NT - 15.02.1985, Blaðsíða 10
______________________Föstudagur 15. febrúar 1985 10 Blað II
Igin framundan
Ferðahátíð
í Þórscafé
■ Ferðahátíö veröur í Þórs-
café á sunnudagskvöld. Kynnt-
ar veröa feröir á vegum ferða-
skrifstofunnar Flngferöir Vest-
urgötu 17, til Tenerife og
Mallorca. Umsjón meö feröa-
kynningunni hefur Guðlaugur
Tryggvi Karlsson. Seinna um
kvöldið veröur spilað bingó
um ferðir til Tenerife og Mall-
orea. Einnig verður farið í
samkvæmisleiki og munu
snjöllustu gestirnir fá vinninga.
Þórskabarett vcrður á fjölun-
um og boðiö er upp á listauka
við innganginn. A matseðlin-
um eru m.a. cldsteiktar lamba-
sneiðar og triffle.
Laugardagskaffi
kvennahúss
■ Hugmyndafræöi kven-
frelsisbaráttu er efniö, sem um
verður fjallaö laugard. 16.
fcbr. Helga Sigurjónsdóttir
kynnir hclstu stefnur í hug-
myndafræði kvennabaráttu.
Kynning á
lýðháskólum
á Norðurlöndum
■ Laugardaginn 16. febrúar
efnir Reykjavíkurdeild Nor-
ræna félagsins til kynningar á
lýðháskólum á Norðurlönd-
um. Kynningin fer 'fram í Nor-
ræna húsinu og hefst kl. 15.00.
Fjallaö vcrður um náms-
þrautir og námstilhögun og
sagt frá námskostnaði ogstyrk-
möguleikum. Scrstaklega
verður rætt um námsmat og ’
tengslin við íramhaldsskóla-
kerfið íslenska.
Aðgangur er ókcypis og'öll-
um heimill.
Félagsvist
og dans í
Templarahöllinni
■ S.K.T. heldur félagsvist og
dans í Templarahöllinni í
kvöld. Félagsvistin hefst kl.
21.00 en kl. 22.30 hefjast
gömlu dansarnir. Það er
hljómsveitin Tíglar. sem leik-
ur.
Neskirkja
■ Félagsstarf aldraðra á
morgun, laugardag kl. 15.00.
Ingibjörg Marteinsdóttir söng-
kona og Pétur Pétursson út-
varpsþulur konta í heimsókn.
Séra Frank M. Halldórsson
Hvamms-
tangakirkja
■ Hvammstangakir.kja:
messa á sunnudag kl. 14.00, og
barnaguðsþjónusta kl. 11.00.
Guöni Þór Ólafsson
Kvikmynd í MÍR
List í Rússlandi
■ Kvikmyndasýning verður í
húsakynnum MÍR að Vatns-
stíg 10 nk. sunnudag, 17. febrú-
ar kl. 16.00. Sýndar verða tvær
stuttar ntyndir. í annarri segir
frá sovésku fimleikafólki og
eru skýringar meö þeirri mynd
á íslensku. Hin myndin fjaliar
um list og listsköpun í Rúss-
landi og eru skýringar á ensku.
Aögangur að kvikmyndasýn-
ingum MÍR er ókeypis og öll-
um heimil.
Kvikmyndaklúbb-
urinn Norðurljós
sýnir í
Norræna húsinu
■ Sunnudaginn 17. febrúar
kl. 16.00 hefjast aftur sýningar
á vegum kvikmyndaklúbbsins
Norðurljósa í fundarsal
Norðurljósa í Norræna húsinu,
fundarsal.
Þá vcrður sýnd danska gam-
anmyndin Slá l'örst Frede með
Morten Grundwald, Poul
Bundegárd, Ove Sprogöe og
fleiri í aöalhlutverkum. Leik-
stjóri er Erik Balling.
Þetta er fyrsta myndin í
röðinni unt „andhetjuna"
Frede Hanscn, sem fyrir tilvilj-
un lendir í ýmsum ævintýrum
og tekur þátt í njósnum stór-
veldanna. Myndin erskopstæl-
ing á 007 njósnamyndunum og
danski húmorinn leynir sér
ekki.
Sýningar kvikmyndaklúbbs-
ins Norðurljósa féllu niöur í
haust vegna verkfallsins, en
hefjast nú aö nýju, og sýndar
verða þær dönsku gaman-
myndir, scnt fyrirhugað var aö
sýna sl. haust.
Gamanmyndirnar verða
sýndar sunnudagana 17. febr..
10. mars, 31. mars, 21. apríl og
28. apríl kl. 16.00.
Aðgangskort frá því í haust
gilda á þessar sýningar, en
einnig er hægt að kaupa miða
við innganginn.
Síðasta
sýningarhelgi á
Kjarvalsstöðum
■ Tvær sýningar eru nú á
Kjarvalsstöðum og lýkur þeim
báðum um helgina. I vestursal
sýnir Sveinn Björnsson 56 mál-
verk sem öll cru til sölu. Sýn-
ingin er sett upp í tilefni 60 ára
afmælis listamannsins.
í austursal er sýning á vegum
Seðlabanka Islands og Reykja-
víkurborgar á úrlausnum í
hugmyndasamkeppni um hlut-
verk og mótun Arnarhóls og
umhverfis hans. 31 tillaga
barst. Dómnefnd veitti 6 tillög-
um verðlaun, og keypti tvær til
■ Sýningu Svcins Björnsson-
ar á Kjarvalsstööum lýkur uin
helgina.
viðbótar, og veitti ennfremur
tveim til viðbótar viðurkenn-
ingu. Á sýningunni liggur
framrni spurningalisti þar sem
gestum gefst kostur á að tjá sig
urn framtíðarskipulag Arnar-
hóls.
Sýningarnar eru opnar dag-
lega kl. 14.00-22.00 frani til
sunnudagskvölds 17. þ.m.
Ath. Sýningar Alþýðuleik-
hússins á „Bciskum tárum
Petru von Kant" á laugardag-
inn 16. og sunnudaginn 17.
feb. kl. 16 báða dagana.
■ Úr sýningu leiklistarnema og tónlistarnema á Aljóna og ívan
Síðustu sýningar
á Aljónu og Ivan
Síðustu sýningar á barna-
leikritinu AÍjóna og ívan, sem
nemendur í 3. bekk Leiklistar-
skóla íslands og Tónlistarskól-
ans í Reykjavík sýna, verða í
dag, föstudag, á morgun og
sunnudag kl. 17 í Lindarbæ.
Miðapantanir eru allan sólar-
hringinn í símsvara 2 19 71.
Þjóðleikhúsið
um helgina:
60. sýning
á „Gæjum
og píum“
Uppselt á allar
sýningarnar
■ Söngleikurinn Gæjar og
píur verður sýndur tvisvar
sinnum nú um helgina, á föstu-
dags- og laugardagskvöld, og
er þegar uppselt á báðar þessar
sýningar eins og á fyrri sýning-
ar verksins. Sýningin á laugar-
dagskvöld er 60. sýning.
25. sýning á
„Kardemommubænum“
Barnaleikrit Thorbjörns
Egners, Kardemommubærinn,
verður sýnt á laugardag og
á sunnudag kl. 14.00 báða
dagana og er þegar uppselt á
þessar sýningar eins og á allar
sýningar verksins til þessa.
Sýningin á sunnudag er 25.
sýning.
Rashomon 2. sýning
á sunnudagskvöld
Alþýðuleikhúsið:
Klassapíur
Frumsýning í Nýlistasafninu
■ Alþýðuleikhúsið frumsýn-
ir á mánudagskvöld kl. 20.30
leikritið Klassapíur í Nýlista-
safninu við Vatnsstíg. Leikrit-
ið er eftir Caryl Churchhill, en
leikrit hennar hafa vakið verð-
skuldaða athygli jafnt austan
hafs sem vestan undanfarin ár.
Klassapíur fjallar um mann-
leg örlög. í leikritinu leiða
saman hesta sína fulltrúar allra
stétta frá 9. öld og til vorra
daga. 8 leikkonur koma fram í
Klassapíum, en þær eru: Mar-
grét Ákadóttir. Anna S. Ein-
arsdóttir. Sólveig Halldórs-
dóttir, Ása Svavarsdóttir, Sig-
rún Edda Björnsdóttir, Sigur-
jóna Sverrisdóttir, Kristín
Bjarnadóttir og Guðný J.
Helgasóttir. Leikstjóri er inga
Bjarnason, en aðstoðarleik-
stjóri er Elva Gísladóttir.
Tónlist samdi Leifur Þórarins-
son, en leikmynd og búningar
eru eftir Guðrúnu Erlu Geirs-
dóttur. Lýsingu hannaði Árni
Baldvinsson.
Hákon Leifsson þýddi
leikritið úr frummálinu. Miða-
sala er í síma 14350 milli kl.
17.00-20.00. Önnur sýning
verður fimmtud. 21. febr. 3.
sýning sunnudag 24. febrúar.
Beisk tár Petru von Kant
40. sýning á leikritinu Beisk
tár Petru von Kant verður
laugard. 16. febr. að Kjarvals-
stöðum kl. 16,00 og 41. sýning
verður sunnudag kl. 16.00 og
42. sýning á mánudag kl.
20.30.
Þetta verk hefur verið sýnt
fyrir fullu húsi frá því í nóv-
emberbyrjun.
Nýja leikritið Rashomon,
eftir Fay og Michael Kanin í
leikstjórn Hauks J. Gunnars-
sonar, verður sýnt í 2. sinn á
sunnudagskvöld. Leikmynd er
eftir Norðmanninn Svein
Lund-Roland. Með helstu
hlutverkin fara Arnór Benón-
ýsson, Tinna Ciunnlaugsdóttir,
Guðjón P. Pedersen, Gunnar
Eyjólfsson, Bessi Bjarnason
og Hákon Waage.
Gertrude Stein Gertrude
Stein Gertrude Stein
Þetta athyglisverða leikrit
hefur fengið góða dóma og
verið uppselt á sýningarnar til
þessa. Helga Bachman leikur
eina hlutverkið í leiknum. 5.
sýningin verður á Litla sviðinu
á sunnudagskvöld.
■ Úr leikritinu Klassapíur.
■ Úr leikritinu Rashomon