NT


NT - 10.03.1985, Side 6

NT - 10.03.1985, Side 6
Sunnudagur 10. mars 1985 6 Þ JL eirri hugmynd virðist hafa aukist fylgi að undanförnu að frjálshyggjan sé, ef ekki sá eini þá alltént sá skeleggasti, talsmaður frelsis og lýðræðis. Þessi hugmynd er þó varasöm og villandi eins og einföld athugun á grundvallarhugtökum leiðir í ljós. í eftirfarandi er velt við steinum sem allt of oft liggja óhreyfðir og rifjaö upp samhengið milli hugtaka eins og frelsi, manngildi, mannréttindi og markaðsfrelsi. ■ Með tilkomu hægri sveiflunnar svokölluðu, sem herjað hefur á vest- urlönd síðastliðinn áratug, hefur hugtakið frelsi cða frelsi einstaklings- ins orðið mjög áberandi í þjóðmála- umræðu. Hér á landi hafa menn ekki farið varhluta af þessu, enda hafa frjálshyggjumenn gengið fram fyrir skjöldu í breiðíylkingum og útskýrt fyrir þjóðinni mikilvægi þess að endurnýja trúna á þetta næstuni gleymda fyrirbæri. Kjarnínn í mál- flutningi þeirra hefur vcrið trúin á markaðskerfið og getu þess til að cfla framleiðslu, framleiðni, og yfirhöfuð stækka þjóðarkökuna. Til þess að svo megi vera, þurfa markaðsöftin að vera laus undan höftum ríkisvaldsins, það veröur að ríkja efnahagslegt frelsi. I’essi áhersla á markaðsfrelsið hefur hins vegar leitt til útþynningar á frelsis hugtakinu og er málflutning- ur markaðshyggjumanna nær alltaf sá sami þegar frelsið ber á góma. Þeir/ þær tengja markaðsfrclsiö við frelsi almennt, gjarnan með tilvísun til markaðsleysis og ófrelsis almennt í austan tjalds ríkjunum og síðan er frelsið sett í samband við lýðræði, en ófrelsi við kommúnisma. Bingó, markaðsfrelsið er lýðræði og því frjálsari markaðurþví meira lýðræði. ingar og réttinda, er eigi verða af honum tekin, og er þetta undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heimin- um.“ Hinir fjórir flokkar mannrétt- inda eru því óaðskiljanlegir mann- gildinu og siðferðislegur réttur sér- hvers einstaklings. Þetta er hinn svo- kallaði náttúruréttur, en samkvæmt honum eru til ákveðnar algildar grundvallarreglur eða lögmál, sem hafa æðra gildi og eru eins konar mælistika á réttmæti og gildi annarar löggjafar. Vegna þess að þessi réttindi eru algild siðferðileg réttindi og ákvarðandi um manngildi einstakl- inganna, væri það siðleysi að svipta einhvern eða afsala sjálfunt sér þeim. Það væri aðför að manngildinu sjálfu. Jákvætt og nei- kvætt frelsi En siðfræðilegur réttur er ekki alltaf raunverulegur réttur. Hcim- spekingurinn Bentham benti á þetta með fleigum orðum en hann sagði: „Rétturinn cr afurð laga; frá raun- verulegum lögum kemur raunveru- legur réttur, en frá ímynduðum lögum, „náttúrulögum", kemur ímyndaður réttur". Bæði hinn sið- Fjórir flokkar frelsis Þetta er þó vægast sagt vafásöm útlegging á frelsinu og samræmist hreint ekki aimennri lýðræðiskenn- ingu sem þó byggir á grunni hinnar klassísku frjálshyggju almennt. Málið er flóknara en svo að unnt sé að leggja að jöfnu ríkisafskipti og frelsis- skerðingu. Þvert á móti eru samskipti ríkis og þegna skilgreind á mjög ákveðinn hátt, þar sem þegnarnir njóta ákveðinna réttinda og ríkisvald- ið stendur síðan vörð um þessi rétt- indi annað hvort mcð afskiptum eða afskiptaleysi. Spumingin um frelsi er því spurning um réttindi samkvæmt arf- leið frjálshyggjunnar og almennri lýðræðiskenningu. í lýðræðisríkjum vesturlanda, sem byggja á þessari arfleið, er oft talað um fjóra flokka frelsis eða grundvallar mannréttinda. Þannig talar stjórnlaga og mannrétt- inda sérfræðingurinn Bora Laskin um: efnahagslegt frelsi; lagalegt frelsi; pólitískt frelsi; og jafnaðar frelsi (egalitarian liberties). Algengt er að mismikil áhersla sé lögð á hina ýmsu flokka þegar verið er að fjalla um frelsi eða réttindi, en slíkt getur verið varasamt vegna þess að allir eru þeir innbyrðis tengdir og háðir hvorir öðrum. Samkvæmt allri lýðræðis- kenningu liggur pólitískt vald, þegar allt kemur til alls, hjá einstaklingnum. Því er öllum einstaklingum áskilin, í krafti manngildis þeirra þessi grund- vallar réttindi. Mannréttindayfirlýs- ing Sameinuðu Þjóðanna hefst á þess- um orðum: „Það ber að viðurkenna, að hver maður er jafnborinn til virð- fræðilegi og raunverulegi réttur vísa til ákveðins valds eða dómara sem segir til um hvað sé rangt og hvað sé rétt. Dómarinn er þó fjarri því að vera sá santi í báðum tilfellum. Sið- ferðilegur réttur höfðar til samvisk- unnar en raunverulegur réttur til raunlaga eða þeirra laga scm lög- gjafasamkunda hefur sett. Því er nauðsynlegt að lögleiða þessi grund- vallar mannréttindi og er það yfirleitt gert í stjórnarskrám vestrænna ríkja, en þær setja ríkisvaldinu ákveðin takmörk og tryggja þannig þegnana gegn gjörræðislegum yfirgangi þess. En það er þó aðeins önnur hlið málsins. Mörk jafnaðar réttindanna þarfnast tryggingar og beinna afskipta ríkisvaldsins umfram það sem kveðið er á um í stjórnarskrá. Það kentur því fram ákveðinn mismunur á milli jafn- aðar réttinda og annarra mannrétt- inda, en hann má skoða með tilliti til hvers þessi réttindi krefjast af ríkis- valdinu. Annars vegar krefjast mannréttindi þess að ríkið skipti sér ekki af sam- skiptum einstaklinganna og hefti þannig frelsi þeirra, en hins vegar.er það mannréttindum nauðsynlegt að ríkisvaldið skipti sér af samskiptum einstaklinganna til þess að tryggja frelsi þeirra. Seinni liðurinn í þessari þversögn kemur til vegna jafnaðar réttindanna, sem eiga að tryggja að einstaklingarnir hafi jöfn tækifæri til þess að taka þátt í samfélaginu. Það eru því tvær hliðar á frelsinu eða því sem mætti kalla borgaraleg réttindi. Önnur er frelsið undan afskiptum ríkisvaldsins og hin frelsi einstakling- anna til þess að taka þátt í samfélags- legu starfi á jafnræðisgrundvelli. Um þetta mætti einnig nota hugtökin neikvætt og jákvætt frelsi, sem væru þá skilin í því samhengi sem þau standa hér. Neikvæða frelsið áskilur einstaklingunum rétt til þess að gera það sem þeir vilja án hafta (ríkisvalds- ins), en jákvætt frelsi tryggir einstak- lingunum að þeir hafi jafnan rétt til þess að þroskast og þróast í virðing og mannleika. Annars vegar er um að ræða afskiptaleysi ríkisvaldsins og hins vegar afskipti ríkisvaldsins. Hjólastóla- maðurinn Af grundvallar mannréttindum eru jafnaðar frelsið eða jafnréttið dæmi um jákvætt frelsi, því þar eru settar fram ákveðnar lágmarkskröfur fyrir því að einstaklingnum sé gert fært að þroskast og þróast í virðingu og mannleika. Þetta undirstrikar aftur spurninguna um tengslin milli frelsis og jafnréttis. Jákvætt frelsi er greini- lega nátengdara jafnrétti en neikvætt frelsi, því án einhvers lágmarks jafn- réttis.er jákvætt frelsi merkingarlaust: Það verður að tryggja öllum lágmarks tækifæri til þess að geta notið frelsis- ins. Þessi lágmarks'þröskuldur getur og hefur verið skilinn á nokkuð mismunandi hátt. Þannig hefur því verið haldið fram (og verið viðtekin skoðun síðan um stríð) að jákvætt frelsi sé einungis hugsanlegt þar sem víðtækt velferðarkerfi er við lýði og engum þröngvað til þess að búa í fáfræði og fátækt. Algjört lágmark hlýtur það þó að vera að þessi þrösk- uldur sé settur við eiginleika sem einstaklingurinn sjálfur hefur ekki fræðilega möguleika á að ráða yfir, svo sem kynferði, litarhætti eða bæklun. Til frekari skýringar mætti hér taka dæmi sem frjálshyggjumaður notaði í grein í DV fyrir nokkru, því það lýsir betur en margt annað fátæk- legum tilþrifum þessa hóps til að skilja frelsis hugtakið. í grein þessari var talað um að maður sem væri bundinn við hjólastól væri ekki ófrjáls þó hann gæti ekki staðið upp - nema ríkisvaldið bannaði honum það! Ætl- unin hefur trúlega verið að nota þetta dæmi til þess að útskýra það sem hér hefur verið kallað neikvætt frelsi. Þó vitaskuld sé dæmið hjákátlegt. En, það sem þetta dæmi undirstrikar er það hvernig frelsis hugtakið afskræm- ist þegar útgangs punkturinn er tek- inn í markaðsfrelsi en ekki manngildi. Hjólastólamanninum þarf vitanlega að tryggja jákvætt frelsi, sem gerir honum kleift að þróast og þroskast í virðing og mannleika þrátt fyrir bækl- un sína. Það er fáránlegt að tala um frelsi fyrr en þessi grundvallar mann- réttindi eru tryggð. Hér er það ríkis- valdið sem grípur inn í og tryggir að þessi réttindi séu virt. Jafnréttislögin frá 1976 banna mismunun á grund- velli kynferðis og setja við slíku viðurlög og eru því dæmi um þetta. Eignarréttur gegn jafnaðarrétti Ríkisafskipti af þessu tagi geta hins vegar stangast á við skyldur ríkisins til að tryggja neikvætt frelsi, að hefta ekki samskipti einstaklinganna. Þetta getur verið sérstaklega við- kvæmt á mörkunum milli jafnaðar réttinda og efnahagslegra réttinda. Skýringardæmi gæti verið ef atvinnu- rekandi hefði af einhverjum ástæðum á móti því að ráða konu til starfa í fyrirtæki sínu. Maðurinn á fyrirtækið og hefur yfir því fullan ráðstöfunar- rétt. Hins vegar eru í þessu tilfelli takmörk á eignarréttinum, því mað- urinn má ekki neita að ráða konu til starfa hjá sér, slíkt væri brot á jafnrétt- islögunum. Konan á rétt á því að henni sé ekki mismunað á grundvelli kynferðis slíkt vegur að manngildi hennar. Þetta dæmi dregur athyglina að hugs- anlegum árekstrum milli jákvæðs og neikvæðs frelsis, milli afskiptaleysis og afskipta ríkisins. Spurningin stend- ur um það hvor rétturinn eigi að gilda, eignarréttur fyrirtækiseigand- ans eða jafnaðar réttur konunnar. Með tilliti til siðferðislögmálsins (náttúruréttarins) einvörðungu - sem segir til um réttmæti allra laga - þá ætti réttur konunnar að gilda. Þessi árekstur kemur þó ekki upp á hinu siðferðilega og fræðilega sviði. Hér að framan var bent á, að þegar allt kemur til alls, er eignarrétturinn sið- ferðilegur réttur og því ber þeim er nýtur hans jafnframt siðferðileg skylda til þess að nota hann á siðferði- legan hátt. Það væri hins vegar ekki raunin ef hann mismunaði fólki á grundvelli kynferðis og hefði þá fyrir- gert rétti sínum. En hinn siðferðilegi réttur hefur samviskuna sem dómara og í þessu tilfelli samvisku fyrirtækiseigandans. ■L.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.