NT - 22.03.1985, Blaðsíða 6

NT - 22.03.1985, Blaðsíða 6
ÁBÓT Föstudagur 22. mars 1985 6 - Blað II NT-mynd: Sverrir ■ Framkvæmdir eru hafnar við skemmtigarðinn í Hveragerdi af fullum krafti, og verður fyrsti áfanginn tekinn í notkun 1. maí. Tívolí í Hveragerði: Fjöldi tækja á heilum hektara Svæðið verður alls um tveir og hálfur hektari ■ Kolkrabbi er eitt af þeim tækjum sem íslenskt ungviði hefur kynnst í tívolíum sem hafa verið á heimilissýningum. NT-mynd: Ámi Bjama ■ Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, hefur verið á- kveðið að koma á fót skemmti- garði - Tívolí í Hvcragerði. Eigendur eru tveir, þeir Sig- urður Kárason og Pálmar Magnússon. í samtali við Sig- urö Kárason sagði hann að fyrsti áfangi skemmtigarðsins yrði tekinn í notkun þann fyrsta maí, svæði sem nær yfir um hektara. „Hönnunin á skemmtigarð- inum, hefur verið gerð af fag- mönnum úti í Ameríku, og þau tæki sem verða tekin í notkun I. maí eru bátar, 90 cart-bílar, kolkrabbi, „round up", klessubílar, tværgerðiraf hringekjum, skotbakkar og ýmis smærri tæki sem þekkt eru úr erlendum skemmtigörð- um. Þetta ætlum við að láta okkur nægja ásamt ýmsum uppákomum sem verða skipu- lagðar síðar, þetta sumarið," sagði Sigurður. Sigurður benti á að það hefði tekið 120 ár að koma tívolíinu í Kaupmannahöfn í það horf sem það væri í í dag. „Þess vegna megum við gera ráð fyrir nokkrum árum hér upp á íslandi líka, áður en við verðum búin að eignast skemmtigarð af þeirri stærðar- gráðu seni er í Kaupmanna- liöfn. Pctta gerist ekki á einni nóttu. Við vorum með þetta á hrakhólum allt síðastliðið sumar, með rándýr tæki ónot- uð, og þetta er allt því að kenna hvernig stjórnkerfið er hér í Reykjavík. Hinsvegar vil ég benda á það að margir embættismenn hafa verið okk- ur velviljaðir, kerfið er bara þetta þungt í vöfum. Það virð- ist vera mjög erfitt að gefa undanþáagur á einhverju svona, og þarsem miklarbygg- ingar og mannvirki rísa í tengslum við fyrirtækið, þá gengur ekki að fara eftir þeim byggingarreglugerðum sem eru til staðar í Reykjavík. Kerfið er einfaldlega of þungt í vöfum fyrir fyrirtæki á borð við þetta, og kerfið getur ekki tekið á móti fyrirtæki sem þarf að rísa í hvelli. Hjá okkur er tíminn peningar. Við þurfum að fá ákveðna spildu, og ráða því sem fram fer innan dyra. Ef maður ætlar að reisa vegg upp á einn og hálfan metra, þarf að sækja um leyfi til byggingarnefndar, en svona rekstur þolir ekki þá bið sem þetta tekur. Við erum á fs- landi, og treystum á fjóra til fimm mánuði á ári , og raun- verulega er aldrei hægt að byrja undirbúning fyrr en í byrjun mars, þettaersvo stutt- ur tími hjá okkur. Nú verður hinsvegar tekið fyrsta skrefið, og því verða næstu áfangar léttari, þegar fyrirtækið er farið að rúlla. Þrátt fyrir að nokkrir af em- bættismönnum borgarinnar hafi verið allir af vilja gerðir, þá höfum við ekki tíma til þess að fara þessa leið. - Hver hcfði verið óska- staðurinn, ef þú hefðir mátt stinga þér niður hvar sem var? „Þá hefði ég viljað vera á Melavelli eða í Vatnsmýrinni, það hcfðu verið æskilegustu staðirnir." - Telurðu að þessi staðsetn- ing hafi einhver áhrif á fjár- hagsafkomu fyrirtækisins? „Ef áhrifin verða einhver, eru þau til góðs. Við horfum þá til lengri tíma, þar sem jarðhitinn sem er fyrir hendi í Hveragerði getur komið okkur til góða. Meiningin er, þegar fram líða stundir að byrja á varanlegum byggingum". Sig- urður benti á að með byggingu á húsum á borð við kúluhús úr gleri, eins og hefðu reynst vel víða erlendis, væri möguleiki að færa hluta starfseminnar undir þak, og þá í framhaldi af því að hafa opið jafnvel allan ársins hring. Einnig benti Sig- urður á að þá væri hægt að efna til ýmissa annarra hliðar- greina svo sem að koma á fót dýragarði, og öðru sem gæti verið áhugavert. - Erbúiðaðákveðahvernig verður með opnunartíma í skemmtigarðinum? „Já við ætlum að opna klukkan eitt alla daga vikunn- ar, nema það er möguleiki að við opnum eitthvað fyrr um helgar. Það verður opið til klukkan 23 hvert kvöld. Síðan er meiningin að á fallegum sumarkvöldum verði boðið upp á skemmtiatriði og aðrar uppákomur. Það verður frítt inn á svæðið. Við höfum ák- veðið að opnunartími á hverju ári verði frá 1. maí til 10. september. - Voruð þið búnir að bræða þessa hugmynd með ykkur lengi? „Já þetta hefur verið í kollin- um á okkur lcngi, og eins og ég hef sagt áður, var staður sá sem okkur var úthlutaður síðast, ágætur að öllu leyti, nema hvað talsverðir fjármun- ir hefðu farið í jarðvegsskipti, og einnig það að ég hreinlega nennti ekki að starfa undir þeim aðilum sem veita leyfi hér í Reykjavík til byggingar. - Er búið að ákveða nafn á staðinn? „Þetta kemur til með að heita Tívolí fyrsta sumarið, en síðar kemur væntanlega til framtíðarnafn í haust, og hefur verið gælt við nafnið „Edin- borg". - Komumviðlslendingartil með að eignast okkar „danska tívolí" í Hveragerði? „Það er draumurinn. Þarna fara allir helstu þjóðhöfðingar sem leggja leið sína til landsins, og ég álít að skemmti- garðurinn sé í alfaraleið." Hvernig er með „rússíbana" eigum við von á að fá hann fljótlega? „Það er aldrei að vita, kannski verður það á næsta ári. Annars fer það mikið eftir því hversu hliðhollt fólk verður okkur í sumar. Framtíðin fer mikið eftir því hversu vel fólk sækir þessa innlendu skemmtun, og sleppir kannski einhverju öðru á meðan, þá kemur það vonandi til baka til þeirra með auknum tækja- fjölda. En það verða komin þarna í sumar öll helstu tæki sem eru nauðsynleg fyrir alla, og þetta verður fyrsti vísirinn að því sem koma skal." - Eitthvað að lokum? „Eins og komið hefur fram í blöðum, hafa þeir hjá Skipu- lagi Reykjavíkurborgar verið eitthvað svekktir útí okkur, en ég hef nú ekki talað við þá enn, en eins ogég segi, er fullur vilji embættismanna að koma þessu upp, en það tekur bara of mikinn tíma og með þessa frumraun í Tívolí, er það ekki þorandi." ■ „Round up“ verður meðal þeirra tækja sem sett verða upp í Hveragerði og verður hægt að prófa þann fyrsta maí. NT-mjnd: Árni Bjarna

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.