NT - 22.03.1985, Blaðsíða 3

NT - 22.03.1985, Blaðsíða 3
Föstudagur 22. mars 1985 3-Blað II fótafúnir um of. Fjölskyldu- tjaldbúðir verða í landi Vatns- enda. Á nýja Hvammsvellinum verða kynbótadómar og sýn- ingar, auk kappreiðanna. Á Ásavelli verður meðal annars ' ungingakeppnin og ennfremur er ætlunin að útbúa sýningar- völl þar sem vegurinn liggur nú undir áhorfendabrekkunni. Þarna verður sem sagt hægt að vera með sýningar og keppni í gangi á þrenrurstöðum í einu. Ekki má gleyma sjálfu fé- lagsheimilinu. Þar hefur öllu verið umbylt og breytt og það stækkað þannig að fulltilbúið verður það 500 ferm. að gólf- fleti. Á laugardeginum er fyrir- hugað að hafa hápunkt kyn- bótasýningarinnar, og dómar kynntir. Um kvöldið verður gíæsileg kvöldvaka þar sem fram koma frægir söngvarar, leikarar og - að sjálfsögðu - hestamenn. Verð aðgöngu- miða verður lækkað strax þá um kvöldið fyrir þá sem ekki hafa áhuga á að horfa á allt mótið en vilja sjá kvöldvökuna og úrslit kynbótasýningar- innar og kappreiðarnar sem verða á sunnudeginum. Þarna verður án efa margt glæsihrossið. Kröfurnar til kynbótahrossanna eru strang- ari en oft áður t.d. þurfa fjög- urra vetra hryssur að hafa náð einkunninni 7,70,fimm vetra 7,80 og sex vetra 7,90 í meðal- einkunn. Þá eru tímatakmörk fyrir kappreiðahrossin einnig í strangara lagi. Vonast er til að þáttur kyn- bótabúanna verði stór enda eru það sýningar sem njóta mikilla vinsælda. Og svo er bara að bíða og vona að veður- guðirnir verði okkur hliðhollir meðan á mótinu stendur. menn og skepnur í allan vetur og útreiðafæri varla brugðist. Félagar í Fák eru nálægt 900 en auk þeirra eru margirhesta- menn þarna í kring sem eru Fáks- félagar á fullu Undirbuningur fyrir f jórð- ungsmót sunnlenskra hestamanna ■ Lagtáflugskeið á vetraruppákomu Fáksí Víðidalnumívetur. ekki skráðir félagsmenn. Hestafjöldi er einhversstaðar á bilinu þrjú til fjögur þúsund að því er fróðir menn telja, á svæðinu í Víðidal, Faxaborg og Kjóavöllum, þannig að nóg ætti að vera að gera við að þjálfa og temja allan þennan fjölda. Það skyldi því engan undra að a.m.k. 16 tamninga- menn hafa atvinnu eingöngu af tamningum þarna, auk allra hinna sem stunda slíkt í hjá- verkum. Sjálfsagt er hugur í mörgum hestamanninum í vetur þar sem fyrir dyrum stendur í sumar stærsta hestamannamót sem haldið hefur verið á Reykja- víkursvæðinu - fjórðungsmót sunnlenskra hestamanna dag- ana 26-30.júní. Miklar framkvæmdir hafa ■ Yfir skal hún nú einhvernveginn. ■ ...og þá eru allir vegir færir. Orn Ingólfsson fram- kvæmdastjóri Fáks með einn kvikan. mikla fjölda manna og hesta sem von er á, en reiknað er með að um 10-15.000 manns sæki mótið og einhver hluti af þeim fjölda að sjálfsögðu ríð- andi. Beitarhólf verða í landi Gunnarshólma, Vatnsenda og kringum mótssvæði og einnig verður hólf á Korpúlfsstöðum. Reiðvegur verður útbúinn á næstunni frá undirgöngunum á Suðurlandsvegi og vestur með Rauðavatni upp í Grafarvog til að auðvelda leiðina að Korpúlfsstöðum. Þá hafa verið og verða lagðar reiðgötur um Víðidalinn sjálfan. Auk beitarhólfanna er mikið pláss í hesthúsum Fáks og Fáksfélaga. Kynbótahrossin verða t.d. öll höfð í húsum á meðan að á mótinu stendur. Almenn tjaldstæði verða á Kjóavöllum og er fyrirhugað að hafa fólksflutningabíla í förum milli tjaldsvæðisins og mótssvæðis fyrir þá sem gerast staðið yfir hjá Fák á síðastliðnu ári til að gera mótssvæðið sem best úr garði til að mótið geti gengið vel fyrir sig og hægt verði að taka á móti hinum VERSL UNIN Úrval tómstundavara til fermingargjafa Við bjóðum ýmiss konar tómstunda- vörur fyrir skóla, leikskóla og aðra tómstundaunnendur. Nýir eigendur - sendum í póstkröfu. Rauðarárstíg 16 - sími 29595. Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga 9-13.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.