NT


NT - 10.03.1985, Page 22

NT - 10.03.1985, Page 22
Sunnudagur 10. mars 1985 22 ■ Hann hrcppti vcrolaunin aö þcssu sinni, uppabuinn sem ■ Þessi föngulcgi herra valdi sér gervi fcguröardrottningar meö veglegt fornaldareöla. höfuðskraut og kjól settan smáspeglum. Hinsegm“ Þessir vinir hirtu ekki um að raka af sér skeggið fyrir ballið, eins og margir gera þó ■ Jiirgen cr 1.90 á hæð og hann vegur á annað hundrað kíló. í kvöld hefur hann klætt sig uppá í siffonkjól með ásaumuðum skrautperlum og kraginn er dreginn hátt upp fyrir axlir. Hann ber litla kollhúfu sem er prýdd kransi úr hálfs metra löngum strútsfjöðrum og um hálsinn ber hann festi úr óekta demöntum. Gríðarmikill barmurinn er úr gúmmíkvoðu. Augun eru sminkuð með bláum og silfurlitum glimmer og fímm sentimctra löng augnahárin blakta þegar hann deplar þeim mildilega og ástleitið. Við erum stödd á balli homma og lesbía í Hamborg, sem haldið er í sal húss verkalýðssamtakanna. Hér heyrist hvíað „jeminn!“ og „ég sverða!“ eins og í heimavist á kvennaskóla. Hér bera menn kainpavínsgiasið að vörunum með meiri „elcgans“ en „saloon“ dömur hefðu kunnað í gamla daga. Hér er rassinpm dillað djarflegar en Marilyn Monroe hefði nokkru sinni vogað sér. Dansinn á eldf jallinu Umhverfið hér minnir ekki svo lítið á sögu eftir Edgar Allan Poe. Mönnum dettur í hug „Dansinn á eldfjallinu“ eða sagan „Rauða gríman,“ senr á að gerast á 14. öld og segir frá veislu þar sem ægði saman kæti, ótta og dauða. „Þegar „pestin“ geisaði hvað ákafast í landinu," segir Poe, „bauð prins Prospero þúsund vinum sínum á ótrúlega viðhafnarmikið grímuball." Ekki verður sagt að óttinn við „pestina“ hrj ái menn á þessu balli. En margir óttast ákaflega AIDS, þennan sjúkdóm sem enn hefur ekki tekist að lækna. Þegar hafa yfir 3600 látist úr honum í Bandaríkjunum og meira en fimmtíu í V-Þýskalandi, - einkum kynvillt fólk. En í kvöld dylst óttinn alveg undir yfirborði veislugleðinnar. Borðin standa þétt og dansgólfið er yfirfullt. Hljómsveitin leikur, „í kvöld er kátt með hýrum.“ Allir skemmta sér og fagna í anda náttúru sinnar. Leikþættir eru fluttir, þar sem menn gera gaman að sjálfum sér og skemmta sér hið besta. Hvarvetna glittir í skæra liti, netsokka og loðnar karlmannsfætur. Ólar halda uppi bungandi pungbindum, gúlpandi brjóstahaldarar eru strengdir yfir smókingsskyrtubrjóst. Lakkleðurbuxur gljá, kvöldskikkjur sveiflast og það skrjáfar í pallíettum á fjaðrabrúskum. „Þar gaf að líta litaskrúð, glans og glit, ótúlegt hugmyndaríki ogkurteisi," segir Poe í sögusinni. „Af og til var eins og allt iðaði af óraunveruleikakenndum kynjaverum.“ En á klukkustundarfresti sló klukka úr íbenviði og þá varð allt grafkyrrt. Tónlistarmennirnir hætta að spila, dansendurnir hættu að dans, - það var grafkyrrt. AIDS En í veislusalnum í húsi verkalýðssamtakanna slær engin klukka. Þar er aðeins dansað og enginn finnur vá vofa yfir sér, þótt tíminn fljúgi hjá. Flóttinn felst helst í hinum kynlega klæðaburði og í hamagangnum. En hér er engin dauðaangist á ferð. Dyrunum að höll prins Prosperos var skellt aftur þegar gestir hans voru komnir inn, „því hvorki skyldi örvæntingin geta komist inn né gleðin út.“ Ball hommanna og lesbíanna er flótti frá umhverfinu utan við og þeim skorðum sem þeim kynhverfu eru sett. Skemmtanir þeirra fara í æ ríkari mæli fram bak við luktar dyr, ekki síst eftir að AIDS tók að breiðast út, en kynhverfir er gerðir að blórabögglum þessa sjúkdóms Vestur í Berlín er ballið enn stærra í sniðum. Þar er það viðburður í samkvæmislífinu, þar sem um það bil 4000 gestir mæta. Aðeins „pressuballið“ í borginni er

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.