NT - 24.02.1985, Blaðsíða 12

NT - 24.02.1985, Blaðsíða 12
Sunnudagur 24.'febrúar 1985 12 Myndlist ■ Silkiþrykksmynd frá 19H3. Stærð 105x125 sm. Graffítigæi * Yfirlitsmynd frá einkasýningu Haring í Tony Shafrazi g ■ „Kaldhæðni örlaganna" segir Keith Haring um það að til stóð 1982 að New York borg fengi hann til að myndskreyta neðanjarðarlestastöð ofarlega á Manhattan. „Ég hef margsinnis verið handjárnaður fyrir að myndskreyta stöðvarnar algerlega ókeypis. “ Haring er einn af mörgum graffiti náungum sem yfirvöld borgarinnar líta á sem skemmdarvarga af verstu gerð. Um 800 manns eru handteknir á ári við þá iðju að teikna með tússi á vagnana eða úða þá með marglitu innihaldi spreybrúsa. Mér skilst að það gangi á ýmsu við handtökurnar. Michael nokkur Stewart kom til dæmis í fylgd lögreglu á sjúkrahús í slæmu ástandi og dó fljótlega. Löggan sagði hann hafa barið höfðinu við stein. Forystumenn blökkumanna sögðu lögregluna hafa barið hann í klessu. Reyndar hefur Keith Haring ekki spreyjað einn einasta lestarvagn. Hann sérhæfði sig nefnilega í svörtu flötunum á auglýsingatöflunum. Nú skyldi enginn halda að her manns færi á undan Haring og málaði svarta fleti á töflurnar fyrir hann. Málið er að þessar lestarstöðvar eru flísalagðar alls staðar nema þar sem gert er ráð fyrir auglýsingum. Þær eru límdar á þessi svæði þann tíma sem greidd er leiga fyrir þær. Ef allt auglýsingarýmið er ekki útleigt er svartur, mattur, pappír límdur þar og með hvítri töflukrít teiknar Haring á þessa svörtu fleti fólk, dýr og margs konar furðuhluti. Með vængjaða hafmey á heilanum Það að Keith Haring er ekki svartur, kemur ekki úr fátækrahverfi og hefur verið í listaskóla gerir hann að „öðru vísi“ graffiti gæja. Hann er 26 ára og kemur frá Kutztown í Pennsylvaníu. Hann er sá eini í fjölskyldunni sem hefur áhuga á að teikna og það verður til þess að 18 ára er hann sendur í skóla til að læra auglýsingateiknun í Pittsburg Honum leiðist í skólanum og hættir eftir 6 mánuði. í Pittsburg helst hann þó við í tvö ár en þá ferhanntil Ncw York. Haring byrjar í The School of Visual Arts og sækir fyrirlestra hjá Joseph Kosuth og Keith Sonner um hugmyndalist. Hann stúderar egypska og mexíkanska list og er hrifi nn af Cobra, þó aðallega Pierre Alechinsky. Til að hafa í sig á þessum áruni vinnur hann í Tony Shafrazi gallery við það sem til fellur. Pakkar inn myndum. Tekur umbúðirnar utan af öðrum myndum og þess háttar. Par fyrir utan teiknar hann á lestarstöðvunum og málar og teiknar heima hjá sér myndir sem hann sýnir á „neöanjarðarsýningarstöðum" eins og The Mudd Club. Fyrsta einkasýning Haring er samt í Tony Shafrazi gallery sem er mjög venjulegt SoHo gallerí. Þetta er árið 1982 og sýningin samanstendur af fjöldanum öllum af myndum sem festar eru upp um alla veggi. Þessar myndir voru með því myndmáli sem enn einkennir myndir hans. Þær byggjast á útlínum og ofboðslegri einföldun á öllu. Ákveðin mótív eru orðin að eins konar vörumerkjum Harings. Til dæmis: vængjuð hafmeyja og geislavirkt barn. Bannað að hvá! FUN í „Day-Glo“ litum Aðalgalleríið í East Village heitir FUN-gallery og þar var Haring með sýningu haustið 1983. Þessi sýning var það sem á ensku kallast installation og ég kann ekkert almennilegt íslenskt orð yfir. Það þýðir að það er búið til umhverfi í sýningarhúsnæðinu. í félagi við 15 ára innfæddan, svartan graffiti-strák sem nefnir sig LA2 málaði Haring allt galleríið. Þeir þöktu veggi, ofn, símann og yfirleitt allt með þessum táknum sínum. Rétt eins og þeir væru nýkomnir niður úr trjánum og inn í hellana. Stuttu síðar er Haring aftur með einkasýningu aldeilis tvöfalda í roðinu. í Tony Shafrazi gallery er jarðhæðin önnur installation. Veggirnir eru þaktir rauðu munstri sem minnir helst á svínbeygða stiga. Að auki eru á veggjunum ljósmyndir af dökkum mönnum mcö hvít munstur máluð á húðina. Svartir tréskúlptúrar eru á gólfi og veggjum. Niðri í kjallara eru silkiþrykk á veggjunum. í nálægu húsi við Houston stræti er annar sýningarsalur. Á jarðhæðinni þar eru risavaxnir vínildúkar og á þá málaðar fígúrur með lakki. í kjallaranum hafa Haring og LA2 málað allt með sjálflýsandi „Day-glo“ litum. Minnir helst á lélegt byrgi eftir kjarnorkusprengingu. Á veggjunum er Mikki mús í erótískri stellingu ásamt alls kyns óargadýrum. Hávær rap- tónlist fyllir svo endanlega upp írýmið. Ogsvospyrfólk: „Ér þetta list?“ Ég hef séð útlistanir í listatímaritum á tengslum þessa kjallara við forsögulegahellalist. Einhvern veginn finnst mér þetta allt miklu betra á Ijósmyndum en í raunveruleikanum. Þegar ég skoðaði þessa sýningu fannst mér allir mcst uppteknir af því aðhorfa á Haring, en ekki verkin. Hann var miðpunkturinn í hópi sætra stráka og lagði frá þeim marijuanalykt. Verkin fannst mér frekar kaldranaleg. Náðu frá gólfi og til lofts og unnin í steindautt efni, lakk og vínil. ] ske M Hai frábæ no mynd stykki dollar sætust biðrc uta: Harinj eitt diskó o tísku Er listf Pessu er að j ogég neðai ekl lis Markt en c

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.