NT - 22.03.1985, Blaðsíða 14

NT - 22.03.1985, Blaðsíða 14
Föstudagur 22. mars 1985 14-Blað II Dagbók Önnu Frank Aðeins fjórar sýningar eru eftir á leikritinu Dagbók Önnu Frank í Iðnó. Guðrún Krist- mannsdóttir fer með titilhlut- verkið en leikstjóri er Hallmar Sigurðsson. Leikritið er sýnt í Iðnó í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30. Agnes - barn Guðs Leikritið Agnes, - barn Guðs eftir John Pielmeier verður sýnt á laugardagskvöld kl. 20.30. Leikstjóri er Þórhild- ur Þorleifsdóttir, en Guðrún S. Gísladóttir fer með hlutverk ungnunnunnar Agnesar. Með önnur hlutverk fara Guðrún Ásmundsdóttir og Sigríður Hagalín. Gísl Leikritið Gísl verður sýnt á sunnudag kl. 20.30 í Iðnó. Þar verða hlutverkaskipti, þar sem Jón Hjartarson tekur við af Kjartani Ragnarssyni í hlut- verki „Grace prinsessu". Sýn- ingar á Gísl eru nú orðnar 79. Leikstjóri er Stefán Baldurs- son. Draumur á Jóns* messunótt Leikritið verður sýnt næst ■ Karl Ágúst Úlfsson hefur tekið við hlutverki „Hvins físi- belgjastagara“ í Draumi á Jónsmessunótt. fimmtudaginn 28. mars og þá kemur Karl Ágúst Úlfsson í stað Kjartans Ragnarssonar í hluverki Hvins, físibelgja- stagara. Frumsýning í Þjóðleikhúsinu: Dafnis og Klói Frumsýningu á ballettinum Dafnis og Klói, sem verða átti ■ Jón Hjartarson leikur nú í Gísl. Hann kemur fram í hlut- verki „Grace prinsessu“, sem Kjartan Ragnarsson lék áður. í kvöld er frestað vegna veik- inda eins aðaldansarans. Er stefnt að því að frumsýningin verði n.k. þriðjudag. Islenski dansflokkurinn hefur æft bal- lettinn „Dafnis og Klói“ eftir Nönnu Ólafsdóttur við tónlist eftir Maurice Ravel. Leiksag- an er eftir Nönnu og Sigurjón Jóhannsson, sem jafnframt gerir leikmynd og búninga. Páll Ragnarsson annast lýsing- una. Þetta er fyrsti heilskvölds- ballettinn sem íslenskur dans- höfundur semur og því stór áfangi í sögu balletts á íslandi. Með titilhlutverkin fara Ein- ar Sveinn Þórðarson, Helena Jóhannsdóttir og Katrín Hall, en þær Helena og Katrín skipt- ast á um að dansa hlutverk Klói. Með önnur stór hlutverk fara Ásdís Magnúsdóttir, Auð- ur Bjarnadóttir, Guðmunda Jó- hannesdóttir, Jónas Tryggva- son og Anthony Karl Gregory. Kardimommubærinn Þetta vinsæla barnaleikrit Thorbjörns Egners verður sýnt tvisvar um helgina, á laugardag og á sunnudag og hefjast sýn- ingarnar kl. 14.00. Uppselt ' hefur verið á allar sýningar verksins til þessa, eða 35 sinnum. Leikhúsfréttir frá Akureyri: Færeyjaferð L.A. með „Ég er gull og gersemi“ Leikfélag Akureyrar fer í leikferð til Færeyja með leikritið eftir Svein Einarsson „Ég er gull og gersemi". ■ Úr „Dafnis og Klói“. Tónleikar í Mosfellssveit Skólahljómsveit Mosfells- sveitar heldur tónleika í Hlé- garði sunnudaginn 24. mars kl. 16 og í hátíðasal Reykjalundar mánudaginn 25. mars kl. 20. Tværtextílsýningará Kjarvalsstöðum um helgina Á laugardag verður opnuð yfirlitssýning á verkum finnsku listakonunnar Doru Jung (1906-1980) í austursal Kjar- valsstaða. Sýningin kemur hingað til lands fyrir tilstuðlan Listiðnað- arsafnsins í Helsinki og finnska menntamálaráðuneytisins. I vestursal er 10 ára afmælis- sýning Textílfélagsins. Þar sýna 29 íslenskar listakonur textílverk af ýmsu tagi. Sýningarnar eru opnar dag- lega kl. 14.00-22.00 fram yfir páska. Laugardagskaffi Kvennahússins Laugardaginn 23. mars er umræðuefni við laugardags- kaffi Kvennahússins „Kyn- skiptur vinnumarkaður". Fríða B. Pálsdpttir segir frá niðurstöðum rannsókna sinna á verkaskiptingu kynjanna á vinnumarkaði. Aðalfundur Ferðafélags Islands Aðalfundur Ferðafélags ís- lands verður haldinn mánu- daginn 25. mars í Risinu á Hverfisgötu 105 og hefst kl. 20.30 stundvíslega. Venjuleg aðalfundarstörf. Lagðar verða fram tillögur til lagabreytinga. Félagar sýni ársskírteini frá árinu 1984 við innganginn. Neskirkja Samverustund aldraðra verður á morgun kl. 3. Sigur- laug Bjarnadóttir segir frá fuglalífi og náttúru í Vigur og sýnir litskyggnur þaðan. Séra Frank M. Halldórsson. Útivist lOára: Árshátíð Útivistar verður í Hlégarði laugardaginn 23. mars í tilefni þess að 10 ár eru liðin frá stofnaðalfundi Útivist- ar. Dagskrá: Hátíðarfundur, ræða Jóhanna Boeskov vara- formaður, einsöngur Ingu Maríu Eyjólfsdóttur, borðhald, fjöldasöngur, skemmtiatriði. Hljómsveitin Hrókar sér um fjörið. Rútu- ferðir frá BSÍ kl. 18.30. Veislu- stjóri er Lovísa Christiansen. Miðar og pantanir á skrifstof- unni Lækjargötu 6a, símar: 14606 og 23732. Afmælisganga Farin verður afmælisganga sunnudaginn 24. mars kl. 14.00. Gangan hefst við BSÍ, bensínsölu, þar sem þátttak- endur fá afmælisferðabók o.fl. afhent. Gengið verður um Öskjuhlíð (skógargötu), Naut- hólsvík og Fossvogsdal í Ell- iðaárdal. Ganga fyrir alla. Ekkert þátttökugjald. Hægt er að sameinast göngunni við heita lækninn kl. 14.30 og í skógræktarstöðini Fossvogi kl. 15.30. Um 3 klst. ganga með hvíldum. Rútuferðir frá El- liða- árstöð í lok göngu. Borgarbúar og aðrir eru hvattir til að koma með og kynnast leiðum sem koma flestum á óvart. Útivistarferðir: Páskaferðir Útivistar Eitthvað fyrir alla: 5 daga ferðir 4.-8. apríl. L Þórsmörk - Góð gisting í Útivistarskálanum Básum. 2. Snæfellsnes- Snæfellsjökull - Frábær gisting á Lýsuhóli. Sundlaug og heitur pottur. 3. Mýrdalur og nágrenni. Gist að Leikskálum Vík. Margt nýtt að sjá. 4. Oræfi - Suðursveit - Vatn- ajökull. Snjóbílaferð á Brieð- ubungu (1520m). Gist að Hrol- laugsstöðum. 5. Skíðaferð á Fimmvörðuháls - Gist í húsi. Jöklaferð. 6. Þórsmörk, 3 dagar - Brott- för laugard. kl. 9.00. Upplýsingar og farmiðar á skrifstofunni Lækjargötu 6a, símar 14606 og 23732. Dagsferðir F.í. Sunnudaginn 24. mars verð- ur farið í tvær dagsferðir á vegum Ferðafélags íslands. 1. Gengið á Hengil - kl. 10.30 verður farið í ferð að Hengli. Gengið verður á Hengil og farið í skíðagöngu í Innstadal. 2. Kolviðarhóll - Húsmúli. Létt ganga við allra hæfi. Brottför frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin. Far- miðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. (Bakpoki er hjá okkur í óskilum á skrifstofu Ferðafé- lags íslands). ■ Friðrik S. Kristinsson söngvari. Tónleikar í Borgamesi Baritonsöngvarinn Sigurður Pétur Bragason verður með tónleika í Borgarneskirkju sunnudaginn 24. mars kl. 3. Undirleik annast Þóra Fríða Sæmundsdóttir. Á efnis- skránni eru ítölsk lög og óperu- aríur ásamt íslenskum lögum. Sigurður Pétur Bragason hefur bæði lokið tónmennta- ■ Sigurður Pétur Bragason baritonsöngvari. Sóngskemmtun í Stykkishólmi Friðrik S. Kristinsson söngv- ari og Lára S. Rafnsdóttir píanóleikari halda tónleika í Félagsheimilinu í Stykkishólmi laugardaginn 23. mars kl. 17.00. Á efnisskránni verða m.a. sönglög eftir Karl Ó. Runólfsson, Jón Þórarinsson, Pál Isólfsson, F. Schubert, A. Scarlatti og P. Tosti. Friðrik hefur undanfarin ár stundað nám í Söngskólanum í Reykjavík og hefur Magnús Jónsson verið kennari hans. Vorið 1984 lauk Friðrik 8. stigs prófi í söng og síðast liðið haust innritaðist hann í söng- kennaradeild Söngskólans í Reykjavík. kennaraprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík og 8. stigsprófi frá Söngskólanum. Frá 1983 hefur Sigurður verið við nám á Ítalíu hjá Pier Mir- ando Ferraro. Þóra Fríða Sæmundsdóttir lauk píanókennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. 1981 lauk hún prófi frá Tónlistarháskólanum í Freiburg. Eftir það var hún við nám í ljóðaundirleik við Tón- listarháskólann í Stuttgart. Kennari hennar var próf. Konrad Richter. ■ Frá fyrri sýningu Þjóð- dansafélags Reykjavíkur. Nemendasýning Þjóðdansafélags Reykjavíkur Sunnudaginn 24. mars verð- ur nemendasýning félagsins haldin á Broadway kl. 14.00. Þar verða sýndir dansar frá ýmsum löndum. Bæði börn og fullorðnir sýna dansa frá ýms- um löndum, svo sem Rúss- landi, Nýja Sjálandi, Austur- ríki, íslandi, Finnlandi o.fl. Stjórnendur eru Kolfinna Sig- urvinsdóttir og Glynnis Duffin. Undirleikarar eru Wilma Young, Magnús Gunn- arsson og María Einarsdóttir, en einsöng syngur Sigurður Þorsteinsson. Tónleikar Tónlistar- skólans í Reykjavík Tvennir tónleikar verða á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík nú um helgina. Þeir fyrri verða sunnudaginn 24. mars kl. 15.00 í sal skólans að Skipholti 33. Guðrún Anna Tómasdóttir leikur á píanó verk eftir J.S. Bach, Chophin, Schubert og Aaron Copland og eru þetta burtfararprófstón- leikar hennar frá skólanum. Síðari tónleikarnir verða að Kjarvalsstöðum mánudaginn 25. mars kl. 21.00. Þar flytja nemendur skólans verk eftir hina ýmsu höfunda og er efnis- skrá afar fjölbreytt. ■ Guðrún Anna Tómasdótt- ir.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.