NT

Ulloq

NT - 14.03.1985, Qupperneq 23

NT - 14.03.1985, Qupperneq 23
Lokastaðan í 1. deild karla I handboltanum FH....................... 14 13 1 0 387-318 27 Valur ................... 14 8 4 2 323-300 20 Víkingur ................ 14 7 3 4 341-314 17 KR....................... 14 6 3 5 334-289 15 Þróttur ................. 14 5 4 5 345-341 14 Stjarnan ................ 14 4 2 8 300-334 10 Þór...................... 14 3 0 11 271-335 6 Breiðablik .............14 1 l'll 292-353 3 Eins og sjá má á þessu standa FH-ingar langbest að vígi, hafa ekki tapað leik annað árið í röð og gert aðeins eitt jafntefli. Þeir hafa besta markahlutfallið sem er hagstætt um 69 mörk, KR-ingar koma næstir að því leyti, hafa hagstætt markahlutfall um 45 mörk, Víkingar +27, Vals- menn +23 og Þróttarar skoruðu 4 mörkum fleira en þeir fengu á sig. Óll hin liðin hafa óhagstætt markahlutfall, Þór -63 mörk, Breiðablik -61 og Stjarnan -34. í úrslitakeppninni um íslandsmeistaratitilinn reiknast aðeins þau stig með sem liðin fá í innbyrðis viðureignum sínum og þegar keppnin hefst er staðan svona: FH........................ 6 5 1 0 161-139 11 Valur .................... 6132 123-129 5 Víkingur ................. 62 1 3 135-142 5 KR........................ 6 1 1 4 133-142 3 Kristján Arason langmarkahæstur ■ FH-ingurinn Kristján Arason er langmarkahæstur. Að loknum 14 leikjum hefur hann skorað 101 mark sem gerir rúmlega 7,2 mörk að meðaltali í leik. Páll Ólafsson náði sér vel á strik seinni hlutann af mótinu eftir fremur rólega byrjun í markaskorun og varð næsthæstur með 86 mörk, rúmlega 6,1 mark að meðaltali. Þorbergur Aðalsteinsson skoraði 84 og þeir Hans Guðmundsson og Jakob Jónsson fylgdu fast á eftir með 82 mörk hvor. I 6.-13. sæti urðu þessir: Viggó Sigurðsson 74 Guðmundur Þórðarson 68 Sverrir Sverrisson 67 Björn Jónsson 66 Valdimar Grímsson 66 Þorgils Óttar Mathiesen 65 Kristján Halldórsson 62 Birgir Sigurðsson 61 Haukar unnu Val 76-74 í þriðju viðureigninni: 14. mars1985 23 ívar Webster lék mjög vel og leiddi Hauka til sigurs gegn Val. Ótrúlega jafn leikur og önnur framlenging ■ „Ég vissi að það yrði tvíeggjað að Valsmenn misstu Torfa. Vissulega misstu þeir frábæran mann en hinir börðust þeim mun meira. Valsmenn léku þennan leik mjög vel og ég held að ég hafi aldrei séð þá berjast af meiri krafti,“ sagði Einar Bollason, þjálfari Hauka eftir sigur sinna manna á Val í þriðja leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppninnar í úrvalsdeildinni í körfu í gær- kvöldi. Leikurinn fór fram á heimavelli Hauka og þeir geta þakkað áhorfendum stóran hluta af árangri sínum. „Svona stemmningu á á körfuboltaleik man ég ekki eftir,“ sagði Pálmar Sigurðsson eftir leikinn. „Einar sagði okkur í hálfleik að við bara gætum ekki gert áhorfendum það að tapa,“ sagði Pálmar. Haukar sigruðu 76-74 eftir æsispennandi leik og framleng- ingu og mæta því Njarðvíking- Webster: „Sá hlær best sem síðast hlær“ Ég hlakka mjög til að mæta Njarðvíkingum í næstu leikjum. Þeir létu hafa það eftir sér í blöð- um að þeir vildu frekar lenda á móti okkur í úr- slitaleikjunum um Is- landsmeistaratitilinn en Valsmönnum, því við værum ekki eins sterkir. En spyrjum að leiks- lokum, þeir verða ekki jafn glaðbeittir í blöðun- um eftir að hafa tapað fyrir okkur,“ sagði mið- herjinn geysisterki í liði Hauka, ívar Webster, eftir leikinn í gær. um í úrslitaleikjum, þeim fyrsta þann 18. mars í Njarðvíkum. Leikurinn var frá upphafi mjög jafn og mesti munur í fyrri hálfleik var 4 stig, 13-9 fyrir Val þegar 11 mínútur voru eftir. Haukarnir komust yfir 20-19 og liðin skiptust bróðurlega á um að vera yfir. Það var líka það eina bróðurlega í leiknum, allir leikmennirnir börðust með kjafti og klóm um hvern bolta. Valsmenn leiddu í leikhléi með einu stigi, 33-34. í seinni hálfleik voru Valsmenn ákveðnari, komust í 44-37 þegar um 5 mín. voru liðnar. Haukar minnkuðu í 3 stig, 49-52 en í næstu Sókn á eftir skoraði Tóm- as Holton glæsilega 3-stiga körfu og síðan bættu Valsmenn við og staðan orðin 57-49. Haukar skoruðu næst en þá svaraði Tómas með annarri 3- stiga körfu, 60-51 og um það bil 7 mínútur eftir. Þegar rúmar 5 mín. voru eftir fór Tómas útaf og stuttu áður Kristján, en þeir höfðu verið lykilmenn í sóknarleik Vals fram að því. Haukar minnkuðu muninn snarlega úr 62-55 og jöfnuðu 62-62 með mjög góðum kafla. Jafnt var á næstu tölum þar til Pálmar skoraði 68-66 fyrir Hauka. Þegar 49 sek. voru eftir var brotið á Pálmari en hann fékk ekki víti, öllum til furðu, Jón Steingrímsson náði frákasti eftir misheppnað skot Hauka og Jóhannes Magnússon tryggði Val framlengingu með góðri körfu þegar 5 sekúndur voru eftir. Framlengingin hófst með miklu fumi og mistökum á báða bóga en Tómas náði forystunni 70-68. Webster jafnaði en Kristján Ágústsson skoraði síð- ustu körfu sína og kom Val yfir 72-70 áður en hann fékk 5. villu sína og þurfti að yfirgefa völlinn. Þá voru 1:36 mín. eftir af framlengingunni. Webster jafnaði og þegar 33 sek. voru eftir fékk Pálmar víti sem hann nýtti bæði og Haukarnir komnir yfir 76-74. Síðasta skot Vals átti Björn Zoéga en hann brenndi af, Webster náði frákastinu og Haukar héldu boltanum til loka, sigur í frábæru einvígi staðreynd hjá Hafnarfjarðarliðinu. Leifur Gústafsson var sterkur í fráköstunum, náði alls 14 slíkum. Kristján lék mjög vel, hirti 10 fráköst og skoraði 22 stig. Jón Steingrímsson náði að halda Pálmari vel niðri mest allan leikinn. Jói fór í gang á réttu augnabliki og hittni hans var stórgóð. ívar Webster lék kannski sinn besta leik hér á landi. í seinni hálfleik hitti hann mjög vel og dreiföi auk þess sendingum á félaga sína. Frá- köstin urðu alls 18 og hann varði 4 skot. Pálmar var ekki eins áberandi og oftast áður, en lék eigi að síður vel og Kristinn tók sín 10 fráköst að venju. Stigin í leiknum skoruðu: Haukar: Webster 31, Pálmar 19, Hálfdán 10, Kristinn 6, Henning 6 og Ólafur 2. Valur: Kristján 22, Tómas 19, Leifur 8, Jón 8, Jói 8, Björn 6, Einar 3. , Kirchler meidd ■ Ein skærasta unga stjarnan í austurríska kvennalandsliðinu á skíðum, Elisabeth Kirchler, meiddist illa á hné í brunkeppninni í Sunshine Village, Al- berta í Kanada á laugar- dag. Hún keyrði út úr brautinni og þeyttist yfir öryggisnetið í kringum hana. Elisabeth hafnaði í 5. sæti í stigakeppninni um heimsbikarinn í bruni. Borðtennis: Lokastaðan Lokastaðan í 1. deild karla og kvenna í flokka- keppninni í borðtennis varð þessi: 1. deild karla: KR-a....... Víkingur-a KR-b....... Örninn-a .. Örninn-b .. 8710 47:13 15 8512 36:28 11 8 4 1 3 37:24 9 8 2 1 5 26:37 5 .8008 4:48 Q 1. deild kvenna: UMSB-a....... 8 7 1 22:4 14 UMSB-b....... 8 6 2 19:7 12 KR .......... 8 5 3 15:10 10 Víkingur..... 8 2 6 7:19 4 Stjarnan .... 8 0 8 1:24 0 Uruguay vann ■ Urueuay vann Equa- dor með 2 mörkum gegn einu í undankeppninni i Suður- Ameríku um sæti í úrslitum HIVI í Mexíkó á næsta ári. Uruguay skoraði fyrsta markið í fyrri hálfleik og Equador jafnaði á 55. mínútu, en sigurmarkið kom á 91. mínútu. Alls sáu um 70.000 manns leikinn. Valur með tíu í viðbót... ■ í þriðjudagsblaði NT, í umfjöllún um sigur Njarðvíkinga á KR í undanúrslitum íslands- mótsins í körfuknattleik var ein lítil prentvilla, sem lét ekki mikið yfir sér, en breytti málinu ansi mikið. Sagt var að Valur Ingimundarson hefði skorað 28 stig á blaðinu, í stað 38. Það er nefnilega gott að skora 28 stig í leik, en hreint frábært að skora 38... Valur og aðrir sem láta sig málið varða eru beðn- ir velvirðingar á þessum tiltektum prentviUupúk- ans. beggja liða eiga skilið. Valsmenn Leikmenn mikið hrós kannski séstaklega því þá vant- aði sinn reyndasta mann Torfa Magnússon. Þeir börðust eins og ljón allan tímann og sýndu sínar bestu hliðar. Tómas Holt- on var hreint út sagt frábær og Dagsmótið í kraftlyftingum: Akureyrarmet? ■ Kraftlyftingamenn á Akur- eyri ætla að setja Akureyrar- met í þátttöku á Dagsmótinu í kraftlyftingum, sem haldið verður í Dynheimum undir dynjandi diskómúsík á laugar- daginn og hefst klukkan 14.00. Þrír valinkunnir gestir koma frá Reykjavík, og keppendur verða alls 17. Þar kennir margra grasa, menn í öllum þyndarflokkum og konur verða með. Hjalti „Úrsus“ Árnason mun fara norður og heyja ein- vígi við Víking Traustason „heimskautabangsa“ í 125 kg flokki, vegna fjölda áskorana. Báðir eru í bananaformi. Ólaf- ur Sigurgeirsson formaður Kraftlyftingasambands íslands mun mæta spengilegur eftir 7 kg megrun sem nú stendur yfir, og ætlar sér að slá íslands- met Sveins Hjaltasonar í bekk- pressu í 90 kg flokki. Ólafur hefur lyft 195 kg að undan- förnu á æfingum, en spurning- in er hvernig megrunin fer með hann. Ölafur mun etja kappi við Jóhannes Má Jó- hannesson Hjálmarssonar (heimsmeistara öídunga), sem er íslandsmeistari unglinga í þessum flokki, og Flosa Jóns- son gullsmið sem talinn er sigurstranglegur. Þriðji gestur- inn er Hörður Magnússon KR, jötunn sem allir lyftingaunn- endur þekkja og keppir í 110 kg flokki. Af Akureyrarmönnum öðr- um má nefna Kára Eiðsson, sem er heimsfrægur lyftinga- maður á íslandi og þykir afar líklegur til að hreppa Dagsbik- arinn sem fellur í hlut stiga- hæsta keppanda mótsins. Þá mun Konráð Jóhannsson bróðir Kristjáns stórsöngvara og Hauks skíðakappa hefja keppni á ný, þrjár knáar bekk- pressukonur munu keppa og líkamsræktarmenn verða með. Að lokum má geta þess að grunur leikur á að sjónvarps- stjarnan Eiríkur S. Eiríksson verði á meðal keppenda.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.