NT - 14.03.1985, Síða 13

NT - 14.03.1985, Síða 13
Fimmtudagur 14. mars 1985 13 sig ■ Ginger Rogers og Fred Astaire léku í ótal dansniy ndum fyrir stríð og á stríðsárunum. Kjólarnir hennar Ginger voru alveg sýningaratriði út af fyrir sig. Kjóilinn sem fyrirsætan sýnir hér er með „tjull“-pilsi, eins og danskjólarnir voru oft á þeim tímum, en óneitanlega er meiri glæsileiki yfir Ginger í Ijósa danskjólnum í vals með Astaire. Debbie Deynelds ■ Debbie Reynolds lék oft hér áður fyrr (um 1950) „hina dæmigerðu stúlku í næsta húsi“, sem var góð og sæt. í rósótta sumarkjólnum, sem sýningardaman sýnir á myndinni, er reynt að ná fram sama svip. Audrey Kiepburn ■ Audrey Hepburn er reyndar yngri en hinar leikkonurnar, sem áður hefur verið minnst á. Hún var eins og tilvalin í „stuttu tískuna“, svo grönn og leggjalöng. Nú hafa sést á vortískusýningum svipaðir kjólar og hún var í á 7. áratugnum. >vcrth ■ Rita Hayworth lék fyrir mörgum áratugum í kvikmynd um Carmen og hér sjáum við hvernig nýtískuleg sýningarstúika stælir Carmen-stíl Ritu, bæði hárgreiðslu, stóra skartgripi og sígaunalegan klæðaburð. ■ Jane Russell lék 1948 í myndinni „The Paleface“ (Hvíti maðurinn) og þá kom hún fram í kúrekafötum með stóran hatt. Nú - á árinu 1985 - sýnir sýningardama svipaðan leðurjakka og stóran hatt, og þetta þykir það allra fínasta og sportlegasta þar sem slíkur fatnaður er við hæfi, svo sem á kappreiðum, dýrasýningum eða á ferðalögum um sveitina (segir í myndatexta).

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.