NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 12.02.1985, Qupperneq 8

NT - 12.02.1985, Qupperneq 8
Föðurleq forsjá fjármálaráðherra Nauðsynjarnar sitja fyrir þegar sverfur að: Um 8.900 krónum meira í áfengis-en mjólkurkaup - hjá íslensku vísitölufjölskyldunni 1984 ■ Þóft verd á áfengi hafí á síðasta ári hxkkað um 20% umfram hækkun launa og al- menns verðlags, frá árinu áður, jókst áfengisneysla íslendinga hiim tæp 2% á mann, mælt í _ vínan legra. Sá spamaður hefur m.a. komið fram í mjólkursölunni, sem á sama tíma minnkaði um tæp 4% á mann að meðaltali. Upphæðin sem íslendingar vörðu til áfengiskaupa frá -átvr ásíðastaárinamnjroM 423 millj. króna. Meöalhækkun taxtakaups á sama tímabili var tæp 19%. Ef við deilum áfengissölunni niður á alla íslendinga, 20 ára að meðaltali orðið um 23.500 krónur yfir árið, sem var 8.150 króna hækkun frá fyrra ári. Til samanburðar er skemmti- legt að gcta þess, að heildar- ogcldri, hefur hver þeirra keypt mjólkurkaup íslcndinga (ný- ' _um 9.150 krónur á miólk ot» léttmiólk) namumr eða um 8.900 krónum minni en brennivínsútgjöld þessarar sömu fjölskyldu. Verðhækkun á mjólk varð hlutfallslega svipuð og á áfeng- inu. Munurinn var hins vegar Bakkusi hampað ■ Margt hefur verið sagt og skrifað um þann mikla halla. sem varð á viðskiptum þjóðar- innar við erlendar þjóðir og erlendar lántökur á s.l. ári. Hefur það óspart verið fært á syndaregistur ríkisstjórnarinn- ar. Og ekki alveg trútt um að það væri notað í „kjarabar- áttu" fjölmennra stétta á s.l. hausti til viðmiðunar hvað ein- stökum mönnum og hópum liðist að gera sjálfum sér til ávinnings meðan öðrum væri bent á að herða sultarólina þar til betur áraði. Töldu margir að þær framkvæmdir, sem þær lántökur byggðust á, hefðu verið hreinn óþarfi og fjárbruðl. En ekki hefur allt verið sem sýndist í þeirn efnum. I kvöld- fréttum þann 25. jan. ræddi fréttamaður Ríkisútvarpsins um þessi mál við Albert fjármála- ráðherra. Vildi fréttamaðurinn gera Albert og ríkisstjórnina tortryggilega fyrir þetta, ásamt verulegum greiðsluhalla á fjár- lögum. - Þarna hefði ríkis- stjórnin og fjármálaráðherra staðið illa að verki um þjóðar- hag. - En þegar Albert fór að útskýra málið varð allt annað uppi á teningnum. Hér hafði alls ekki veriðum neitt gáleysi aö ræða. Pessir fjármunir hefðu verið lagðir í bráðnauð- synlegar og aðkallandi frarn- kvæmdir. Ekki talaöi ráðherrann þó um að þær framkvæmdir hefðu verið, beinlínis, gjaldeyris- sparandi. En hinsvegarmundu þær styrkja stöðu þjóðarinnar í að standa undir greiðslum af þeim crlendu skuldum, sem svo svo mikið er talað um að séu að sliga þjóðina. Hann benti á að þjóðin hefði allt fram til síðustu tíma búið við slæman húsakost. Margir hefðu búið í torfhúsum og bárujárnsbyggingum. sem hefðu ekki vcrið mannsæm- andi bústaðir. Með þessum umræddu framkvæmdum heföu margir komist í betra húsnæði. - Það væri alls ekki til að fárast yfir þó tekin væru lán til slíkra hluta. Þessi landsföðurlega útskýr- ing skýtur skökku við þá um- ræðu, sem haldið hefur veriö uppi um sinn, að Sjálfstæðis- flokkurinn standi gegn þvf að lán séu tekin til að byggja yfir þá sem helst þurfa þess meö. Sú skýring fær alls ekki stað- ist eftir að Albert hefur á svo greinargóðan hátt lýst því hvað gert hafi verið fyrir það fólk, sem er aö barma sér urn hús- næðisleysi og hvergi sé að fá peninga til þeirra hluta. Það sér nú hver maður í hendi sér, hver reginfirra það er, og þá ekki síður sú hugmynd að setja þurfi á laggirnar sérstakt lána- kerfi og grípa til sérstakra aðgerða til að leysa það vanda- mál. Fái Albert frið til að starfa að þeim málum á sama hátt á þcssu og næsta ári líkt og hann hefur gert á s.l. ári, þá er málið leyst. Þeir sem búiö hafa í torf- og bárujárnsbyggingum, eða ver- ið húsnæðislausir, verða þá flestir eða alíir komnir í forláta húsakynni, lík þeim sem byggð voru á s.l. ári fyrir þaö lánsfé, sem margir hafa hneykslast á á þessum síðustu og verstu tímum. Hvað viljið þið hafa það betra? Guðmundur P. Valgeirsson. ■ Það snart mig illa þegar.ég las fyrirsögn mcð stóru letri í NT, sem ckki var einu sinni innan tilvitunarmcrkja, sem hljóöaði svo: „Dagur án víns er dagur án gleði". í mínu ungdænti voru þeir til, scm þá tröllatrú höfðu á sannleiksgildi prentaðs máls, aö þeir töldu óyggjandi rök í hverju máli ef liægt var að segja að þaö, sem þeirra mál studdi hefði sést á prenti. En ég held að það hóflausa blaða- flóö sent nú hcllist yfir menn ha'fi slæft þá trú sem var á sannleiksgildi prentaðs máls. Þannig Itefur þeim sent blööin skrifa tekist aö halda á spilun- um. Ég hef nú lifað 25692 vín- lausa daga og ef áðurnefnd fyrirsögn er tekin bókstaflega ættu allir þessir dagar að hafa verið mér gleðisnauðir, ef ckki algjörir mæöudagar. Þó held ég, að ef það veröur klerkur mér kunnugur sem það dæmist á að tala yfir ntoldum mínum, verði inntak ræðunnar ekki þaö, að kvaddur sé maður eftir gengna gleðisnáuða æfi- daga. Hitt þætti ntér trúlega að hins gagnstæða yrði getiö. Ég spyr þig áþj, getur ckki hugsast að til séu gleðisnauðir víndagar? Eru allir dagar alkó- hólistans gleðidagar? Mannsins, sem brennt hefur allar brýr að baki sér, glatað fjölskyldu, starfi og vinum og er orðinn algert rekald, þegar hann að lokum verður að viðurkenna að liann hefur orð- ið undir í viðureigninni við Bakkus? Þá loksins er þá fangaráð þeirra, scm endan- lega hafa ekki lagt árar í bát að hverfa frá „gleðidögunum" og gcra tilraun til aö endurheimta eitthvað af því, sem glatast hafði af þeirra völdum. Undir áðurnefnda auglýs- ingu, sem hefur reyndar yfir- skriftina frétt. eyðir NT næst- um heilli síðii á einum besta staö í blaöinu. Eftir því sem frásögnin ber með sér, er að- ferð franska vínframleiðand- ans, sem notar hin lokkandi slagorð, sem áður cru nefnd, nákvæmlega sú sama og citur- lyfjasalanna, scm gefa fyrstu pípuna eða fyrstu fíkniefna- skammtana í trausti þess að sú gjöf ávaxtist margfaldlega, þegar fórnarlambið er orðið að rekaldi, sem einungis stjórnast af fíkn sinni. Þá blaðamenn sem ljá vímuefna- gróðasjónarmiðum lið, eigunt við of marga. Það er töluvert sláandi, að hins vegar í sama blaði og áður- greind „frétt" birtist á, er fyrir- sögn sem hljóðar þannig: Nauðsynjar sitja fyrir þegar sverfur að: Um 8.900 krónum meira í áfengis en mjólkur- kaup hjá íslensku vísitölufjöl- skyldunni 1984. Þessi frétt þekur lítið meira en 1/4 síðunnar. Samt finnst mér hún skifta okkur miklu meira máli en hin. Tæpast hverfa nú úr cyrum manns kveinstafir hinna ólík- ustu hópa vegna aumra kjara þcirra og afkomu. Á síðast- liðnu hausti stóð B.S.R.B. í mánaðarlöngu verkfalli. sem kostaði þá sem í því stóðu gífurlega fjármuni og þjóðar- heildina þó miklu meira. Á sama tíma lágu í loftinu verk- fallshótanir A.S.Í. Nú standa farmenn í verkfalli ogsjómenn eru í viðbragðsstöðu, tilbúnir í verkfall. Ekki ætti að gleyma verkfallsglöðum hópum eins og mjólkurfræðingum og flug- mönnum og þannig mætti lengi telja. B.H.M. menn sem vinna hjá ríkinu telja sig fast við hungurmörkin og bændur sum- ir hverjir eiga ekki fyrir dag- legu brauði. Ekki er hægt að ætla að neinir innan þessara sveltandi hópa, verji fé til slíks óþarfa sem áfengiskaup eru. Síst af öllu að þeir verji til þeirra nálega 9 þúsund krónum meir á ári en til mjólkurkaupa. Hverjir eru það þá, scm kaúpa öll þessi ósköp af áfengi. Það eru ekki sérlega margir sem standa utan þeirra hópa, sem hér hafa verið taldir sem ólíklegir neytendur vegna bágra kjara. Mikil lifandi ósköp mega þessi fáu sem eftir eru leggja að sér við áfengis- þambið til að drekka fyrir alla þá, sem ekki hafa efni á áfengisdrykkju eða hafna henni af öðrum ástæðum. Og af síð- ustu skoðanakönnun verður ekki annað séð. en að 70% kjósenda vilji bæta bjórflóði við drykkju þessara aumingja manna, sem hafa „efni á" að drekka áfengi. Oskar Sigtryggsson. Vörubílstjórar - farið með ruslið á haugana! ■ Ég bý í Árbænum, og það er ágætt útaf fyrir sig. En vegna þess livar ég bý, þarf ég oft að keyra Miklubrautina, alveg uppá Ártúnshöfða. það hefur vakið furðu mína að á þeirri leið, þégar kornið er inn undir Elliðár, er mjög algengt að lauslegt rusl sé á miðri götunni, og meðfram veg- köntunum. Jafnvel hefur ástandið verið svo slæmt. að heilu bárujárnsplöturnar hafa verið fjúkandi innan um alla umferðina. Með því einu að ætla að sveigja frá bárujárns- plötum, naglaspýtum og öðru rusli, sem cr á víð og drcif um brekkuna, er öðrum ökutækj- um stefnt i hættu. Ástæðan fyrir þéssu rusli er að vörubílstjórar sem keyra lauslegt rusl á haugana. leggja leið sína um Elliðaárbrekk- una, og er það lágmarkskrafa að þeir menn gangi þannig frá ruslinu, að ekki stafi hætta af því og helmingurinn fjúki af á leiðinni upp á hauga. Vörubíistjórar, þetta er að- vörun. Sá næsti ykkar sem ég stend að verki. verður kærður. og mun það verða til þess að vekja athygli ykkar á Itversu alvarlegt mál hérer á ferðinni. Árbæingur. Börn mega ekki kaupa tóbak Ólafur Björnsson formaður félags matvörukaupmanna hringdi: ■ Síðastliðin áramót gengu í gildi tóbaksvarnarlög. Meðai annars sem tæpt cr á í þeim lögum, er að ekki megi selja yngri börnum en sextán ára tóbak. Hinsvegar er það al- gengt að foreldrar virðast ekki gera sér grein fyrir þcssari nýju reglu, og vil ég beina þeim vinsamlegu tilmælum til allra fullorðinna, að þeir biðji ekki börn sem hafa ekki aldur til tókbakskaupa, að fara út í búö fyrirsistil þess að kauptóbak. Ég hef orðið var við þetta í ríkum mæli, og yfirlcitt hringi ég til foreldra viðkomandi barns, og við leysum málið á friðsamlegan hátt. Foreldrar athugið að það er óleyfilegt að senda börn með miða út í búð. til kaupa á tóbaki. En ástæðan fyrir því að fólk virðist ekki gera sér grein fyrir þessu. er sú að tóbaksnefndin hefur ekki staðið að málunum sem skyldi. Það væri æskilegt að fá límmiða eða eitthvað annað sem skýrði fyrir fólki hvernig á þessu stæði. Skrifíð til: NT Lesendasíðan Síðumúla 15 108 Reykjavík ...eða hringið í síma 686300 milli kl. 13og 14

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.