NT - 14.03.1985, Qupperneq 1
Sunnlenskir bændur: ____
Stofna félag kúabænda
sem verður kerfinu til aðhalds og styrktar
■ Á þriðja hundrað
kúabænda af öllu Suður-
landi mættu á stofnfund
félags kúabænda á
Suðurlandi á Hvolsvelli í
gærkvöld.
Samtökin eru stofnuð
til að þjappa kúabændum
á samlagssvæði MBF
saman og vinna að hags-
munum þeirra, en mörg-
um þykir sem sunnlensk-
ir bændur hafi lítt treyst
samstöðu sína þrátt fyrir
versnandi kjör.
Undirbúningur að fé-
lagsstofnuninni hófst í
nóvember sl. með fundi í
Brautarholti á Skeiðum
og sagði einn frummæl-
enda á fundinum, Bergur
Pálsson í Hólmahjáleigu,
að stofnendur hefðu
aðallega verið ungir
bændur og skuldugir.
Á fundinum kom fram
gagnrýni á félagskerfi
bænda um leið og fundar-
menn tóku fram að félag-
ið skyldi verða kerfinu til
styrktar og aðhalds.
Fram kom í máli
þriggja frummælenda að
þeim þætti bændaforyst-
an svifasein, ekki síst nú
er stefndi í gjaldþrot
fjölda bænda. Meðal þess
sem bændur gagnrýndu
voru nýjar útborgunar-
reglur fyrir mjólk og
hækkun kjarnfóðurskatts
nú eftir slæmt heyskapar-
ár sunnanlands.
Meðal fundargesta
voru forystumenn Stétt-
arsambands bænda.
Pá mun og vera í bí-
gerð að stofna félag sauð-
fjárbænda á Suðurlandi.
Framhaldsskólarnir lamaðir áfram:
Kennarafundur gegn því
að taka upp störf á ný
■ Sú varð niðurstaða íundar
sem kennarar þeir sem gengu út
um mánaðamótin héldu í gær-
kvöldi, að taka ekki upp störf
að nýju. Tillaga um það fékk
102 atkvæði, en önnur tillaga
sem gekk út á hið gagnstæða
hlaut 187atkvæði.“ Það eralveg
ljóst að félagar í HÍK líta svo á
að í yfirlýsingu ríkisstjórnarinn-
ar frá í gær felist engar trygging-
ar fyrir því, að nægilegar kjara-
bætur fáist,“ sagði Gunnlaugur
Ástgeirsson varaformaður HÍK
eftir atkvæðagreiðsluna. Hann
sagði að kennarar væru eftir
sem áður reiðubúnir til samn-
ingaviðræðna ef ríkisvaldið vildi
tala við þá. „Um alvarlegar
viðræður verður þó varla að
ræða alveg næstudaga," sagði
hann.
„Kristján Thorlacius formað-
ur HlK, sagðist vonast til þess
að samningaviðræður héldu
áfram þótt kjardómur hefði
fengið málið til meðferðar.
Hann var spurður hvort einhver
viðbrögð yrðu af hálfu kennara
ef stöður þeirra yrðu auglýstar
næstu dagana.“ Við getum ekk-
ert við því sagt, ef sú ákvörðun
verður tekin að veita okkur
lausn, en í því fælist þá viður-
kenning á því að uppsagnir
okkar hefðu verið lögmætar
sagði Kristján.
Ljóst er eftir fundinn í gær-
kvöldi að einhverjir úr hópi
kennara munu ekki hlíta niður-
stöðunni, heldur hefja kennslu,
en þeir verða þó að líkindum
fáir og eftir að sjá hvort nem-
endur mæta í tíma til þeirra.
Það var stjórn HÍK sem Iagði
fram báðar hinar gagnstæðu til-
lögur sem voru til umfjöllunar í
gærkvöldi. Önnur gekk út á að
tekin skyldi upp kennsla á ný,
enda lægi fyrir staðfesting for-
sætisráðherra á hagstæðri túlk-
un yfirlýsingar ríkisstjórnarinn-
ar, kennurum í vil. En það
dugði sem sagt skammt og allt
bendir til að langt sé í lausn
deilunnar.
Shultz I
heimsókn!
■ George Shultz utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna
kom til íslands á öðrum
tímanum í nótt og nú í
morgun mun hann ræða
við Geir Hallgrímsson
utanríkisráðherra. Shultz
var í gær viðstaddur útför
Chernenkos í Moskvu.
Að loknum viðræðun-
um mun Shultz þegar í stað
halda áfram áleiðis vestur
um haf.
Utvarps-
lögá
Alþingi!
- sjá bls. 3
Helgi Ólafsson vann Jóhann Hjartarson:
Vantar einn vinning
í stórmeistaratitil
■ HelgiÓlafssonvannJóhann
Hjartarson á skákmótinu í
Kaupmannahöfn og hefur 6
vinninga, þegar einni umferð er
ólokið. í dag teflir hann við
Plaskett og hefur svart. Vinni
hann hefur hann þar með öðlast
stórmeistaratitil í skák.
■ Helgi Ólafsson.
Skák Larsens og Pinters fór í
bið og á Larsen heldur betri
stöðu, þótt óvíst sé hvort það
nægi til vinnings. En vinni hann
verður hann aðeins hálfum
vinningi á eftir Ungverjanum
fyrir síðustu umferðina. Ekki er
á Danann logið með keppnis-
skapið.
Önnur úrslit í gær urðu þau
að Lars Karlsson vann de Firmi-
an, Christiansen vann Morten-
sen og Höj og Hansen gerðu
jafntefli. Pinter er efstur á mót-
inu með 7 'h vinning og biðskák,
Hansen hefur 6 'h vinning, Lar-
sen er þriðji með 6 Vi vinning og
biðskák og Helgi í 4. sæti með 6
vinninga.
Páll Pétursson
svarar Jóni B.
- sjá bls. 3
Sáttafundur á laugardag
■ Boðaður hefur verið fundur
með sáttasemjara á ísafirði á
laugardag eftir að slitnaði upp
úr viðræðum sjómanna og út-
vegsmanna þar vestra.
Að sögn Sigurðar R. Ólafs-
sonar, forsvarsmanns sjómanna
á ísafirði, eru það helst starfs-
aldurshækkanir sem deilt er um,
en útvegsmenn þverneita öllum
samningum um slíkar hækkanir.
■ Útför Konstantin Chernenkos fór frain í gær, þá voru
líkbörur hans fluttar frá Súlnasalnum í Höll verkalýðsfé-
laganna, en útförin fór fram á Rauða torginu. Þúsundir
Sovétborgara höfðu vottað hinunt látna virðingu sína þar
sem hann lá á viðhafnarbörum í Súlnasalnum. Margir
fulltrúar erlendra ríkja voru viðstaddir útförina, þar á
meðal Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra.
Simamynd PÖLFÖTO