NT - 13.03.1985, Blaðsíða 19

NT - 13.03.1985, Blaðsíða 19
 til sölu Glæsivagn til sölu Þessi Datsun Cherry ’80 ertil sölu. Bíllinn er keyrður um 55 þúsund, á nýjum vetrardekkj- um, hækkaður upp, eins og nýr að innan, útvarp með LM, FM og AM, sparneytinn og lipur í akstri. Verð 160-170 þúsund, skipti á mun ódýrari koma til greina. Upplýsingar í síma 72947 eða 686495 (Þórmundur). tilkynningar Vantar Zetor Óska eftir Zetor með drif á öllum hjólum árg. 77-80. Uppl. í síma: 95-3373 eftir klukkan átta á kvöldin. Ef þú ætlar að selja eða kaupa fasteign, þá auglýsir þú auðvitað í Fasteignamarkaði NT. Auglýsingasími fasteigna er ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIÐJAN a hf. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGURt SÍML45000 Miðvikudagur 13. mars 1985 19 Mikhail Gorbachev: Vill auka frelsi í efnahags- lífinu og aga í framleiðslu Nýsköpun og hátækniiðnaður meginstef stefnu hans Moskva-Reuter. ■ Mikhail Gorbachev, hinn ný- kjörni leiðtogi Sovétríkjanna, hefur verið mikill stuðnings- maður umbóta í efnhagslífi Sovétmanna, en vestrænir sér- fræðingar telja hann eiga erfitt starf fyrir höndum í nýsköpun efnahagslífsins. Sem efnahagsráðgjafi Yuri Andropovs og Konstantins Chernenkos studdi Gorbachev áætlanir um að auka frelsi fyrir- tækja og stjórnenda þeirra. Sérfræðingar segja að umbæt- urnar hafi þegar styrkt sovéskan iðnað en leggja áherslu á að umbæturnar hingað til hafi verið takmarkaðar og hafi aðeins að litlu leyti dregið úr áhrifum miðstjórnarinnar og ráðherr- anna í Kreml á efnahagslífið. Sérfræðingarnir telja að völd ráðherranna séu það mikil að ekki komi til greina fyrir Gor- bachev að koma á efnahags- stefnu svipaðri þeirri stefnu sem Vladimir Lenin kom á á þriðja áratugnum sem gaf markaðs- öflunum lausan tauminn í nán- ast öllum geirum efnahagslífsins (NEP-stefnan). Helstu efnahagsvandamálin Helstu vandamálin sem Gor- bachev mun glíma við eru stöðug áföll í landbúnaði og minnkandi olíuframleiðsla. Kornframleiðslan hefur ekki staðist áætlun síðan 1978 og telja vestrænir landbúnaðarsér- fræðingar í Moskvu að uppsker- an hafi ekki verið meiri en 170 milijónir tonna á síðasta ári, þ.e. 70 milljónum tonna minni en áætlanir gerðu ráð fyrir. Uppskerubresturinn hefur neytt Sovétmenn til að verja gjaldeyri í innflutning á korni frá Bandaríkjunum, Argentínu og víðar að, en gjaldeyri hafa þeir af skornum skammti. Olíuframleiðslan, sem er megingjaldeyristekjulind So- vétmanna, hefur minnkað og leiddi það til þess að olíumála- ráðherrann sagði af sér í síðasta mánuði. Frami Gorbachevs er óvenju- legur að því leyti að hann bar ábyrgð á landbúnaðarstefnunni 1978, en þrátt fyrir að landbún- aðurinn hafi þá orðið fyrir þung- ■ Mikhail Gorbachev. um búsifjum hafði það ekki áhrif á frama hans. Talið er að Gorbachev hafi verið leystur undan ábyrgð á landbúnaðarstefnunni í október s.l. og hafi þá verið falin ábyrgð á víðtækari stefnumörkun í efnahagsmálum. Nýsköpun og valddreifing Hann lagði til við miðstjórn Kommúnistaflokksins að fjár- festingar yrðu auknar í landbún- aðinum og komið yrði á takmarkaðri valddreifingu sem myndi koma á „beinna sam- bandi milli vinnu verkafólks og launa þess“. Margir efnahagsskýrendur telja að áætlanir Gorbachevs um meiriháttar langtímafjár- festingar muni stangast á við útgjöld til hermála, en stórum hluta útgjalda fjárlaga er varið til þeirra. Af þessari ástæðu telja margir að Gorbachev muni ekki taka upp harða stefnu í vígbúnaðar- viðræðum stórveldanna. Aðrir telja að stefna hans verði ekki svo djúptæk; hann leggi áherslu á aukinn aga í framleiðslunni, að framleiðni verði ^ukin og að betri nýting verði á aðföngum. Gorbachev hefur lýst sig fylgjandi auknum viðskiptum við Vesturlönd og hefur sýnt mikinn áhuga á hátækniiðnaði og vilja til að minnka tæknigap- ið miíli Sovétríkjanna og Vest- urlanda. Japönsk hátækni send til Sovétríkjanna? Washington-Reufer ■ Háttsettur embættismaður í bandaríska varnarmálaráðu- neytinu, Richard Perle, hefur ásakað Japani fyrir að veita Sovétmönnum aðgang að há- tækni sem flest Nato-ríki hafa bannað að flutt sé út til Sovét- ríkjanna. Perle, sem er aðstoðarvarnar- málaráðherra, sagði á fundi með blaðamönnum í Washing- ton nú á mánudaginn að það væri tími til kominn að Japanir stöðvuðu útflutning á hátækni til Sovétríkjanna. Japanska ríkisstjórnin hefði í reynd ekki komið upp neinu kerfi sem gæti komið í veg fyrir að japönsk fyrirtæki flyttu hátækni til Sov- étríkjanna. ■ Nú virðist vera að koma upp ný „tattoveringarbylgja" í Bandaríkjunum og í minna mæli í Evrópu. Unglingar og börn ganga um skrautlega tatt- óveruð og ilmandi af ávöxtum. Sem betur fer þurfa börnin ekki að vera tattóveruð alla æfi heldur geta þau losað sig tiltölu- lega auðveldlega við hörunds- flúrið. Það er nefnilega nuddað á hörundið af örþunnri plast- filmu þannig að myndin límist á skinnið. Hörundsflúrið er meira að segja vellyktandi. Pað er hægt að velja sér tattóveringu með lykt af banana, jarðaberj- um og appelsínum og jafnvel bjór, martíni og nýslengum pen- ingum. Fyrirtækið sem framleiðir hörundsflúrið, er í Minnesota í Bandaríkjunum og heitir 3M. Mannskæð jarðarför Peking-Reuter. ■ Kínadagblaðið skýrði frá því í gær að þrettán manns hefðu iátist í líkfylgd og fjórir slasast í Mið-Kína þegar tvær járnbrautarlestir óku í gegn- um líkfylgdina. Líkfylgdin var á leið yfir tvöfalda járnbrautarteina og jarðarfarargestirnir skeyttu því engu að tvær lestir nálg- uðust óðum úr sitt hvorri áttinni. Pað var ekki hægt að stöðva lestirnar þannig að þær óku í gegnum líkfylgd- ina. ■ Það nýjasta í Bandaríkjunum. Hörundsflúr fyrir börn með ávaxtailmi. Tattóveruð börn með ávaxtailmi Aftökum fjölgar í Bandaríkjunum Washington-Reuter. ■ Aftökum hefur fjölgað mik- ið í Bandaríkjunum að undan- förnu. Frá því að dauðarefsing var aftur tekin upp árið 1976 hafa 39 menn verið líflátnir, þar af 21 á seinasta ári. Nú bíða um 1.500 menn, sem dæmdir hafa verið til dauða á síðustu árum, eftir aftöku og árlega bætast um 250 manns í hópinn. Henry Schwarzchild, tals- maður Ameríska lýðfrelsis- sambandsins, segir að Banda- ríkin séu að verða heimsins mesta böðlaríki ásamt Sovét- ríkjunum, Kína, Suður-Afríku og íran. Andstæðingar dauða- refsinga standa samt höllum fæti í Bandaríkjunum þar sem skoð- anakannanir sýna að meirihluti almennings styður dauðarefs- ingar. Dauðarefsing er í gildi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna. Hæstiréttur bannaði dauðarefs- ingu árið 1972 á þeirri forsendu að henni væri beitt svo mismun- andi milli ríkja að hún teldist „miskunnarlaus og óvenjuleg refsing“. En hæstiréttur gaf aft- ur leyfi til dauðarefsinga eftir að ríkin lögðu fram nýjar reglur sem sagt var að gerðu beitingu dauðarefsingar réttlátari og samræmdari. Andstæðingar dauðarefsinga telja að kynþáttamisrétti endur- speglist í beitingu þeirra. Pótt blökkumenn séu aðeins 12% af Bandaríkjamönnum eru 42% af hinum dauðadæmdu svartir. Stjórn Reagans hefur lýst því yfir að hún stefni að því að herða refsingar og láta dauða- refsingu ná til fleiri glæpa. Sem stendur er aðeins dauðarefsing við flugvélaránum samkvæmt bandarískum alríkislögum. En nýr dómsmálaráðherra Banda- ríkjanna, Edwin Meese segist munu leggja mikla áherslu á að láta dauðarefsingu ná til fleiri glæpa eins og njósna, landráða, morða á erlendum embættis- mönnum, og tilrauna til að myrða forsetann. í flestum ríkjunum, þar sem dauðarefsing er í gildi, er raf- magnsstóllinn notaður eða eitr- aðar sprautur og gasherbergi, en í sex ríkjum geta fangar valið á milli þess að láta skjóta sig eða hengja.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.