NT - 13.03.1985, Qupperneq 5
Miðvikudagur 13. mars 1985
Námskeið um
Könnun á heilsufari og aðbúnaði í fata og vefjariðnaði: I silungsrækt
„Ástandið verra en
ég hafði búist við“
- segir Guðmundur Þ. Jónsson
■ „Það var ekkert, sem kom mér sérstak-
lega á óvart í þessari könnun. Heildarmynd-
in er þó verri en ég hafði búist við, því að
vinnustaðir hafa verið að breytast til batnað-
ar á undanförnum árum. Samt sem áðiir er
vinnuumhverfi fólks viða ábótavant og það
þarf að Iaga.“
Þetta sagði Guðmundur Þ. Jónsson for-
maður Landssambands iðnverkafólks um
könnun á heilsufari, vinnutilhögun og fé-
lagslegum aðstæðum starfsfólks í fata- og
vefjariðnaði, sem nýlega kom út. Könnun
var gerð snemma vetrar 1982 og var hún
þáttur í samnorrænu verkefni um ákvæðis-
vinnu og jafnrétti.
Könnunin leiðir það í Ijós, að heilsufar
starfsfólks í þessum starfsgreinum er ekki
upp á það besta. Þannig leituðu rúmlega
60% kvennanna lækninga á næstu 12 mán-
uðum áður en könnunin var gerð, og 46%
karlanna. Vöðvabólga var algengasti sjúk-
dómur hjá konunum, en tæplega fjórða
hver kona í fata- og vefjariðnaði leitaði
lækninga við vöðvabólgu. Bakverkurreynd-
ist hins vegar vera algengasti sjúkdómurinn
meðal karla. Sjúkdómar þessir falla undir
slitsjúkdóma í stoð- og hreyfikerfi, ásamt
slitgigt, brjósklosi og liðagigt, og kom í ljós,
að rúmlega 30% kvenna og 19% karla
höfðu leitað lækninga við einum eða fleir-
um þeirra á áðurnefndu 12 mánaða tímabili.
Þá kom í ljós, að 12% kvenna og 11%
karla höfðu fengið staðfestingu læknis á, að
þau þjáðust af vöðvabógu vegna vinnunnar,
og var það meira en með aðra sjúkdóma.
Þegar spurt var um vinnuslys, kom í ljós,
að á 12 mánaða tímabili höfðu 6% kvenna
í fatasaumi og 12% kvenna og 22% karla í
vefjariðnaði orðið fyrri einu slysi eða fleir-
um, og telst það mjög hátt.
Könnunin sýnir fram á, að streita er mikil
meðal starfsfólks í atvinnugreinum þessum.
Ails höfðu 34% kvenna í fatasaumi og 23%
kvenna í vefjariðnaði einkenni vinnustreitu,
en 35% karla. Vinnuálag var helsta orsök
streitunnar hjá körlum, en vinnuálag, launa-
kerfi og persónulegaf ástæður voru helst
nefnd af konum.
Hávaði er það, sem helst einkennir vinnu-
umhverfi fólks í þessum starfsgreinum, en
um helmingur ailra kvenna kvartar undan
hávaða og þrír af hverjum fjórum körlum.
Konur nefndu einnig oft lélega loftræstingu,
hitasveiflur, ryk og þurrt loft, og yfir 40%
karla nefndu hita-og hitasveiflur. Einnig
komu ryk og raki oft við sögu hjá þeim.
Öryggi á vinnustöðum er víða ábótavant,
samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar.
Þannig er það skoðun 8% kvenna í fata-
saumi, 14% kvenna og 30% karla í vefjar-
iðnaði. Um 10% kvennanna og tæplega
20% karlanna höfðu kvartað við trúnaðar-
mann á vinnustað, og úrbætur fengustí
tveimur af hverjum þremur tilfellum.
Hér hefur aðeins verið stiklað á mjög
Vinna að hagsmun-
um háskólakvenna
■ „Breytingaskeið kvenna“ verður um-
ræðuefni á næsta hádegisverðarfundi Kven-
stúdentafélags íslands og Félags íslenskra
háskólakvenna, í Hallargarðinum í Húsi
verslunarinnar.
Þuríður Pálsdóttir verður gestur fundar-
ins og svarar fyrirspurnum.
Aðalfundur félagsins var haldinn 9. febrú-
ar sl. og var þar samþykkt að breyta nafni
félagsins í „Kvenstúdentafélag íslands og
Félag íslenskra háskólakvenna, en Félag
íslenskra háskólakvenna hefur starfað innan
vébanda Kvenstúdcntafélagsins hingað til.
Tilgangur félagsins er að efla kynningu og
samvinnu háskólakvenna, vinna að hags-
munum þeirra, taka þátt í alþjóðasamstarfi
háskólakvenna og styðja konur til náms og
vísindaiðkana. Félagið er aðili að Alþjóða-
sambandi háskólakvenna, International Fe-
deration of University Women.
Þórey Guðmundsdóttir var endurkjörin
formaður félagsins og Guðlaug Konráðs-
dóttir varaformaður.
stóru í könnuninni, sem framkvæmd var
meðal starfsfólks í þessum atvinnugreinum
út um allt land. Guðmundur Þ. Jónsson
formaður Landssambands iðnverkafólks var
spurður hvort sambandið væri með einhver
áform uppi um aðgerðir í framhaldi af þeim
niðurstöðum, sem nú liggja fyrir.
„Það verður að sjálfsögðu krafa okkar, að
þessu verði kippt í lag, og ég veit að til þess
fáum við stuðning vinnueftirlitsins. Þá verða
heilbrigðisyfirvöld einnig að láta til sín taka
í þessu máli,“ sagði Guðmundur Þ. Jónsson.
Námskeið um nýtingu og
ræktun silungastofna verður
haldið að Hólum í Hjaltadal
dagana 31. mars til 3. apríl.
Megináhersla verður lögð á
verklega þjálfun en einnig
verða flutt erindi og umræð-
ur. Fjöldi þátttakenda er tak-
markaður við 21 og er þátt-
tökugjaid kr. 9000 og er
innifalið í því rnatur, gisting
ferðni meðan á námskeiðinu
stendur, hnífar, net og ýmis
gögn.
Unnið verður í þremur
hópum og fær hver þeirra að
vinna m.a. við eftirtalin verk-
efni: Lagningu nets (undir ís
ef aðstæður leyfa), vitja um
og taka upp net, verkun og
meðferð silungs, að fella net,
veiðni neta og aðrar veiðiað-
ferðir, æfiferill íslenskra lax-
fiska og eldi seiða. Hvert
verkefni tekur hálfan dag. Á
kvöldin verða stutt erindi og
umræður.
Leiðbeinendur verða þeir
Tumi Tómasson Veiðimála-
stofnun Norðurlandi, Pétur
Bjarnason Bændaskólanum
Hólum, Héðinn Sverrisson
Geiteyjarströnd Mývatns-
sveit og Jón Kristjánsson
Veiðimálastofnun.
Nánari upplýsingar eru
veittar í símum 95-5961 og
95-5962.
þegar spurt er hvort þú viljir nótu
- það er öruggara
Það er freistandi að segja nei, þegar þér stendur til boða ríflegur afsláttur.
En nótulaus viðskipti geta komið þér í koll. Sá sem býður slíkt er um leið
að firra sig ábyrgð á unnu verki.
Samkvæmt lögum og reglugerðum um
söluskatt og bókhald er öllum þeim sem
selja vöru og þjónustu skylt að gefa út
reikninga vegna viðskiptanna. Reikningar
eiga að vera tölusettir fyrirfram og kaupandi
á að fá eitt eintak. Sé um söluskattsskylda
vöru eða þjónustu að ræða á það að koma
greinilega fram á reikningi.
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ