NT - 15.02.1985, Blaðsíða 11
Igin framundan
■ Þau taka þátt í söngferðinni.
Ópera á ferðog flugi
■ íslenska óperan er að
leggja af stað í hljómleikaferð
til Norðurlands og verða sex
óperusöngvarar. undirleikari
og Ijósameistari með í ferð-
inni.
Flutt verður óperan Síminn
eftir Menotti, atriði úrCarmen
eftir Bizet og La Traviata eftir
Verdi. Síminn. sem er stutt
gamanópera, verður flutt í
heild sinni. en sögumaður
kynnir nánar óperurnar Car-
men og La Traviata milli söng-
atriða.
Söngvararnir sem syngja í
„óperu á ferð og flugi", eru
Ólöf Kolbrún Harðardóttir,
Anna Júlíana Sveinsdóttir.
Elín Sigurvinsdóttir, John
Speight, Halldór Vilhelmsson
og Garðar Cortes. Stjórnandi
og undirleikari er MarcTardue
og ljósameistari Sigurbjarni
Þórmundsson.
„Ópera á ferð og flugi" verð-
ur í Skjólbrekku, Mývatnssveit
16. febrúar kl. 21.30, Sam-
komuhúsinu, Akureyri 17.
febrúar kl. 15.00, Miögarði,
Skagafirði 17. febrúar kl. 21.30
og Félagsheimilinu Blönduósi
18. febrúar kl. 21.00. Miða-
verð er kr. 450.00.
Leikfélagi Akureyrar
boðið til Færeyja með
„Égergulloggersemi“
■ Úr sýningu á leikritinu Dagbók Önu Frank í Iðnó.
Leikfélag Reykjavíkur:
Agnes, Anna Frank og Gísl
■ Boð hefur borist til Leikfé-
lags Akureyrar frá Norður-
landahúsinu í Færeyjum um
að sýna þar nýjasta leikrit
Sveins Einarssonar „Ég er gull
og gersemi". Sýningar eru
áætlaðar í Þórshöfn 20. og 21.
mars.
Leikritið ber nafn einnar
fleygustu vísu listamannsins og
flakkarans Sölva Helgasonar.
„Ég er gull og gersemi
gimsteinnelskuríkur.
Ég er djásn og dýrmæti
drottni sjálfum líkur
Leikurinn byggist að hluta á
skáldsögu Davíðs Stefánsson-
ar. Sólon Islandus, sem fjallar
um ævi Sölva. í leiknum eru
jafnframt kvæði eftir Davíð,
sem Atli Heimir Sveinsson hef-
ur samið sönglög við. Leikur-
inn þykir verðugur fulltrúi
jafnt íslenskrar nútímaleiklist-
ar sem hefðar. í leiknum er
hlaupið á milli alda; hann ger-
ist á víxl í jólaboði á Akureyri
í dag og á tímum Sölva, sem
fæddist 1820 og dó 1896.
Sveinn Einarsson leikstýrir.
Akureyrski myndlistarmaður-
inn Örn Ingi gerði leikmynd-
ina. en David Walter frá
Ástralíu hannaði bæði lýsingu
og myndvörpu. í leiknum er
listaverkum eftir Sölva og
landslagsmyndum Arnar Inga
brugðið upp á ýmsa fleti leik-
myndar. og því er sýningin
nijög flókin tæknilega. Frey-
gerður Magnúsdóttir hannaði
búninga.
Fjöldi leikara tekur þátt í
sýningunni. auk hljóðfæra-
leikara, en aðalhutverkið,
Sölva, leikur Theódór Júlíus-
son.
Nú um helgina eru síðustu
tækifæri fyrir íslendinga að
berja Sölva augum á Akureyri.
því fimmtudaginn 14. og laug-
ardaginn 16. febrúareru allra-
síðustu sýningar á leiknum.
Agnes - barn Guðs
■ í kvöld (föstudagskvöld)
sýnir Leikfélag Reykjavíkur
bandaríska verðlaunaleikritið
Agnes - barn Guðs eftir John
Pielmeier. Leikkonurnar
þrjár: Guðrún S. Gísladóttir.
Sigríður Hagalín og Guðrún
Ásmundsdóttir hafa vakið
mikla athygli fyrir leik sinn í
sýningunni en Þórhildur Þor-
leifsdóttir er leikstjóri.
Dagbók önnu Frank
Á laugardagskvöldið er sýnt
leikritið Dagbók Önnu Frank
en það hefur verið sýnt 30
sinnum við mjög góða aðsókn.
Með titilhlutverkiö fer Guðrún
Kristmannsdóttir, en foreldra
hennar leika Sigurður Karls-
son og Valgerður Dan. Leik-
stjóri er Hallmar Sigurðsson.
Gíst
Leikritið Gísl hefur nú verið
sýnt 70 sinnum og ekkert lát er
á aðsókninni. Það verður nú
sýnt á sunnudagskvöld.
Fimmtán leikarar leika. spila,
syngja og dansa í sýningunni
Jóhann Sigurðsson leikur
gíslinn.
Litli Kláus og Stóri Kláus í Bæjarbíói í Hafnarfirði
■ Barnaleikritið Litli Kláus og Stóri Kláus verður sýnt í Bæjarbíói í Hafnarfirði á sunnudag kl.
14.00. Miðapantanir allan sólarhringinn í síma 46600.
Föstudagur 15. febrúar 1985 11 Blað II
Tónleikar Martin
Berkofsky til
styrktar byggingu
tónlistarhúss
■ Píanóleikarinn Martin
Berkofsky leikur píanóverk
eftir Franz Liszt í Þjóðleikhús-
inu mánudaginn 18. fcbrúar
kl. 20.30. Allur ágóði rennur
til samtaka um byggingu tón-
listarhúss.
Kvenfélagskonur í
Reykjaneskjördeemi með
kynningarfund
á Hótel Sögu
íslenska bindindisfélagið:
Af 35 manns
á námskeiði
hættu 28 að reykja
■ Það varð góður árangur af
fimm daga námskeiði íslenska
bindindisfélagsins. sern haldið
var fyrir reykingafólk sem vildi
hætta að reykja. Námskeiðið
var haldið í Háskóla íslands
3.-7. febrúarsl. Fyrsta kvöldið
voru 37 mættir, en flestir
mættu 41. Samanlagður reyk-
ingatími þeirra var 738'/: ár.
Dagiegur reykingakostnaður
hópsins var kr. 2.747,50. Eftir
einn sólarhring var þessi upp-
hæð komin niður l'yrir 100
krónur.
■ Stjórn Kvenfclagasam-
bands Gullbringu- og Kjósar-
sýslu býðuröllum félagskonum
til kynningarfundar á Hótel
Sögu á sunnudaginn 17. febrú-
ar kl. 2-5.
Þar verður kaffi af betri
gcröinni en fjögur aðildarfélög
annast fjölbreytta dagskrá -
Kvenfélagið Seltjörn, Kvenfé-
lag Lágafellssóknar. Kvcnfc-
lagið Esja og Kvenlclag Kjós-
arhrepps.
Stjórnin mun kynna starf-
semi sambandsins cn megin-
áhersla vcrður lögð á innbyrðis
kynningu félagskvenna.
Félagskonur af sambands-
svæðinu eru hvattar til þess að
sækja kynningarfundinn og
efla samstöðu sína í skemmti-
legum félagsskap.
Aðgangur cr ókeypis, en
liver borgar sinn kaffisopa.
Sýning Helga Gíslasonar
i Listmunahúsinu Lækjar-
götu
■ í Listmunahúsinu Lækj-
argötu 2 stendur yfir sýning
myndhöggvarans Hclga Gísla-
sonar. Á sýningunni eru 26
myndverk úr bronsi og kopar.
gerð á árunum 1984 og '85.
Sýningin, sem ersölusýning,
er opin virka daga frá kl.
10.00-18.00, en laugardaga og
sunnudaga kl. 14.00-18.00, en
lokað er á mánudögum. Sýn-
ingunni lýkur 24. fcbrúar.
Á sýningunni cr sýnt nýgert
myndband, scm heitir „í deigl-
unni" og lýsir aöfcrö lista-
mannsins við gerð myndverka
sinna, og cr myndin tekin bæði
á vinnustofu lians og málm-
steypunni, þar sem steypan fer
fram.
Gallerí Langbrók
■ Laugardaginn 16. febrúar
kl. 14.00 verður opnuö í Gall-
erí Langbrók sýning á skart-
gripum úr áli og stáli eftir Rúrí
og Grím Marinó Steindórsson.
Opið kl. 12.00-18.00 virka
daga og 14.00-18.00 um helgar.
Sýningin stendur til 3. mars.
Síðasta - eöa fimmta - kvöld-
ið útskrifuðust 35 munns. Af
þeim voru 28 alveg hætt aö
reykja, og flcst höfðu ekkert
reykt frá því fyrsta kvöldið.
Hin 7 voru svo til hætt. Þá var
kostnaðurinn á dag fvrir hóp-
inn kr. 54.00. Þessar tölur tala
og sýna livað hægl er að gcra
ef heilbrigð dómgreind fær að
ráða.
Það var fagnandi hópur, sem
hélt frá Háskóla íslands þetta
kvöld. Forráðamenn nám-
skciðsins vonast til að þessu
fólki gangi áfram vel við tó-
baksbindindið. Þátttakendur í
námskeiðinu hafa ákveöið
cndurfund fimmtudagskvöldið
28. febrúar kl. 20.30 í Hugvís-
indastofnun Háskólans.
Helgarferð F.í.
í Brekkuskóg
■ Ferðafélag íslands gengst
fyrir hclgarfcrð 15.-17. fcbr. í
Haukadal í Biskupstungum.
Gist verður í sumarhúsum í
Brckkuskógi. Farið vcrður í
gönguferðir og skíðagöngu-
ferðir. Komið að Gullfossi.
Upplýsingar og farmiðasala á
skrifstofu F.í. Óldugötu 3.
Sunnudagsferð
F.í. Jósepsdalur
- Ólafsskarð
■ Klukkan 13.00 sunnudag-
inn 17. febrúar verður farið í
dagsferö á vegum Feröafélags
íslands. Gcngið verður um
Sauðadali vestan Sauðadala-
hnúka í Jósepsdal, um Ólafs-
skarð, austur fyrir Blákoll á
Þrengslaveg. Þetta er auðveld
gönguleið og fjölbreytni mikil
í landslagi.
Brottför verður frá Umferð-
armiðstöðinni, austanmegin.
Farmiðar seldir við bíl. en frítt
er fyrir börn í fylgd fullorð-
inna. Skíðagöngu frestað þar
til færi batnar.
Ath.: Ferð í Þórsmörk '
8.-10. mars.