NT - 14.03.1985, Page 22

NT - 14.03.1985, Page 22
Fimmtudagur 14. mars 1985 22 ■ Brynjar Sigurðsson hampar siguriaununum sem hann og bekkjarfélagar hans í 5. EB í Seljaskóla fengu fyrir sigur í Landsbankamótinu. Á bak við hann má sjá Sigvalda Ingimund- arson íþróttakennara og minni- boltaþjálfara hjá ÍR sem kom mótinu af stað í upphafi og hefur séð um framkvæmd þess síðan. Flestir strákarnir í sigurliðinu eru í minniboltaliði ÍR. (Til vinstri). ■ Þátttakendur í „Lands- bankamótinu“ sem ÍR heldur fyrir minniboltakrakka í Breið- holti og Langholtsskóla, fyrir utan útibúið í Mjóddinni. ,(Til hægri). Landsbankamót í körfu: Búndeslígan: Lalli skoraði - gegn Werder Bremen ■ Lárus Guðmundsson knattspyrnumaður sem spilar með Úrdingen í V-Þýskalandi skoraði sig- urmark liðsins gegn Werder Bremen í 16-liða úrslitum þýsku bikar- keppninnar í fyrrakvöld. Úrdingen er þar með komið í 8-liða úrslit. Markið kom á 57. mín- útu af stuttu færi og tryggði 2-1 sigur. Feykilegt fjör Pétur Guðmundsson körfuknattleiksmaður: Á ferð og flugi ■ Pétur Guðmundsson, hæsti körfuknattleiksmaður Islands og sá eini sem komist hefur í lið ■ Pétur Guðmundsson á fullri ferð með ÍR-ingum. Hann spil- aði á þessu keppnistímabili í Englandi en hyggst breyta til. í bandarísku atvinnumanna- deildinni NBA, er á íslandi þessa dagana, en mun staldra stutt við. Pétur lék eins og kunnugt er í Englandi í vetur við góðan orðstír með fyrstu- deildarliðinu Sunderland. „Þessu er lokið hjá Sunder- land á þessu keppnistímabili," sagði Pétur í samtali við NT. „Liðið varð í níunda sæti í deildinni, og það komast átta efstu í úrslitakeppnina um Eng- landsmeistaratitilinn, það mun- aði nú ekki nema tveimur stigum. Annars varSunderland- liðið engu lakara en hin sem fóru í úrslitakeppnina hvað leik- menn varðaði og liðið sjálft. En stjórn mála var í molum hjá félaginu, bæði léleg fjárhagsleg og framkvæmdalega,“ sagði Pétur. Pétur er nú á leið til Spánar með hópi leikmanna sem vilja gjarnan komast að hjá stærri liðum í Evropu. Hópurinn ferð- ast sem lið, og tekur þátt í mótum víða um Evrópu, síðan í Mónakó og væntanlega á ítal- íu. „Við ferðumst á vegum um- boðsmanns, sem hefur þessa aðferð við að koma leikmönn- um á framfæri. Hvað svo tekur við veit ég ekki, en ætli ég fari ekki aftur til Bandaríkjanna og reyni fyrir mér.“ ■ Landsbankamótið var hald- ið með pompi og prakt um mánaðamótin síðustu í íþrótta- húsi Fellaskóla í Breiðholti. Landsbankamótið er bekkja- keppni 5. bekkinga úr skólum í Breiðholti og Langholtsskóla og er haldið á vegum ÍR. Lands- bankinn styrkir fyrirtækið með því að gefa verðlaun. Sigvaldi Ingimundarson íþróttakennari í Fellaskóla og þjalfari minnibolta hjá ÍR hefur haft veg og vanda að skipulagn- ingu og framkvæmd mótsins sem fór fram í annað sinn nú í staðinn fyrir í haust, vegna verk- fallanna þá. Það er stefnan að halda mótið ár hvert, í upphafi skólaárs á haustin. Að þessu sinni tóku 29 lið þátt í mótinu, sem er 9 liðum fleira en síaðst og alls voru krakkarnir um 270. Leikirnir urðu 59 talsins og Pýskaland: BommertilUrdingen ■ Bayer Úrdingen, lið Lárus- ar Guðmundssonar í v-þýsku 1. deildinni í knattspyrnu, hefur mikinn hug á að kaupa lands- liðsmanninn þýska, Rudi Bommer, frá Fortuna Dússel- dorf, félagi Atla Eðvaldssonar. Úrdingen vill borga 900 þúsund mörk (11,3 millj. ísl. kr.) fyrir Bommer, en Fortuna vill fá.1,1 milljón marka (13,8 milljónir Þýskir punktar...þýskir punktar...þýskir punktar... Frá Guðmundi Karlssyni frétlamanni NT í V-Þýskalandi ■ ...BAYERN MÚNCHEN vann sinn fyrsta útileik um helg- ina síðan 1. desember sl. í bæði Frakkland: Bordeaux úr leik ■ Scinni leikirnir í 1. umferð frönsku bikar- keppninnar í knattspyrnu fóru fram í fyrrakvöld. Athygli vekur stórt tap Bordeaux fyrir Lille, 5-1. Bordeaux er þar með úr leik í keppninni. Úrslit: (Lið sem komast áfram eru aðgreind með feitu- letri.) Sochaux-Nantes........... 8-1 Rouen-Rennes ............ 2-0 Sedan-Maubeuge........... 2-0 París SG-Le Havre........ 2-1 Brest-Mulhouse .......... 2-0 Nancy-Pau................ 3-0 Bastia-Metz.............. 2-0 St-Etienne-Nice ......... 4-1 Cannes-Nimes ............ 1-0 Marseilles-Valence....... 2-1 Sete-Nantes ............. 1-2 Monaco-Besancon ......... 5-0 Toulouse-Clermont........ 3-1 Lille-Bordeaux .......... 5-1 Stade Francais-Lens...... 0-0 skiptin vann Bayern lið sem heitir 1. FC K, nú gegn Köln, en gegn Kaiserslautern í desem- ber. Lothar Mattheus skoraði mark f bæði skiptin... ...HAMBURGER SV skor- aði ekki á heimavelli um helg- ina, í fyrsta sinn síðan 19. maí 1984. Þá kom Frankfurt í heim- sókn, en nú Karlsruher... ...STUTTGART gengur vel þessa dagana, liðið hefur nú unnið fjóra leiki í röð og hefur í þeim leikjum skorað 17 mörk gegn 2. Síðasta leikjaröð sam- bærileg þessari var hjá liðinu í nóvember 1983... ...EINTRACHT FRANK- FURT hélt marki sínu á heima- velli hreinu í fyrsta sinn nú um helgina síðan 28. september sl. haust. Þá lék Frankfurt gegn Bielefeld. en nú gegn Brauns- chweig. I bæði skiptin skoraði Kremer fyrir Frankfurt... ... 1 FC KÖLN lék um helgina í fyrsta sinn í þrjú ár á heima- velli án þess að skora mark! Hinn 30. mars 1982 töpuðu Kölnarmenn 0-1 fyrir Bielefeld, en nú töpuðu þeir 0-2 gegn Bayern Munchen... ...BAYER ÚRDINGEN fékk í fyrsta sinn, síðan 12. maí 1984 fleiri en þrjú mörk á sig í útileik. Þá tapaði liðið 0-7 í Mönchengladbach, en nú 5-2 í Stuttgart... Handknattleikur: Úrslitakeppnin að hefjast ■ Úrslitakeppnifjögurraefstu liða í fyrstu deild karla í hand- knattleik um íslandsmeistara- titilinn hefst að líkindum á sunnudag. í upphaflegum drög- um HSÍ stóð til að hefja keppn- ina í kvöld, en enduruppröðun á vegum liðanna sjálfra gerir ráð fyrir, samkvæmt heimildum NT, að fyrsta umferðin hefjist á sunnudagskvöld. Fyrsta umferðin verður þá á sunnudags-, mánudags- og þriðjudagskvöld í Laugardals- höll. Næsta umferð verður væntanlega 10., 11. og 12. apríl í Hafnarfirði, þriðja umferðin 17., 18. og 19. apríl í Laugar- dalshöll og síðasta umferðin loks 26., 27. og 28. apríl í Laugardalshöll. Það að keppnin dreifist svo sem hér á undan er talið gerir það sennilega að verkum að úrslitaleikur bikarkeppni HSÍ verður ekki fyrr en í maí. Þá getur það sett verulegt strik í reikninginn í þessari uppstill- ingu, ef íslensku liðin, Víkingur og FH, komast áfram í Evr- ópukeppnunum í handknatt- leik. keppt var í tveimur riðlum fyrstu tvö kvöldin. Þau lið sem unnu tvo leiki komust beint í úrslit, þau sem unnu einn og töpuðu einum komust í undan- úrslit sem voru leikin f 2 riðlum. Sigurvegarinn úr þeirri keppni fór svo í úrslitakeppnina. Þriðjudaginn 5. mars var leik- ið til úrslita, 10 lið í tveimur riðlum, og léku allir gegn öllum. Sigurvegararnir í riðlunum, 5. EB í Seljaskóla og 5. KJ í Langholtsskóla, léku svo hrein- an úrslitaleik sem Seljaskóla- strákarnir unnu 26-14. Á laugardaginn var, voru verðlaun afhent í útibúi Lands- bankans í Mjóddinni. Allir þátt- takendur fengu viðurkenningu en 1. og2. lið verðlaunapeninga og sigurliðið fékk bikar. Knattspyrna: „Sterkt lið án útlendinganna" - segir Evarista Macedo þjálfari Brassana annað borð. „Ég er sannfærður kr.). Bommer hefur gengið alger- lega frá sínum málum við Úrd- ingen, og fer svo fremi sem liðin komast að samkomulagi. „Það er mikið áfall fyrir Dusseldorf. Aðalfundur S.I. ■ Aðalfundur Samtaka íþróttafréttamanna 1985 var haldinn í gær í Litlu- brekku við Lækjartorg í Reykjavík. Samúel Öm Erlingsson, var þar endurkjörinn formaður samtakanna, en aðrir í stjórn voru kjörnir Skapti Hallgrímsson og Þór- mundur Bergsson. Auk venjulegra aðal- fundarstarfa var eitt meg- inviðfangsefni fundarins norræn ráðstefna íþrótta- fréttamanna sem fram fer í Reykjavík í júní á þessu ári, en þá koma 20 fulltrúar samtaka íþrótta- fréttamanna í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Dan- mörku hingað til lands til skrafs og ráðagerða. ■ „Við erum með full fram- bærilegt lið hér á heimaslóðum og ég er ekki viss um að þeir leikmenn sem spila á Ítalíu séu í nokkuð betra formi. Þeir verða a.m.k. að sanna það fyrir mér,“ sagði Evaristo Macedo landsliðsþjálfari Brasilíu í við- tali við blað eitt í Ríó í fyrradag. „Ég er ánægður með hópinn sem ég hef nú og þó þessir leikmenn á Ítalíu séu frábærir þá þarf ég að skoða þá miklu betur í leikjum til að geta staðið á því að velja þá,“ bætti Macedo við. Brasilíumenn eiga að leika við Bólivíu og Paraguay í undankeppni HM í Mexíkó. Leikir þessara liða verða í júní. Macedo verður að tilkynna lið sitt þann 14. apríl og leikmenn verða að koma til æfinga daginn eftir. Óvíst er hvort þeir leik- menn sem spila á Ítalíu fái sig lausa, ef þeir verða valdir á um að við getum búið til mjöe sterkt lið með þeim leikmönnum sem hér eru í Brasilíu og kvíði því engu,“ sagði Evaristo Mac- edo. ■ Zico er ekki öruggur í lið Brassanna. Körfuknattleikssambandid: Fjórir piltar til Júgóslavíu - í boði „Converse“*umboðsins ■ Bandaríska íþróttavöru- fyrirtækið „Converse“ mun í sumar standa fyrir æfingabúð- um í körfuknattleik fyrir ung- linga á aldrinum 14-18 ára. Búð- ir þessar verða haldnar í Júgósl- avíu og unglingum víðsvegar að úr Evrópu er gefinn kostur á að vera með. Coverse-fyrirtækið greiðir allan kostnað við þátt- töku, uppihald, ferðir til og frá Júgóslavíu og annan kostnað. Fjórúm íslendingum stendur til boða að fara og æfa með efniiegustu körfuknattleiks- mönnum Evrópu. Flug frá íslandi verður tengt sólarflugi til Rimini. Umboðsmaður Converse á íslandi, Torfi Tómasson og ung- linganefnd KKÍ mun velja þá sem til greina koma. Umsóknarfrestur er til 22. mars og tekur skrifstofa KKf við umsóknum. Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Birni Leóssyni í síma 46039. Getraunir ■ í 28. leikviku Getrauna kom enginn seðill fram með 12 rétta leiki, en 6 seðlar reyndust vera með 11 rétta og vinningur fyrir hverja röð kr. 71.960,- Þá reyndust 129 raðir vera með 10 réttum og vinningur fyrir hverja röð kr. 1.434.00.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.