NT - 22.03.1985, Blaðsíða 9

NT - 22.03.1985, Blaðsíða 9
■ „Gvööð ég vissi ekki að margar stelpur gætu verið hrifn- ar af sama stráknum“. NT-mynd Árni Bjnrna hefst hún klukkan 20. Onnur sýning verður þriðjudaginn 26. mars, og hefst hún klukkan hálf níu. Þriðja sýningin verður þann 28. klukkan 20. Síðan verða sýningar reglulega á sunnu- djögum, þriðjudögum og fimm- tudögum. Að lokum er rétt að geta þess að Jóhann Morávek sá um út- setningu á þeim fjölmörgu lög- um sem eru leikin í verkinu, og er ekki annað að heyra en honum hafi tekist vel upp. Vilji menn gleyma sér eina kvöldstund, og upplifa aftur smá brot af rokkfíling, er alveg kjör- ið að skreppa í Fjörðinn og horfa á sprell, rneð léttu músík ívafi. ÁBÓT Skemmtanalífið Stemmningin sem ríkti í upphafi rokktímabilsins endurvakin Föstudagur 22. mars 1985 ■ Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýnir leikritið Rokkhjartað slær, á morgun. Verkið er samið af leikurum, á meðan að æfingar fóru fram. Alls eru rúmlega tuttugu manns sem standa að sýningunni, og tóku allir þátt í að móta það sem ber fyrir augu áhorfenda sem leggja leið sína í fjðrðinn á morgun. Þórunn Sigurðardóttirerleik- stjóri verksins, og í samtali við hana kom fram að verkið geng- ur út á það að sýna áhorfendum stemmninguna og áhrifin sem voru í upphafi rokktímabilsins. Leikritið fjallar um undirbún- ing á árshátíðarskemmtun í skóla einum ónefndum, og í lok leiksins sjáum við hvernig tekst upp, og einnig er talsvert um óvæntar uppákomur sem tengj- ast skemmtuninni. „Við leggjum ekki mikla áherslu á textann, enda er það ógjörningur, þegar leikrit er unnið á þann hátt sem við gerðum í þetta sinn. Við látum músíkina og stemmninguna sem einkenndu þetta tímabil bera uppi sýninguna.“ sagði Þórunn. - Er þetta gamanleikrit? „Nei þetta er ekki farsi. Mér leiðast svo gamanleikrit. Þetta myndi líklega falla einhvers- staðar á milli söngleiks og kaba- retts, en orðið farsi á ekki við í þessu tilfelli. Hinsvegar er það ekki spurning að leikritið er létt, og öruggt að einhver flokk- ar það sem gamanleikrit.“ „Helsta markmið okkar í leiknum er að ná fram þeim áhrifum sem voru ríkjandi á þessum tíma. Það er ekki ætlun okkar að fjalla um upphaf rokk- tímabilsins á sögulegan máta, eða kryfja það á nokkurn hátt. Textinn er ekki það mikill í verkinu. Það er mikil nostalgía í gangi hjá fólki í dag, og rokktímabilið er ríkt í hugum margra. Haraldur Baldursson er ung- ur og óreyndur leikari, en þó var ekki annað að sjá en að hann kynni vel við sig á sviðinu, í hlutverki Bergs sem er strákur í meiriháttar Presley fíling. Bergur gengst upp í hlutverki Presleys, og ætlar að líkja eftir honum. Við leituðum svara við ■ Skólastjórinn æfir árshátíð- arávarpið, og í baksýn er mynd af Elvis Presley. nokkrum spurningum hjá Har- aldi. Nú er þetta fyrsta hlutverk þitt. Hvernig leggst það í þig? „Ég hef verið viðloðandi leik- félagið í nokkurn tíma. Ég hef spilað, og lagt stund á aðra undirbúnings- og baktjalda- vinnu. Ég kann vel við Berg. Þetta er hresst hlutverk, og því fylgja læti og töffaragangur." - Nærðu því að verða eins og Elvis? „Það er náttúrlega erfitt að eiga við Elvis, hann er svoddan I firna töffari, en maður reynir sitt besta.“ Ert þú ekki jafn kaldur og Presley á sínum tíma, að hefja leikferilinn með hlutverki af stærri gerðinni? „Það má kannski segja það. Þetta er eitt af fjórum stærstu hlutverkunum í sýningunni." Eins og áður segir verður frumsýningin á morgun, og Leikfélag Hafnarfjarðar: um og gestum Traffic um helg- ina. Föstudagskvöld verður opið til klukkan 3 eftir mið- nætti, með alddurstakmörkun- um 16 ár. Laugardag verður einnig hægt að fá sér snúning í Traffic til klukkan þrjú. Kópurinn: Hljómsveit Birgisi sonar leikur fyrir_dd helgina. Líf oa Kópakránnk ^^HilPverður einnigQDÍn ® mftddf til klukk- ^CT||Aiiðnætti. Kópur- fin ewið Auðbrekku 12, og nimver 46244. Þórscafé: Föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld skemmtir Þórskabarett gestum Þórscafé, og kabaretthljómsveitin leikur fyrir dansi. Anna Vilhjálms og Éinar, úr Pónik og Einar, syngja lög úr þekktum söng- leikjum öll kvöldin. Sunnudag- urinn hefur nokkra sérstöðu eins og vanalega, þar sem ferðahátíð verður í Þórscafé á sunnudagskvöld, og hefst gam- anið klukkan sjö. Þórscafé er við Brautarholt 20 og síminn er 23334. Það verður diskótek föstu dags- og laugardagskvöld venju í Safarí um helgi Opið frá 10-3 eftir miðnæ Safarí er við SkúlaAtu 30 síminn er U55 _lð báða aðaldaga helgar- nna'r, föstudags- og laugar- Jagskvöld frá klukkan 10-3. Grillið verður opið frá klukkan tíu bæði kvöldin. Sigtún er við Suðurlandsbraut og síminn er 685733. sMagskvöld verða nsarnir frá klukkan eftir miðnætti. Hljóm- it Jóns Sigurðssonar leikur ir dansi. Lokað verður vegna einkasamkvæmis á laug- ardag. Sunnudagskvöld verður að venju helgað samkvæmis- dönsum, og er dansskólafólk hvatt til þess að mæta. Ríó er við Smiðjuveg 1 Kópavogi og síminn er 46500. Ypsilon: Hollywood: Enski háðfuglinn J.J. Waller skemmtir gestum Hollywood um helgina. Föstudag og laug- ardag verður diskótek, á tveimur hæðum. Einnig verður opið sunnudag til klukkan eitt eftir miðnætti. Sunnudags- kvöld skemmta Graham Smith Bergþóra Árnadóttir. Diskótekið verður á fullu alla helgina undir stjórn þeirra Krissa Fredd og Móses. Kráin verður opin alla helgina með lifandi músík. Opið verður til klukkan þrjú eftir miðnætti um helgina, en kráin til klukk- an eitt á sunnudagskvöld. Ypsilon er til húsa við Smiðju- veg 4 og síminn er 72177. Klúbburinn: Opið verður á öllum hæðum í Klúbbnum um helgina og geta gestir hlustað á fjögur diskótek föstudag og laugar- dag. Klúbburinn er við Bor- gartún 32, og síminn er 35355. Ártún: Föstudagskvöld verða gömlu dansarnir á dagskrá hjá þeim Ártúnsmönnum, og leik- ur hljómsveitin Drekar fyrir dansinum. Laugardag verður lokað vegna einkasamkvæmis. Ártún er til húsa að Vagnhöfða 11 og síminn er 685090. ■ Aðstandendur ráðstefnunnar, sem haldin verður á morgun í Ásmundarsal í Freyjugötu. NT-mynd Ámi Bjama ( Ráðstefna Lífs og lands ■ Á morgun verður haldin ráðstefna á vegum samtakanna Líf og land. Ráðstefnan verður haldin í Ásmundarsal við Freyjugötu. Ráðstefnan verður sett klukkan 10, og verður það Gestur Ólafsson formaður sam- takanna sem setur ráðstefnuna. Ráðstefnan er þríþætt, og verður fyrsti hlutinn með yfir- skriftinni Tilurð núverandi um- hverfis, og fundarstjóri verður Jes Einar Þorsteinsson. Fyrir- lesarar í fyrsta hluta ráðstefn- unnar verða þeir Bernharður Guðmundsson, Sturla Friðriks- son, Stefán Thors, Páll Líndal og Arnþór Helgason. Fyrirlestr- um lýkur klukkan 11:30, og verða þá umræður tii klukkan tólf, að matarhlé tekur við. Jón Óttar Ragnarsson verður fundarstjóri í öðrum hluta ráð- stefnunnar sern hefst klukkan 12:45, eftir að matarhléi lýkur. Yfirskrift fundarins verður „Að búa í þéttbýli“ Fyrirlesarar verða Helga Edwald, Rúrí, Þor- valdur S. Þorvaldsson, Ragn- hildur Skarphéðinsdóttir og Álfheiður Steinþórsdóttir. Fundi Jóns Óttars lýkur klukk- an 14, og gefst þá þátttakendum tækifæri til umræðna og kaffi- hlés. Síðasti fundurinn, em ber yfirskriftina „Ný viðhorf“, hefst klukkan 14:30, að loknu kaffi- hléi. Fyrirlesarar í síðasta hlutanum, sem stjórnað er af Huldu Valtýsdóttur, eru: Hermann Sveinbjörnsson, Jó- hanna Thorsteinsson, Áslaug Brynjólfsdóttir, Sturla M. Jónsson, Kristinn Ragnarsson, Hörður Bergmann og Gunnar G. Schram. Fundi lýkur 16:15, og verða umræður til ráðstefnu- slita, sem verða klukkan 17.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.