NT - 12.02.1985, Qupperneq 19
Þriðjudagur 12. febrúar 1985 19
Útlönd
Vestur-Þýskaland:
Stórinnflutningur
átailenskumkonum
■ í nýjasta tölublaði alþjóða-
tímaritsins Newsweek er skýrt
frá því að stöðugt fleiri vestur-
þýsk'jr karlmenn ieiti nú til
hjuskaparmiðlana sem útvegi
þeim eiginkonur frá Tailandi
eða Filipseyjum.
Samkvæmt heimildum blaðs-
ins biðja um níu þúsund vestur-
þýskir karlmenn sér „Thaifr-
auen" (tailenskra kvenna) á ári
hverju sem svarar til rúmlega
tveggja prósenta af öllum gift-
ingum í Vestur-Þýskalandi.
Verkamenn í Vestur-Þýska-
landi eru sagðir sérstaklega
ginnkeyptir fyrir þessum austur-
lensku eiginkonum.
Kvenréttindasamtök í Vest-
ur-Þýskalandi hafa miklar
áhyggjur af þessari þróun.
Framtíð þessara kvenna sé eng-
an veginn tryggð og margar
þeirra hafi verið blekktar með
gulli og grænum skógum en séu
síðan þvingaðar til vændis og
nektarsýninga.
Kvenréttindasamtökin krefj-
ast aukins eftirlits með austur-
lensku brúðunum, sem flestar
koma frá Tailandi en einnig frá
öðrum þróunarlöndum í Asíu.
Það verði að tryggja þeim full
mannréttindi eftir að þær koma
til Vestur-Þýskalands.
Nú þegar eru sprottnar upp
um 200 hjúskaparmiðlanir í
Vestur-Þýskalandi sem sérhæfa
sig í austurlenskum konum.
Karlmenn, sem leita til þessara
miðlana, segja ástæðuna meðal
annars þá að þeir hafi gefist upp
á þýskum konum sem vilji oft
ekki eignast börn og séu dýrar í
rekstri. Þeir telja austurlensku
konurnar líka hlýðnari og eftir-
látari en þær þýsku.
Auk þess að greiða um 30.000
ísl. kr. fyrir farmiða handa eig-
inkonunum greiða tilvonandi
brúðgumar sem svarar allt að
120.000 ísl. kr. í brúðkaupsgjald
og fyrir þjónustu hjúskapar-
miðlunar.
■ Ernst Schlosser, 38 ára gamall þýskur bókhaldari, er
einn þeirra þýsku karlmanna sem segist hafa orðið fyrir
vonbrigðum með þýskar konur sem séu allt of kröfuharð-
ar. Hann valdi sér þess vegna tailenska konu af myndalista
sem hann fékk hjá hjónabandsmiðlun í Vestur-Þýskalandi.
Efnahagsstefna sósíalista í Frakklandi:
Hægrisinnuð
endurskipulagning
kapítalismans
■ í næröllum löndum Suður-
Evrópu eru ríkisstjórnir undir
forsæti sósíalista við völd.
Þetta á við um Frakkland,
Portúgal, Spán, Ítaiíu og
Grikkland.
Félagshyggjufólk um heim
allan fagnaði ákaft kosninga-
sigrum visntriflokkanna í Suð-
ur-Evrópu í byrjun þessa ára-
tugar. Mikil bjartsýni ríkti um
framgang félagshyggjunnar í
þessum löndum enda gerðu
margir sér vonir um að nú væri
í fæðingu nýr valkostur við
sósíaldemókrataflokka Norð-
ur-Evrópu. Þeir eru staðnaðir
var sagt og fólk gerði sér vonir
um að sá frjálslyndisandi sem
fylgdi stúdentabyltingunum og
kvennfrelsisbaráttu síðustu
áratuga og sú áhersla á vald-
dreifingu og gagnrýni á kúgun
minnihlutahópa sem þeim fylgdi
myndi koma fram í nýrri teg-
und af félagshyggju sem yrði
borin uppi af sósíalistaflokk-
unum.
Ný félagshyggja?
Hin nýja félagshyggja sern
margir þóttust sjá í sósíalista-
ilokkunum var talin valkostur
við hefðbundna kommúnista-
flokka Evrópu og hefðbundna
sósíaldemókrataflokka
norðursins. Hin nýja félags-
hyggja þótti meira mótuð af
einstaklingshyggju en félags-
hyggja „gömlu" tlokkanna.
Þessi fclagshyggja var sögð
„frjálslynd félagshyggja".
Sósíalistaflokkur Frakk-
lands vann mikinn sigur í for-
setakosningunum í maí 1981
og fleytti liann Mitterrand til
valda. í kosningaáróðri sínum
var flokkurinn stóryrtur og
sparaði ekki loforðin. Þjóðnýt-
ingu fyrirtækja átti að stór-
auka, vinnueftirlit og at-
vinnuöryggi átti einnig að stór-
auka o.s.frv. Lýðræði í stofn-
unum átti að auka og félags-
lega þjónustu. Umbætur átti
að gera í menntakerfinu sem
tryggði ölium stéttum jafna
möguleika til mennta og saunta
átti að einkaskólum for-
réttindastéttanna. Sósíalistar
ætluðu sér einnig að tryggja
kaupmáttinn og draga veru-
lega úr atvinnuleysinu.
Óljós kosningaloforð
Þrátt fyrir kosningaloforðin
og þrátt fyrir að flokkurinn átti
á að skipa miklurn fjölda
menntamanna og sérfræðinga
hafði flokkurinn ekki fram að
færa neina nákvæma útfærslu á
hvernig kosningamarkmiðun-
um skyldi hrundið í fram-
kvæmd eða hvernig skyldi
virkja fólk til stuðnings við
stefnu stjórnarinnar. Augljós-
lega var nauðsynlegt stefnu
sósíalista - sem hafði að mark-
miði að stórauka samneyslu,
ná jöfnuði í ríkisbúskapnum
og ganga á forréttindi valda-
mikilla hópa, - að hafa að baki
sér kröftugan. skipulagðan
stuðning almennings.
Það var þó af mörgum talin
snjöll baráttuaðferð að láta
sem minnst uppi hvaða
stéttir yrðu fyrir barðinu á
stefnunni, með því móti var
talið að fylgi millistétta yrði
trvggt en stuðningur verka-
fólks var sjálfgefinn. Óljós
kosnignaloforð hafa orðiö til
þess að eftir kosningarnar hafa
forystumenn sósíalistaflokks-
ins getað svarað allri gagnrýni
með því að vísa til þess að þeir
hafi ekki gefið nein ákveðin
loforð!
Teknókratar í stað
grasrótar
Eitt mcginéinkenni sósía-
listaflokksins fyrir frönsku
forsetakosningarnar í saman-
burði við „gömlu flokkana"
var áherslan á grasræturnar. í
orði kveðnu átti hinn almenni
flokksmaður að vera virkur í
stefnumörkun flokksins og svo
átti einnig að vera eftir kosn-
ingarnar.
Reyndin hefur hins vegar
orðið allt önnur. Flokkurinn
hefur sett „teknókrata" í allar
helstu áhrifastöður í stjórn-
kerfinu. Teknókratarnir, eða
sérfræðingarnir, sern flestir eru
af millistéttar- eða yfirsfettar-
uppruna mynda nú sérstakan
hóp fólks sem er á uppleið í
metorðastigum stjórnkerfis-
ins. í stað grasrótarinnar eru það
sérfræðingarnir sem hafa
völdin.
Það tók stjórn sósíalista eitt
ár að gleyma kosningaloforð-
unum og sölsa um. Loforðin
voru ári eftir kosningarnar
orðnar að „fantasíum" og nú
var tími til að snúa sér að „real
pólitík", sögðu forystumcnn
flokksins.
Stjórn sósíalista komst til
valda í djúptækri efnahags-
kreppu Vesturlanda. Þeir
höfðu spáð efnahagsuppsveiflu
áárinu 1982, ensú spá reyndist
fjarstæða ein. Þrátt fyrir kosn-
ingaloforöin snerust þeir nú
gegn efnahagsvanda Frakka
með efnahagsstefnu senr ekk-
ert átti skylt við félagshyggju
kosningaloforðanna.
Hægristefna sósíalista
Efnahagsstefna sósíalista er
byggð á forskrift Alþjóða
gjaldeyrissjóðsins og Al-
þjóðabankans. I stórum drátt-
um rniðar hún að því að leysa
efnahagsvandann með hag-
vexti scm byggir á auknum
útflutningi, minnkandi launa-
kostnaði. aðhaldi eða sam-
drætti í umsvifum hins opin-
bera. Loks er beit óbeinum
stuðningi við fyrirtæki með það
fyrir augum að auka gróða
■ Franskir stálverkamenn mótmæla niðurskuröarstefnu sósíal-
ista. Áætlanir sósíalista um að „endurskipuleggja kapítalisinann“
í Frakklandi gera m.a. ráð fyrir að 500.000 missi atvinnu sína.
fyrirtækja, en aukinn gróði á
samkvæmt formúlunni að auka
fjárfestingar. Fjárfestingarnar
eiga að skila sér í nýrri tækni í
fyrirtækjunum sem aftur á að
skila sér í aukinni framleiðni
og auknum útflutningi með
bættri samkeppnisstöðu á cr-
lendum mörkuðum.
Að „endurskipuleggja
kapítalismann“
Meginmarkmið þessarar
efnahagsstefnu cr að „endur-
skipuleggja kapítalismann" í
landinu (þetta eru þeirra eigin
orð), að gcra vinnuaflið
„hreyfanlegra"; stvrkja stöðu
fransks iðnaðar á Evrópu- og
alþjóðamarkaði og að opna
landið fyrir crlendu fjármagni.
„Endurskipulagning kapít-
alismans" stangast í fram-
kvæmd á við hefðbundin
markmiö félagshyggjunnar. í
stað aukinna valcía verkafólks
er krafist aukins hreyfanleika
þess bæði landfræðilega og
milli atvinnugreina. Þak á
launahækkanir hefur tilhneig-
ingu til að beina vinnuafli inn
í nýjar iðngreinar sem borga
hærri laun og lokun „óhag-
kvæmra" fyrirtækja kippir
erunninum undan heilu
byggðarlögunum.
Sósíalistaflokkurinn fckk
ntikinn stuðning lágstéttanna
og millistéttanna í kosningun-
um fyrir rúmum þrem árum.
Óánægjan með flokkinn er
rnjög almenn hjá þessum stétt-
um nú. Efnahagsstefnan hefur
líka komið hart niður á þessum
stéttum.
Forsendur óánægjunnar
Endurskipulagning auð-
magnsupphleðslunnar í Frakk-
landi sem sósíalistar hafa tekiö
að sér að skipuleggja, gerir
m.a. ráð fyrir að um 500.000
manns missi vinnuna í ntikil-
vægum atvinnugreinum einsog
stálframleiðslu, kolanámum,
bílaiðnaði, skipasm íðum,
prentiðnaði, olíuframleiðslu
o.fl.
En það er á fleiri sviðum
sem stefna sósíalista vekur
mikla óánægju. Aðgerðir
þeirra hafa leitt til aukinnar
samþjöppunar fjármagns,
bæði í opinbera geiranum og
eiknageiranum. (Þ.e. í iðnaði,
landbúnaði og bankarekstri).
Þessi samþjöppun fjármagns,
Mexíkan-
ar selja
ríkis-
fyrirtæki
Mcxíkóborg-Keuter.
■ Ríkisstjórnin í Mexíkó
hefur tilkynnt að hún ntuni
selja 236 ríkisfyrirtæki til
einkaaðila og minnka ríkisút-
gjöld um 470 milljónir dollara.
Fyrr í þessari viku neyddust
stjórnvöld í Mexíkó til að
tilkynna verðlækkun á olíu
sem kemur til með að hafa um
300 milljón dollara tekjutap í
för með sér. Sala ríkisfyrir-
tækjanna og samdráttur í ríkis-
útgjöldum er liður í aðhalds-
aðgerðum á efnahagssviðinu
til þess að reyna að draga úr
skuldasöfnun ríkisins erlend-
is.
eða fækkun fyrirtækja í fá
stærri hefur vakið upp mikla
óánægju smárra sjálfstæðrá at-
vinnurekenda í framleiðslu- og
þjónustugreinum.
Aukin stéttaskipting
Endurskipulagning kapítal-
ismans hefur einnig kallað á
andstöðu verkalýðsfélaga því
markmiðið með aukinni fram-
leiðni fyrirtækjanna kemur
niður í fækkun starfsmanna
eða hlutfallslega minni launa-
kostnaði. Aukið atvinnuleysi
sem af þessu hlýst samfara
minnkandi kaupmætti og verri
lífskjörum leiðir til aukinnar
stéttaskiptingar. Verkalýðs-
forystan verður uni leið fyrir
auknunr þrýstingi frá hinum
almennu félögum um að komið
sé á meiri jöfnuði og þjóðar-
tekjum sé jafnar skipt.
Með það fyrir augum að
minnka verðbólguna voru
frekari félagslegar umbætur
stöðvaðar 1982 (t.d. voru lof-
orð um 35 stunda vinnuviku
ekki efnd) og „byrðinni" létt af
atvinnurekendum og hún færð
yfir á millistéttimar með breyttri
skattastefnu. Byrðinni var
jafnframt velt yfir á verkafólk
með stórauknum óbeinum
sköttum (skv. síðustu fjárlög-
um).
Með hægrisinnaðri efna-
hagsstefnu sem sótt cr til Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins, Al-
þjóðabankans og ný-frjáls-
hyggju hægristjórna Evrópu og
Bandaríkjanna, hefur stjórn
sósíalista kippt grunninum
undan fylgi flokksins mcðal
millistétta og verkalýðsstéttar-
innar. Fylgishrunið hefur verið
stöðugt síðan í ársbyrjun 1982
eins og við var að búast.
Með hægrisinnaðri efna-
hagsstefnu hefur Mitterrand
og stjórn hans þó tekist að
draga verulega úr verðbólgu
og minnka hallann í utanrík-
isviðskiptum. Enþaumarkmið
hafa verið sett ofar markmið-
um félagshyggju.
Ý