NT - 12.02.1985, Blaðsíða 10

NT - 12.02.1985, Blaðsíða 10
Þriðjudagur 12. febrúar 1985 10 Magnús Hofdal Hartmannsson Björg Magnúsdóttir frá Túngarði, Dalasýslu Fæddur 9. apríl 1910. Dáinn 18. janúar 1985. Magnús H. Hartmannsson bóndi í Brekkukoti Óslandshlíð Skagafirði andaðist föstudaginn 18. janúar s.l. á sjúkrahúsi Sauðárkróks. Magnús var fæddur að Ytri- Hofdölum Viðvíkursveit 9. apr- íl 1910 og var því 74 ára er hann lést. Foreldrar hans voru Hartmann Magnússon bóndi og kona hans Gunnlaug Pálsdóttir. Magnús flutti ungur að árum með foreldrum sínum í Ós- landshlíð, þar sem þau rcistu nýbýli sem þau nefndu Melstað. Þar dvaldi Magnús sín þroskaár og vann með foreldr- um og systrum að uppbyggingu og ræktun jarðarinnar, einnig stundaði hann sjó. Hartmann faðir hans var ann- álaður hagleiksmaður sem léku öll verk í hendi og hafa þeir hæfileikar fylgt afkomendum hans. Magnús Idaut í vöggugjöf hagleik föður síns og til að afla sér frekari þekkingar fór liann í verknámsdcild bændaskólans á Hólum í Hjaltadal. Æskuheimili Magnúsar Mel- staður stendur við sjó en nokkru utar og ofar í hlíðinni stendur Brekkukot. þar bjuggu á þess- um tíma sæmdarhjónin Halldór Halldórsson bóndi og kona hans Guðbjörgu Guðmundsdóttur. Hjá þcim var dóttir þcirra Sigur- björg. glæsilcg stúlka og vcl gcfin. Augu Magnúsar hafa greinilega leitað til hlíðarinnar því þann 9. ágúst 1931 ganga þau Magnús og Sigurbjörg í hjónaband og hefja búskap í Brekkukoti fyrst í félagi með foreldrum hennar en síðan tóku þau við jörðinni að fullu og hafa nú búið þar um hálfrar aldar skeið. Þcgar þau Magnús og Sigur- björg hófu búskap voru húsa- kynni og ræktun nokkuð á ann- an veg í sveitum landsins heldur en nú er, húsakostur var þröng- ur og ekki margir sléttir blettir í túni. En á starfsævi þeirra hjóna urðu straumhvörf í íslensku þjóölífi, þeirra kynslóð tók við fábreyttu atvinnulífi scm sneið íbúunum þröngan stakk efna- lega en sama kynslóðin skilar til afkomenda sinna landi með gjörbreyttri ásjónu. landi þar sem húsakostur cr orðinn með því besta sem þekkist. stór floti flutninga og fiskiskipa flýtur fyrir landi. fallvötn virkjuð og vel uppbyggðar bújarðir með víðlend rennislétt tún þar scm unniö cr með hagkvæmum véla- kosti. Þau hjón í Brekkukoti tóku af alhug þátt í þcssari þróun. þtiu byggöu sér vandað íbúðar- Afmælis- og minningar greinar Þeim, sein óska birtingar á afmælis- og eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, art þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaöar. hús. stór og góð útihús og næstum hver ræktanlegur blett- ur er oröinn að sléttu túni. Magnús var mikill áhugamað- ur um allar framfarir. Hann var rneð þeim fyrstu í sinni sveit sem tók dráttarvélar og tæki í sína þjónustu við búreksturinn og kom handlagni hans og verkhyggni að góðum notum á fyrstu árum vélanna mcðan við- gcrðarþjónusta var takmörkuð. Hann hafði næmt auga og haga hönd. Scm aðlíkum læturvarvinnu- dagurinn oft langur hjá Magnúsi dugnaöurinn og ósérhlífnin var slík að hann gat helst ekki iðjulaus verið, jafnvel eftir aö heilsan var orðin stórlega biluð síðustu æviár hans þá var hann sístarfandi enda þótt dóttir og tcngdasonur hefi veriö tckin við búrckstrinum að mestu leyti þá fann hann cndalaus verkcfni enda áhugi fyrir velferð heimil- isins mikill. Magnús og Sigurbjörg cign- uöust fjögur börn og eru tvö þeirra á lífi Halldóra Kristín Guölaug gift Jóhannesi Sig- mundssyni og eiga þau fjögur mannvænleg börn, og Hart- mann Páll giftur Herdísi Jak- obsdóttur Fjeldstcð og eiga þau tvö efnileg börn, þau búa í Hofsós þar sem hann rekur velaverkstæði og fiskverkun, Þau Jóhanncs og Halldóra liafa tckið við búi í Brekkukoti og rcka það af miklum myndar- skap. Magnús var góður og ástríkur heimilisfaðir, heimilisbragur var þannig að öllum leið vcl í návist þesa góða fólks, það var oft nokkuð margt í hcimili þar, einkum að sumarlagi,unglingar úr þéttbýli voru þar í sumar- dvöl, komu ár eftir ár og biðu þess óþreyjufull að skóla lyki á vorin til að komast í Brekkukot. Milli sumargestanna og heima- fólks mynduðust vináttubönd scm ekki fyrnast. Sá er þctta ritar varð þeirra gæfu aönjótandi að dvclja á hcimilinu samfley.tt um fimrn ára skcið frá tíu ára aldri. Þau hjón tóku mér sem einum af fjölskyldunni og vistin á heimili þeirra veitti mér ómetanlegt veganesti þegar út í lífsbarátt- una kom, það eru hugljúfar minningar frá þessurn árum og erfitt að þakka sem verðugt væri mcð orðum. Það er bjart yfir minningu Magnúsar, líf hans var auðugt af starfi og gleði, hann naut samvista við ástrika eiginkonu börnin voru vcl gerð og foreldr- unum til ánægju og sóma, barnabörnin voru mikið í kring- um hann og sýndu Ijóslega ■ Milli jóla og nýjárs kom út 5. hcfti Tímarits Máls og menningar 1984, að mestu lielg- ,að bókmcnntum frá Portúgal. Birt cru Ijóð og smásögur eftir flesta helstu rithöfunda þar í landi á þessari öld, t.d. Fern- ando Pessoa. Miguel Torga, Raul Brandau, Carlos Malheiro Dias, Fcrreira de Castro, Aug- ustina Bessa Luis og Fernando Namora. Það er Guöbergur Bergsson sem hefur umsjón nreð heftinu. þýðir bókmenntirnar og skrifar formála, stuttar umsagnir um hvern höfund og tvær ítarlegar greinar, aðra um portúgalska nútímaljóðagerð, hina um nú- tímaskáldskap í lausu máli. 1 hversu vænt þeim þótti urn afa sinn. Starfsdagurinn var orðinn langur cn árangurinn góður, sveitungar Magnúsar munu sakna góðs vinar og nágranna, Óslandshlíðin verður ckki alveg sú sama og áður þegar Magnús í Brekkukoti er ekki lengur með en minningin um góðan dreng mun lifa í hugurn okkar sem enn erum hérna megin tjaldsins. Þcgar Magnús var til moldar borinn að Viðvíkur- kirkju laugardaginn 26. janúar, var verður bjart og stillt. Skaga- fjarðarhérað var drifhvítt yfir að líta, hciöur himinn og sólskin, það varfegurð ogvirðu- leiki yfir ættarhéraði Magnúsar þegar hann var kvaddur hinstu kvcöju. Ég votta Sigurbjörgu, börnum, barnabörnum og öðr- um ættingum og vinum innileg- ustu samúðarkveðjur. missir þeirra er mikill, því þeir sem áttu Magnúsaö, þeiráttu mikið. Blessuð sé minning Magnúsar frá Brekkukoti. Ari Sigurðsson. Hinn I. þ.m. andaðist á sjúkradcild Elliheimilisins Grundar Kristín Helgadóttir til heinrilis að Hjárðarhaga 42 í Reykjavík, og verður hún jarð- sett í dag. Hún var fædd á Ósabakka á Skeiðum 28. maí árið 1900 og yngst 5 systkina. Foreldrar hennar voru hjónin Helgi Jónsson og Kristjana Ein- arsdóttir, sem þar bjuggu. Þegar Kristín var tveggja ára missti hún föður sinn og heimil- ið sundraðist. Móðir hennar fór að Reykjum með tvö börnin og dvaldi þar til æfiloka, en afi minn og ammá, þau Jón Einars- formála segir Guðbergur m.a.: .Úrval þetta er líklega þaö víðtækasta sem gcrt hefur verið, enda fátt þýtt úr port- úgölsku á aðrar tungur... Engu að síður er mér Ijóst að úrvalið hlýtur að falsa raun- veruleikann, auk þess sem það takmarkar hann, vegna þess að í svona úrvöl verður höfundurinn að velja þaö sem er aðgengilegt hinum væntan- legu lesendum og jafnvel kunnugt, því að hinn almenni lesandi er ófær um að leggja í ævintýraleit og kynnast al- ókunnum slóðum. Slíkt er einvörðungu á færi sérvitr- inga eða einstaklinga... Með úrvalinu vil ég líka Fædd: 8 júní 1888 Dáin: 2 febrúar 1985 Þann 2. febrúar sl. andaðist að Hrafnistu í Reykjavík, Björg Magnúsdóttir, fyrrum húsfreyja í Túngaröi á Fellsströnd, Dala- sýslu. á nítugasta og sjöunda aldursári. Björg fæddist að Knararhöfn í Hvammssveit. Foreldrarhcnn- ar voru merkishjónin Soffía Gestsdóttir og Magnús Friöriks- son, bóndi þar og síðar að Staðarfelli, voru þau jafnan kennd við þann staö. Björg ólst upp á heimili foreldra sinna að Staðarfelli. A æskuárum sínum stundaði' hún bæði bóklegt og verklegt nám í Rcykjavík og útskrifaðist frá Ljósmæðraskóla íslands árið 1910. Hún tók þá þegar viö Ijósmóðurstarfi í heimasvcit sinni og sinnti því í 41 ár. Björg giftist árið 1917 Magn- úsi Jónassyni frá Köldukinn. Hjónaband þeirra stóð í 48 ár eða þar til hann lést árið 1965. Sama ár og þau giftust hófu þau búskap að Túngarði á Fcllsströnd og bjuggu þar til ársins 1951 cr þau fluttust til Rcykjavíkur og var heimili þcirra þar aö Drápuhlíö 41. Eftir að Magnús lést liélt Björg áfram heimili með börn- um sínum á meðan heilsa henn- ar lcyfði. Eftir það dvaldi hún á Hrafnistu og þar lést hún. eins og áður er getið, eftir sjö ára dvöl þar. Túngarður er næsti bær viö Staðarfell. Þaö var ekki ein- göngu að viö Margrét ættum þar góða vini meöan við bjugg- um að Staðarfelli í nágrenni við þau. Það var einnig mikils virði fyrir okkur, þá ung að árum, að kynnast rcynslu þeirra Tún- garðshjóna. búhyggindum þeirra og forsjálni. Það var til eftirbreytni, sama hvarskyggnst son og Helga Eiríksdóttir tóku Kristínu í fóstur. I Vorsabæ ólst svo Kristín upp og mun hafa verið hin glæsilegasta stúlka og vel gefin til munns og handar. Árið 1923 giftist hún ungum pilti af næsta bæ, Lofti Gestssyni á Húsatóft- um, og fluttu þau til Reykjavík- ur og hófu þar búskap. Bjuggu lengi á Öldugötu 17 en síðar keyptu þau ágæta íbúð á Hjarð- arhaga 42. Loftur stundaði verkamannavinnu meðan heils- an leyfði og hafði vinnu öll kreppuárin, enda góður verk- maður. Hann andaðist árið 1971. leggja áherslu á að smáþjóðir eru til og menning þeirra oft jafn blómleg og hinna þótt hægar fari og ekki gleypt viö henni eins og gleypt er nú við sérhverju bandarísku gutli eða skandinavsiku. Skemmst er að minnast þess að Guðbergur gaf út merkt úrval úr suðuramerískum bók- menntum í Tímariti Máls og menningar árið 1981. Tímaritið er 134 bls. Auk portúgalska úrvalsins er ritdóm- ur um Vængjaslátt í þakrennum eftir Einar Má Guðmundsson og svar Árna Sigurjónssonar við ritdómi Peters Hallbergs í síðasta hcfti. Þýðingarsjóður vcitti styrk til þessa heftis. var um í Túngarði, utan bæjar sem innan, snyrtimennska og smekkvísi mætti auganu hvar- vetna. Samheldni einkenndi störf þeirra hjóna og síðar barna þeirra þegar þau komu til starfa með þeim. Eins og áður er að vikið starfaði Björg Magnúsdóttir að Ijósmóðurstörfum í 41 ár í Fellsstrandarhreppi. Allan þann tíma fylgdi henni sú gifta að aldrei varð slys á konum er nutu hennar umsjár. Ekki var það tilviljun að svo vel tókst til, heldur hitt, að hæfileikar til starfsins voru henni meðfæddir og þroskaðir. Miklar gáfur, sér- stök snyrtimennska, hreinlæti og nærgætni. Ekki er að efa það að oft var búið við hinar erfið- ustu aðstæður á heimilunum. sérstaklega áður fyrr, en Björgu tókst fljótlega að láta heimilin, sem hún dvaldi á sem Ijósmóðir, bcra mcrki veru hennar þar ef breytinga var þörf. Um hús- móðurstörf hennar er þaö sama að segja, rausn og háttvísi settu svip á heimilið enda gestrisnin rómuð. Ekki orkar það tvímælis að Björg Magnúsdóttir var að eðl- isfari hlédræg.samt sem áður starfaði hún að félagsmálum í sveit sinni svo sem í stjórn kvenfélags sveitarinnar frá stofnun þess og einnig í skóla- nefnd Húsmæðraskólans að Staðarfelli, hvergi sóttist hún þó eftir vegtyllum. Þau Björg og Magnús eignuð- ust tvö börn, Soffíu og Gest, þau urðu bæði stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri og bæði hafa þau lokið prófi frá Háskóla íslands. Gestur starfar nú hjá Alþingi viö handritalest- ur, en Soffía er deildarstjóri í heilbrigðisráðuneytinu. Það er sameiginlcgt með þcim systkin- um, að bæði hafa þau erft mann- Þau Kristín og Loftur eignuð- ust tvo syni. Gest, sem dó á fyrsta ári og Helga. Hann gekk í Verslunarskólann en í stríðs- bvrjun fór hann í siglingar fyrst á íslenskum en síðar amerískum skipum. Aflaði hann sér skip- stjórnaréttinda á námskeiöum og skjóts frama, þar sem hann var fljótlega scttur skipstjóri á stór- skipum þeirra Bandaríkja- manna í úthafssiglingum. Helgi er búsettur í Bandaríkjunum og er enn í siglingum. Hann er kvæntur Fríðu Skarphéðins- dóttur og eiga þau eina dóttur. sem heitir í höfuðið á ömmu sinni. En þó Kristín flyttist til Reykjavíkur slitnuðu ekki böndin við æskuheimilið í Vorsa- bæ, enda var hún trölltrygg vinum sínum og hjálpsöm þeim og öðrum. Dvaldi hún í Vorsa- bæ á sumruni og hafði Helga son sinn með sér. Og heimili hennar og Lofts stóð Vorsabæj- kosti foreldra sinna í ríkum mæli. Ekki skorti heldur að þau hugsuðu vel um móður sína í löngum vcikindum hennar, dag- lega munu þau hafa komið til hennar á Hrafnistu. Sonur hcnnar Gestur sagði mér oft og það síðast nú fyrir stuttu, að ef iiann byrjaði að fara með kvæði sem hann vissi að hún kunni, þá tók hún við og lauk því, ef hann stöðvaði sína frásögn sem hann gcrði til að fylgjast með andlegri heilsu hennar og sannar þaö hve vel gefin Björg var. Við Margrét heimsóttum hana um síðustu jól og þótti okkur mikið til þess koma, að hún þekkti okkur bæði með nafni. Þegar ég lít yfir farinn veg og virði fyrir mér ýmis atvik er á dagana hafa drifið, þá finnst rnér að reynslan sanni að rétt er metið scm felst í þessum oröuni „Aö maðurinn cr gullið". Þessi háaldraða kona Björg Magnús- dóttir frá Túngarði er sönnun þess. Við Margrét og börn okkar færum börnum hennarinnilegar samúðarkveðjur. Blessuö sé minning þessarar merku konu. Halldór E. Sigurðsson arfólkinu alltaf opið, þegar ein- hver úr fjölskyldunni þurfti að .fara til Reykjavíkur. Var ekki lítils virði á þeim tíma að eiga vísan stað sem heimili þeirra hjóna. Þeim var gestrisnin eðli- leg, heimili myndarlegt og hús- bóndinn léttur og kátur. Þessi vinátta hélst eftir að við Vorsa- bæjarsystkinin komumst upp og færðist yfir á fjölskyldur okkar. Og fleira vil ég nefna, sent cr þó meira persónlegs eðlis. Þegar ég man fyrst eftir mér voru bein viðskipti bænda og kaupstaðar- búa almenn. þ.m. rjómasala. Stína - eins og við kölluðunt hana alltaf - seldi rjómann frá Vorsabæ og það var okkur krökkununt mikið tilhlökkunar- efni þegar rjómabrúsinn kont til baka, því að það brást ekki að Stína hafði stungið niður í hann vínarbrauðum eða cinhverju góðgæti. Má þó nærri geta, að ekki hefur hún liaft alltaf miklu að miöla. Þá voru fyrstu Reykjavíkur- ferðirnar eftirminnilegar. Það var gott að vera hjá Stínu og Lofti, og Helgi, hið veraldar- vana borgarbarn - en við bræð- urnir voru á líkum aldri og hann. sýndi okkur furður hinnar vaxandi höfuðborgar. Við veiddum á bryggjunni, fórum í Nora-Magasín til að kaupa fyrir þá fáu aura sem við áttum og sáuni indíánamyndir í bíó. I Ituga mínum er því alltaf ævin- týraljómi yfir þessunt ferðum samtvinnaður þeim minningum, sem égá unt þetta ágæta heimili. Við Vorsabæjarsystkinin og fjölskyldur okkar kveðjum því Kristínu meðsöknuði oggóðunt minningum - og hvað er meira virði en skilja eftir sig góðar minningar þeirra, sem eftir lifa. Jón Eiríksson Kynning á portúgölskum bókmenntum Kristín Helgadóttir

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.