NT - 24.02.1985, Blaðsíða 13

NT - 24.02.1985, Blaðsíða 13
IVIvndlist Sunnudagur 24. febrúar 1985 13 illeríinu 1983. -landlaginn mmtikraftur? argir-Mlyröa að þessi ing sé fyrst og fremst • verslunarmaður. Fyrir kkrum árum seldust rnar hans á 100 dollara ð en nú er prísinn 25.000 ar. Ekki nema von þótt u strákar bæjarins séu í ð á eftir honum! Fyrir í New York er litið á ; sem graffiti gæja númer . Hann hefur skreytt ek í Tókíó, bíl á Italíu g hannað efni fyrir eiknara að vinna með. hann listamaður eða engur skemmtikraftur? svarar Harmg svo: ..Ég ;era sams konar myndir tef gert í gegnum tíðina í stöðvum ijarðarlestanna. Pað er :i ég sem hef skapað taverkamarkaðinn. ðurinn var til löngu áður g kom til sögunnar." Aðrir segj a að hann arðræni hina eiginlegu graffiti- listamenn, svörtu krakkana úr fátækrahverfunum. LA2 er tekinn sem dæmi. Hann er sagður hafa þurft að borga efnið að hluta á meðan báðir voru blankir en nú þegar vel gangi deili Haring efnahagslegri velgengni ekki með honum. Svör við þessari ásökun finn ég hvergi enda þora sjálfsagt engir spyrlar að orðaþetta viðstórstirnið. Hins vegar segir mér svo hugur um að væri LA2 hvítur millistéttarunglingur þá færu foreldrar hans í mál við Haring og krefðust milljóna í bætur. Andi listarinnar Þótt vafalaust virki myndir Harings til lengdar sem yfirborðskenndar endurtekningar þá má sjá á þeim jákvæða fleti. Þær höfða til fjöldans. Þær eru oft með orkumiklum hrynjanda í teikningunni. Og hann vinnur ■ Nafnlaus mynd sem Haríng segisl hafa málað daginn sem John Lennon var skotinn. Slærð 360x360 sm. 1982. jafn auðveldlega Iitlar teikningar og risavaxnar installations. Um listsköpun sína segir Haring meðal annars: „Það er enginn munur á því hvort ég teikna með spýtu í sandinn eða hvort ég nota tölvuskjá til þess. Einbeitingin er sú sama og viðhorfið til sköpunarinnar það sama“. Hann segist vinna mjög hratt og líta á myndsköpun sína sem eins konar gjörning. Hann talar af hrifningu um ósjálfráða skrift og segir svo: „Listamaðurinn er eins konar ílát sem allt rennur í gegnum. Við sjáum aðeins brot af anda listarinnar í hinum endanlegu máluðu myndum." Auðvitað má verja hvaða drasl sem er með hástemmdu orðalagi. Tíminn á eftir að leiða í Ijós hvort myndir Harings lúta lögmáli graffitilistarinnar, að þroskast ekki heldur verða bara eldri. Svala Sigurlcifsdóttir Keith Haríng að teikna í neðanjarðarlestastöð í New York. GERUM GOÐAN FISK í.'Á - ii; Vandvirkni sjómanna og starfsfólks í frystihúsum hefur skapað íslenskum fiski heimsfrægð fyrir gæði en við megum aldrei slaka á. Stöðug vandvirkni í snyrtingu og pökkun, hreinlæti og rétturklæðnaðurgeragæfumuninn. Gleymum ekki sótthreinsun á höndum og hönskum. Rétt höfuðfat getur komið í veg fyrir slæm óhöpp. Aðskotahlutir í fiski fella hann í gæðamati. Skilum íslenska fiskinum til neytandans sem þeim besta. Sjávanítvegsráðweytið Kynningarstorf fyrir bættum fiskgaaóum

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.