali við NT í gær, að engar kröfur Iægju fyrir frá kennurum varöandi sér- kjarasainning og að sér hefði skilist á viðræðufundinum á dögunum að þeir væru ekki tilbúnir að halda áfram viðræð- um fyrr en kjaradómnur er fallinn, cn úrskuröar kjaradóms er að vænta 22. fcbrúar. Hjá HÍK fengust liins vegar þíer upplýsingar að kennarar væru tilbúnir hvenær seni er til viðræðna. Bæði Indriði og Kristján Thorlacius, formaður IIIK, lýstu sig reiðubúna til að halda áfram sérkjaraviðræðum, í sam- tali við NT í gær, en að sögn Kristjáns tókst kennurum ekki að ná í Indriða í gær, Indriði sagði að sérkjaravið- Fossvogurinn vaktaður af slökkviliði ■ Frá hádegi í gær hafði slökkviliðið í Reykjavík vakt í Fossvogsdal til þess að koma í veg fyrir síend- urtekna sinubruna þar í dalnum. Talið er að börn og unglingar séu þarna að verki en frá laugardegi hefur slökkviliðið alls far- ið í 10 útköil vegna sinu- bruna og eru flestir þeirra í Fossvoginuin, beggja vegna í dalnum. Húsum og mannvirkjum stafar mikil hætta af spcll- virkjum sem þessum. ræður við aðra en kennara væru í gangi og ekkerl væri því til fyrirstöðu að halda áfram við- ræðuni við kennara er þeir væru tilbúnir til þess. Kristján Thorlacius las hins vegar upp bókun sem gerð var á fyrsta viðræðufundi aðila: „Samninganefnd ríkisins hcfur enn ekki gengið frá greinargcrö sinni og gagnkröfum í kjara- dómsmálinu gegn BHMR en hugsanleg tilboð ríkisins munu taka mið af því sem þar mun koma fram." Þá segir í fundar- gerð frá þeim fundi að formenn samninganefndanna niuni hitt- ast við málflutning fyrir kjara- dómi. Sá málflutningur fór hins vegar fram án þcss að þeir ræddust við og virðist nú sam- bandsleysi ríkja í millum aðila. Flugvélaeign íslendinga: Samfelld aukning á síðustu 10 árum ■ Samfelld aukning hefur átt sér stað á fjölda loftfara á íslandi sé litið á þróunina s.l. 10 ár. Mest aukning hefur orðið á litlum einkaflugvél- um og má álykta af því að ekki sé lengur litið á það sem lúxus að eiga slíka vél. Hér á landi voru 59 einkavélar árið 1974 en áriö 1981 var tala þeirra komin upp í 147. Á síðasta ári voru skráð samtals 26 loftför hjá flug- málastjórn, þar af 24 flugvél- ar, ein þyrla og ein sviffluga. Afskráð voru 22 loftför. AIIs voru á skrá hér á landi í lok síðasta árs 225 loftför, þar af voru 3 þyrlur og 20 svifflug- ur. ■ Nú er Kauöavatn ísi lagt og tilvalinn vettvangur fyrir hesta- menn. Þessari ágætu stemmii- ingsniynd náöi Ijósmyndari okkar nú tim hclgina. N I >111X11(1 Sxcrrir Grafarvogsbúi: Símalaus í 3 mán. en alltaf rukkaður um afnotagjaldið ■ „Eg flutli í Grafarvog 30. nóvember og hafði nokkru áður beöiö um flutning á símanum þangað, en hann er ekki kominn enn. Samt er ég búinn að fá tvo símareikninga síðan, þann fyrri þar sem ég borgaði afnotagjaldið fyrir bæði desember og janúar og nú annan með afnotagjaldi fyr- ir febrúar-apríl. Ennþá get ég þó engin svör fcngið um það hvenær ég má búast við að fá símann tengdan,“ sagði einn „landnámsmannanna" í Graf- arvogi sem kom og sýndi okkur á NT síðari reikninginn. Skrifstofustjóri hjá Pósti og síma telur þarna ekki um stórt mál að ræða. Þegar viðkom- andi Grafarvogsbúi fái sinn síma tengdan - hvenær sem það verður - verði flutnings- gjaldiö á símanum hans ein- faldlega.lækkað um þá upphæð sem hann verður þá búinn að ofgreiða í afnotagjöldum. Reikningarnir séu hins vegar fastir á sínum stað í skýrsluvél- inni og séu því sendir út, enda taki símaflutningur venjulega ekki nema nokkra daga, eða vikur. Þessi lariga bið fólks í Grafarvogi sé því óeðlilegt ástand. „Landnámsmaðurinn" í Grafarvogi sagði þetta síma- leysi hafa kostað fjölskylduna bæði mikið fé og fyrirhöfn, ekki síst meðan strætisvagna- ferðir voru engar í hverfið. 202 íbúar Mývatnssveitar: Vilja ekki úti- loka kísilgúr- nám úr Mývatni ■ „Við undirritaðir íbúar Mý- vatnssveitar viljum ekki útiloka kísilgúrnám úr Syðri-Flóa í Mývatni. Við teljum að vísinda- legar rannsóknir sem fram muni fara hljóti að gefa til kynna áhrif af efnistöku þar," segir í yfirlýs- ingu sem 202 íbúar Mývatns- sveitar hafa undirritað og sent Náttúruverndarráði. í yfirlýsingunni telja íbúarnir ekki tímabært að kveða uppúr með hvort numinn skuli kísilgúr eða ekki úr Syðri-Flóa áður en niðurstöður rannsókna liggja fyrir og telja ástæðu til að hvetja Náttúruverndarráð og aðra sern hafa látið þetta mál til sín taka að fella ekki dóm um efnistök- una fyrirfram.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.