NT - 13.03.1985, Side 21

NT - 13.03.1985, Side 21
Miðvikudagur 13. mars 1985 21 Utlönd Glistrup sker upp her- ör gegn flóttamönnum ■ Stuðningsmenn Glistrups í Framfaraflokknum tóku á móti honum með fánum og fagnaði þegar hann losnaði úr prísundinni eftir eins og hálfs árs vist í fangelsi nú á mánudaginn. Símamynd-POLFOTÖ Genf: Risaveldin í vopnaviðræðum Genf-Reuter ■ Bandaríkjamenn hófu að nýju vopnaviðræður við Sov- étmenn ígæreftir 15 mánaða hlé. Bandarísku fulltrúarnir sögðu að það hefði ríkt al- vara í viðræðunum. En forsvarsmaður Banda- ríkjamanna í viðræðunum, Max Kampelman, sagði að hann og formaður sendi- nefndar Sovétmanna, Viktor Karpov, hafi komist að sam- komulagi um algera leynd sem kæmi í veg fyrir að sagt yrði frá því sem á fundunum fer fram í smáatriðum. Leiðtogaskiptin í Sovét- ríkjunum hafa gert Vestur- landabúa lítið bjartsýnni um árangur af viðræðunum sem eru þríþættar og snúast um geimvopn og langdrægar og meðaldrægar kjarnorkueld- flaugar. Kampelman sagði ekkert um hversu djúptækar við- ræðurnar voru í gær á nær þriggja tíma fundi viðræðu- nefndanna. Embættismenn gáfu í skyn að þær hafi snúist um dagskrá fundaraðarinnar sem tekur margar vikur og að viðræðurnar hefjist ekki fyrir alvöru fyrr en á fimmtu- dag. Guðrún Ögmundsdóllir, frcttaritari NT í Danmörku skrifar ■ Leiðtogi Framfaraflokksins í Danmörku, Mogens Glistrup. var ekki fyrr kominn út úr fangelsi nú eftir helgina en hann hóf aftur stjórnmálaafskipti. Hann lýsti því yfir að dönsk menning væri í hættu vegna straums múhameðstrúarmanna inn í landið og sagði að Fram- faraflokkurinn myndi bjarga Dönum. Glistrup hafði afplánað eitt og hálft ár af þremur sem hann var dæmdur til að sitja í fangelsi vegna skattsvika og annars mis- ferlis. Blaðamenn og ljósmynd- arar umkringdu Glistrup þegar hann kom úr fangelsinu. Samdægurs tók hann líka við sérstakri ráðgjafarstöðu þing- flokks Framfaraflokksins en það embætti var stofnað sér- staklega fyrir hann þar sem hann hefur ekki leyfi til að sitja á þingi. Glistrup sagði að þetta væri stórkostlegur dagur þegar hann fékk loksins frelsi sitt. Hann steig aftur inn á svið stjórnmál- anna með því að lýsa því yfir að hann væri tilbúinn að nýju til að reisa Danmörku upp úr ósómanum og berjast af endur- nýjuðum krafti gegn óréttlátri skattalöggjöf. Hann var sérstaklega stóryrt- ur í garð múhameðskra flótta- manna sem hann sagði að myndu eyðileggja danska menningu. Glistrup sagði það ábyrgðarleysi hjá stjórninni að opna landið fyrir múhameðstrú- armönnunum og sagðist myndu berjast gegn því að þeim væri hleypt inn í landið. Þingmenn Framfaraflokksins leggja fram í dag frumvarp í þinginu um breytingar á útlendingalöggjöf- Sigurvegarinn í Saarfylki: Vill ekki að NATO stjórni Bonn-Reuter ■ Óskar Lafontaine, forystu- maður þýskra sósíaldemokrata í Saarfylki, þar sem sósíal- demokratar fengu í fyrsta skipti hreinan meirihluta í kosningum um seinustu helgi, sagði í gær á blaðamannafundi að hann teldi að Vestur-Þjóðverjar ættu að draga sig út úr samræmdri her- stjórn NATO. Lafontaine tilheyrir hinum róttæka hluta sósíaldemokrata. Lögreglan brýst inn í Seðlabanka Bolivíu I.a Paz-Reuter ■ Sérsveitir lögreglunnar í Bólivíu brutust inn í Seðlabank- ann í La Paz og tóku hann á sitt vald til að koma í veg fyrir að Genf: LePen bannaður Genf-Reuter: ■ Yfirvöld Genf-borgar bönnuðu ræðuhöld franska hægri-öfgamanns- ins Le Pen í Genf í gær- kvöld til að stýra hjá því að almenningi verði stefnt í hættu. Gúy Fontanet, ráðu- neytisstjóri lögreglu- og dómsmálaráðuneytisins sagði að borgarráð Genf hefði einnig dregið til baka leyfi franska blaðamanns- ins Alain Rollat til að ávarpa fund andstæðinga heimsóknar Le Pens. „Það er ekki æskilegt að gera Genf að orustuvelli fyrir erlend stjórnmála- átök sem stofna öryggi borgaranna í hættu," sagði hann fréttamönnum. Lögreglan hefur engan tíma aflögu fyrir slíkt vegna fundar Sovétmanna og Bandaríkjamanna um vígbúnaðarmál. bankastarfsmenn greiddu laun til verkamanna sem nú eru í allsherjarverkfalli. Allsherjarverkfallið hófst fyr- ir sex dögum. Verkamenn krefj- ast hærri launa, verðstöðvunar og meira framboðs á matvælum. Að sögn hefur Verkamanna- samband Bólivíu einnig sett fram kröfur um að stjórnvöld greiði ekki afborganir af erlend- um lánum á til skildum tíma þar sem ríkið hafi ekki efni á slíku. Það mun líka krefjast þess að einkabankar og flutningafyrir- tæki verði þjóðnýtt. Verkalýðssambandið vildi að bankar yrðu nú opnaðir í einn dag til aðgreiða laun. En stjórn- in fyrirskipaði lögreglunni að halda bönkum lokuðum þar til annað yrði ákveðið. Þegar úrslitin í Saar-fylki voru orðin ljós lýs'ti leiðtogi vestur- þýskra sósíaldemokrata, Willy Brandt, því yfir að hann teldi að kosningaúrslitin myndu óhjá- kvæmilega leiða til vinstrisveiflu í flokknum og auka áhrif Laf- ontaine. Lafontaine hefur hafr.að til- lögu æskulýðssamtaka sósíal- demokrata um að hann eigi að verða formaður alls flokksins. Hann segist munu einbeita sér að málefnum Saarfylkis þar sem hann vann kosningasigurinn. Hann fór samt ekki dult með róttækar skoðanir á sviði varn- armála. Lafontaine sagði á blaðamannafundinum í gær að hann teldi að Vestur-Þjóðverjar ættu að fylgja fordæmi Frakka í varnarmálum og draga sig út úr hernaðarskipulagi NATO. Hann sagðist álíta að sérhvert ríki ætti sjálft að stjórna her sínurn. Hann sagðist einnig óska þess að fá öllum kjarnorkubúnaði Bandaríkjamanna vísað úr landi. Chernenko bætti sam- skiptin við Kínverja Pekine-Reuter ■ I frásögn Dagblaðs al- þýðunnar í Kína af fráfalli Chernenkos, sagði m.a. að tengsl Kínverja og Sovétmanna hefðu batnað á valdatíma hans. Dagblað alþýðunnar birti mynd af Chernenko á forsíðu í gær í svörtum sorgarramma og í samúð- arskeyti frá leiðtogum kín- verska kommúnista- flokksins sagði meðal ann- ars að Chernenko hefði „starfáð með árangri á mörgurn sviðum í þágu hagsmuna sovéska ríkisins og almennings. Fráfall hans er mikill missir fyrir sovéska alþýðu." Kínverjar létu í ljós þá ósk að samskiptin við Sov- étmenn héldu áfram að batna í framtíðinni. Vara- forsætisráðherra Kín- verja, Li Peng, verður við- staddur jarðarför Chern- enkos í Moskvu í dag. íran-írak: Árásum á borgir og bæi linnir ekki - þrátt fyrir samkomulag við SÞ Teheran-Reuter ■ íranir sögðu í gær að írakar hafi rofið samkomulag sem Sameinuðu þjóðirnar stóðu að um að öllum árásum á borgir og bæi yrði hætt á miðnætti á mánu- dagskvöld. Aðstoðar utanríkisráðherra írana, Hussein KazemPour Ardebili sagði fréttastofu írans að írakar hafi ráðist á írönsk þorp í Marivan og Piranshahar í landamærahéruðunum og einnig á þorpið Bostan innar í landinu í V-lran. Aðstoðarráðherrann nefndi engar tölur um mannfall en á síðustu átta dögum hafa tiundr- uð særst vegna árása á bæi og borgir í stríði írana og Íraka. íranir hafa sagt að fimm manns hafi fallið í loftárás íraka á Teheran á mánudagskvöldið. „Úr því að alþjóðleg samtök geta ekki stöðvað íraka, mun hið íranska lýðveldi múhameðs- trúarmanna ekki láta árás íraka í dag ósvarað," sagði aðstoðar- utanríkisráðherrann í gær. BLAÐBERA VANTAR FYRIR EFTIRTALDAR GÖTURí GARÐABÆ: FAXATÚN, ARATÚN, MÝRAR, LYNGMÓA, KJARRMÓA OG BREKKUBYGGÐ. Skip Sambandsins munu ferma til íslands á naestunní sem hér segir: Hull/Goole: Dísarfell ............25/3 Dísarfell ....:........8/4 Dísarfell ............22/4 Rotterdam: Dísarfell ............26/3 Dísarfell .............9/4 Dísarfell ............23/4 Antwerpen: Dísarfell ............27/3 Dísarfell .......... 10/4' Dísarfell ............24/4 Hamborg: Dísarfell ........... 15/3 Dísarfell ............29/3 Dísarfell ............12/4 Dísarfell ............26/4 Helsinki/Turku:- Hvassafell............29/3 Falkenberg: Mælifell............. 18/3 Larvik: Jan ..................22/3 Jan .................. 1/4 Jan ..................15/4 Gautaborg: Jan ..................21/3 Jan ...................2/4 Jan ...:............. 16/4 Kaupmannahöfn: Jan...................20/3 Jan....................3/4 Jan ..................17/4 Svendborg: Jan ..................19/3 Jan ...................4/4 Jan ................. 18/4 Aarhus: Jan ................. 18/3 Jan ...................4/4 Jan ................ 18/4 Gloucester, Mass.: Halifax, Canada: Jökulfell............ 14/3 m SKIPADEILÐ SAMBANDSINS Sambandsrfusinu Pósth 180 121 Reykjavik Simi 28200 Telex 2101 Síðumúli 15. Sími 686300 Á AKREINA- SKIPTUM VEGUM nn □ □ □ □ □ □ á jafnan að aka á hægri akrein yujn.áR

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.