NT


NT - 24.02.1985, Side 17

NT - 24.02.1985, Side 17
17 Hérna eru sjö reiðhjól. það síðasta fengum við í dag," sagði Þórir Her- sveinsson. lögregluþjónn, sem hefur umsjón með óskila- munadeildinni á lögreglustöð- inni í Reykjavík. „Við verðum að geyma hjólin hérna úti í porti, mestan fjöldann af þeim, því annars mundi allt fyllast hjá okkur á skömmum tíma. A sl. ári komu inn 340 hjól. En sem betur fór komust á annað hundrað í hendur eigenda sinna. Hin fóru á áriegt upp- boð óskilamuna í Borgartúni Það er ekki ofsögum sagt að það kenni margra grasa á óskilamunadeiidinni. A hillum standa töskur með leikfimi og íþróttabúningum tugum saman, svo nægja mundi öllum handboltaliðum í landinu. Á næstu hillu eru svo myndavélár og útvarpstæki í snyrtilegri röð, þar á meðal kvikmynda- tökuvél og neðansjávarmynda- vél. Já, því eru lítil takmörk sett sem getur glatast. Til dæm- is stóru hátalararnir, sem ein- hverntíma hafa fylgt vönduð- um hljómflutningstækjum. „Hátalararnir fundust á bak við nýja útvarpshúsið," segir Þórir. „Þetta er örugglega þjófagóss. Sá sem stal þeim liefur falið þá þarna og svo ekki treyst sér til að sækja þá. Hingað berst rnikið af munum sem farið hafa .um hendur þjófa. Til dæmis þessar bækur, „Riddarasögurnar." Þærfund- a Þvíeru lítil takmörk settsem fólk getur tapað. Með þvíkynlegra eru sjálfsalarnir þarna, sem Þórir Hersveinsson stendur hjá. ust uppi í gamla kirkjugarðin- um. En ef til vill eru sælgætis- sjálfsalarnir þarna nreð því kynlegra sem er hérna inni. Þeir fundust á vfðavangi, ef- laust eftir einhverja fingra- langa náunga líka. Við förum heldur ekki var- hluta af listinni. Þarna stendur höggmynd af einhverri gyðju og þessa þverflautu færði okk- ur kona, hafði fundið hana í skafli. Mér verður oft hugsað til þess sem á flautuna, því það er ekki gaman að glata svona góðum og dýrum hlut. Við vorum hérna með gítar, en hann er nú kominn til skila. Það er oft smávegis klaufa- skapur því samfara, þegar fólk týnir hlutum. Þarna ervarahjól af jeppabíl, sem maður gleymdi á þvottastöð. Hann fór á stöðina og spurði um hjólið og afgreiðslumaðurinn kvaðst ekkert um það vita. Hann var ncfnilega nýkominn á vaktina og sá sem var á undan honum hafði látið lög- regluna fá hjólið, án þess að segja manninum af því. Því liggur það hér enn. Við reynurn allt sem hægt er til þess að hafa uppi á eigend- um munanna. Allt sem kemur hingað er skráð og höfum við einhverjar vísbendingar um eiganda er hringt til hans. Það eru einkum veski sem komast þannig til skila, vegna þess að oft eru i þeim skilríki. En verra er það með úr, skartgripi og því um líkt. Slíkir gripir fylla hér heilar skúffur. (NT-mynd: Sverrir) Aö sjálfsögðu er mikið hringt hirigað og spurt um eitt og annað sem tapast hefur og oft er heppnin með okkur. En því miöur ekki alltaf'. En það er um að gera aö spyrjast fyrir, enda er það svo að við verðum næstum eins fegnir og eigand- inn þegar hluturinn kemst í réttar hendur á ný.“ Vegna góðrar reynslu bjóðum við óhræddir 2 ára ábyrgð á CASE dráttarvélum, og erum þar með fyrstir á íslandi til að veita dráttarvélakaupendum slíkt öryggi. Þeir sem hafa keypt CASE dráttarvél nú þegar munu einnig njóta tveggja ára ábyrgðar. Mjög gott verð á öllum stærðum t.d. 1294 62 ha. með drifi á öllum hjólum og fullkomnasta búnaði á aðeins kr. 510.000.- Bendum sérstaklega á hinn fjölþætta búnað, svo sem: Frábæra aðstöðu fyrir stjórnanda. — Hljóðeinangrað hús með sléttu gólfi, lituðu gleri og frábæru útsýni. A uk þess er öllum stjórribúnaði komið fyrir á þægilegasta máta fyrir stjórnandann. HYDRA-SHIFT Auka má og draga úr hrað- anum meö því einu að færa gírstöngina fram eða aftur, án þess að kúpla frá eða stöðva velina. Tveggja ára ábyrgð [fEH Dráttarvélar íýmsum stærðum ð eða án framdrífs. Kynnið ykkur verð og greiðslukjör m mo®S§h Járnhálsi 2 r 110 Reykjavík T Sími 83266. (ovn ÞÉR TEKSTÞAÐ MEÐ CSS

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.