NT - 24.02.1985, Blaðsíða 18

NT - 24.02.1985, Blaðsíða 18
Sunnudagur 24. febrúar 1985 18 ■ Þaö er óhætt að fullyrða aö hér á landi séu nú margir mjög frambærilegir listamenn sem fást viö Ijósmyndun. Aö vísu hefur þaö viljað brenna við aö litið væri á Ijósmyndun sem annars tlokks list en margt bendir þó til þess að það sé aö breytast. Ef til vill hcfur þctta komið til af því að Ijósmyndun er kennd sem iðngrein í iðn- skólum en hcfur svo smám sam- an jafnframt orðið ein af þeim greinum sem kenndar eru í listaskólum. En hvað uin það, gestur okkar í Ljósbroti að þessu sinni ætti að geta talist jafnvígur á báöuin höndum hvað þetta snertir. Hann er að Ijúka sveinsprófi í Ijósmyndun og hefur þar að auki lagt stund á Ijósmyndanám á erlendri grund. Hann heitir Gunnar Elísson og ætti að vera íslensk- uni blaöalesendum góðkunnur þar sem hann hefur um árabil starfað sem blaðaljósmyndari. Gunnar rckur nú fyrirtækið Kópíu sem sérhæfir sig í ýmiss konar Ijósmyndavinnu. Kona hans, Elín Ellertsdóttir starfar ásamt inanni sínum í fyrirtæki þeirra en hún er einnig gamal- reyndur blaðaljósmyndari. Eins og sést á þeim myndum sem hér gefur að líta er Gunnar langt á veg kominn með að skapa sér sinn eigin stíl með myndum sínum. Árið 1976 tók Gunnar þátt í samsý ningu þar sem myndir hans vöktu strax athygii. Skömmu seinna var honum boðið starf sem Ijósmyndari við Þjóðvilj- ann. „Ég fékk fjórar kiukku- stundir til að hugsa mig um og næsta dag var ég mættur í vinnu sein blaðaljósmyndari. Ég hafði að vísu tekið mikið af mynduin og þekkti vel til verka í myrkraherbergi en ég hafði aldrci áður orðið að taka myndir undir pressu þar sem ætlast er til að hver einasta mynd sé frambærileg. Þetta blessaðist þó allt saman og ég lærði mikið þann tíma scni ég starfaði sem blaðaljósmynd- ari.“ Eftir aö liafa verið á Ijós- mvndaskóla í Gautaborg í tvo vetur kom Gunnar aftur til íslands og fór þá í læri hjá Árna Páli inyndlistarmanni og Ijósmyndara. Jafnframt því vann Gunnar við ýmiss konar Ijósinyndun og er nú eins og áður segir langt kominn með að Ijúka sveinsprófi undir leið- stöng Atla Arasonar. Myndirnar sem hér gefur að líta eru úr ýmsum áttum, sum- ar teknar vcsturí Bandaríkjun- um þar sem Gunnar var „í vinnunni“ eins og hann orðaði það. Aðrar eru teknar hér heima bæði innan húss og utan. „Ég hafði gaman af að taka myndir í stórborgunum New York og Washington. Mér fannst ég sjá myndefni hvert sem ég leit. Sjálfsagt kemur þetta til af því að það sem er nýtt fyrir manni er spennandi myndefni. Það sem maður hefur fyrir augunum alla daga hættir að vera mynd- efni þó svo að það sé ef til vill alveg jafn merkilegt og hitt.“

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.