NT - 14.03.1985, Qupperneq 3
Fimmtudagur 14. mars 1985 3
■ Páll Pétursson forseti Norðurlandaráðs svaraði sím-
skeyti Jóns Hannibalssonar í gær. NT-mynd: Sverrir
Framsóknarmenn á þingi um útvarpslögin:
Ekkibundnirstuðn-
ingi við frumvarpið
Páll svarar Jóni Baldvini:
verði breytingartillögur Friðriks samþykktar
inga og þar er fjölbreytni en
ekki fjölmiðlarisar sem mylja
allt undir sig.
Ólafur Þórðarson sagði að
hann teldi að ríkisútvarpið
þyrfti að hafa forgang því það
hefði miklar skyldur. „Það út-
varp sem ég er hræddastur við
er það útvarp sem fær stuðnings-
greiðslur, það er útvarp sem er
á mála hjá t.d. SÍS, eða Loft-
leiðum."
Búist er við að atkvæða-
greiðsla unt frumvarpið fari
fram á mánudag.
Lífeyrisréttindi til
heimavinnandi kvenna
- frumvarp fimm karlþingmanna
■ í gær var lagt fram á Al-
þingi frumvarp til laga um að
konur, sem yfirgefa vinnu-
markaðinn vegna barnsburð-
ar, hafi áfram rétt til að greiða
í lífeyrissjóð sinn í allt að sjö
ár.
í frumvarpinu er gert ráð
fyrir að viðkomandi kona
muni einnig greiða þann hluta
iðgjaldsins sem atvinnu-
rekandinn greiddi áður.
í greinargerð með frum-
varpinu segir að frumvarpið sé
fyrsti áfanginn í þá átt að
tryggja húsmæðrum full rétt-
indi til greiðslu í lífeyrissjóði.
Heimavinnandi húsmæður
eru nú eina stétt landsins sem
engra lífeyrisréttinda nýtur,
segir í greinargerðinni, en
margar tillögur hafa verið
fluttar á þingi um slík réttindi,
m.a. ein á þessu þingi af Páli
Péturssyni.
Frumvarpið er lagt fram af
Páli Péturssyni, Sighvati
Björgvinssyni, Ólafi G. Ein-
arssyni, Guðmundi J. Guð-
mundssyni og Guðmundi Ein-
arssyni.
því fram að ríkisútvarpið sé
ófrjálst.
Það sent vakir fyrir íhald-
inu sagði Hjörleifur er að
fjölmiðlarisinn Isfilnt knésetji
Ríkisútvarpið a.m.k. hér í þétt-
býlinu. Hann lýsti furðu sinni á
því að framsóknarþingmenn
skyldu ætla að standa að þessu
máli. Hér væri um það að ræða
að menn ætluðu að reka útvarp
í gróðaskyni. Hjörleifur rakti
það sem er að gerast á Norður-
löndunum, en þarfástaðbundn-
ar stöðvar ekki leyfi til auglýs-
Framsóknarfélag Reykja-
víkur um vaxtamálin:
Mótmælir stefnu
Seðlabankans og
ríkisstjórnar
Þá segir í ályktuninni að
stjórnin lýsi furðu sinni á því
að núverandi vaxtastefna
hafi verið frantkvæmd í and-
stöðu við meirihluta þing-
flokks Framsóknarflokksins.
Stjórnin telur með öllu óverj-
andi að lán séu verðtryggð
meðan laun eru það ekki.
Einnig segir í ályktun stjórn-
arinnar að verði vaxtastefn-
unni fylgt áfram, þá leiði það
líklega til gengisfellingar,
sem bitni ekki síst á sparifjár-
eigendum sem upphaflega
átti að vernda með núverandi
vaxtastefnu.
Ályktunin er undirrituð af
Alfreð Þorsteinssyni, ný-
kjörnum formanni félagsins.
■ „Stjórn Framsóknar-
félags Reykjavíkur telur
sérstaka ástæðu til að mót-
mæla stefnu Seðlabankans
og ríkisstjórnarinnar, sem
fylgt hefur verið í vaxtamál-
um.“
Svo hefst ályktun stjórnar
Framsóknarfélags Reykja-
víkur sem samþykkt var á
fundi 13. mars.
1 ályktuninni segir að
stefna stjórnarinnar og
Seðlabankans hafi leitt til
mikilla greiðsluerfiðleika hjá
einstaklingum og fyrirtækj-
um, og ekki síst hjá hús-
byggjendum, og að víða blasi
gjaldþrot við.
„Egfagna
því að þú
skulir líta
stórt á þig“
■ „Ég hef veitt viðtöku
hátíðlegu símskeyti frá þér.
Svo vel vill til að við vinnum
á sama vinnustað, þannig að
þú getur þar auðveldlega átt
orðastað við mig, ef þú átt
eitthvað vantalað. Þú kvart-
ar undan árásum af minni
hendi sem þú hafir ekki haft
tækifæri til að svara í áheyrn
alþjóðar. Það er ósatt. Þér
var boðið að svara ummæl-
um mínum í fréttatíma út-
varps sl. mánudagskvöld en
það þáðir þú ekki.
Eg hef ekki ennþá heyrt
þig draga ummæli þín til
baka eða biðja aðra afsökun-
ar en Kalevi Sorsa forsætis-
ráðherra Finna. Strax og þú
hefur gert yfirbót mun ég fús
að ræða við þig í útvarpi ef
útvarpsstjóri óskar. Fram að
þeim tíma skulum við ein-
beita okkur að þingstörfum.
Ég fagna því að þú skulir
líta stórt á þig og vera svo
vandur að virðingu þinni“
Þannig hljóðar svarskeyti
Páls Péturssonar, þingmanns
og forseta Norðurlandaráðs,
til Jóns Baldvins Hannibals-
sonar alþingismanns, en sá
sendi frá sér eftirfarandi
skeyti í fyrradag.
„Þú hefur í tvígang í frétta-
tíma ríkisútvarpsins og í
embættisnafni sem forseti
Norðurlandaráðs borið mig
fjarstaddan þungum sökum
m.a. að ég hafi orðið þjóð
minni til skaða og skammar,
unnið íslenskum málstað
tjón og haft uppi ummæli,
sem enginn fótur sé fyrir.
Þegar maður er borinn svo
alvarlegum sökum er til siðs
að sakborningur fái að bera
hönd fyrir höfuð sér og að
ákærandinn reyni að standa
fyrir máli sínu. Þetta er ekki
einkamál okkar heldur varð-
ar það alla þjóðina og emb-
ætti þitt sem forseta Norður-
landaráðs. Þess vegna ítreka
ég hér með þá áskorun mína
að þú reynir að standa fyrir
máli þínu í áheyrn alþjóðar.
Útvarpsstjóri hefur nú gefið
Helga Péturssyni frétta-
manni fyrirmæli um að bjóða
ákæranda og sakborningi að
ræða þessi mál í ríkisútvarpi.
Skilyrði þín um að ákæruatr-
iði verði dæmd réttmæt fyrir-
fram fá augljóslega ekki
staðist. Nú er spurningin:
þorir þú, eða þorir þú ekki,
Húnvetningur, að standa fyr-
ir máli þínu? Ef þú þorir það
ekki skalt þú minni maður
heita og öll þín ákæruatriði
falla sjálfkrafa dauð og
ómerk. Svar óskast um hæl.
Með tilhlýðilegri virðingu“
Upphaf þessarar rekistefnu
er, eins og menn rekur minni
til, að í viðtali eftir Norður-
landaráðsþing lét Páll Pét-
ursson þau orð falla að Jón
Baldvin skuldaði ekki bara
forystumönnum jafnaðar-
manna á Norðurlöndum
heldur einnig þjóð sinni af-
sökunarbeiðni vegna ýmissa
ummæla sem hann lét falla í
garð frændþjóða okkar með-
an á Norðurlandaráðsþingi
stóð.
■ Páll Pétursson formaður
þingflokks Framsóknarflokks-
ins lýsti því yfir í umræðum um
útvarpslagafrumvarpið í gær-
kvöldi að hann teldi sig óbund-
inn af stuðningi við frumvarpið
ef breytingartillaga Friðriks
Sóphussonar, sem felur í sér að
aflétta auglýsingahömlum á
kapalútvarpi, yrði samþykkt,
eða yflrhöfuð nokkrar breyting-
artillögur við frumvarpið eins
og það væri nú, en samkomulag
hefði orðið um málið í mennta-
málanefnd neðri deildar. Páll
sagðist telja að fleiri þingmenn
Framsóknar hefðu sömu af-
stöðu. Stefán Valgeirsson hefur
lýst sig andsnúinn frumvarpinu.
Hjörleifur Guttormsson
gagnrýndi það að jafnvel frétta-
menn útvarps og sjónvarps
tækju sér í munn hugtakið
frjálst útvarp sem væri áróð-
ursklisja þeirra sem vildu klæða
gróðafíkn sína í fallegan
búning. Nefndi Hjörleifur sér-
staklega sjónvarpsþátt frá 15.
febrúar. Eða vilja menn halda
■ Fulltrúar áhugamanna um úrbætur í húsnæðismálum
gengu í gær á fund Steingríms Hermannssonar forsætisráð-
herra og afhentu honum áskorun um úrbætur. Að sögn
Sigurgeirs Þorgeirssonar, sem hafði orð fyrir hópnum, tók
forsætisráðherra vel á móti komumönnum og kvað ríkis-
stjórnina hafa til athugunar hvernig mætti bæta hag
húsbyggjenda og húskaupenda. Sigurgeir sagði að orð yrðu
hins vegar ekki látin nægja og myndi hópurinn halda áfram
og myndi ekki láta staðar numið fyrr en raunverulegar
útbætur yrðu komnar fram í dagsljósið.
NT-mynd Ámi Bjarna.