NT

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 13.03.1985, Qupperneq 13

NT - 13.03.1985, Qupperneq 13
Miðvikudagur 13. mars 1985 13 I sterkir straumar breytinga, ekki bara í íslenska þjóðfélaginu, heldur í öllum vestrænum þjóðfé- lögum. Og rnenn verða að athuga að á undanförnum ártugum þá hefur okkur tekist að byggja upp velferðarþjóðfélag og nú er komin ný kynslóð sem telur það sjálfsagt, þekkir ekki annað og sem vill ná í góðan hluta af kökunni sem hefur stækkað. Þessi kynslóð vill miklar breytingar. Þeir sem ganga lengst eru frjálshyggjumennirnir sem Jón Óttar Ragnarsson kallaði mjög ágæt- lega, bleyjubörn velferðarþjóðfélagsins. Og vinstra megin finnst mér hafa myndast tómarúm. Það er ekki þörf fyrir þessar upphróp- anir um hungur o.þ.h. eins og áður var. Þær höfða ekki til fólksins lengur. F ramsóknarflokkurinn lent á milli Ég held að Framsóknarflokkurinn hafi lent þarna verulega á milli. Nú, innan Framsóknar- flokksins eru líka háværar raddir sem vilj a hraða þessum breyhngum. Ég nefndi ungu mennina í upphafi. Ég fagna því. Þetta verður að gerast. Ég held sem sagt að Framsóknarflokkurinn hljóti, og verði að viðurkenna þessa sterku strauma. Hljóti að taka sitt eigið viðhorf til gagngerðrar endurskoðunar. Og ég er satt að segja þeirrar skoðunar, að engum flokki sé betur til þess treystandi að viðurkenna annars vegar aukið frelsi einstaklingsins til athafna, jafnframt að leggja þunga áherslu á að viðhalda velferðarkerfinu. Sem sagt frjálst velferðarríki. Það vil ég sjá. Við erum í þessum hræringum. Tekst að komast í gegn um þetta öldu rót. Það á eftir að koma í ljós. Það getur vel verið að þetta þýði mikla uppstokkun í íslenskri pólitík. - Aukið frelsi einstaklingsins og viðhald vel- ferðarþjóðfélagsins. Gengur það í samstarfi við sjálfstæðismenn? - Marga þeirra. Ég hef ekki orðið var við að heilbrigðisráðherra, til að nefna einn, vilji draga úr heilbrigðiskerfinu, eða að menntamálaráð- herra vilji draga úr menntakerfinu. Og ég held að það sem þau leggja áherslu á og ég get tekið undir, er að ríkið eigi að draga sig út úr ýmiss konar rekstri og samneyslu - þar sem ekki er þörf fyrir ríkið. En við, framsóknar- menn, segjum að ríkið á að halda mjög stíft í sitt hlutverk í þessu jöfnunar- og öryggiskerfi. - Gæti komið upp sú staða að þú stæðir upp og ryfir þing- og boðaðir til kosninga - eða ertu bundinn einhverjum samningum? - Það hefur alltaf verið í öllum samstarfs- stjórnum hér, samkomulag um að forsætisráð- herra beiti ekki þessu valdi án samkomulags. - En er ástæða til að ætla að það geti komið til kosninga fyrr en til stóð? - Ég hef ekki metið það svo að það kæmi til kosninga núna. En vitanlega meta það fleiri en ég- En eitt vil ég segja, ef allt ætlar í aðra kollsteypu með haustinu þá ætla ég ekki að sitja hér. Hvort það þýðir nýja ríkisstjórn annarra, eða kosningar. Það ætla égekki að segja til um. - Er það þetta sem þú áttir við.er við töluðum um biðsal dauðans? - Nei, ég átti ekki beint við það. Ég átti við að það er gífurleg hætta framundan, ef við fáum aðra kollsteypu. Þá erum við eiginlega komnir í það að festast í þessu ölduróti sem engin þjóð þolir til lengdar. Fkki í framboð í Reykjavík - Nú sagðir þú áðan að Framsóknarflokkur- inn þyrfti að styrkja stöðu sína, og þá væntan- lega hér á höfuðborgarsvæðinu. Nú gengur það Og einhver.. amerískur prófessor hefur bent á að það er engin ein lausn eins og frjálshyggju- menn segja. En þetta er staðreynd, það er að segja þeir eru þarna. Framsóknarflokkurinn er að vissu leyti nokk- uð klemmdur þarna á milli. Við eigum mjög sterkan og öruggan kjarna hjá t.d. bændum, sem eru yfirleitt ekki gjarnir til róttækra breyt- inga. En þó verð ég að segja að það' var einn fróðlegasti tími minn í pólitíkinni þetta ár sem ég var landbúnaðarráðherra og hélt 18 fundi með bændum og mætti töluvert yfir 2000 manns, og þá fann ég að þeir voru miklu opnari fyrir breytingum en menn héldu fram. Þeir eiga mjög erfitt í þessum samdrætti. Þeirra framleiðsla selst ekki erlendis - þeir verða að draga úr henni. Það hefur ekki tekist því miður að koma á þeirri breytingu eins og að var stefnt þegar ég fékk framleiðsluráðslögunum breytt 79. Það var kannski vegna slappleika stjórnvalda. Hins vegar hefur risið í þéttbýlinu megn áróðursalda á móti því sem bændur hafa búið við, ekki af okkar völdum, það var viðreisnar- stjórnin sem tók upp útflutningsbætur. ■ Það er nefnilega alveg ótrúlega mikið að gerast. Ég er ákaflega bjartsýnn með framtíð þessarar þjóðar, við eigum alveg óhemju möguleika ef við förum ekki kollsteypu eftir kollsteypu í þessum málum okkar. fjöllunum hærra að þú ætlir að bjóða þig fram hérna í Reykjavík? - Það er rangt. Það náttúrlega veit enginn sinn dag fyrr en allur er. En það eru engar áætlanir um það. En það getur vel verið að Vestfirðingar vilji annan, og þá verð ég að finna mér annað kjördæmi, ef ég held áfram. - Ef þú heldur áfram? - Ég er ekkert farinn að hugsa um að hætta, en ég hef alltaf sagt að það á enginn að vera í pólitík svo lengi að menn séu orðnir leiðir á honum og ég er að segja núna, að það á enginn að vera í stjórnmálum ef hann ekki gerir sér grein fyrir þeim miklu straumum sem ég var að nefna áðan. Sá sem ekki áttar sig á þeim er dagaður uppi, held ég. Nýsköpun - Varðandi nýsköpun, þá hefur Framsóknar- flokkurinn ályktað um átak í þeim málum. Hvað er í gangi varðandi nýsköpun í atvinnulífi? - I fyrsta lagi þá er í lánsfjáráætlun gert ráð fyrir 500 milljónum króna í þessu skyni. Það er búið að ákveöa innan rikisstjórnarinnar að 50 milljónir af því fé renni til rannsókna og tilrauna. Við gerðum tillögu um það í desember svo að það lægi fyrir, og hún var samþykkt. Og þetta er 20-25% aukning á fjármagni til nýrra rannsókna, svo það er ekki svo lítið. Við gerðum það í fyrra að taka töluvert erlent lán, 150 milljónir, sem átti að verja til nýsköpun- ar í atvinnulífi. Það voru lagðar 20 milljónir í fiskeldi. Töluvert fór í iðnlánasjóð, sem kannski fór ekki allt til nýsköpunar, en sumt. En ég vek athygli á því að það eru nú þegar komin hér af stað ótrúlega mörg smá fyrirtæki sem eru í þessu. T.d. í rafeindaiðnaði í sambandi við fiskvinnsluna, Marel, Póllinn og fleiri, það er alveg ótrúlega mikið sem er farið að gerast. Ég las í einhverju blaði um daginn, að það væru eitthvað um 20-30 aðilar sem eru að reyna að búa til hugbúnað. Þar held ég að sé alveg gífurlega athyglisvert svið fyrir okkur. Sumir farnir að flytja út. Svo það er náttúrlega í rólegheitunum ýmislegt að gerast. Nú lífefnaiðnaðurinn. Ég vona að þeir fái nægilegt fjármagn til að halda áfram sínum rannsóknum. Hitt er svo annað mál, að alls staðar þar sem þetta hefur gerst hefur það tekið töluverðan tíma. Mér finnst sem sé að við séum komnir á fleygiferð. Þessir ungu menn eru lokaðir inni einhvers staðar ef þeir ekki vita hvað ég er að tala um. Ég held að það sé mikið til í því að menn eigi að gera hlutina, en ekki tala um þá. En svo er það að ef menn tala ekki um þá, þá fær maður skammir fyrir að það sé ekkert að gerast. Það er nefnilega alveg ótrúlega mikið að gerast. Ég er ákaflega bjartsýnn með framtíð þessarar þjóðar, við eigum alveg óhemju mögu- leika ef við förum ekki kollsteypu eftir koll- steypu í þessum málum okkar. Við þurfum að greiða 4 milljarða í erlenda vexti í ár, og þeir fara vaxandi. Við erum í stórkostlegri hættu. Það er okkar stóra hætta, annars er þetta bjart. - Ef fullt samráð næst við verkalýðshreyfing- una fyrir haustið, er þá framtíðin björt? - Já.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.