NT


NT - 10.03.1985, Síða 16

NT - 10.03.1985, Síða 16
cc Sunnudagur 10. mars 1985 16 Kæra „þú" Þú sendir mér langt og ýtar- legt bréf um þína líðan í dag en þú setur mig í þó nokkra klemmu þegar þú segir í lok bréfsins að þú viljir helst ekki að ég birti bréfið en bara svarið. Finnst mér það miður ef ekkert birtist af þínu bréfi, því bæði er það ágætlega skrif- að og einnig finnst mér margar konur hafa sagt mér svipaða sögu og þú gerir í bréfi þínu. Leyfi ég mér að birta hluta af bréfi þínu þótt stytt sé þar sem þú bannar mér það ekki alveg. Hér er stytt bréf þitt: Ég er sjúklega afbrýðisöm „Komdu sæll Mig heíur lengi langad að skiiía þéi, en veit ekki hvoit ■ mitt vandamál heyiii undii geðlækni. Þannig ei að ég et alveg sjúklega aíhiýðisöm út íja ílest allt annað kvenfólk. Því miðui læð ég alls ekki við þessa tilfinningu og ei hún að eitia allt mitt líf og mannsins míns. Stundum hef ég veiið að velta því fyiii méi að leita til lýtalæknis og láta lappa upp á sjálfa mig og athuga hvoit þetta hveifi ekki því að ég ei með minnimáttaikennd út af maganum á méi og bijóstun- um. Ég ei nefnilega eitt stóit slit, naflinn á méi sést vaila því hann hveifui í slit og kiumpui (ég ei ekki feit). Svo ei ég með lítil og slitin bijóst, semí „þokkabót" þuifa aðlafa. Ég hef aldiei talað um þetta eða þessi vandamál við einn né neinn því ég ei svo hiædd um að veiða að athlægi. Ekki einu sinni hef ég talað um þetta við manninn minn. Þessi afbtýðisemi kemui þannig fiam að ef sést bei kvenmaðui í sjónvaipi eða blaði fei allt af stað inn í méi. Ég veið svo hiyllilega leið og pinuð að ég læt það bitna á einhveijum öðium, aðallega manninum mínum. Ég leyni að hafa hemil á méiþegaiböinin ciu nálægt. En þetta ei svo etfitt, allt i hnút í bijóstmu á méi (það hggui við að eg finni til) og stundum (eiginlega alltaf) þeg- ai við hoifum á bíómynd og kvenmaðui ei að stiiplast þá finn ég fyiii hatii sem beinist að manninum mínum ogþetta ei lengi að hveifa. Þegai við föium upp í lúm á eftii þá vil ég ekki sjá að veia meðhonum. Stundum á það að veia lefsing og stundum ei ég hiædd um að hann sjái „píuna “ úi sjón- vaipinu ennþá fyiiiséi. Stund- um varíi þetta ástand í nokkia daga. Méi finnst þetta mjög leiðinlegt því ég elska hann. Hann gerít séi ekki giein fyríi hveisu alvaileg þessi afbiýði- semi ei í méi. “ í fiamhaldi afþessu telui þú upp ýmis dæmi um afbiýði- semiþína oghveinighún hefui biotist út þéi til ama og leið- inda. Síðan lýkui biéfi þínu með því að segjast geta talið upp ótal svona dæmi. Heldui áfiam, ef til væii dáleiðaii héi á íslandi muni ég faia til hans og biðja hann um að stioka þessa vitleysu úi méi. Mikið held ég að ég væii hamingju- söm ef þessi della væii ekki til staðai. Hvað á ég að geia? Ei einhvei sem getui hjálpað méi (án þess að maðuiinn minn eða aðiiiþyiftu að vita). Stund- um vildi ég helst veia dauð (og þó ekki) þá gæti maðuiinn minn gifst „kioppi" og þá yiði ég leið aftuiganga (smá joke). Biéfinu lýkutmeð spuining- unni: Hvei ei munuiinn á geð- lækni og sálfiæðingi? Að því ei ég best get séð ei biéfið undinitað „ég“. Leitaðu aðstoðar Kæra „þú“ Róm var ekki byggð á einum degi og sama gildir um pers- ónuleika einstaklinganna. Eru þeir oft margslungnir, margir þættir samofnir á hinn marg- víslegasta hátt, sem oft er erfitt að skilgreina. Hlutverk foreldranna er alltaf erfitt og aðstæður ekki alltaf jafn góðar til þess að foreldrarnir geti hjálpað barninu nægilega vel af stað út á hlaupabraut lífsins. Reyndar fæðumst við öll með mikið að erfðum eiginleikum en flestir, sem fást við uppeldi, kennslu eða meðferð einstak- linga eru farnir að gera sér grein fyrir hinu mikla vægi sem uppeldi og umhverfi fyrstu árin hefur fyrir lokamótun persónu- leikans. Það er okkur öllum mikilvægt að okkur líði vel fyrstu árin, að okkur finnist við umvafin hlýju og skilningi og að okkur finnist við ekki vera utangarðs. Öryggi og ást í upphafi gefur okkur góða möguleika á að þroskast þann- ig að við seinna getum nýtt okkur hæfileika og liðið vel. Einstök atvik skipta yfirleitt litlu máli í persónuleikamótun okkar. Yfirleitt skiptir það ekki miklu máli hvort við höfum einhverntímaverið rassskellt eða fengið einn löðrung eða skammir af foreldrum okkar. Miklu hættulegra er kuldi, höfnun eða tilfinningaleysi for- eldra í okkar garð. Barn sem finnst því vera hafnað, finnst það ekki vera æskilegt í fjöl- skyldunni eða finnst vera litið niður á sig er ekki sælt barn. Því miður eru foreldrar stund- um óvarkárir og segja ýmislegt í reiði sem þeir ekki hafa ætlað sér. Barnið getur upplifað þetta sem hótun um að verða sent burtu í sveit eða á barna- heimili hafi það verið óþægt. Sumir foreldrar eiga einnig erf- itt með að sýna hlýjar tilfinn- ingar gagnvart börnum sínum og aðrir eru svo uppteknir af sjálfum sér að þeir vilja gleyma þeim frjóöngum lífsins sem þeir hafa sett inn í þennan heim. Börn sem ekki hafa feng- ið nægilega athygli, hlýju og öryggi verða oft óörugg, árás- argjörn, treysta engum og gjarnan öfundsjúk. Oft er mikil angist í þessum börnum og sjálfsöryggi í lágmarki. Af umhverfi okkar lærum við hvernig við virkum á aðra og barn sem yfirleitt hefur ekki fengið nema skammir og ónot verður gjarnan óöruggt um sína eigin persónu. Líkamleg snerting er okkur öllum nauð- synleg. í byrjun lífs okkar erum við öll gjörsamlega á valdi um- hverfis okkar og þá skiptir miklu máli hvernig umhverfi okkar og þá sérstaklega for- eldrar okkar sýna okkur um- hyggju með snertingu og hlýju viðmóti á meðan við skiljum ekki mælt mál. Til þess að við getum þróað okkar eigin mynd af okkar eigin líkama er nauð- synlegt að við fáum svaranir frá foreldrum okkar og öðrum í umhverfinu. Okkur er nauð- synlegt öllum saman að finna að öðrum þyki vænt um okkur og finnist við aðlaðandi. Jafn- vel þótt við höfum komist í gegnum fyrstu árin eru ung- lingsárin eftir og eigum við flest öll í einhverjum erfiðleik- um með allar þær tilfinningar sem þá koma upp. Því miður er í okkar nútímaþjóðfélagi oft lagðar áherslur í fjölmiðlum á útlit og allskonar tískufyrir- brigði sem fæstir geta uppfyllt. Margur unglingurinn situr eftir í sárum eftir skólagöngu og finnst hann vera ljótur, leiðin- legur og #að engum líki við hann. Sumir eru einnig varla sloppnir af unglingsskeiði með öllum þeim vandamálum, sem því skeiði fylgir, er þeir fara að fjölga heiminum og þurfa að taka á sig ábyrgð, sem þeir voru kannski iíla búnir und- ir. í okkar þjóðfélagi, sem mjög mikið mótast af fjölmiðl- um og tísku er kannski ekki undarlegt að kvenfólki finnist það verða afkáralegt þegar það fer að þykkna undir belti. Ekki veit ég hversu margar konur hafa sagt mér að þeim finnist þær vera ljótar og útbelgdar þegar þær hafa verið ófrískar en þær eru ófáar. Sjálfum finnst mér konur hvað fallegastar þegar þær eru með barni og sumar þeirra springa svo vel út eins og blóm að vori að mig langar kannski til að segja að þær ættu ekki að gera neitt annað en að eiga börn. Þegar ég hef sagt þetta við ófrískar konur hafa þær yfirleitt sett upp undrunarsvip og gefið í skyn eða sagt beint út að ég væri ekki að segja það sem ég í raun og veru ætti við heldur væri að segja eitthvað til þess eins að gleðja þær. Fer því víðs fjarri og veit ég um marga karlmenn sem eru mér sam- mála. Sé ég reyndar enga ástæðu til að leyna þeirri sköð- un minni að mér finnst konur hafa forréttindi hvað það varð- ar að þær fá að ganga með börnin og fæða þau. Hlutverk okkar feðranna í getnaði.-með- göngu og fæðingu hefur hing- að til ekki talist til stórátaka. Sér því yfirleitt minna á okkur líkamlega eftir að við karl- mennirnir höfum orðið foreldr- ar en á kvenfólkinu. Allaveg- ana hef ég ekki ennþá hitt þann mann sem hefur leitað til rriín vegna vandræða af útlits- breytingu sem hann hefur orð' ið fyrir vegna þess að hann varð faðir. Konur nútímans eru kannski meira uppteknir af út- liti sínu yfirleitt en áður tíðkað- ist og það er eins og þær gangi út frá því að börn, eða barn- eignir hafi engin áhrif á vöxt þeirra. Mannskepnan hefur því miður æ meir og meir orðið óvirkari líkamlega og gildir það ekki hvað síst um kvenfólkið. Á ég þá við að líkamleg hreyf- ing til þess að viðhalda hreyfi- hæfni líkamans hefur orðið æ minni síðustu aldirnar. Þó virð- ist nokkur endurvakning hafa átt sér stað síðustu árin. „Þér“ finnst ég kannski fara langt út fyrir efnið en ég veit svo lítið um þína fortíð að ég leyfi mér að tala almennt um þessi vandamál þín. Ef við erum óörugg með okkur sjálf, andlega sem líkamlega er ekk- ert óeðlilegt við það að við verðum afbrýðisöm og sýnum það á ýmsan hátt. Þú hefur hugmyndir um að dáleiðari geti strokað þessa vitleysu úr þér en ég er ansi hræddur um að meira þurfi til en dáleiðslu. Afbrýðisemi þín virðist hafa mikil áhrif, bæði á þig og um- hverfi þitt og slíku verður ekki breytt með einni dáleiðslu. Meira þarf til og mundi ég ráðleggja þér af því sem ég hef lesið út úr bréfi þínu að leita til geðlæknis eða sálfræðings sem fást við geðmeðferð. Á ég þá ekki við lyjameðferð sem ég tel að litlu gagni komi í þínu tilviki. Þú getur alltaf talað við slika aðila án þess að eiginmaðurinn þinn þurfi að koma inn í með- ferðina en svo segir mér hugur um að hann mundi geta orðið þér góður hjálparaðili þegar frá dregur og nauðsynlegur til þess að ykkar samband geti orðið ykkur báðum uppbyggj- andi og gott. í lokin spyrð þú hver sé mun- ur á geðlækni og sálfræðingi. Allir geðlæknar hafa lokið 6-7 ára læknisfræðinámi og hafa þar að auki bætt við sig 6-7 ára námi í geðlækningum. Mennt- un geðlækna hér á landi er aftur á móti mjög mismunandi. Fer það allt eftir því í hvaða landi þeir hafa stundað sína menntun. Sumir geðlæknar hafa einbeitt sér að því að læra meðferð á einstaklingum með geðlyfjum en aðrir hafa ein- beitt sér að sérmennta sig í að stunda fólk með viðtalsmeðferð hvort sem það er einstaklings- meðferð, fjölskyldumeðferð eða hópmeðferð. Sálfræðingar hafa ekki læknisfræðinám. Þeir geta þvi ekki notað lyfjameð- ferð nema með aðstoð geð- læknis. Nákvæmlega sama er að segja um menntun sál- fræðinga. Ýmsar stefnur eru uppi og menntun sálfræðinga fer mikið eftir því frá hvaða stöðum þeir koma. Ég hef bæði talað við lækna og sálfræðinga sem aldrei hafa talað við neinn „sjúkling", en hingað til virð- ast ekki hafa verið neinar regl- ur um hvaða „sálfræðingar" geta opnað stofu hér á landi. í Noregi er það þannig að sál- fræðingar þurfa að hafai lokið sínu háskólanámi í sálarfræði og síðan gegnumgengið 5 ára nám í „meðferðarsálarfræði“, þar sem þeir hafa lært undir handleiðslu að hafa annað fólk í meðferð og hafa sjálfir þurft að undirgangast eigin meðferð. Ef þú eða aðrir ætla að fara í meðferð, þ.e.a.s. geðmeðferð til einhvers hvort sem það er geðlæknir eða sálfræðingur þarf maður helst að vita nokk- uð um meðferðaraðilann en það er ekki nóg því að oft er það þannig að þrátt fyrir góða menntun og langa sem með- ferðaraðili hefur hlotið er ekki þar með sagt að hann hæfi þeim aðila sem vill fá meðferð- ina. Verða menn því í hverju tilviki að velja og hafna og það er oft ekkert létt. í þínu tilviki verð ég að segja að mér finnst að þú þurfir á aðstoð að halda og hvort þú velur vel hæfan sálfræðing með góða menntun eða vel hæfan geðlækni í geðmeðferð skiptir ekki öllu máli þar sem mikil- vægast er að þið hjónin náið góðu sambandi og sé ég ekki aðra leið fyrir þig en eitthvað í þá áttina þar sem þetta hefur staðið svona lengi. Með kveðju, Páll Eiríksson. Páll Eiríksson geðlæknir svarar spurningum lesenda ■ Mikið hefur verið gruflað og pælt. ritað og rtett í sambandi við hugtakið kynþokka eða „sexapíl". einsogþaðerkallaðá fagmáli. Nú myndi kannski einhver staldra við og mótmæla því að kynþokki sé hugtak heldur miklu t'rcmur bólgin brjóst og bústinn bossi. Þessu ætla ég sjálfur að mótmæla á stundinni, enda enganveginn einhlítt að slíkt hafi eitt sérstakt með kynþokka að gera. Því til sönnunarget égnefnt dæmi. - Þegar ég var fjögra ára kom gestur á heimili foreldra minna. Var það ung stúlka, sextán-sautján ára. óvenju grönn og rengluleg - en hún hafði „eitthvað" við sig. Tilaðmynda var hún freknótt og bólugrafin og með brenndar tennur, hún var líka rangeygð - eða öllu heldur tileygð - og gcrði það útslagið. Þetta allt tilsamans var meira en óharönaö barnið þoldi - svo ég notaði tækifærið nteðan mamma skrapp t’ram og við vorum tvö ein í stofunni og sagði við stúlkuna: „Kysstu mig." Stúlkan fór hjá sér og sagði „láttekkisvona". Þá varð ég reiður og endurtók „kysstu mig" og hún endurtók „láttekkisvona" og fór alveg í kerfi. Þá réðist ég á hana og ætlaði að taka hana nteð valdi (kyssa hana auðvitað) og fór hún þá að gráta í örvæntingu sinni og blygðun - kom þá mamma inn og var ég þá sjálfur farinn að grenja. Stúlkan sat þarna kafrjóð og grátandi og tönnlaðist á „láttekkisvona" meðan ég reyndi að beita hana ofbcldi til að ná fram vílja mínuni. Það sem síðan gerðist var tómur „antiklímax" og ekki í frásögu færandi nemahvað mamma sat með mig hágrátandi í fanginu og sagði mér að bíða með þetta frant yfir fermingu. En hvað gerðist svo, þegar búið var að fernta mig? Smekkur minn í sambandi við kynþokka hafði gjörbreyst! - (scm var auðvitað sárgætilegt fyrir fyrrgreinda kvenpersónu). Kynþokki er afstæður, einsog Einstein er búinn að sanna. Beriö saman Twiggy meða hún var og hét og Venus frá Willerdorf- hugsið ykkur allan skalann þar á milli! Ég veit um mann sem virðist ónæmur fyrir kvenlegri fegurð, sama hvernig hún er í laginu - að því undanskildu að viðkomandi kvenpersóna hafi mjög þykk nærsýnisgleraugu, þá verðurhann alveg óður. Alveg sama hvernig hún er í laginu. Annan kannast ég við sem stcnst ekki kottur nteð visst göngulag, sem erfitt er að lýsa í rituöu máli-en minnieinna helst á fugl nokkrun af ætt spörva sem gerir sér hreiður í þakskeggjum og loftræsisgötum. Æskilegt er að viðkomandi kvenpersóna hafi sem grennsta fótleggi og að öðruleyti sem mest innfallin og efra byrðið sé allt að því áhugalaust um tilvist þess neðra. Það myndi æra óstöðugan að eltast við hugmyndir manna um „sexapíl" - og þá ekki síður kvenmanna. Leikmannshugleið- ingar um kynþokka l Eina konu veit ég(hef grun um þær séu fleiri) sem stenst ekki krypplinga og klumbufættlinga. Hinar eru þó fleiri sem vilja hafa karlmenn upprétta og spengilega meðfrísklegt göngulag. Fáar vilja hafa þá litla og feita, þó eru undantekningar (sbr. Soffíu Lóren). Og enn færri hafa áhuga á vaxtarræktarkjötfjöllum (nema þá vaxtarræktarkonur og vísa versa). Til eru þær konur sem líta ekki við öðrum en gútemplurum (sama hvernig þeir eru í laginu) - hinar eru þó fleiri sem „sjá eitthvað" við okkur hina og ekkert síður þótt við séum bindindismenn á vín eða notum það í hófi. Mjög fáar konur hafa smekk fyrir kófdrukkna og delerandi rudda. Það eru þá einna helst þær sem eru búnar að missa sjón heyrn og lykt af einhverjum ástæðum, og er það gagnkvæmt. Sannleikurinn er sá að sálartötrið spilar hér stóra rullu. Þó eru til þeir karlmenn sem finnast konur þeim mun eftisóknarverðari sem sálarlífið er fátækara, gildir það einnig um sumar konur. Fyrir slíka er draumadísin (eða prinsinn) auðvitað brúða í „eðlilegri stærð". og er þegar farið að framleiða þær austur í Japan og vestur í Bandaríkjunum. Við fengum þær líka stundum á „skjáinn" hjá okkur- meira að segja af holdi og blóði og með blíðmjúk nöfn eins og Pamela og Sue Ellen. Ryndust jsær vinsælar mjög, þótt ekki sé alveg ljóst hvort það hafi eitthvað með kynþokka að gera. íslenskar konur hafa haft það orð á sér að þær séu fallegar (hvað svosem átt er við með því). Persónulega finnst mér þær svona upp og ofan, og gildir þá svipuðu máli um íslenska karlmenn (sem stundum eru reyndar óþarflega þreytulegirfyrir minn smekk). Að öllu samanlögðu og með tilvísun til þess sem á undan er komið hlýt ég þó að komast að þeirri niðurstöðu að við íslendingar séum meira eða minna mjög „sexý". Og er það vel. Oddur Björnsson ...... I

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.