NT - 10.03.1985, Side 9
aðskilnaður væri nauðsynlegur
til að skaðinn yrði sern
minnstur.
Orsakir
En hvað er það sem fær
fullorðið fólk og það foreldra
til slíkra óhæfuverka að beita
börn sín ofbeidi?
Við bárunt þessa spurningu
rneðal annars undir Halldór
Hansen barnalækni.
Halldór benti á að mjög oft
væri talið að orsakanna væri að
leyta í frumbernsku þessa
fólks. Viðkomandi hefur ekki
fengið tækifæri til að þroska
tilfinningalíf sitt rneð eðlileg-
uni hætti í bernsku og er því
illa undir það búinn að takast
á við þær skyldur sem fylgja
þvíaðeignast barn. Þuttgáföll,
sent einstaklingurinn verður
fyrir á fyrstu æfiskeiðunum og
yfirborðskennt samband við
móðurina eða þá sem standa
honurn næst, gera það að verk-
um að einstaklingurinn á erfitt
með að tengjast öðrum mann-
eskjum, síðar á ævinni, djúp-
um tilfinningaböndum. Einnig
verður oft vart við það hjá
þessu fólki það sem fræðimenn
kalla „acting out“ eða það að
viökomandi á í erfiðleikum
síðar á ævinni með að koma
tilfinningum sínum til skila
með eðlilegunt hætti og þá er
oft stutt í einhvers konar of-
beldi. Sumir fræðimenn telja
að barn sem gengur í gegnunt
mikla tilfinningalega erfiðleika
á fyrsta eða öðru aldursári geti
síðar á ævinni ekki munað
slíkt með venjulegum hætti,
meðal annars vegna þess að
mál og hugsun hafi ekki náð
þeim þroska. Minningin setur
þó sín spor í sálarlíf einstak-
lingsins og brýst út síðar á
ævinni sem beinar aðgerðir
þar sem viðkomandi lætur
hendur skipta í stað þess að
vinna úr þessum sárindum sín-
unt með öðrunt hætti. Sam-
kvæmt þessum skilningi er ot-
beldið eins konar minning scm
ekki á sér annan farveg.
Ofbeldi gengur mann
fram af manni
Petta leiðir svo aftur af sér
það að sá sem beittur hefur
verið ofbeldi á unga aldri sé
líklegur til þess að gera slíkt
hið sarna þegar hann svo síðar
á ævinni verðurforeldri. Þann-
ig geta slík voðaverk gengið
mann fram af manni og stund-
um er talað um félagslegar
eríðir í þessu sambandi.
Halldór taldi að ef konta
ætti í veg fyrir ofbeldi gegn
ungabörnum yrði að hafa þetta
að leiðarljósi. Barnið verður
að fá tækifæri á því að bindast
móðurinni, eða þeim einstak-
lingi sem annast það, eðlilegum
tilfinningaböndum. Öðru vísi
verði það illa í stakk búið síðar
meir að axla þá byrði sem
foreldrahlutverkinu fylgir.
Sem betur fer hefur ekki
aðeins tekist að hjálpa
börnum, sem verða fyrir mis-
þyrmingum, heldur einnig því
fólki sem lendir í þeirri ógæfu
að framkvæma slíka verknaði.
Til að svo megi verða þarf að
koma til meðferð þar sem
þessu fólki er hjálpað til að
vinna með erfiðleika sína en
þar að auki þarf að koma til
ýmis konar önnur aðstoð. Eins
og áður segir er álag og stress
\ fjölskyldunni ein helsta
gróðrastía ofbeldis og því
verður einnig að breyta.
Það má ljóst vera af framan-
sögðu að hér er ekki aðeins um
líf einstaklinga að tefla heldur
einnig hvernig börnum okkar
reiðir af í framtíðinni. Það
kann að hljóma óskemmtilega
en staðreyndirnar tala sínu
rnáli. Á þessari stundu eru mjög
miklar líkur á því að ungabörn
hér á landi verði fyrir ofbeldi í
einhverju formi og það ofbeldi
leiðir til óbætanlegs skaða.
fjöldamörg önnur vandamál að
stríða og þannig mætti tala um
félagslegan sjúkdóm í þessu
sambandi."
Pétur sagði að því væri ekki
að leyna að sannanlega væru
nýleg dæmi hér á landi þar sem
börn hefðu orðið fyrir varan-
legum skaða vegna ofbeldis á
heimilum sínu. Flokkun hans
á þessum fyrirbærum var sam-
svarandi þeirri flokkun sem
Aðalsteinn Sigfússon sálfræð-
ingur notaði og vitnað er til hér
að framan, þó svo að önnur
heiti væru notuð. Pétur valdi
að skipta ofbeldi gagnvart
börnum niður í fjóra flokka.
Andlegt ofbeldi, líkamlegt of-
beldi, beina vanrækslu og svo
kynferðislegt ofbeldi. „Van-
ræksla á ungabörnum er það
sem oftast verður vart við.
Hún lýsir sér í því að ekki er
hugsað fyrir þörfum barnsins
eins og vera ber og það er látið
afskiptalaust og sniðgengið.
Að vísu er slík vanræksla mis-
mikil en erfitt er að setja
einhver ákveðin mörk milli
þess sem telja má eðlilegt at-
hæfi og þess sem kalla verður
skaðlegt. Petta fer líka eftir
samfélagsgerðinni og víst er
um það að mjög misjafnlega er
litið á þessi fyrirbæri í hinum
mismunandi löndum.
Mikiðálag
elur af sér ofbeldi
Hvað ísland snertir þá vant-
ar hér meiri rannsóknir þannig
að hægt sé að fullyrða nákvæm-
lega hversu algengt ofbeldi
gagnvart börnum er en það
verður þó ekki fram hjá því
litið að það fyrirfinnst. Sér-
staklega má gera ráð fyrir að
hinn langi vinnudagur og álag
í fjölskyldum hér' á landi sé
jarðvegur sem mjög líklegur
er til að ala af sér ofbeldi af
þessu tagi. Lausung er einnig
fyrirbæri sem mikið verður
vart við hér á landi, hjóna-
skilnaðir eru tíðir og börn látin
ganga meira sjálfala hér en
víða annars staðar. Öll þessi
atriði eru líkleg til að ýta undir
ofbeldi af einhverju tagi hvort
sem það er virkt eða óvirkt."
Pétur benti einnig á þetta
vandamál yrði ekki leyst nema
mtð tilkomu skipulegs átaks.
Pað þurfa margir aðilar að
vinna saman til að tryggja
megi börnum sæmilegan að-
búnað. Okkur vantar meiri
samhæfingu á því opinbera
kerfi sem tekst á við þetta
vandamál auk þess sem koma
þarf til meira af sérhæfðu fólki
sem kann að bregðast rétt við
og grípa inn í áður en skaðinn
er skeður. Upplýsingar um
þarfir barna á öllum sviðum
þarf einnig að auka. Erlendis
þar sem unnið hefur verið
skipulega með mál af þessu
tagi hefur fræðslu- og upplýs-
ingaþátturinn ávallt reynst
mikilvægur. í því sambandi
hefur verið lögð áhersla á að
gera fólki grein fyrir því, til
dæmis, hvaða afleiðingar það
getur haft fyrir þroska barn-
anna að vanrækja þau líkam-
lega og andlega.
Skylt að iáta vita
Nú er það svo að hverjum og
einum er skylt samkvæmt lög-
um að láta viðkomandi barna-
verndarnefnd vita ef grunur
leikur á að um ofbeldi gagnvart
börnum sé að ræða. Það er
svo fyrst og fremst barnavernd-
arnefndanna að grípa inn í og
finna úrræði, sem geta komið í
veg fyrir að slíkt endurtaki sig
eða haldi áfram.
Smart-mynd
Allir þeir sem rætt var við
töldu að mál af þessu tagi yrðu
ekki leyst nema með samvinnu
margra aðila. Hvað fjölskyldu
barnsins viðvíkur hefur oft
reynst nauðsynlegt að rjúfa
þetta samband um tíma og
koma barninu eða börnunum
fyrir annars staðar á meðan
unnið er með málið. í sumum
tilvikum verður að gera þetta
gegn vilja foreldranna eða að-
standenda og slíkar aðgerðir
reynast oft flóknar og sárs-
aukafullar fyrir þá sem hlut
eiga að máli.
í Bandaríkjunum, þar sem
Pétur var við nám og starfaði
sem barnalæknir, er víða grip-
ið til þess ráðs að leggja börnin
inn á spítala á meðan verið er
að vinna að lausn mála og
sagði Pétur að á síðustu árum
hefðu menn farið að hallast
nteir og meir uð því að slt'kur