NT - 10.03.1985, Qupperneq 4
n Sunnudagur 10. mars 1985’ 4
LlIÍ A
IjLndrej j Larkovskij
■ Síöasta senan í myndinni
Nostalgia eftir Tarkovskij.
Eins og oftast er rigning meö í
spilinu og í bakgrunni má sjá
æskuheimilið.
■ Aðalpersónan Kelvin í
kvikmyndinni Solaris en
myndin vakti óhemju athygli
þegar hún var sýnd á sínum
tíma.
■ Nú um helgina hefst í Háskólabíói og
Regnboganum í Reykjavík einkar merkileg
kvikmyndahátíð, þar sem sýndar verða allar myndir
Rússans Andrej Tarkovskij.
Eins og kunnugt er
stendur Tarkovskij í baráttu við yfírvöld í heimalandi
sínu sem hafa ekki leyft börnum hans að yfírgefa
landið.
Nýlega var stofnuð hér á landi nefnd m.a. til
stuðnings því að hann fái börnin sín til sín og það er
einmitt sú nefnd sem fyrir sýningunum stendur.
Um líkt leyti og Tarkovskij hafði lokið við síðustu
kvikmynd sína Nostalgia ræddi ítalski blaðamaðurinn
Cesare Biarese við listamanninn og fer
viðtaliðhérá eftir.
■ Hvernig fæðist verk eins
og Nostalgia og hvernig þró-
astþað?
Eg hef lengi viljað greina
það hugarástand sem einkenn-
ir rússneskan menntamann er-
lendis. Nostalgia gerist á ft-
alíu vegna þess að það er land
sem ég þekki: Ég hef verið þar
mörgum sinnum og alltaf farið
þaðan undir nýjum áhrifum.
Kannski líka vegna þess að
það er eina erlenda iandið þar
sem ég finn til nálægðar
fólksins. Þegar ég hóf vinnslu
myndarinnar breyttust hin
klassísku ferðamannaáhrif og
urðu að dýpri tilfinningum og
litirnir þéttust. Kvikmyndin
hefur orðið bergmál minnar
eigin þjáningar vegna þess að
ég er langt frá því landi sem ég
yfirgaf árið 1981.
Nostaigia fjallar ekki um
samband mitt við Ítalíu. Hún
er heldur ekki kvikmynd sem
hræðir fólk frá því að ferðast.
Hún er um reynslu mína af
skilnaðinum við land mitt.
Hún er minning, frásögn um
sjúkdóm, sjúkdóm sem heitir
„Nostalgia“.
Hvers vegna sjúkdómur?
Vegna þess að það er raun-
verulega sjúkdómur. Það er
ekki einungis tregi. Það er
sjúkdómur vegna þess að það
rænir andann krafti, hæfi-
leikanum til vinnu og þar að
auki sjálfri lífslönguninni. Það
er eins og fötlun. vöntun á
einhverju, hluta af manni
sjálfum. Ég er viss um að fyrir
rússneska skapgerð er þetta
sjúkdómur.
Pað að upplifa hlutina og
lífið sjálft á þennan hátt, er
mjög líkt hinni rússnesku sál-
argerð. Ég man eftir því að þú
sagðir einu sinni: Fyrir Rússa
er „nostalgia“ fastbundin eðli
hans. “ Pessvegna held ég að
„nostalgia“ sé mjög ólík hinni
ítölsku merkingu orðsins.
Einmitt. f rauninni er erfitt
fyrir mig að tala um „nostalg-
iu“ á ítöisku og gera mig
skiljanlegan á meðal fólks sem
ekki er Rússar. Ég endurtek:
Þetta er sjúkdómur, hann get-
ur að auki leitt til dauða. Þetta
er hin siðferðilega þjáning sál-
arinnar. Sá sem ekki sigrast á
henni deyr. Maður getur bara
sýkst af honum erlendis. Ef ég
er staddur í einhverjum öðrum
hluta Rússlands get ég verið
tregafullur en ég finn ekki til
„ nostalgiu". Ég get tregað
staðinn þar sem ég fæddist: Ég
sakna hans, læt mig dreyma
um hann, en það er eitthvað
annað en „nostalgia".
Hvererþá uppruni „nostalg-
iunnar“?
Því er erfitt að svara. Ég
held að grunnur þessa sjúk-
dóms sé vöntun á mannlegum
skyldleika. Það er eins og ég sé
á háu fjalli þar sem loftþrýst-
ingur er lágur og þar sem ég fæ
ekki nóg súrefni. Það er erfitt
að útskýra þetta: „Nostalgia14
líkist því að tapa trú og von.
Pú hefur gefið í skyn að eitt
af temum þessarar nýju mynd-
ar þinnar sé samskipti mismun-
andi menningarsvæða. Sam-
skipti með miklum vandamál-
um. í rauninni vonlaust sam-
bandefég túlka h ugsanirþínar '
rétt.
í byrjun hélt ég að þetta
tema yrði mjög þýðingarmikið
í myndinni. Síðar skipti ég um
skoðun og þessvegna er minnst
aðeins á það í stuttum samræð-
um, en það er aldrei tekið upp
á víðfeman hátt. En samt vil ég
svara spurningunni. Listaverk
geta þeir einir skilið sem til-
heyra því menningarsvæði þar
sem verkið fæðist. Sá sem
þykist skilja það þótt að hann
komi annars staðar frá, blekkir
sjálfan sig. Skógi sem lýst er í
japanskri bók, er ekki hægt að
líkja við skóg á Sikiley eða
Siberíu. Ég get aldrei upplifað
hann á sama hátt og Japani.
Að kunna landafræði hjálpar
ekki; japönsk list og bók-
menntir verða alltaf eitthvað
ókunnugt og fjarlægt fyrir mér.
Engin þýðing bókmennta
eða hvers sem er, sem lýst
hefur verið með orðum, getur
kallað fram litbrigðin eða hið
raunverulega innihald efnisins,
án þess að taka þetta inn í
dæmið. Við höfum einmitt
sönnun þess þegar við tölum
um Nostaigia. Ég held að Rússi
geti aldrei til fullnustu skilið
ljóð Petrarcas jafnvel þó að
hann hafi fullt vald á ítalskri
tungu, og á sama hátt getur
ítalraldrei skilið Púskín.
Pá erþaðþýðingarlaust, eða
jafnvel enn verra. fyr-
ir ítala að lesa til dæmis Dost-
ojevskí eða að sjá Kirsu-
berjagarðinn vegna þess að þá
heldur hann að hann hafi
skilið þessi verk.
Eins og ég lít á málið er það
raunverulega skaðlegt vegna
þess að það er betra að vita
ekki neitt heldur en að hafa
afskræmda mynd. Til að skilja
er nauðsyniegt að lifa saman,
deila lífinu. Það er ekki nóg að
lesa bækur eða hlusta á tónlist.
Ef maður bara gerir það, þá er
stutt í snobbismann. Því miður
er svo farið um marga, til
dæmis ítalska menntamenn
sem hafa búið í Moskvu, að
þeir skilja ekki neitt af lifnaðar-