NT - 10.03.1985, Blaðsíða 23

NT - 10.03.1985, Blaðsíða 23
e I' /•> ,, • f Sunnudagur 10. mars 1985 23 Hátíðahöld ■ Kvenþjóðin lætur sitt ekki eftir liggja. Þær dást að brjóstum sínum við barinn, stöllurnar á myndinni. Margt skrýtið ber fyrir augu á árs- hátíð kynhverfra I Berlín og Hamborg ■ Þeir eru augljóslega fyrir leðrið, kumpánarnir á þessari inynd. ■ Riddaralegur er hann, þar sem hann gengur í danssalinn. dansleikur fjölmennara. Helstu fyrirmenn mæta, - líka þeir sem eru upp á hversdagslega móðinn í kynferðismálum. Hundrað mörk fyrir stæði Aðgöngumiðinn er líka dýr, - hundrað mörk fyrir stæði. Tvöfalt meira kostar sæti þar sem gott útsýni er yfir það sem fram fer á sviðinu og á dansgólfinu. Meðal skemmtikrafta eru Ke'sslertvíburarnir, Jean Claude Pascal og hópur frá „Alcazar“ kabarettnum í París. Fyrir tveimur árum söng hér Zarah Leander og hér dansaði eitt sinn Maria Rökk. Ballið er haldið í „Útvarsturnshöllinni“ og ekki fá aðrir aðgang en þeir sem eru í kvöldklæðnaði eða grímubúningi, - betra eftir því sem búningurinn er endemislegri. Framkvæmdastjóri gleðskaparins, Willi Höhne, sem kallar sig Andreas, því Willi er svo hversdagslegt, lætur ár hvert sauma sér nýja skikkju og höfuðskraut fyrir 15-20þúsund mörk. Eigi menn ekki svona mikla peninga, en vilja samt ekki vera neinar hornkerlingar á ballinu, þá er allt miklu erfiðara viðfangs. Dæmi eru þeir Waldi, sem er skreytilistarmaður í KaDeWe og Udo, atvinnuiaus rakari í Berlín Kreuzberg. Nokkrum vikum fyrir ballið er farið að taka til hendinni heima fyrir. Það er saumað, límt og stundum logsoðið. Peningana útvega menn sér með því að slá kunningjana, ef ekki vill betur. Flestir láta sér nægja stæði, enda er ekki svo auðvelt að sitja, vegna tjullkjólanna, plastbeltanna, pallíettanna, álgrindanna í pilsunum og fjaðranna. Það er um að gera að vera með. Það er ekki minnst æsandi að horfa á. Verðum að fela okkur „Pegar þú kemur í salinn klukkan ellefu og augu allra beinast að þér og ljósmyndararnir þyrpast til þín, þá hefur erfiðið borgað sig,“ segir Frank, sem þrívegis hefur hlotið verðlaun fyrir búning sinn á ballinu í Múnchen. „Þér finnst þú vera Elísabet drottning og langar til að veifa til allra viðstaddra." Á grímuballi Prosperos prins kemur síðasti og mikilvægasti gesturinn á miðnætti. Það er „rauði dauðinn“, sjálf „pestin“ í líkklæðum og ötuð blóðblettum. „Þegar maður les blöðin mætti halda að AIDS væri pestin,“ segir Frank. „Þetta er hreint brjálæði. Það versta við AIDS eru ofsóknirnar á hendur kynhverfum. Við verðum að fela okkur á ný.“ Frank hafði grennt sig um sex kíló fyrir ballið, til þess að geta litið sem best út í sólarbúningnum sínum. En þá kom til skjalanna gríðardigur „kona“ í gervi Þyrnirósar og hrifsaði frá honum verðlaunin fyrir búning. í ár eru útgjöld hans minni en áður. Samt notar hann nær tvo tírna til þess að sminka sig, þar til gerviaugnahárin sitja kórrétt og hann er ánægður með litinn á vörunum. „Nú er ég orðinn að allra myndarlegustu stúlku,“ segir hann. Þegar við hittum Frank að nýju um miðnættið á ballinu spilar hljómsveitin af ákafa „Rucki - Zucki“ og allt er iðandi á dansgólfinu. Frank hverfur í þvöguna með vini. Útaf kvennasnyrtingunni kemur fyrirbæri nokkurt klætt í frakka, með pípuhatt og í rauðum sokkum, en í engum buxum. Brjóstið undir frakkanum bungast fagurlega út. Á eftir kemur „kona“ í silfurlitum stuttum kjól og með alskegg. Við bregðum okkur inn um dyr sem á stendur „Herrasnyrting“. Við pissuskálina við hlið okkur stendur akfeit „frú“ og hefur lyft upp pilsunum. Búningurinn bendir til þess að hér sé sjálf Þyrnirós komin, en þar með virðist upp talið hið kvenlega. /

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.